Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 38
LEIKHÚS We Will Rock You eftir Queen og Ben Elton Háskólabíó Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson Aðalhlutverk: Ragga Gísla, Þórhallur Sigurðsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Kristinn Óli Haraldsson, Katla Njálsdóttir, Berglind Halla Elíasdóttir og Páll Sigurður Sigurðsson Leikhópur: Auður Finnboga- dóttir, Baldvin Alan Thorarensen, Björn Dagur Bjarnason, Daði Freyr Guðjónsson, Elma Rún Kristins- dóttir, Hera Björg Cassata, Hildur Kaldalóns Björnsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Ísabella Antonsdóttir, Jón Sigurður Gunnarsson, Karen Sif Kamgan, Marinó Máni Ma- bazza, Rebecca Hidalgo og Rúnar Bjarnason Danshöfundur: Chantelle Carey Tónlistarstjóri: Karl Olgeirsson Leikmynd: Björgvin Már Pálsson Búningar: Rebekka Jónsdóttir og Brynja Skjaldardóttir Förðun: Herdís Mjöll Eiríksdóttir og Alexandra Skúladóttir Ljós: Freyr Vilhjálmsson Hljóð: Aron Þór Arnarsson Þýðing: Jóhann Axel Andersen Hljómsveit: Þorvaldur Þór Þor- valdsson, Vignir Rafn Hilmarsson, Einar Þór Jóhannsson, Þorbjörn Sigurðsson og Karl Olgeirsson Glymskrattasöngleikurinn We Will Rock You var frumsýndur síðastliðinn fimmtudag í Háskóla­ bíó. Sýningin er smíðuð í kringum tónlist og texta Queen en Ben Elton semur söguþráð og samtöl. Árið er 2319, stórfyrirtækið Global soft undir stjórn Killer Queen, með aðstoð undirforingjans Khash­ oggi, hefur yfirtekið heiminn og öll frumsamin tónlist er bönnuð. Fram stígur unga hetjan Galileó Fígaró sem þolir illa að vera eins og allir hinir, dreymir furðulega drauma og heyrir frasa sem hann ekki veit hvað þýða. Er hann frelsis­ hetjan sem leiðir mannkynið til ljómandi hallarinnar eins og goð­ sögnin lofar? Akkilesarhæll sýningarinnar kemur f ljótlega í ljós en hann er arfaslakt handrit. Dæmisagan um dystópíuna er næfurþunn, persónu­ þróunin nánast engin og lögin of mörg. Glymskrattasöngleikir eru í eðli sínu vettvangur til að njóta ákveðinnar tónlistarstefnu eða hljómsveitar en sagan má ekki vera einungis yfirskin. Jóhann Axel þýðir textann eins vel og efni standa til, sem er hressilega krydd­ aður með fjölmörgum tilvísunum í íslenska dægurmenningu. Laga­ textar Queen eru einnig þýddir og margir hverjir ágætlega. Af óskiljan­ legum ástæðum þó eru þrjú síðustu lög sýningarinnar á ensku, sem er undarlegt stílbrot en kannski í takt við mjög svo undarlegan lokakafla We Will Rock You sem virðist frekar vera stökkbretti til að syngja þekkt­ ustu lög Queen en að ljúka sögunni, ef sögu skyldi kalla. Stórskemmtileg innkoma Hinn endurfædda frelsara rokks­ ins, með hvimleiða nafnið Galileó Fígaró, leikur hinn ungi Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. Frammistaða hans kemur skemmtilega á óvart, per­ sónan er ekki spennandi en hann bætir það upp með fjörugri fram­ komu og raddbeitingu. Katla Njálsdóttir mætir einnig sterk til leiks í hlutverki hinnar skeleggu og kaldhæðnu Scaramouche, tímasetningar hennar eru f lottar en raddöryggi hennar er sveif lu­ kennt enda lög Queen krefjandi. Með persónutöfrum og einlægum söng heldur þetta unga fólk uppi þungum bagga. Kanónurnar Ragga Gísla og Björn Jörundur Friðbjörnsson leika áður­ nefnda illvirkja verksins, Killer Queen og Khashoggi. Ragga Gísla á stórskemmtilega innkomu og flotta lagaseríu í seinni hluta verksins en hljóðkerfið kom henni of oft í koll. Svalur og afslappaður stíll Björns Jörundar var vin í öllum skarkal­ anum en hann fær ekki nægilega mikið að gera. Berglind Halla Elías­ dóttir og Páll Sigurður Sigurðs­ son leika bóhemparið Oz og Brit, hálfgerða leiðtoga uppreisnarseggj­ anna sem þrá að endurvekja rokk­ ið. Fyrstu atriðin þeirra eru eftir­ minnilegust en síðan rennur þeirra saga út í sandinn. Laddi heldur öllum salnum í hendi sér og notar áratuga reynslu sína til að kveikja líf í sínum fáu senum. Orkumikil danshönnun Vignir Þór Valþórsson stýrir þessu stóra verkefni á skynsamlegan hátt með áherslu á fjörið, húmorinn og snöggar senubreytingar. Björgvin Már Pálsson hannar einfalda leik­ myndaramma utan um sýninguna sem gefur nægilegt pláss fyrir stóru dansatriðin