Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Blaðsíða 7
°
° Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 7
Hafdís Guðnadóttir hefur
undan farnar vikur davlist í Kam-
bódíu í sjálfboðastarfi fyrir
samtökin Greenway. Eftir
hjálpar starfið lagði hún upp í
bakpokaferðalag með tveimur
samnemendum sínum til Balí,
Kína og endar svo í enskuskóla í
Bandaríkjunum. Hafdís, sem er
tuttugu og þriggja ára, er búin
með þrjú ár í hjúkrunarfræði við
Háskóla Íslands. Hún er dóttir
Fanneyjar Gísladóttur og Guðna
Ingvars Guðnasonar.
„Frá því ég ákvað að fara í hjúkr -
unarfræði hef ég alltaf haft það í
huga að nýta menntunina til að fara
út í heim og hjálpa þeim sem á
þurfa að halda. Umræðan spratt svo
upp hjá nokkrum stelpum í
bekknum og allar höfðum við
mikinn áhuga að fara út í heim og
leggja okkar af mörkum. Við fórum
að skoða þetta nánar og höfðum
samband við Kilroy, sem er ferða -
skrifstofa sem sérhæfir sig í ferðum
fyrir námsmenn. Við vildum fara
þangað sem þörfin væri mikil og
við vildum að þetta væri alvöru
verkefni, til að geta notað þekkingu
okkar.“
Stelpunum var bent á Kambódíu,
landið er mjög vanþróað og er í
uppbyggingu eftir borgarastyrjöld
sem lauk 1997. Fjórðungur þjóðar -
inar lést vegna slæmra skilyrða eða
var drepinn. Mesta áherslan í borg -
arastyrjöldinni var lögð á að útrýma
borgaramenningu og mennta fólki,
þá helst kennurum, læknum og
lögfræðingum. „Margir flúðu land á
þessum tíma og þjóðin er enn að
kljást við afleiðingarnar. Allt er þó á
uppleið en það er enn langt í land,
t.d. er meðal ævilengd karla 60 ár og
hjá konum 65 ár, en hefur þó lengst
um tíu ár frá árinu 1999. Mikið er
um jarðsprengjur og þar af leiðandi
mikið um aflimanir, vöggudauði er
mjög algengur og dauði barna undir
fimm ára fer upp í þrjátíu prósent á
verstu svæðunum. Það er mikil þörf
fyrir góða heilbrigðisþjónustu,
stjórnvöld eyða undir sex prósent -
um af landsframleiðslu til heil-
brigðismála og því er þörfin fyrir
utanaðkomandi aðstoð mjög brýn.
Flæði upplýsinga og menntun er
einnig af skornum skammti. Okkur
leist því vel á að leggja okkar af
mörkum við uppbyggingu heil-
brigðisþjónustunnar og fræðslu í
Kambódíu og slógum til, sjö saman,
allar hjúkrunarfræðinemar á 3. ári,“
sagði Hafdís.
Á hverra vegum voruð þið úti?
„Samtökin sem við unnum fyrir
heita Greenway, þeir hafa komið
mikið að uppbyggingu í landinu og
senda sjálfboðaliða til að vinna fyrir
heilbrigðiskerfið, á munaðar -
leysingja heimilum og kenna í
ensku skólum. Þeir byggðu skólann
sjálfir fyrir krakka í nálægum þorp -
um. Þangað geta þau mætt fyrir eða
eftir skóla, ókeypis.“
Viljum færa þeim
þekkingu okkar
Hafdís og ferðafélagar hennar vildu
færa kambódísku fólki þekk ingu
sína og reynslu og læra í leiðinni af
þeim. Margir sjúkdómar þarna úti
eru ekki landlægir á Íslandi og því
var þessi ferð kjörið tækifæri til að
öðlast meiri reynslu. „Þarna úti er
flestallt gert á mjög frumstæðan
hátt, við sáum grunnhugsunina á
bak við okkar vinnubrögð heima.
Það var ómetanlegt fyrir okkur að
sjá hvernig þau framkvæma ýmsar
aðgerðir, reynsla sem nýtist okkur
ef tæknin í okkar vestrænu ríkjum
klikkar.“
Stelpurnar eyddu fjórum vikum í
Kambódíu þar sem þær kynntust
menningunni og reyndu að bæta
ástand spí tala í bænum. „Fyrsta
vikan fór í að kynnast menningu og
siðum en við vorum með leiðsögu-
mann sem sýndi okkur merkileg -
ustu staðina í kring. Bærinn heitir
Samraong sem við dvöldumst í og
er í Oddar Menchey umdæminu.
