Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Side 6
6 28. júní 2019FRÉTTIR
BITLAUS STJÓRNARANDSTAÐA
Í SKUGGA TÆPS MEIRIHLUTA
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
n Horft yfir þingveturinn n Ríkisstjórnin siglir lygnan sjó
Sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokk
M
ikið hefur verið rætt um
ólgu innan Sjálfstæðis-
flokksins vegna þriðja
orkupakkans og að Mið-
flokkurinn hafi náð að fresta af-
greiðslu málsins þar til eftir sum-
arfrí. Stefanía telur allar líkur á því
að málið verði afgreitt strax eft-
ir sumarfrí, enda því gefinn tak-
markaður tími á dagskrá þingsins.
Hún telur ekki ljóst hvort málið
dragi dilk á eftir sér þegar litið er
til vinsælda Sjálfstæðisflokksins.
„Það getur orðið til þess að
stuðningur Sjálfstæðisflokks fær-
ist á Miðflokkinn, en ég gæti jafn-
vel átt von á því að það hafi þegar
gerst, líkt og við sáum í kosn-
ingunum árið 2017. Þetta skapar
nýja stöðu fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn hvað varðar miðjufylgi og
frjálslynt fylgi. Þannig að það eru
kostir og gallar í þessari stöðu.“
Málþófið mikilvægt vopn
T
íðrætt hefur verið um að
breyta þingsköpum til að
takmarka tíma þingmanna
í ræðustóli til að koma í veg
fyrir málþóf, líkt og það sem skap-
aðist í kringum orkupakkann.
Stefanía telur litlar líkur á að þeim
reglum verði breytt á næstunni.
„Þessi aðferð, að beita mál-
þófi, skilar ákveðnum árangri fyrir
stjórnarandstöðuflokkana. Það
er alveg augljóst. Allir flokkar á
þingi hafa einhvern tímann verið
í stjórnarandstöðu og notað þetta
vopn til að hafa áhrif á lok þing-
starfa. Þeir eru því ragir við að
breyta þingsköpum og ræðutíma
nema um það sé sátt. Þetta byggir
allt á einhvers konar málamiðl-
un á milli stjórnarmeirihluta og
-minnihluta. Það er möguleiki að
festa í sessi ákvæði í stjórnarskrá
um að tiltekinn fjöldi kjósenda
eða tiltekinn fjöldi þingmanna
geti farið fram á þjóðaratkvæða-
greiðslu. Það er ekki auðvelt að
breyta þessu og hangir að ein-
hverju leyti saman við breytingar
á stjórnarskrá.“
Þingvetur í tölum Þ
ingið var að störfum frá
11. september til 14. des-
ember 2018 og frá 21.
janúar til 20. júní 2019.
H
eilt yfir finnst mér ágæt
samstaða í ríkisstjórn.
Stjórnarflokkarnir eru
sammála um að vera
ósammála í ýmsu. Sjálfstæðis-
flokkur hefur þurft að gefa eft-
ir varðandi einkaframtök í heil-
brigðisgeiranum og Vinstri
græn hafa þurft að gefa eft-
ir þegar kemur að afstöðu til
NATO og slíks. Gagnrýni frá
hægri á Sjálfstæðisflokkinn er
að hann sé alltof eftirgefanleg-
ur þegar kemur að ríkisútgjöld-
um og sköttum. Það er prísinn
fyrir að vera í ríkisstjórn en mér
finnst þessar málamiðlanir hafa
gengið ágætlega hingað til,“ seg-
ir Stefanía Óskarsdóttir, dósent
í stjórnmálafræðideild við Há-
skóla Íslands.
Óvenju löngum þingvetri er
nú lokið þar sem heildarlengd
þingfunda fór í rétt rúmlega 865
klukkustundir. Leita þarf aft-
ur til hrunáranna, 2009 til 2010,
til að finna lengri heildarlengd
þingfunda, en þá voru þeir 886
klukkustundir. Stefanía telur
ríkisstjórnina standa sterka en
vegna tæps meirihluta stjórn-
arinnar verði stjórnarandstöð-
uflokkarnir, fyrir utan Miðflokk-
inn, bitlausir.
