Fréttir - Eyjafréttir - 21.10.2015, Page 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. október 2015
til að losna við gasið. Bað um
ryksugu, leiddi svo slöngu út um
glugga á kjallaranum og notaði
öfugan blástur til að soga gasið út.
Reyndar ákváðum við að flytja
búferlum skömmu síðar. En Þorkell
stóð aldrei á gati, ef eitthvað kom
upp á þá reddaði hann því.“
Allt sem tilheyrir manntali
og íbúaskráningu
Upphaf þess að Áki hóf störf hjá
Vestmannaeyjabæ segir hann hafa
verið það að hann hafi hálfvegis
verið „sjanghæjaður“ þangað af Páli
Zóphóníasssyni, sem þá var
tæknifræðingur bæjarins. „Hann
kom að máli við mig í nóvemberlok
1973 og spurði hvort ég vildi koma
og ræða við sig og Magnús
bæjarstjóra um að koma til starfa
hjá bænum. Ég fór til þessa fundar
og niðurstaðan varð sú að ég
byrjaði sem bæjarstarfsmaður þann
1. desember 1973 og hef verið það
síðan.“
Áki segir að hann hafi byrjað í
almennum skrifstofustörfum og
innheimtu ásamt því að annast
hvers kyns upplýsingaöflun og
halda henni til haga. „Sá hluti
starfsins hefur síðan loðað við mig.
Ég hef verið svo heppinn að fá
borgað fyrir að sinna áhugamáli
mínu en þessi áhugi hefur loðað við
mig allt frá því að ég man eftir mér.
Líklega á ég ekki langt að sækja
það, faðir minn hafði sama
áhugamál, að afla sér upplýsinga
um hvaðeina sem tengist Eyjum og
íbúum þar.“
Starfsheiti Áka hjá Vestmanna-
eyjabæ var „manntals- og upplýs-
ingafulltrúi“ en hann segir að
einhvern tíma á ferlinum hafi
einhverjum dottið í hug að breyta
því starfsheiti í „þjónustufulltrúi 4“.
„Ég kunni einhvern veginn betur
við hitt heitið, fannst það ríma betur
við mitt starfssvið. Eins og
starfsheitið ber með sér hef ég séð
um allt sem tilheyrir manntalinu og
íbúaskráningu og upplýsingum
vegna þess. Þá hafa kosningar
einnig verið á minni könnu, bæði
sveitarstjórnarkosningar, þingkosn-
ingar og forsetakosningar, ég hef
séð um undirbúning þeirra, það sem
snýr að kjörstjórnum og starfsliði
og allt það sem til þarf, matföng og
annað sem þarf að vera í lagi á
kjördegi. Frá árinu 1975, þegar
farið var að greiða svokallaðan
olíustyrk til þeirra sem ekki nutu
hitaveitunnar, sá ég um greiðslu
hans og þá var oft mikið að gera,
stundum biðröð að útidyrunum í
Ráðhúsinu. Auk þessa hef ég
gengið í ýmis önnur störf í
Ráðhúsinu en hin síðari ár hefur
það eins og áður segir verið mest í
alls kyns upplýsingaöflun.“
Þá er ótalið að hann hefur séð um
„Bæjartrompið“ í 40 ár en það er
happdrættisfélag starfsmanna
Ráðhússins. „Ég var að skila af mér
möppu um þá starfsemi en þar er
m.a. að finna skrá yfir alla happ-
drættisfélaga Ráðhússins frá 1975
til 2015 og er mjög góð heimild. Ég
eftirlét fjármálastjóra bæjarins
möppuna með öllum gögnum og
ósk um að einhver myndi áfram sjá
um þessa skráningu.“
Eins og áður segir er Bæjartromp
happdrættisfélag starfsmanna en
Áki segir að það hafi ekki skilað
verulegum upphæðum til félags-
manna, utan eitt árið þegar ein
milljón króna skilaði sér í einum
drættinum. „Þá var greidd út góð
summa og glöddust margir,“ segir
Áki.
Samstarfsmennirnir eru líka
margir eftir þessa rúma fjóra áratugi
og margir minnisstæðir. „Fyrstu
árin unnum við saman frændsyst-
kinin, ég og Fríða Hjálmarsdóttir en
amma hennar og langamma mín
voru hálfsystur. Hún átti sama
afmælisdag og ég, 4. febrúar, og
einhverju sinni sagði hún mér að
þegar hún var lítil hafi alltaf verið
haldið upp á afmælið hennar, að
undanskildum deginum þegar hún
varð tólf ára. Þann dag lenti móðir
hennar, Jóna ljósa, í mjög erfiðri
fæðingu á Fífilgötu 5 og af þeim
sökum var ekki haldið upp á
afmælið. Það var sem sagt mér að
kenna að afmælisveislan féll niður
þann dag.“
Hálfur vörubílsfarmur af
bréfsefnum
Alls hafa fimmtán manns gegnt
embætti bæjarstjóra í Vestmanna-
eyjum, frá 1919 til 2015, sam-
kvæmt töflu úr upplýsingasaman-
tekt Áka og föður hans. Hann hefur
starfað með níu þeirra og ber þeim
vel söguna. „Þeir voru hver með sín
sérkenni og mismunandi stjórnunar-
stíl og ég kunni vel við þá alla.
Líklega er Páll Zóphóníasson þó
minnisstæðastur. Hann var ákaflega
röggsamur og maður vissi vel af
honum. Sigfinnur Sigurðsson
staldraði hér stutt við en ég man að
í hans bæjarstjóratíð var keypt
bifreið af Cortinu-gerð til afnota
fyrir bæjarskrifstofurnar. Einn
daginn var ég sendur niður á
Eimskip til að sækja pappírssend-
ingu sem hann hafði pantað,
bréfsefni og umslög fyrir Vest-
mannaeyjabæ. En þegar ég mætti á
staðinn kom í ljós að Cortínan
dugði ekki til að rúma þá sendingu.
