Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Side 36
36 PRESSAN 28. júní 2019
fellt umtalaðri í bænum. Faðir hans
kom einnig fram við hann eins og
hann væri úrhrak. Lífið var svo erfitt
að á endanum flúði Merrick að
heiman og flutti inn á fátækraheim-
ilið Leicester Union Workhouse.
Þar bjó hann og vann mikið næstu
fimm árin. Vegna mikillar fötlunar
lifði hann nánast einangraður öll-
um stundum, enginn vildi umgang-
ast hann.
Var hafður til sýnis
Sumarið 1884 heyrði Merrick um
svokallaðar „viðundrasýningar“ þar
sem bæklað fólk var haft til sýnis í tí-
vólíum, fjölleikahúsum og á mörk-
uðum. Hann ákvað að reyna að lifa
af vansköpuðum líkama sínum og
setti sig í samband við Sam Torr sem
stóð fyrir slíkum sýningum. Torr tók
hann strax inn í sýningu sína og gaf
honum nafnið „The Elephant Man“
(Fílamaðurinn). Næstu mánuðina
var hann hafður til sýnis í Leicest-
er og Nottingham. Fólk streymdi að
til að sjá hann en fljótlega dró úr að-
sókninni því bæklun Merrick var svo
mikil að þegar fólk hafði séð hann
einu sinni hafði það ekki þörf fyrir
að sjá hann aftur. Því fækkaði áhorf-
endum hratt.
Torr sendi hann því til Lundúna
í árslok 1884. Þar var honum kom-
ið í samband við Tom Norman,
sem stóð fyrir álíka sýningum og
Sam Torr. Norman byrjaði að sýna
Merrick í bakherbergi niðurlagðr-
ar verslunar á Whitechapel Road
123 og lét Merrick einnig dvelja þar
við slæman aðbúnað. Húsið var rétt
hjá Royal London sjúkrahúsinu og
dag einn birtist læknirinn Frederick
Treves í gömlu versluninni. Hann
vildi sjá þennan bæklaða mann og
rannsaka hann betur. Hann bauð
Merrick að koma á sjúkrahúsið í
rannsóknir og þær urðu á endan-
um margar, svo margar að Merrick
fékk nóg af þeim. En þrátt fyrir það
mynduðust sterk vináttubönd á
milli hans og Treves sem vörðu allt
þar til Merrick lést.
Á þessum tíma dró mikið úr
áhuga fólks á „viðundrasýningum“
og andstaða við slíkar sýningar fór
vaxandi á Englandi. Merrick þáði
því boð um að fara til Belgíu til sýn-
ingarhalds. Þar var hann sýndur
margoft en ferðin varð að hreinni
martröð. Farið var með hann eins og
dýr og í Brussel réðst umboðsmað-
ur hans á hann og stal öllum pen-
ingunum hans og skildi hann eftir
einan og umkomulausan.
Nær örmagna og óhamingju-
samur komst hann á endanum, eftir
miklar krókaleiðir, með lest til Liver-
pool Street stöðvarinnar þann 14.
júní 1886. Þar umkringdi forvitið fólk
hann, benti á hann og lýsti viðbjóði
sínum á útliti hans. Hann vissi ekki
hvert hann ætti að fara en fljótlega
náði orðrómur um komu hans eyr-
um Frederick Treves sem sótti hann
og flutti á sjúkrahúsið í Whitechapel.
Treves ætlaði að veita Merrick húsa-
skjól og það tókst honum með því
að nota tengslanet sitt hjá bresku yf-
irstéttinni til að safna peningum til
að láta innrétta herbergi á loftinu á
Bedstead Square en það var sjúkra-
húsið yfirleitt kallað. Næstu fjög-
ur árin sá þessi sami hópur um að
greiða fyrir allt sem Merrick þarfn-
aðist, þar á meðal nokkrar ferð-
ir í frí. Meðal þeirra sem studdu við
hann fjárhagslega var breska kon-
ungsfjölskyldan. Þegar prinsinn af
Wales, sem síðar varð Edward VII
konungur, og eiginkona hans, Alex-
andra prinsessa, vígðu nýja álmu á
sjúkrahúsinu 1887 krafðist prinsinn
þess að fá að hitta Merrick persónu-
lega. Eftir það fékk Merrick margoft
sérstakar kveðjur frá konungsfjöl-
skyldunni.
