Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Síða 12
12 28. júní 2019FRÉTTIR yrði fenginn að skólanum til að kanna einelti og uppræta það. Fyr- ir það segist Linda Rós hafa mátt þola útskúfun deildarinnar og að lokum ótímabær starfslok. Elísabet Siemsen rektor hefur í fyrri umfjöllun DV um málið bent á að mennta- og menningarmála- ráðuneytið hefði svarað kvörtun- um kennaranna sem hér eiga í hlut og gefið það álit að ekki hefði átt sér stað einelti í skólanum. Sig- ríður Helga hefur aðra sögu að segja um þetta: Eftir að hún hafði sent greinar- gerð sína til ráðuneytisins voru gögn send til rektors sem fékk andmælarétt. Í vor kom síðan til- kynning frá menntamálaráðu- neytinu þar sem ráðherra, Lilja Al- freðsdóttir, taldi sig vanhæfa til að úrskurða í málinu. Málið fór það- an til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem sendi málið til forseta Íslands. Hann skipaði Sig- urð Inga Jóhannsson samgöngu- ráðherra úrskurðaraðila. Álit hans var á þann veg að rektor hefði ekki lagt Sigríði Helgu í einelti: „En ég var ekki að kvarta und- an einelti af hálfu rektors. Í bréfi mínu til menntamálaráðuneytis- ins gerði ég hins vegar alvarlegar athugasemdir við starfshætti rekt- ors og vildi fá álit ráðuneytisins á því hvort hugsanlega hafi ver- ið brotin á mér stjórnsýslulög. Auk þess kvartaði ég undan ein- elti í skólanum og að ég treysti ekki stjórnendum skólans til að taka á því,“ segir Sigríður Helga og minnir á að sú hafi jafnframt ver- ið niðurstaða ráðherra, að það sé til staðar samskiptavandi á meðal starfsfólks skólans sem nauðsyn- legt sé að bregðast við, án tillits til þess hvort einelti sé í gangi eða ekki. „Ráðuneytið viðurkennir sem sagt að það sé til staðar sam- skiptavandi í skólanum sem þurfi að taka á.“ Mikil reiði á átakafundi Frétt á dv.is þann 3. júní um starfs- lok Lindu Rósar Michaelsdóttur frá MR vakti mikla athygli. Þjóð- þekkt fólk steig þá fram og vitnaði um einstakan kennara sem mik- ill missir væri af. Þess má geta að Linda Rós er komin á eftirlaunaald- ur en má lögum samkvæmt kenna í tvö ár til viðbótar. Hún hafði ósk- að þess að vera áfram í hlutastarfi en bundinn var endi á starfsferil hennar við skólann í kjölfar þess að hún gagnrýndi meðferðina á Sig- ríði Helgu og lagði til, eins og Sig- ríður Helga, að fenginn yrði utan- aðkomandi fagaðili til að freista þess að laga samskipti kennara og vinna gegn einelti. Þegar Sigríður Helga fór í veik- indaleyfi eftir 12. nóvember síðast- liðinn óskaði Linda Rós eftir fundi með fagstjóra enskudeildar til að ræða stöðuna sem upp var komin. Einhverra hluta vegna vísaði fag- stjóri fundarbeiðninni til rektors og boðaði rektor til fundar 22. nóv- ember síðastliðinn og kom fram að á fundinum yrðu rektor, konrektor, kennslustjóri, fagstjóri enskudeild- ar og þrír aðrir kennarar ensku- deildar auk Lindu Rósar. Samtals sjö manns gegn Lindu Rós. Þegar Linda Rós sá þetta ákvað hún að fá trúnaðarmann til að mæta með sér á fundinn og hann yrði jafnframt ritari fundarins. Linda Rós segist vera afar feg- in að hafa tekið með sér trúnaðar- mann og ritara: „Annars væri ég ein til frásagnar um það sem fram fór á þessum fundi.“ Hún sagði að tillaga hennar um að fenginn yrði óháð- ur aðili til að vinna í samskipta- vandamálum í skólanum hafi vakið mikla reiði. „Ég ítreka enn og aft- ur að eini tilgangurinn minn með þessum fundi sem ég óskaði eftir, var að fara fram á að óháður fagað- ili yrði fenginn að skólanum til að vinna í þessum samskiptamálum. Ég er ekki sérfræðingur í einelti og þá síður rektor. En þessu var mjög illa tekið. Konrektor missti stjórn á sér, fagstjóri enskudeildar missti stjórn á sér. Þegar ég benti á að nú þegar væri einn kennari kominn í veikindaleyfi vegna samskiptaerf- iðleika barði rektor í borðið, byrsti sig og sagði að hún hefði ekki leyfi til að ræða mál einstakra kennara.