Fréttablaðið - 23.08.2019, Síða 12
KÖRFUBOLTI „Það er stutt á milli
í þessu, nokkrum dögum áður
leikur liðið gegn Portúgal senni-
lega sinn besta leik í mörg ár en svo
gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of
mörg stig sem Sviss setur á okkur,“
segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrr-
verandi landsliðsþjálfari, spurður
út í frammistöðu Íslands gegn Sviss.
„Þetta byrjar vel en fer svo að
hiksta, menn verða staðir og menn
missa augnablikið. Það er hættulegt
að spila á þessu kalíberi að vita það
aftast í hausnum að þú megir tapa
með einhverjum mun þó að menn
hafi auðvitað komið í leikinn til
að vinna,“ segir Friðrik og heldur
áfram:
„Sviss óx ásmegin eftir því sem
leið á leikinn á sama tíma og spila-
mennska Íslands molnaði niður.
Sviss var að setja stórar körfur og
fá augnablikið með sér og við það
grípur um sig smá örvænting hjá
Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt
á sama tíma og Sviss fær blóð á tenn-
urnar og gengur á lagið.“
Hann finnur til með þjálfara-
teyminu.
„Þeim var enginn greiði gerður
með að fá enga æfingaleiki í sumar.
Þetta voru risavaxnir leikir fyrir
framtíðaráform Íslands og þeir
fengu ekki leikina sem til þurfti.
Kannski var það þetta litla sem
vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að
menn væru búnir að hlaupa af sér
hornin.“ kristinnpall@frettabladid.is
Íslenska karlalandsliðið féll
úr leik í undankeppni EM
eftir 24 stiga tap fyrir Sviss í
vikunni. Íslenska liðið mátti
tapa með nítján stigum en
eftir fína byrjun hrundi
spilamennska Íslands. Við
það fékk Sviss blóð á tenn-
urnar gegn örvæntingar-
fullum Íslendingum.
Þeim var enginn
greiði gerður með
að fá enga æfingaleiki í
sumar.
Friðrik Ingi Rúnarsson,
fyrrverandi landsliðsþjálfari
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
1 sókn Sviss endaði ekki með körfu á síðustu
sex mínútum leiksins,
þegar skref var dæmt á mið-
herjann Clint Capela. Vörn
Íslands var í molum þegar
á reyndi undir lok leiksins.
Þegar íslenska vörnin þurfti
að stöðva Sviss átti hún
engin svör.
42% stiga Íslands í seinni hálfleik
komu af vítalínunni eða
sextán samtals í tuttugu
tilraunum.
2 ár hið minnsta eru í að Ísland leiki næsta leik
sinn í undankeppni fyrir
stórmót. Ljóst er að Ísland
missir af EuroBasket 2021
og er undankeppni HM 2023
næst á dagskrá landsliðsins.
Fram að því mun liðið leika
æfingaleiki og á Smáþjóða-
leikunum.
8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Ís-
lands. Ísland réð ekkert við
Sviss í baráttunni um frá-
köstin undir körfu Íslands
og fékk Sviss allt of oft fleiri
tilraunir í sömu sókninni.
102 stigum munaði á úrslitum íslenska
liðsins á heima- og útivelli
í undankeppni EuroBasket
2021. Ísland vann þrjá af
fjórum heimaleikjunum og
var 46 stigum yfir á heima-
velli í undankeppninni en
á útivelli töpuðust allir
Pavel Ermolinskij var einn fárra sem þorðu að taka af skarið í sóknarleik Íslands í seinni hálfleik gegn Sviss áður en hann fór af velli með fimm villur skömmu fyrir leikslok. NORDICPHOTOS/EPA
Ísland
molnaði
niður í
Sviss
Óvíst er með framhald landsliðsþjálfarans Craigs Pedersen með landsliðið
en samningur hans við KKÍ rennur út um áramótin. MYND/FIBA EUROPE
leikirnir með samanlagt 56
stiga mun.
5 stig fékk Ísland úr opn-um leik á mikilvægum
kafla frá því að Tryggvi Snær
kom Íslandi fjórum stigum
yfir í upphafi annars leik-
hluta þar til Martin minnk-
aði forskot Sviss niður í níu
stig tæpum ellefu mínútum
síðar. Tólf stig af vítalínunni
héldu lífi í Íslandi á þessum
tímapunkti.
6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta
leikhluta. Í næstu þremur
leikhlutum hitti Ísland úr
þremur af átján skotum
sínum fyrir utan þriggja
stiga línuna.
29 stigum skilaði Ro-berto Kovac, nýjasti
leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á
átta ára ferli með félags-
liðum hefur Roberto þrisvar
verið með þrjátíu stig eða
meira í leik.
109 stig setti Sviss í leiknum.
Þetta var í fyrsta sinn
sem Sviss brýtur hundrað
stiga múrinn í opinberum
keppnisleik í undankeppni
HM eða EM.
9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli
í undankeppni EM/HM eða
síðan Ísland vann ellefu
stiga sigur á Kýpur árið
2016.
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-C
4
9
8
2
3
A
0
-C
3
5
C
2
3
A
0
-C
2
2
0
2
3
A
0
-C
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K