Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Side 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. apríl 2016 Mikil umræða var um sjóslysið er Jón Hákon frá Bíldudal fórst í júlí 2015, þar sem einn sjómaður fórst en þrír björguðust naum- lega. Það væri lítið almennt vitað um þetta slys ef einn skipbrots- manna, Þröstur Leó Gunnars- son, hefði ekki komið fram bæði í blaðaviðtölum og sjónvarpi og sagt skilmerkilega frá slysinu. Á hann hrós skilið fyrir að upplýsa sjómenn og almenning um slysið. Það er með ólíkindum hvað Rannsóknarnefnd samgönguslysa virðist hörð á því að skipbrotsmenn hafi ekki samband við fjölmiðla og tjái sig um þau slys sem þeir verða fyrir. Engar upplýsingar eru gefnar af nefndinni fyrr en mörgum mánuðum eftir slys, en þá eru flestir hættir að hugsa um það og afleiðingar þess. En hvers vegna er þessi þöggun? Erfitt er að gagnrýna niðurstöður nefndarinnar ef enginn veit neitt um þau slys sem nefndin rannsakar. Það er kannski ástæðan. Það er líka furðulegt og óásættan- legt að ekki skuli haldin sjópróf í svo alvarlegu slysi. Nýjungar frá sjómönnum Menn ættu að hafa í huga að í langflestum tilfellum hafa nýjungar í öryggismálum sjómanna komið að tilhlutan áhugamanna og sjómann- anna sjálfra. Lítil umræða hefur verið um það hvort stöðugleiki vb. Jóns Hákonar hafi verið í lagi. Lélegur stöðugleiki er þó líkleg ástæða fyrir því að skipinu hvolfdi. Úr því verður ekki skorið með vissu nema skipið verði tekið upp af hafsbotni og hallamælt. Margt gert til að bæta skoðunarferli Hvað varðar skoðanir á losunar- og sjósetningarbúnaði, þá eiga þeir sem skoða og yfirfara þennan búnað að kunna til verka og hafa setið námskeið og lært þær verklags- reglur sem notaðar eru við skoð- unina. Það er ótrúlegt ef skoðunarmenn fara ekki eftir þeim reglum. Að gefnu tilefni voru árið 2007 allir skoðunarmenn á landinu sem höfðu réttindi til að skoða losunar- og sjósetningarbúnað, skyldaðir til að fara á námskeið um skoðun á þessum búnaði sem haldið var að tilhlutan Siglingastofnunar Íslands. Þar var farið yfir verklagsreglur og skoðunarskýrslur ásamt skoðunar- vottorðum, en þessi gögn eiga skoðunarmenn að útfylla þegar þeir skoða búnaðinn. Þær þjónustustöðvar sem skoða og yfirfara þessi björgunartæki eru undir eftirliti Samgöngustofu sem gengur úr skugga um að til séu öll þau verkfæri sem þarf til að skoða búnaðinn. Um er að ræða bæði hefðbundin og sérsmíðuð verkfæri sem þarf til að geta skoðað þennan búnað. Samgöngustofa ætti einnig að kanna árlega hvort þjónustu- stöðvar eigi á lager þá varahluti sem skipta þarf út eftir settum reglum við skoðun þessara tækja, og ekki síst að fylgja því eftir að umræddar skoðunarstofur skili inn afriti af skoðunarskýrslu og vottorði. Verður vonandi rannsakað Umræðan um slysið þegar mb. Jón Hákon fórst hefur að mestu snúist um að þau björgunartæki sem voru um borð í skipinu hafi brugðist á neyðarstundu sem er auðvitað mjög slæmt mál. Hvers vegna búnaður virkar ekki verður vonandi rannsakað þegar skipið verður tekið upp, en skýrslur og vottorð um síðustu skoðun eiga að vera til bæði hjá skoðunaraðila búnaðarins og Samgöngustofu. Falskt öryggi ? Það er slæmt þegar jafnvel sjómenn eru farnir að tala um búnaðinn sem falskt öryggi og hann eigi jafnvel að taka úr skipunum. Við skulum hafa það í huga að þessi tæki hafa bjargað mörgum tugum mannslífa og eiga stóran þátt í fækkun dauðaslysa á sjó. En þessi öryggis- tæki eru takmörkuð og það sorglega við það er að reglurnar um staðsetningu þessa öryggisbúnaðar rýra mjög getu þeirra til björgunar, eins og á mb. Jóni Hákoni. Engum hefur dottið í hug að henda í land gúmmíbjörgunarbátum þó komið hafi fyrir að þeir virki ekki eins og til er ætlast í einstaka tilfellum. Þegar