fremst á sviði og pall­ arnir aftast gefa framsetningunni dýpt. Búningahönnun Rebekku Jónsdóttur  og Brynju Skjaldar­ dóttur er stílhrein, poppuð á rétt­ um stöðum og þær taka hárrétta ákvörðun með að gera búninga Killer Queen að krúnudjásni sýn­ ingarinnar. Þegar handritið er eins gallað og raun ber vitni skiptir tónlistin í bland við dansatriðin lykilmáli til að keyra sýninguna áfram. Orku­ mikil danshönnun Chantelle Carey gefur nauðsynlegt mótvægi við kraftlausa söguna. Aukaleikarar og dansarar We Will Rock You eru alls fjórtán talsins og magnað er að sjá hversu stóran hóp af hæfileikafólki er að finna á landinu. En Háskólabíó hefur löngum verið þekkt fyrir bág­ borinn hljómburð og ekki hjálpaði f lókin hljóðvinna sem heppnaðist misvel. Af þeim sökum finnur tón­ listarstjórinn Karl Olgeirsson ekki nægilegt jafnvægi á milli hljóm­ sveitar og söngvara. Listrænir stjórnendur og skipu­ leggjendur We Will Rock You eiga hrós skilið fyrir að taka áhættu með svona stórri sýningu og þá sérstak­ lega fyrir að leggja sérstaka áherslu á ungt hæfileikafólk, margt að stíga byrjunarskref í atvinnumennsk­ unni. En erfiðið skilar sýningunni einungis hálfa leið því handritið er óyfirstíganlegur vegartálmi. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Meingallað handrit og vond hljóðgæði skemma fyrir metnaðar- fullri sýningu. Rokkflækja Akkilesarhæll We Will Rock You er arfaslakt handrit, segir gagnrýnandi. MYND/BRYNJAR SNÆR ÞRASTARSON BÆKUR Stílæfingar Raymond Queneau Þýðing: Rut Ingólfsdóttir Útgefandi: Ugla Blaðsíður: 176 Það er sérstakt fagnaðarefni að fá á íslensku hina snjöllu bók og stór­ skemmtilegu bók Stílæfingar eftir hinn franska Raymond Queneau en hún kom fyrst út árið 1947 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Í bókinni segir höfundurinn sömu söguna níutíu og níu sinnum með margvíslegum stílbrögðum. Hin örstutta saga snýst um mann í strætisvagni sem fer að rífast við annan mann. Seinna um daginn sést hann á öðrum stað tala við vin sinn. Höfundur fer á kostum í bók sem hrein unun er að lesa. Bókin er fyndin og frumleg og endalaust má dást að hugmyndaauðgi höfundar. Kaf larnir níutíu og níu eru allir stuttir og sumir drepfyndnir, eins og þegar sagan er sögð með hiki eða neitunum eða sem opinbert bréf eða þá sem yfirheyrsla. Einn kaflinn heitir Svo og þar byrja allar setningar á þessu smáorði. Þetta er bók fyrir alla sem hafa áhuga á tungumálinu og því hvernig leika má sér með það. Hún ætti skil­ yrðislaust að vera skyldulesning í námskeiðum í ritlist. Þarna eru alls kyns heillandi stílæfingar. Þegar líður á verkið verða sumir kaflarnir nokkuð sérviskulegir eins og þegar sagan er sögð samkvæmt rúmfræði: „Í rétthyrndum samhliðungi sem hliðrast eftir beinni línu með jöfn­ una 84x +S= y …“ Það er sannarlega hægt að segja sögu á óvenjulegan hátt. Rut Ingólfsdóttir þýðir verkið og skrifar eftirmála um glímuna við þýðinguna. Það er ekkert áhlaupa­ verk að þýða verk eins og þetta og hún hefur leyst það af mikilli prýði. Það er alltaf álitamál hvort það eigi að staðfæra og heimfæra í þýðingum, en það gerir Rut til dæmis í kaflanum Eiginnöfn. Eins og hún segir sjálf gerir hún það vegna þess að væri það ekki gert myndi merkingin fara fyrir ofan og garð og neðan hjá íslenskum lesendum. Venjulega eru lesendur ekki mikið að velta fyrir sér hlut þýð­ andans þegar þeir lesa þýddar bækur en þeir hljóta að gera það við lestur þessarar bókar því þýðingar­ glíman blasir við í köflum eins og þeim áðurnefnda Eiginnöfn, og f leirum eins og ítölskuskotnum kafla og öðrum sem nefnist Sveita­ legur. Rut á skilið þakklæti fyrir að hafa komið bókinni til íslenskra lesenda og sömuleiðis útgáfufyrir­ tækið Ugla. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Stílæfingar er dásamleg bók, eitursnjöll og innilega skemmtileg. Skyldulesning allra sem láta sig tungu- málið einhverju varða. Eitursnjallar stílæfingar Raymond Queneau. 2 3 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 3 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -C 9 8 8 2 3 A 0 -C 8 4 C 2 3 A 0 -C 7 1 0 2 3 A 0 -C 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.