Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2016, Blaðsíða 22
22 Eyjafréttir / Miðvikudagur 27. júlí 2016 Það voru ekki færri en 170 gestir á Slippnum á laugardaginn þar sem komið var saman undir nafni Druslugöngunnar sem fram fór þennan dag víða um land. Það var ákveðinn þungi yfir fólki og ekki að ástæðulausu í ljósi stanslausra árása fjölmiðla á Vestmannaeyinga vegna ákvörðunar lögreglustjóra að greina ekki frá tilkynningum um kynferðisafbrot á þjóðhátíð. Allt í einu var ákvörðunin orðin aukaatriði og ótrúlegustu fullyrðingar um Eyjamenn og þjóðhátíð fóru á flug. Óskar Jósúson, sem stýrði fundinum bað fólk um að láta það ekki slá sig út af laginu, horfa frekar fram á veginn og reyna að gera enn betur í forvörnum og vinna gegn kynferðisafbrotum á þjóðhátíð eins og alls staðar annars staðar. Ræðumenn á fundinum, Gísli Matthías Auðunsson, veitingamaður á Slippnum, Jóhanna Ýr Jóns- dóttir, talskona Bleika fílsins og Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV-íþrótta- félags og formaður þjóðhátíðar- nefndar. „Ég var beðinn um að tala hérna. Fyrst neitaði ég og sagðist ekki hafa neitt til þess að tala um. Ég er, jú ekki þolandi og að sjálfsögðu ekki gerandi heldur. Ég fór að hugsa um þetta næstu daga, hvað ég gæti talað um. Ég er vissulega algjörlega á móti kynferðisbrotum að sjálfsögðu og er mikill feministi,“ sagði Gísli Matthías. „Nú er ég karlmaður og við karlmenn eigum til að fara í vörn þegar talað er um kynferðisbrota- mál. Lítið í kringum ykkur, hvað eru margir karlmenn í salnum miðað við kvenfólk? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm því stór hluti af vandamálinu er okkar megin. Staðreyndin er sú að flestir kynferðiafbrotarmenn eru karlmenn hvort sem þeir brjóta á kvenfólki eða karlmönnum. Og allir hérna inni þekkja einhvern sem hefur verið gerandi eða þolandi þó svo að þeir viti jafnvel ekki af því. Það þarf að verða vitundarvakning um hvernig á að tækla þessi mál. Og hún er að verða til.“ Í þessu sambandi nefndi Gísli Matthías að fyrir nokkrum árum voru fyrirmyndir eins og Gillz sem talaði um kvenfólk sem ílát og hversu fyndið væri að nauðga karlmönnum og hversu þjóðhátíð væri frábær leið til þess að létta á sér, tappa af, skrúfa frá og með því hafi hann átt við að stunda kynlíf með öðrum. Ég er pínu viðkvæmur fyrir þessu þar sem Egill er einn af skemmtikröftum okkar um helgina. „Núna hótuðu sjö karlahljómsveitir að hætta við að koma ef ekki væri skýr stefna í kynferðisaf- brotarmálum á þjóðhátíð. Þó svo að ýmislegt hafi verið rangtúlkað þá er staðreyndin sú að þetta eru menn sem eru algjörlega á móti kynferðisaf- brotum og það viljum við. Ég er stoltur af þessum strákum sem komu fram. Þetta eru fyrir- myndir ungs fólks, og það sem þeir voru að segja með þessu er að nauðganir eru alls ekki kúl. Og við þurfum þessar fyrirmyndir. Sem þora að sýna að þeim er ekki sama. Ég sem karlmaður og við kyn- bræður þurfum allir að vita og skilja að það þarf samþykki, það má skipta um skoðun og nei þýðir nei. Við karlmenn þurfum líka að passa okkur og skilja að við berum mikla ábyrgð. Það eru fæstir sem fara út með einbeittan brotavilja, að ætla að nauðga einhverjum í kvöld, þetta snýst oft um að viðkomandi er með algjörlega brenglaða ímynd um hvernig kynlíf er, virðir ekki viðkomandi og hugsar bara um eigin ánægju og blandar öllu því saman við of mikið áfengi,“ sagði Gísli Matthías og lagði enn meiri áherslu á orð sín. „En munum það líka að áfengi er aldrei afsökun á nauðgun. Stöndum saman. Verum alvöru fólk. Eyðum nauðgunum. Virðum hvert annað,“ sagði Gísli Matthías og fékk dúndrandi lófatak fyrir þessi orð sín. Jóhanna Ýr: Dalurinn lítið þorp þar sem allir eru vinir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræð- ingur stóð fyrir stofnun Bleika fílsins í Vestmannaeyjum árið 2012 sem hefur verið áberandi á þjóðhátíðum síðan þar sem fjöldi gesta hefur klæðst merktum bolum á hátíðinni og margir eru með fyrirliðaband með merki Bleika fílsins. Samtökin, sem eiga sér ekki hliðstæðu hér á landi voru stofnuð undir formerkjum þess að nauðgun er glæpur sem enginn vill ræða en allir vita að á sér stað, líkt og bleiki fíllinn í stofunni. Þaðan er komin nafngift átaksins, Bleiki fíllinn. Markmiðið er að fá fólk til að ræða saman og horfast í augu við þennan glæp. Að undirstrika mikilvægi samþykkis í kynlífi. Að sá eini sem ber ábyrgð á nauðgun er sá sem nauðgar. „Vertu með okkur, ræðum saman um samþykki og hættum að láta brotaþola sitja uppi með ábyrgðina og skömmina. Ef við vitum af bleikum fílum, látum þá vita að við viljum þá ekki í okkar liði,“ segir í kynningu samtakanna. Bleikur fíll líka að undirbúa sína ferð „Núna í þessum töluðu orðum eru líklega margir að byrja að undirbúa ferð á útihátíðir eða útilegur. Verið er að ráðfæra sig við vini um hvað eigi að taka með, gera þarf ráð fyrir veðri auðvitað, og spennan magnast þar til hámarkinu er náð, kannski inní Herjólfsdal, kannski annars staðar á landinu. Því miður er líklega á sama tíma einhver bleikur fíll að undirbúa sína ferð,“ sagði Jóhanna Ýr í upphafi ræðu sinnar. „Sá er varla að ráðfæra sig við neinn, en er að láta sig dreyma um að aðstæður skapist svo hægt sé að fremja ömurlegan glæp. Við sem samfélag berum auðvitað ekki ábyrgð á þessari hugsun eða Hátt í 200 manns á Druslufundi á Slippnum :: Mikil samstaða gegn kynferðisofbeldi: Sýnum að við fordæmum þennan glæp og finnum til með brotaþolum :: Líka að við erum meðvituð um og viljum horfast í augu við þetta vandamál í samfélagi okkar, var boðskapur fundarins Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ég er stoltur af þessum strákum sem komu fram. Þetta eru fyrirmyndir ungs fólks, og það sem þeir voru að segja með þessu er að nauðganir eru alls ekki kúl. Og við þurfum þessar fyrirmyndir. ” Því sá eini sem ber ábyrgð er gerandinn. Við getum sagt brotaþolum að við trúum þeim. Að engin manneskja kallar nokkurn tímann yfir sig að vera nauðgað. Að t.d. klæðnaður skipti þar engu um. ” Vel á annað hundrað manns var mætt á Slippinn á samstöðufund í nafni Druslugöngunnar. Gísli Matthías Auðunsson, veitingamaður á Slippnum tók til máls. Jóhanna Ýr Jónsdóttir einn af stofnendum Bleika fílsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.