Treves eyddi miklum tíma með
Merrick og setti hann ítarlega inn í
margvísleg samfélagsmálefni sem
hann hafði ekki minnstu hugmynd
um því hann hafði lifað svo einangr-
aður frá samfélaginu. Auk þess hitti
hann margar konur sem komu fram
við hann eins og manneskju en ekki
skrímsli. Þetta var algjörlega nýtt
fyrir Merrick. Draumar hans um að
geta lifað lífinu eins og aðrir styrktu-
st við þetta en líklegt má telja að það
hefði hann aldrei getað vegna fötl-
unar sinnar.
Dagurinn örlagaríki
Snemma morguns föstudaginn
18. apríl 1890 kom Emme Ireland
hjúkrunarfærðingur til að líta eft-
ir Merrick. Hann virtist þreyttur og
þreklítill en hafði það gott miðað við
aðstæður að hennar mati. Síðar um
daginn var honum færður matur.
Konan sem það gerði lagði bakk-
ann á borðið hjá Merrick og flýtti sér
út. Hann átti erfitt með mál vegna
bæklunar og ágerðist þetta með ár-
unum. Um klukkan 15 kom Sidney
Hodges læknir í hefðbundna vitj-
un sína til Merrick, sem lá beinn í
breiðu rúmi sínu, en maturinn stóð
ósnertur á borðinu. Hodges þurfti
ekki langan tíma til að staðfesta að
Merrick væri látinn. Hann kallaði á
Evelyn Ashley lækni sér til aðstoðar.
Þau rannsökuðu Merrick og komust
að þeirri niðurstöðu að hann hefði
kafnað og líklegast hefði hann háls-
brotnað.
Sjúkdómurinn, sem hrjáði
Merrick nefnist Proteus-heilkennið.
Í dag er talið að um 100 manns á
heimsvísu þjáist af honum. Vegna
sjúkdómsins varð Merrick að sofa
sitjandi til að koma í veg fyrir að höf-
uð hans, sem vó 9 kíló, félli til hlið-
ar og kæfði hann. Af þessum sökum
svaf hann oft með einhvers konar
trégrind um hnakkann. En á síðasta
degi sínum braut hann allar reglur,
hann vildi sofa eins og aðrir og það
varð honum að bana.
Útförin
Síðar um daginn var lík hans flutt
í líkhús sjúkrahússins. Þar var
það krufið og læknar fjarlægðu
alla mjúka líkamhluta af beinum
hans. Lítil en formleg minningar-
athöfn var haldin um hann í kapellu
sjúkrahússins og þann 24. apríl voru
mjúku líkamshlutarnir jarðsettir í
nafnlausri gröf í kirkjugarði. Þetta
var gert í algjörri kyrrþey og sárafáir
vissu af þessu. Áður en þetta var gert
voru mörg sýni tekin af bækluðum
líkama hans og þau varðveitt. Þau
eyðilögðust, ásamt krufningarskýr-
slunni, í sprengjuárásum Þjóðverja
á Lundúni 1940–1941. Beinagrindin
var sett saman og höfð til sýnis í gler-
skáp í kjallara sjúkrahússins, sem
varð síðar að Queen Mary University
of London. Þar er hún enn en al-
menningur hefur ekki aðgang að
henni því hún er geymd í læstu rými
í Merrick-safninu en þar er eftirlík-
ing af beinagrindinni til sýnis.
Grafstæðið
Þar til á þessu ári var ekki vitað
hvar líkamsleifar Merrick höfðu
verið grafnar en í maí komst ætt-
fræðingurinn og rithöfundurinn
Joanne Vigor Mungovin, frá Leicest-
er, að því. Með ítarlegri yfirferð yfir
ýmis skjöl og kirkjubækur tókst
henni á nokkrum vikum að komast
að því að Merrick er jarðsettur í City
of London Cemetery. Henni tókst
einnig að finna minnisblað þar sem
fram kemur í hvaða gröf, en það er
gröf númer 2.519.
Gröfin var ómerkt og ekkert sem
gaf til kynna hver hvílir þar. En nú
hefur orðið breyting á því Mungovin
hefur látið koma litlu skilti með
nafni hans og öðrum upplýsingum
fyrir á gröfinni. n
„Á síðasta degi sínum
braut hann allar regl-
ur, hann vildi sofa eins og
aðrir og það varð honum að
bana.
Frederick Treves var náinn
vinur Fílamannsins.
Fílamaðurinn.
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR &
UNDIRKERFI