Þetta er svæðið þar sem Pol Pot bjó,
en hann fór hvað harðast fram í
borg ara styrjöldinni. Styrjöldinni
lauk síðan á þessu svæði og upp-
bygging hófst árið 2000. Við
lærðum smávegis í tungumálinu,
khmer og að elda kambódískan
mat. Næstu tveimur vikum eyddum
við á spítalanum. Þar fylgdumst
við með vinnu brögðum, hjálpuðum
til við almenn hjúkrunarstörf og
sýndum þeim hvernig við vinnum
hin ýmsu verk. Okkur fannst við
helst skilja eftir þekkingu okkar í
sáraumbún aði auk þess sem við
reyndum að bæta almennt hreinlæti
og kenna þeim leiðir til sparnaðar.
Við gáfum þeim vörur í massavís
frá íslenskum heilsugæslustöðvum
og hreinlætisfyrirtækjum t.d.
plástra, einnota hanska, handspritt
og sprautur,“ sagði Hafdís.
Í hjálparstarfinu unnu stelpurnar
ekki bara á sjúkrahúsinu, þær fóru
m.a. í skólana á svæðinu og kenndu
börnunum um almennt hreinlæti. „Í
fjórðu vikuni fórum við í grunn -
skólana í þorpunum í kring og
kenndum börnunum handþvott,
tannburstun og mikilvægi þess að fá
góða næringu. Við gáfum þeim
öllum tannbursta, tannkrem, lita -
bækur, liti, blýanta, blöð, reglu -
stikur og fleira sem við fengum frá
bönkum á Íslandi. Við kenndum í
einum skóla á dag, þetta voru sam-
tals fimm skólar og í hverjum skóla
voru um 150-300 börn. Öll börnin
voru mjög öguð, kurteis og þakklát
og það voru algjör forréttindi að fá
að kenna þeim.“
Einstakt tækifæri
til að skoða sig um
Stelpurnar unnu mikið á spítalanum
en nýttu helgarnar vel til að skoða
sig um. „Við kláruðum vinnu daginn
um kl. fimm og slöppuðum því af á
kvöldin, en um helgar fórum við
m.a. til Siem Reap, sem er vinsæll
bær skammt frá og eina helgina
fórum við til höfuðborgar innar
Phnom Penh. Þar skoðuðum við
m.a. útrýmingarbúðirnar Killing
Fields og S-21 fangelsið sem var
svakalegt og erfitt að horfa á.“
Hvernig eru aðstæðurnar úti?
„Þær eru mjög bágar. Við vorum á
litlum spítala í smábæ þar sem lítil
þróun hefur verið og erfitt að
innleiða nýjungar vegna peninga -
leysis. Þeir endurnýta allt sem þeir
geta t.d. blóðprufuglös og umbúðir
utan um dauðhreinsaðar pakkn -
ingar. Þeir búa alveg eins um öll
sár, fyrst er sett joð, grisja yfir og
teip til að halda umbúðunum á
sínum stað. Þeir hafa engan aðgang
að sérhæfðum umbúðum. Öll tæki
og tól eru einföld og ósérhæfð, þau
hafa ekki aðgang að ýmsum nauð -
synlegum tækjum t.d. sneiðmynda -
tækjum. Ef sjúklingur þarf að fara í
sneiðmyndatöku þarf hann að fara
til næsta bæjar og á sinn eigin
kostnað en fæstir hafa efni á því.
Aðalaðgerðirnar, sem þeir gera á
þessum spítala, eru botnlanga -
skurðir, kviðslitsaðgerðir og keis-
araskurðir, en engar sérhæfðari
aðgerðir eru í boði. Flestir eru með
kort sem sýna fram á fátækt þeirra
og fá læknis þjónustuna á spítal -
anum fría. Heimilisathugun er gerð
til að meta fátækt fjölskyldunar og
fólk fær ýmist afsláttarkort eða
fríkort eftir því hversu fátækt það
er, flestir eru með fríkortið.“
Hjúkrunin mjög frábrugðin
Á Íslandi sinna hjúkrunarfræðingar
og sjúkraliðar líkamlegum, and -
legum og félagslegum þörfum sjúk-
lingsins. En í Kambódíu er það
alfarið á ábyrgð fjölskyldu og vina.
