Fréttablaðið - 23.08.2019, Qupperneq 16
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Konan mín fékk hugmyndina
að þessum tónleikum og ég
greip hana á lofti.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Sveinsdóttir
Baldursgötu 26,
sem andaðist á Hrafnistu
Laugarási 15. ágúst, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst
kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Gigtarfélagið.
Gunnar V. Guðmundsson Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir
Karl B. Guðmundsson Guðrún Vilhjálmsdóttir
Björgvin G. Guðmundsson Hildur Pálmadóttir
Þórir B. Guðmundsson Hafdís Ingimundardóttir
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
Birgir Hólm Helgason
tónlistarmaður og kennari,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð,
föstudaginn 16. ágúst.
Útför fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30.
Jóhanna Kristín Birgisdóttir
Konráð Jón Birgisson
Guðbjörg Margrét Birgisdóttir
Ásdís Inga Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Örn Helgason
prófessor emeritus,
Norðurbakka 17a,
lést 19. ágúst sl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13.
Bjarney Kristjánsdóttir
Ívar Örn Arnarson Guðný Ævarsdóttir
Hörður Hinrik Arnarson Emelía Victorsdóttir
Lúðvík Arnarson Nína Hrönn Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
Svala Markúsdóttir
læknaritari,
Berjavöllum 6, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 17. ágúst.
Jarðarför fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju í dag, föstudag, klukkan 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Markús Bergmann Leifsson
Sonja Leifsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ragnar S. Halldórsson
verkfræðingur
og fyrrverandi forstjóri,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 7. ágúst.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn
2. september kl. 13.
Margrét K. Sigurðardóttir
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn.
Ármann Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir að vera einn af Ljótu hálf-vitunum, stendur fyrir tónlistarhátíðinni Rauða-ge r ði s br ek k a n 2019
síðdegis á morgun, laugardag, og auð-
vitað er ókeypis „inn“. Hann segir fimm
hljómsveitir koma fram á svölum efstu
hæðar Rauðagerðis 16. Þær eigi það sam-
eiginlegt að einn eða fleiri hljómsveitar-
meðlima búi í íbúðinni. Sveitirnar eru:
Refur, Góða fólkið, Shockmonkey, A
Band on stage og Down & Out.
Athygli vekur að Ljótu hálfvitarnir
eru ekki meðal þátttakenda þarna á
svölunum. Ármann segir það vera af
burðarþolstengdum ástæðum. „Þetta
eru ekki níu manna svalir og auk þess
áttu ekki allir heimangengt.“
Þegar nánar er grennslast fyrir er
Ármann sjálfur í fjórum sveitanna sem
fram koma og Loftur Loftsson er með
honum í þremur þeirra. Dóttir Ármanns
og tengdasonur, sem einnig búa í húsinu,
eru með honum í Shockmonkey. Spurð-
ur hvort hann hafi haldið tónleika þarna
áður svarar Ármann:
„Nei, ég er tiltölulega nýf luttur
hingað í Rauðagerðið. Ég bjó í nokkur
ár við Sogaveginn og þá var brekkan
fyrir neðan mig en nú er ég kominn
niður fyrir brekkuna og hún hentar vel
sem áheyrendasvæði. Konan mín fékk
hugmyndina að þessum tónleikum
og ég greip hana á lofti, ekki síst af því
að þegar ég varð fimmtugur á síðasta
ári setti ég mér það markmið að halda
fimmtíu og tvö gigg á þessu ári og skulda
mér dálítið af þeim enn.“
Ármann kveðst einmitt hafa notað
fimmtugsafmælið til að smala saman
þeim hljómsveitum sem hann hafði
spilað með gegnum tíðina. „Sumar
þeirra voru ekki starfandi en lifnuðu
aftur við. Dúettinn Down & Out er elsta
sveitin af þessum fimm, hún var stofnuð
fyrir 30 árum. Í henni erum við Þorgeir
Tryggvason, æskuvinur minn. Hún er
fyrsti vísirinn að Ljótu hálfvitunum sem
við erum báðir í.“
Ármann spilar á gítar og syngur líka
í Down & Out, þar er pínu súrrealismi
í gangi, að hans sögn. „Hin böndin eru
popp/rokk-kennd, nema Góða fólkið
sem er aðallega í þjóðlagatónlist.“
Sér hann fyrir sér að ná markmiðinu
um fimmtíu og tvenna tónleika á árinu?
„Það er dálítið bókað hjá mér í sept-
ember en ég þarf samt að spýta í lófana.
Er heimalningur á ágætum tónleikastað,
Djúpinu undir Horninu í Hafnarstræti.
Það hentar mér vel.“
gun@frettabladid.is
Heldur tónleika á svölum
Rauðagerðisbrekkan 2019 er nýr viðburður á Menningarnótt. Milli klukkan 15 og 18
koma fram fimm hljómsveitir á svölum Rauðagerðis 16, áheyrendur sitja í brekkunni.
Ármann á svölunum með hundinum Bono sem verður yfir öryggismálum á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Félagarnir Einar Kári Ólafsson, sex ára, og Bjartur Hálfdanarson, fimm ára, vilja leggja sitt af mörkum til
að gera heiminn betri fyrir börn. Þeir
ætla því að opna búð á Hólatorgi 6 í
Reykjavík á morgun, Menningarnótt,
og safna peningum handa samtökunum
Barnaheillum. Hvað skyldu þeir ætla að
selja?
„Við ætlum að selja dót,“ upplýsir
Bjartur, „og límonaði og popp,“ segir
Einar Kári.
„Líka snúða og svo kannski líka svona
brauðhorn sem eru svakalega góð,“
botnar Bjartur.
Þeir segjast ætla að safna fyrir fátæku
börnin í Ameríku og Afríku. „Til að
börnin fái nógu mikinn pening,“ útskýr-
ir Bjartur. „Mat og föt og hús,“ bætir
Einar Kári við.
Drengirnir ætla að vera fyrir utan
húsið á Hólatorgi 6. „Það er fugl á hús-
inu,“ segir Einar Kári til að auðvelda
fólki að finna það og Bjartur segir alla
velkomna í búðina. „Nema vondir,“
tekur Einar Kári fram og Bjartur tekur
undir það. „Já, vondir og þjófar, þeir stela
kannski bara öllu.“
Drengirnir segja búðina verða alveg
pottþétt opna milli klukkan 14 og 16 og
kannski lengur. – gun
Opna búð og styrkja Barnaheill
Einar Kári og Bjartur með límonaðiaug-
lýsingu sem þeir voru að búa til fyrir
morgundaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þeir segjast ætla að safna
fyrir fátæku börnin í
Ameríku og Afríku. „Til að
börnin fái nógu mikinn pen-
ing,“ útskýrir Bjartur. „Mat og
föt og hús,“ bætir Einar Kári við.
2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
3
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-E
7
2
8
2
3
A
0
-E
5
E
C
2
3
A
0
-E
4
B
0
2
3
A
0
-E
3
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K