„Mér finnst ríkisstjórnin hafa
siglt tiltölulega lygnan sjó og náð
að halda dambi. Ríkisstjórnar-
flokkarnir halda nokkuð vel í
kjörfylgi í skoðanakönnunum
og það hefur ekki staðið mikill
styr um ráðherra í ríkisstjórn,
fyrir utan Sigríði Andersen sem
neyddist til að segja af sér,“ seg-
ir Stefanía og vísar þar í ráðn-
ingar dómara við Landsrétt sem
Mannréttindadómstóll Evrópu
taldi brjóta gegn 6. grein Mann-
réttindasáttmálans. „Hún virtist
segja af sér vegna þrýstings frá
Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna
Benediktssyni. Málið er dautt í
bili en það á svo eftir að koma
í ljós hvort Sigríður kemur aft-
ur inn í ríkisstjórn. Það er ekkert
loku fyrir það skotið að Sigríður
komi aftur og verði jafnvel ráð-
herra í öðru ráðuneyti.“
Þurfa að finna sína fjöl
Stefanía segir að stjórnarand-
staðan sé að vissu leyti í ba-
sli vegna tæps meirihluta ríkis-
stjórnarinnar.
„Það liggur í hlutarins
eðli að ríkisstjórn með tæp-
an meirihluta og sem nær yfir
hægri til vinstri, að það byggir
allt á málamiðlunum og slík
ríkisstjórn er ekki líkleg til að
hrinda í framkvæmd mjög
umdeildum stefnumálum.
Stjórnarandstaðan verð-
ur þá bitlausari. Stjórnar-
andstaðan er í basli með
að finna sína fjöl, fyr-
ir utan Miðflokkinn í
þessu orkupakka-
máli, enda hefur ekki
verið fljúgandi sigl-
ing á stjórnarand-
stöðuflokkunum í
skoðanakönnun-
um. Það er ekki gef-
ið að stjórnarand-
stöðunni gefist mikið
færi á að ná flugi. Mið-
flokkurinn hefur verið
í fókus út af andstöð-
unni við orkupakk-
ann. Á móti kem-
ur að flokkurinn
var í miklum
fókus fyrir jól í
Klausturmálinu.
Þá héldu sumir
að þessi flokk-
ur væri búinn
að vera, en það mál hefur fall-
ið í skuggann á þessari hörðu
stjórnarandstöðu sem hefur
verið haldið uppi í þinginu.“
„Ef samdráttur heldur áfram
fer gamanið að kárna“
Eitt af stóru málunum sem
blöstu við ríkisstjórninni var að
ná góðum kjarasamningum svo
átök á vinnumarkaði myndu
ekki blossa upp. Það náðist með
lífskjarasamningnum svokall-
aða. Enn standa eftir samningar
við opinbera starfsmenn og
ekki alveg í hendi að þeir samn-
ingar takist jafn vel. Það sé þó
eitt af stærri málunum sem taka
við eftir sumarfrí þingmanna,
að mati Stefaníu, sem og jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum og að
halda verðbólgu og atvinnuleysi
í skefjum. „Ef samdráttur held-
ur áfram fer gamanið að kárna,“
segir Stefanía. Aðspurð hvort
þetta séu sérstaklega spennandi
tímar í pólitík segir hún það í
raun bæði og.
„Það er ágætt að fá tímabil
þar sem allt er ekki í brjálæðis-
legum látum. Oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi þannig að mað-
ur veit aldrei hvenær allt verð-
ur brjálað. Ég er ekki örugg með
stöðugleikann, sérstaklega ekki
í ljósi þess hvernig pólitíkin hef-
ur verið síðustu tíu árin. En það
er ákveðin ró um mál sem mér
persónulega líkar.“ n
„ Þetta skapar nýja
stöðu fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn hvað
varðar miðjufylgi og
frjálslynt fylgi.
Þingfundardagar: 113
Fjöldi þingfunda: 129
Heildarlengd þingfunda: 865 klst.
Meðallengd þingfunda: 6 klst. og 42 mín.
Lengsti þingfundurinn: 24 klst. og 16 mín.
Lengsta umræðan: 138 klst. um þriðja orkupakkann
Af 262 frumvörpum urðu 120 að lögum.
Af 151 þingsályktunartillögu voru 47 samþykktar.
Miðflokksmenn í miðju málþófi.
Katrín Jakobsdóttir
Sigríður Andersen
Stefanía Óskarsdóttir.