„Hjúkrunin úti felst aðeins í því að
sinna læknisfræðilegu meðferðinni,
engin umhyggja eða persónuleg
umönnun er veitt. Aðstandendur
hugsa um sjúklinginn frá a-ö, þeir
þurfa að gefa honum að borða, að -
stoða við persónulegt hreinlæti og
flytja milli staða. Sjúklingur gæti
varla legið inni á spítalanum án
þess að hafa aðstandendur hjá sér
allan tímann,“.
Er ekki erfitt að horfa upp á slíka
lífshætti?
„Að vissu leyti, jú en að öðru leyti
ekki. Flestir búa við mikla fátækt
og það var erfitt að horfa upp á fólk
sem hafði ekki efni á fullnægjandi
læknismeðferð. Húsakostur margra
var mjög bágur og húsin mörg hver
að hruni komin. En á sama tíma er
menning og trú landsmanna hvort
tveggja mjög áhugavert. Fjöl -
skyldan er mjög samheldin og fólk
hugsar vel hvert um annað. Það er
borin sérstök virðing fyrir for -
eld rum og eldra fólki. Þau hugsa
um fjölskyldumeðlimi alveg til
síðasta dags, en engar stofnanir eru
fyrir aldraða. Við urðum vitni að
því þegar níutíu ára gömul amma
kom í heimsókn á heimilið sem við
gist um á. Þá snerist allt um hana,
þau böðuðu hana á morgnana,
nudd uðu á kvöldin og eyddu
miklum tíma með henni, gesta -
gangur á heimilið var viðvarandi
allan tím ann meðan hún var í heim-
sókn. Náungakærleikurinn er al-
mennt mikill, allir hjálpa öllum og
fólkið virðist mjög hamingjusamt,“
sagði Hafdís.
Erlendis í þrjá mánuði
Hafdís var í Kambódíu við hjálpar -
störf í mánuð en ferðalagið hélt
áfram. „Ég, Sigrún og Melkorka
ákváðum að fara saman í bakpoka -
ferðalag eftir dvölina í Kambódíu.
Við fórum til Balí í tvær og hálfa
viku, erum svo núna í Kína og
ætlum að vera í þrjár vikur og þar á
eftir fer ég í enskuskóla til Banda -
ríkjanna í tvær vikur. Þetta eru sam-
tals þrír mánuðir sem ég verð úti,“
sagði Hafdís.
Er erfitt að vera svona langt að
heiman?
„Já og nei, ég er að fórna því sem
er að gerast heima og missa af
ýmsu sem ég hefði ekki viljað
missa af. Það er líka erfitt að hitta
ekki fjölskyldu og vini í svona
langan tíma. En það er búinn að
vera langur aðdragandi að ferðinni
og ég vissi að ég yrði lengi í burtu,
ég gat því undirbúið mig. Sam -
skiptamögu leikar í dag eru svo
miklir að ég get nánast verið í
stöðugu sambandi við fólkið mitt á
Íslandi. Þegar við komumst í
þráðlaust net, sem er á flestum
gistiheimilum og að aukast á kaffi-
húsum, getum við farið á Skype og
Facebook, nema hér í Kína því
Facebook er bannað. Annars erum
við með alþjóðlegt símkort, við
getum því alltaf hringt og sömu -
leiðis er alltaf hægt að hringja í
okkur,“ sagði Hafdís að lokum.
Draumur í mörg ár að
fara út og hjálpa öðrum
:: Stundar nám í hjúkrunarfræði
Íslensku hjúkrunarfræðingarnir sem voru úti í Kambódíu. Frá vinstri: Kamilla Alfreðsdóttir, Thelma Björk Sörensen, Lára Guðríður Geirsdóttir,
Melkorka Rut Bjarnadóttir, Sigrún Inga Gunnarsdóttir, forstjóri spítalans, Þórunn Einarsdóttir og Hafdís.
Eins og sjá má eru aðstæður frumstæðar í Kambódíu. Melkorka Rut
hugar að ungri stúlku á spítalanum.
GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR
gigja@eyjafrettir. is
Mikið er um jarð -
sprengjur og þar af
leiðandi mikið um
aflimanir, vöggudauði
er mjög algengur og
dauði barna undir
fimm ára fer upp
í þrjátíu prósent á
verstu svæðunum.
”