undirritaður vann við úttek á þjónustustöðvum gúmmíbjörgunar- báta fyrir rúmum tveimur árum, voru að jafnaði 25 gúmmíbjörgun- arbátar dæmdir ónýtir á hverju ári. Aðeins tíu sekúndur að hvolfa En aftur að björgunarbúnaðinum sem er um borð í mb. Jóni Hákoni. Þar eru samkvæmt skipaskrá tvær gerðir af Olsenbúnaði . Á stjórnborða uppi á stýrishúsi er Olsen losunarbúnaður sem er bæði sjálfvirkur og með fjarlosun, og í honum fjögurra manna gúmmí- björgunarbátur. Á bakborða er Olsen losunar- og sjósetningarbúnaður (skotgálgi) sem er bæði með fjarlosun og sjálfvirka losun sem á að skjóta gúmmíbátnum út. Þar sem báturinn er gálgatengdur á hann að blása upp um leið og honum er skotið. Í þessum búnaði er 12 manna gúmmíbjörgunarbátur. Eftir staðfestum fréttum að dæma þá virkaði ekki annar af þessum gálgum, eða losunar- og sjósetn- ingarbúnaðurinn (skotgálginn) sem er bakborðsmegin á stýrishúsþaki. Eins og Þröstur Leó lýsir slysinu þá segir hann að það hafi aðeins tekið tíu sekundur fyrir mb. Jón Hákon að hvolfa. Þá er spurning hvernig virkar búnaðurinn við þessar aðstæður þegar skipið er á hvolfi. Tökum fyrst losunarbúnaðinn sem sagt er og vitað að hafi losað fjögurra manna gúmmíbjörgunar- bátinn sem lá á hafsbotni í hylkinu. Á að fljóta upp Þessi búnaður virkar þannig að hægt er að losa gúmmíbjörgunar- bátinn með handsylgju á geymslu- stað og henda í sjóinn, en einnig er hægt að losa hann með handföngum úr stýrishúsi eða frá öðrum völdum stað í skipinu. Þannig liggur hann laus í sæti sínu og á að fljóta upp ef skipið sekkur. Hvorugt þetta kom til greina í umræddu slysi. Þá er aðeins einn möguleiki eftir hvað varðar losunarbúnaðinn. Ef skipbrotsmenn hafa ekki tíma til að losa gúmmíbátinn á sökkvandi skipinu, á búnaðurinn að losa gúmmíbátinn sjálfkrafa á þriggja til fjögurra metra dýpi. Gúmmíbátur- inn á þá að fljóta upp ef skipið er ekki alveg á hvolfi, en sé það á hvolfi þá er hann fastur undir skipinu þó beislið sem heldur honum föstum í sætinu sé laust. Hann losnar ekki úr sæti sínu fyrr en skipið sekkur alveg og réttir sig við á leiðinni til botns. Þannig var líklega ástandið á mb. Jóni Hákoni í umræddu slysi. Hefði ekki komið að notum Gefum okkur að gúmmíbáturinn hafi þarna losnað fljótlega eins og allt bendir til, uppdrifið haldi honum föstum undir skipinu og hann sé þannig í eina klukkustund. Á þeim tíma þrýstist sjór inn í hylkið sem er á fjögurra metra dýpi. Meðan það gerist minnkar flotið og gúmmíbátshylkið með gúmmí- bátnum í þyngist og þar með minnkar uppdrifið sem þarf nauðsynlega að vera til staðar til að toga alla líflínuna út (yfir 30 metra) og blása þannig gúmmíbátinn upp þegar hann losnar. Þegar skipið sekkur alveg og gúmmíbáturinn hefur einhvern möguleika að losna úr sæti sínu, er hylkið orðið það þungt og með það lítið uppdrif að það nær ekki nægu togi í líflínuna til að blása gúmmíbátinn upp heldur sekkur með skipinu. Athuganir hafa sýnt að ef gúmmíbátur byrjar að blása sig upp á meira dýpi en 15 til 20 m þá nær hann líklegast ekki að slíta fangalínuna og fljóta upp á yfirborð eins og hann á að gera á minna dýpi eða upp við yfirborð sjávar. Þarna eru því komnar aðstæður sem þessi búnaður um borð í mb. Jóni Hákoni ræður ekki við, og ekki heldur aðrar tegundir losunarbúnaðar sem eru þannig staðsettar. Þessi gúmmíbátur Sigmar Þór :: Staðsetning öryggisbúnaðar skiptir máli Við megum ekki missa trú á sjósetningarbúnaðinum sigmar Þór sveinbjörnsson stýrimaður, fv. skipaskoðunarmaður og áhugamaður um öryggismál sjómanna. Mb. Jón Hákon BA 60. Mynd Silja Baldvinsdóttir. Olsen losunarbúnaður. Olsen losunar- og sjósetningarbúnaður. Slæm staðsetning á losunar- og sjósetningarbúnaði (skotgálga, og losunarbúnaði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.