Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2016, Side 20
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
Á fundi bæjarstjórnar í síðustu
viku var samþykkt að fjölga
leikskólaplássum, styrkja
Grunnskólann og taka upp
frístundakort frá og með næstu
áramótum. Er þarna verið að
bregðast við kröfum fjölskyldu-
fólks um meiri og betri þjónustu
fyrir börn.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagði í
samtali við Eyjafréttir að málefni
barna og velferð fjölskyldna væru
meðal mikilvægustu þátta í rekstri
hvers bæjarfélags. „Þjónusta við
þau, eins og alla aðra veltur á því að
reksturinn sé nægilega traustur til að
tryggja þá velferð,“ sagði Elliði og
það hafi Sjálfstæðisflokkurinn haft að
leiðarljósi. Lán og skuldbindingar
hafi verið greidd upp, hagrætt hafi
verið í rekstri og reynt að skapa
svigrúm til að auka þjónustu án þess
að leggja frekari álögur á bæjarbúa.
„Með hliðsjón af þessu telur
bæjarstjórn að svigrúm sé til að nota
hagræðingaraðgerðir og rekstrarár-
angur seinustu ára til að bæta enn
frekar þjónustustigið í sveitar-
félaginu, nú með áherslu á þjónustu
við börn og barnafjölskyldur.“
Elliði sagði það mat fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins að enn brýnna sé
nú en oft áður að treysta búsetu-
skilyrði í Vestmannaeyjum. Ytri
aðstæður, sérstaklega samgöngur og
fæðingarþjónusta séu á engan máta
boðlegar.
„Vestmannaeyjar eru drífandi og
kraftmikið sveitarfélag sem er borið
uppi af dugmiklu íbúum sem kjósa
sér að eiga hér búsetu. Það eru því
hagsmunir sveitarfélagsins að skapa
aðlaðandi og ákjósanlegar aðstæður
m.a. fyrir fjölskyldufólk með þeim
þáttum sem við höfum boðvald yfir.
Eftir því ríkið stendur sig verr verða
bæjaryfirvöld að gera betur,“ sagði
Elliði að lokum.
Stefán Jónasson, oddviti Eyjalistans
er ánægður með tillögurnar og segir
að góð útkoma í rekstri og fjárhags-
stöðu bæjarsjóðs geri þetta mögulegt.
Hann segir líka brýnt að skapa
fjölskyldufólki eins góðar aðstæður
og kostur er.
„Ég get ekki upplýst hvaða
upplýsingar komu fram á minnisblaði
sem bæjarstjóri lagði fram á
fundinum, nema að staða bæjarins á
síðasta ári var mjög góð,“ sagði
Stefán en tillagan kom honum í opna
skjöldu.
„Þetta var aldrei orðað við okkur en
ég held að umræðan í Eyjafréttum og
viðtöl blaðsins við fólk sem er í
vandræðum vegna skorts á leiks-
skólaplássum hafi þrýst á þau. Við
fögnum að frístundakort og sumarfrí-
stund, sem voru ein helstu baráttumál
okkar verði að veruleika frá og með
næstu áramótum. Það eru 25.000
krónur á ári fyrir hvert barn.“
Ekki segist Stefán hafa fengið svör
við því hvað þessar aðgerðir kosta.
Þær voru ekki komnar í gær þrátt
fyrir loforð bæjarstjóra. „Já, staðan er
góð og ég vil að það komi fram að
bæði gamli Vestmannaeyjalistinn og
Eyjalistinn á þessu kjörtímabili hafa
unnið að hagræðingaraðgerðum
bæjarstjórnar af fullum heilindum og
við viljum fara varlega í fjármálum.
Þetta er allt spurning um forgangs-
röðun og við viljum hag aldraðra,
fatlaðra og fjölskyldufólks sem
mestan. Enn er verk að vinna, við
erum með hæstu sorpeyðingargjöldin
og það eru blikur á lofti í tekjuöflun
bæjarins. Það þarf því að fara varlega
í sakirnar í útgjöldum,“ sagði Stefán
að lokum.
>> Nánar á bls. 8.
Bæjarstjórn styrkir
stöðu barnafólks
ómar garðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Börn við leik á leikskólanum Sóla þar sem börnum verður fjölgað á næstu dögum.
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
vikutilboð
SuShi frá osushi
Kemur til okkar föstudaga kl. 17.00
Tökum niður pantanir !
6. til 12. apríl 2016
Weetos 350 gr
verð nú kr 498,-
verð áður kr 698,-
Weetabix 24 stk
verð nú kr 498,-
verð áður kr 598,-
SS pylsur 10 stk
verð nú kr 768,-
verð áður kr 848,-
nutramino protein Water 0,5 ltr
verð nú kr 498,-
verð áður kr 698,-
myllu pylsubrauð 5 stk
verð nú kr 178,-
verð áður kr 248,-
ATH! Opið AllA dAgA Til kl. 21.00