Fréttablaðið - 23.08.2019, Qupperneq 8
En hvað gerist í
framtíðinni er háð
aðstæðum.
Rajnath Singh, varnarmálaráðherra
Indlands
INDLAND Nýleg ummæli Rajnaths
Singh, varnarmálaráðherra Ind-
lands, þykja benda til þess að stjórn-
völd þar í landi séu opin fyrir því að
beita kjarnorkuvopnum sínum án
þess að skotið sé á Indverja fyrst (e.
no first use). „Í dag er kjarnorku-
stefnan sú að beita vopnunum
ekki að fyrra bragði. En hvað gerist
í framtíðinni er háð aðstæðum,“
sagði Singh á sunnudag er hann var
staddur í Pokhran, þar sem Ind-
verjar gerðu kjarnorkutilraunir
árið 1998.
Blaðamönnum Hindustan Times
þóttu ummælin ekki til marks um
að stefnan, sem tekin var upp árið
2003, hafi verið felld úr gildi. Hún
þykir hins vegar ekki jafnhelg nú og
áður. „Þarna var ekki um formlega
stefnubreytingu að ræða,“ sagði
í frétt blaðsins. Hins vegar væru
ummælin afar mikilvæg.
Þótt ýmsir indverskir stjórnmála-
menn hafi í gegnum tíðina lýst yfir
efasemdum um ágæti stefnunnar
um að beita kjarnorkuvopnum
ekki að fyrra bragði hefur enginn
þeirra verið jafnháttsettur og Singh.
Í umfjöllun Asíumálaritsins The
Diplomat segir að með yfirlýsing-
unni sé Singh í rauninni að sanna
það sem stjórnvöld í bæði Pakistan
og Kína, ríkjum sem eiga í lang-
varandi deilum við Indland, hafa
alla tíð haldið fram. Að Indverjum
sé ekki alvara með stefnunni. Ind-
verjar hafa varpað fram sams konar
efasemdum um að Kínverjar hafi
þessa sömu stefnu, líkt og kínversk
stjórnvöld lýstu yfir árið 1964.
En hversu slæmar þurfa aðstæður
að vera svo Indverjar geti hugsað sér
að beita kjarnorkuvopni? Deilan
við Pakistana, einnig kjarnorku-
veldi, um Kasmír hefur harðnað
mjög á undanförnum mánuðum.
Eftir meinta hryðjuverkaárás sam-
takanna JeM í Pulwama í indverska
hluta Kasmír fyrr á árinu sögðust
Indverjar til að mynda hafa gert
árásir á hryðjuverkasamtökin á
pakistanskri grundu og voru Pakist-
anar afar ósáttir. Hermenn ríkjanna
skiptust á skotum en ekki kom til
alvarlegri átaka. Þá er vert að nefna
að ástandið í indverska hluta Kasmír
núna, sem Indverjar hafa svipt sjálfs-
stjórn, hefur kallað fram afar hörð
viðbrögð í Pakistan, sem líkt og Ind-
land gerir tilkall til alls héraðsins.
„Kjarnorkuvopn Pakistans hafa
þrengt að möguleikum Indverja í
hefðbundnum hernaði og valdið
stjórnvöldum í Nýju-Delí erfið-
leikum,“ skrifaði blaðamaður The
Diplomat og hélt áfram: „Árásin
á JeM, sem kom f lestum á óvart,
sýndi Pakistönum að hefðbundinn
hernaður er enn mögulegur þrátt
fyrir þann háa þröskuld sem er fyrir
notkun kjarnorkuvopna. Pakist-
anar gætu ekki lengur falið sig á bak
við kjarnorkuvopnin og hagnast á
frekari árásum annarra á Indland.“
thorgnyr@frettabladid.is
Gætu vikið frá stefnu sinni
um beitingu kjarnorkuvopna
Varnarmálaráðherra Indlands talar nú með öðrum hætti um notkun kjarnorkuvopna. NORDICPHOTOS/GETTY
Hátíðahöld á Indlandi
Nemendur í SNDT-háskólanum í Mumbai á Indlandi klæddu sig upp sem hindúaguðinn Krishna og tóku sjálfu í tilefni af Janmashtami-hátíðinni
sem hófst í landinu á miðvikudaginn. Hátíðin stendur yfir í tvo daga og er tileinkuð fæðingu Krishna sem er einn vinsælasti guð hindúa. Mikill
undirbúningur er lagður í hátíðina og fasta margir hindúar á fyrri degi hennar og snerta ekki mat fyrr en á miðnætti. NORDICPHOTOS/GETTY
Varnarmálaráðherra
Indlands gefur til kynna
að Indverjar gætu vikið
frá stefnu sinni um
að beita kjarnorku-
vopnum ekki fyrr en á
þá er skotið fyrst. Ekki
formleg stefnubreyting.
Deilan við Pakistana
hefur harðnað til muna.
BRASILÍA Jair Bolsonaro, forseti Bras-
ilíu, segir að brasilíska ríkið skorti
mátt til að berjast við hina miklu
skógarelda í Amazon.
„Við höfum ekki nægilegt bol-
magn. Hér ríkir ringulreið,“ sagði
Bolsonaro í gær.
Meira en 70 þúsund skógareldar
hafa geisað í Amazon á þessu ári,
sem er umtalsvert meira en árin á
undan. Bolsonaro kenndi náttúru-
verndarsamtökum um eldana en
hefur síðan viðurkennt að hafa ekki
sannanir fyrir þeim kenningum
sínum. Hefur hann fyrirskipað rann-
sókn á upptökum eldanna. – khg
Bolsonaro
viðurkennir
vanmátt
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Angela Merkel Þýska-
landskanslari tilk y nnti Boris
Johnson, forsætisráðherra Bret-
lands, að hann hefði 70 daga til að
ná nýju samkomulagi um útgöngu
Bretlands úr Evrópusambandinu.
Áður hafði hún sagt að fresturinn
væri 30 dagar.
Johnson fundaði með leiðtogum
Evrópu í París í gær um stöðuna en
eins og málin standa fara Bretar út
án samnings þann 31. október.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti þrýsti á Johnson að sýna
fram á heilsteypta áætlun sem fyrst
því að ekki væri hægt að semja á
síðustu stundu.
Eitt helsta málið á dagskrá voru
landamærin við Írland. Fullvissaði
Johnson kollega sína um að þegar
hefði verið unnið að „tæknilegri
útfærslu“ til að koma í veg fyrir upp-
setningu landamærastöðva án þess
að skýra það nánar. – khg
Bretar sýni
heilsteypta
áætlun sem fyrst
Johnson og Merkel ræddu saman í
gær. NORDICPHOTOS/GETTY
SPÁNN Vinahópur á Spáni keypti
eyðiþorp í Galisíuhéraði fyrir
aðeins 140 þúsund evrur, eða rúmar
19 milljónir króna. Þorpið hefur
verið mannlaust í hálfa öld og öll
húsin því í niðurníðslu en vinirnir
hyggjast byggja þau upp og dvelja
þar í ellinni.
Alls eru um 3.000 eyðiþorp á
Spáni, f lest í norður og norðvestur-
héruðunum. Mörg hús í eyðiþorp-
um eru auglýst hjá fasteignasölum
og útlendingar hafa sýnt þeim
áhuga á undanförnum árum. – khg
Keyptu þorp á
19 milljónir
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-E
C
1
8
2
3
A
0
-E
A
D
C
2
3
A
0
-E
9
A
0
2
3
A
0
-E
8
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K