“ Algjört frost Eftir fundinn segist Linda Rós hafa mætt algjöru frosti í sam- skiptum við stjórnendur skól- ans og samkennara í enskudeild. Hún fullyrðir einnig, líkt og Sig- ríður Helga, að við hæfnismatið sem lagt var til grundvallar þegar teknar voru ákvarðanir um fækk- un kennara, hafi stjórnendur leik- ið sér með huglægu þættina til að draga matið á henni eins lágt nið- ur og hægt var, enda stendur hún ákaflega sterkt að vígi hvað snertir menntun, starfsreynslu, ástundun og kennslukannanir. Þess má geta að auk kennslunnar hef- ur Linda Rós sinnt stjórn- unarstörfum við skólann þar sem hún var starfandi rektor í eitt ár og starfandi konrektor í eitt ár. Í rökstuðningi rektors og konrektors um Lindu Rós segir: „Starfsmaðurinn raðaðist næst lægst í hæf- ismatinu. Þeir þættir í mats- kenndum hluta sem að mestu ráða niðurstöðum um röðun starfsmannsins byggja á því að samstarf starfsmannsins við aðra kennara deildarinnar hefur geng- ið afar illa um nokkurt skeið og hafa samstarfskennar- ar kvartað yfir starfsmannin- um og sagst vera hrædd við starfs- manninn.“ „Ég get ekki séð neitt fag- legt við þessi rök og í raun tel ég þau kjánaleg. Ég tel alveg fráleitt að starfsfólk í deildinni, hávax- ið, heilsuhraust fólk á fertugs- og fimmtugsaldri, sem auk þess hef- ur sýnt mér fullkominn fjandskap frá 22. nóvember, skuli hafa mest um það að segja að mér sé sagt upp af því þau séu hrædd við mig, 67 ára gamla konu.“ „Mér þykir fáránlegt að þetta fólk sem hafði verið að leggja Sig- ríði Helgu í einelti skuli vera sama fólkið og leggur nafn sitt við rök- stuðning um hæfnismat okkar beggja,“ segir Linda Rós. Sigríður Helga bætir við einu atriði sem hún telur virkilegt um- hugsunarefni: „Fimm starfsmenn, sem sagt var upp í vor, hafa leitað til Kennarasambands Íslands til að fá ráðgjöf og óska eftir aðstoð lögfræðings félagsins. Þegar við leituðum til Félags framhalds- skólakennara (FF) eftir uppsagn- irnar neitaði formaður FF, Guð- ríður Eldey Arnardóttir, okkur um aðgang að lögfræðingi félagsins. Formaðurinn hélt því jafnframt fram að að rektor stæði í fullum rétti til að segja okkur upp og sá ekkert athugavert við þessar upp- sagnir. Síðan hefur komiðí ljós að formaður FF var einmitt einn af umsækjendum um konrekt- orsstöðuna í MR sem auglýst var laus til umsóknar nú í vor. Og ekki batnar það að rektor hefur ekki orðið við beiðni um að gefa upp nöfn umsækjenda um konrektors- stöðuna. Hún lét nægja að senda út tilkynningu þegar búið var að ráða í stöðuna.“ n GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. Elísabet Siemsen er 64 ára gömul og hefur starfað sem rektor MR frá því í ágúst 2017. Elísabet neitaði að tjá sig um málið er DV hafði samband að þessu sinni. Í fyrri fréttum DV um málefni MR hefur hún sagt að henni vitanlega eigi sér ekki stað einelti við skól- ann en hún hafi starfað stutt og hafi ekki endilega fulla yfir- sýn yfir samskipti. Einnig hefur Elísabet bent á að ráðuneytið hafi úrskurðað að einelti hafi ekki átt sér stað í máli Sigríðar Helgu Sverrisdóttur. En Sigríð- ur Helga bendir á að í því áliti sé eingöngu sagt að rektor hafi ekki beitt Sigríði Helgu einelti – nokkuð sem hún hafi ekki spurt eftir. Enn fremur hafi kom- ið fram í áliti frá ráðuneytinu að samskiptavandi sé til stað- ar innan MR. Elísabet hefur einnig tjáð DV við fyrri tækifæri að farið verði yfir samskiptamál í MR með faglegum hætti næsta haust. Maður að nafni Einar Björns- son hefur hafið undir- skriftasöfnun á vefnum Change.org þar sem þrýst er á skólastjórnendur að ráða Lindu Rós aftur til starfa. Seg- ir Einar að ekki hafi verið stað- ið að uppsögn hennar með sóma og telur hana einn besta kennara sem hann hefur haft. „Ég myndi helst vilja að hún yrði endurráðin sem fyrst þar sem hún er einn besti kennari sem ég hef nokkurn tímann haft. Ég hef aldrei talað við neinn sem hef- ur sagst hafa eitthvað á móti henni, en hins vegar þá hef ég talað við fólk sem hefur sagt mér að Linda hafi hjálp- að þeim ótrúlega mikið náms- lega, hún er þekkt fyrir það að vera ströng en þrátt fyrir það afar ljúf og yfir höfuð æðisleg- ur kennari,“ skrifar Einar við undirskriftalistann. Undirskrifta- söfnun hafin Rektor vill ekki tjá sig frekar um málið Elísabet Siemsen. Mynd af vef MR M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N „Konrektor hellti sér einnig yfir mig á fundinum með ótrúlegum svívirðingum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.