Þarna var um að ræða hálfan
bílfarm og varð að panta vörubíl til
að koma henni á áfangastað. Það
var mikill burður, man ég, að koma
því öllu upp á þriðju hæð í
Útvegsbankanum þar sem bæjar-
skrifstofurnar voru þá. Þetta voru
feiknarlega vönduð bréfsefni og
umslög, með upphleyptu letri,
prentað í Englandi og þetta dugði
árum saman.“
Áki hefur lengst af ævinni verið
einhleypur. „Skömmu eftir gos
kynntist ég stúlku frá Selfossi,
Kristínu Gísladóttur, og við giftum
okkur 1975. Það hjónaband varð
ekki langlíft, við skildum árið 1982
en eigum saman dótturina Sigríði
sem býr í Reykjavík með fjölskyldu
sinni. Og barnabörnin eru orðin
fjögur, þannig að ættboginn helst
gangandi hjá mér eins og Torfa
bróður,“ segir Áki og brosir breitt.
Aðaláhugamálið
enn til staðar
Aldursins vegna hefði Áki Heinz
mátt halda áfram störfum í rúmt ár
til viðbótar. En hann ákvað sjálfur
að hætta um síðustu mánaðamót.
„Ég átti við slæm veikindi að stríða
árið 2012 en komst nokkuð
klakklaust frá því. Í fyrra langaði
mig hins vegar til að minnka við
mig starfshlutfallið og ákvað að
færa mig í 50% starf um síðustu
áramót en með því er unnt að hefja
töku lífeyris. Svo í sumar taldi ég
rétt að taka skrefið til fulls og fara
að njóta þess að vera engum háður
og geta alfarið tekið að sinna
áhugamálunum. Sagði upp og hætti
um mánaðamótin september - októ-
ber. En mér var ljóst að menn hætta
ekki bara allt í einu að vinna og
sitja með hendur í skauti, það getur
haft slæmar afleiðingar. Menn verða
að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki
gleyma að hugsa um líkamlegt
ástand. Einu sinni til tvisvar í viku
fer ég í vatnsleikfimi í sundlauginni,
er þar eini karlinn með fimmtán
konum og fer vel á með okkur. Svo
fer ég í þrek í sjúkraþjálfuninni uppi
á spítala tvisvar í viku auk þess að
ganga mikið. Þar með er líkamlegu
hliðinni prýðilega sinnt.“
Aðaláhugamálið hans Áka, grúsk
og upplýsingaöflun, hvarf ekki með
starfslokum í Ráðhúsinu. Áki Heinz
er enn á fullu við þá iðju, núna
heima við fyrir framan tölvuna.
Hann er mjög virkur inni á
fésbókarsíðunni Heimakletti, þar
sem er að finna urmul af gömlum
myndum og upplýsingum um
Vestmannaeyjar og mannlífið þar.
Oft birtast þar myndir af fólki sem
viðkomandi vita ekki deili á. Þá er
Áki Heinz oftar en ekki bjargvætt-
urinn, í flestum tilfellum er hann
kominn með nöfn og upplýsingar
samdægurs. Sannarlega ómetanlegt
að hafa slíkan viskubrunn á meðal
vor.
Og þó svo að Áki Heinz vinni ekki
lengur hjá bænum sem slíkur, þá
hefur hann ekki alveg slitið
tengslin. „Við komum nokkur
saman sem höfum áhuga á
ljósmyndum úr Eyjum og sækjum
myndasýningar í Safnahúsinu á
fimmtudögum. Þar hafa verið
myndasýningar, og öllum er frjálst
að koma á þær sýningar. Þar
reynum við að bæta inn í það sem
skortir á upplýsingar með mynd-
unum og skapa þar með gleggri og
skýrari mynd af liðinni tíð. Þetta er
og hefur verið mitt aðaláhugamál
hingað til og ég vona að mér gefist
núna enn betra tækifæri til að sinna
því á komandi árum,“ sagði Áki
Heinz Haraldsson að lokum.
Starfsfélagar í Ráðhúsinu kvaddir. Myndin tekin á síðasta starfsdegi Áka hjá bænum, 30. september sl.,
afmælisdegi föður hans, Haraldar Guðnasonar.
Bæjarstjóratal í Vestmannaeyjum er meðal gagna, sem þeir feðgar
Haraldur Guðnason og Áki tóku saman
Bæjarstjórar í Vestmannaeyjum
Karl Júlíus Einarsson 1919 – 1924, oddviti bæjarstjórnar
Kristinn Ólafsson 1924 – ág.1928 kosinn almennri kosningu
Jóhann Gunnar Ólafsson jan 1929 (settur) 1930 – 1939
Hinrik Guðmundur Jónsson 1939 – 1946
Ólafur Ágúst Kristjánsson 1946 – 1954
Guðlaugur Gíslason 1954 – 1966
Magnús Helgi Magnússon 1966 – 1975
Sigfinnur Sigurðsson 1.8 1975 – 1.2. 1976
Páll Zóphóníasson 1976 – 1982
Ólafur Elísson 1982 – 1986
Arnaldur Bjarnason 1986 – 1990
Guðjón Hjörleifsson 1990 – 2002
Ingi Sigurðsson 2002 – 2003
Bergur Elías Ágústsson 2003 – 2006
Elliði Vignisson 2006 –
Þessi útsaumsmynd eftir Ille, móður Áka, hangir í stofunni í í íbúð hans
í Hásteinsblokkinni og nefnist Burgundardans, unnin með Kelimspori