Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 22.04.2015, Síða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 22. apríl 2015 Sagan berst okkur í eftirlifandi munum og minjum, rituðum og munnlegum heimildum, skjölum og myndum. Sé komið við í Safnahúsi Vestmannaeyja eða haldið upp á loft í rými Sagnheima, byggðasafns, sést víða efni stakra söguþátta sem saman sett segir ævintýrið um Eyjarnar öld fram af öld, mann fram af manni. En hversu rétt getur sagan verið ef aðeins um 20-25% efnisins er úr fórum kvenna og að minnsta kosti þrír fjórðu er búinn til af körlum og jafnvel að mestu um þeirra eigin veruleika? „Árið 2015 eru rétt 100 ár liðin frá því konur fengu fyrst kosningarétt til alþingis. Af því tilefni hefur starfsfólk Safnahúss og Sagnheima, byggðasafns, ákveðið að nýta árið til að kalla eftir efni úr fórum kvenna til að rétta af hlutfallið. Í skápinn sem sést hér að baki munum við setja ýmis handarverk kvenna sem varðveitt eru í húsinu og um leið kalla eftir samstarfi við lesendur Eyjafrétta um söfnun slíks efnis. Í september næstkomandi mun Kvenréttindafélag Íslands setja upp farandsýningu í Einarsstofu og þann mánuð allan munum við sýna það efni sem afhent hefur verið til að rétta af hlutfallið,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safna- húss um framtakið. „Því biðjum við lesendur að leita uppi og koma með bréf eða dagbækur, ljósmyndir eða handrit, muni eða hvað nú annað úr fórum frænku, systur, móður, ömmu, langömmu o.s.frv. Veltið fyrir ykkur hvort þið sitjið hugsanlega á efni sem getur sagt skýrar sögu Safnahús :: 100 ár frá því konur fengu fyrst kosningarétt: Úr fórum kvenna er átaks- verkefni um söfnun heimilda vestmannaeyskra kvenna fyrir samtíma og framtíð. Sá góði bókavörður, Haraldur Guðnason, auglýsti eitt sinn í blöðum með þessum orðum: „Athygli skal vakin á því að gulnaður og rykfallinn blaða- og bréfabunki getur geymt ómetanlegar sögulegar heimildir.“ Beggja kynja Kári vill benda fólki á hve mikil- vægt það sé að huga að hversu mikilvægt það er að bæði karlar og konur segi jöfnum höndum sögu sína, að söfnin geymi og miðli handarverki og hugarverki beggja kynja sem jafnast, þannig að sagan sé í raun sönn endurspeglun fortíðar. „Slíkt tekst aldrei nema að einnig þú, lesandi góður, athugir hvort ekki muni í þínum fórum vera eitthvað það sem er og verður fjársjóður fyrir komandi kynslóðir. Það skiptir svo miklu máli að jafna hlutfall karla og kvenna. Í Ljós- myndasafni Vestmannaeyja er að finna ljósmyndasöfn 84 einstak- linga, þar af einungis 7 kvenna; á Skjalasafni er innan við 20% efnisins ritað af konum og hlutfallið er aðeins litlu betra í varðveittum munum Byggðasafns. Þessu þarf að breyta til þess að við getum sagt söguna betur og réttar. Af þessum ástæðum biðja starfsmenn Safnahúss og Sagn- heima, byggðasafns alla þá sem geyma hvers kyns efni sem segir sögu kvenna í Vestmannaeyjum með þeirra eigin orðum eða verkum að hafa samband og leyfa okkur að skoða og meta og eftir atvikum varðveita og miðla fyrir nútíð og framtíð,“ sagði Kári. Margrét Guðmundsdóttir Ásdís Jónsdóttir í Stakkagerði Jónína N. K. Brynjólfsdóttir Á morgun, sumardaginn fyrsta, er jafnframt haldinn hátíðlegur Dagur bókarinnar víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar völdu þennan dag sem alþjóð- legan dag bókarinnar og höfundarréttar árið 1995 og var þá einkum haft í huga að dagurinn er dánardægur Cervantes og Shakespare. Svo skemmtilega vill til fyrir okkur Íslendinga að eina nóbels- skáldið okkar, Halldór Kiljan Laxness, er fæddur þennan sama dag og dagurinn því merkilegur einnig fyrir bóka- þjóðina Ísland. Í Safnahúsinu verður þessa dags minnst með metnaðarfullri dagskrá undir yfirskriftinni Bók Íslands, sagnaarfurinn í nútímanum. Það er óhætt að lofa góðri skemmtun þar sem þrír valinkunnir fræði- og sagnamenn munu fjalla um bókmenntaarfinn okkar á lifandi hátt. Vésteinn Ólason, prófessor, hefur nýlega lokið við að gefa út Eddukvæðin í vandaðri útgáfu á vegum Fornritafélagsins og mun fjalla um kvenhetjur Eddukvæðanna og bera þær saman við kvenhetjur Íslendingasagnanna. Þá mun Einar Kárason fjalla um átök sín við Sturlungu undir fyrirsögninni: Að kljást við klassíkina. Einar lauk nýverið við þríleik sinn um átök þrettándu aldar, í bókunum Óvinafagnaður (2001), Ofsi (2008) og Skáld (2012). Á sinn einstaka hátt skilar hann til lesenda átökum þessa tíma með lifandi mannlýsingum. Einar mun fjalla um hvernig hann vann á sinn persónu- lega hátt úr þessum mikla efniviði sem Sturlunga er. Að lokum mun Guðni Ágústsson, sem sumir fullyrða að hafi verið uppi sjálfur á tíma Íslendingasagn- anna, ræða um ástríðuna til sagnaarfsins, hvers virði bókmenn- ingararfurinn er hverri kynslóð og hvað það er sem gerir sögurnar svona ómótstæðilegar hverjum Íslendingi sem gefur sig á vald töfrum þeirra. Málþingið er haldið í Einarsstofu í Safnahúsinu í dag, fimmtudag 23. apríl og stendur kl. 13-15. Dagskrá í Safnahúsi á Degi bókarinnar: Vésteinn Ólason, Einar Kárason og Guðni Ágústsson mæta Orlofsferð húsmæðra Farið verður til Grindavíkur helgina 29. - 31. maí. Þar verður gist á glænýju hóteli. Grindavík er gott að heimsækja, þar eru skemmtilegar gönguleiðir, kaffihús, sundlaug, söfn, verslanir og fleira. Athugið að allar konur í Vestmannaeyjum hafa rétt á að koma með í þessa ferð. Pantanir þurfa að berast fyrir 15. maí Upplýsingar og skráning hjá eftirtöldum konum: Guðbjörg Ósk Jónsdóttir 481-1500 /864-1847 Ágústa H. Árnadóttir 481-2990/891-9606 Sigurlín Árnadóttir 481-2161/897-7524 Orlofsnefnd húsmæðra Föstudaginn 24. apríl (daginn eftir sumardaginn fyrsta) munu Vest- mannaeyingar sem starfa við ýmis fyrirtæki og stofnanir í Eyjum kynna sín störf fyrir nemendum í 9. og 10. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum, nemendum í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum og fyrir almenningi. Þessi kynning er samstarfsverkefni GRV, FÍV og Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmanna- eyja. Markmiðið með henni er að kynna störf hér í Eyjum þar sem krafist er menntunar, og styrkja með því nemendur og fólk í atvinnuleit í að velja sér nám og störf við hæfi. Kynningin verður í Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum. Þar verður lifandi starfatorg í salnum, í anddyri og fyrir framan bókasafnið. Kynningin verður opin fyrir nemendur frá kl. 8:30-15:00 og svo fyrir gesti og gangandi frá kl. 15-16. Lögð verður áhersla á lifandi kynningar, þar sem veitt verður innsýn í það sem felst í starfi og tækifæri gefst til að ræða við starfsmennina. Starfakynning fyrir grunnskólanema í FÍV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.