Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Qupperneq 44
44 FÓKUS 28. júní 2019 Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona, söngkennari og þáttastjórnandi á út- varpsstöðinni K100, og Jörundur Kristinsson, hópstjóri hjá Origo, giftu sig 15. júní. Mikið var um söng í veislunni og vinur hjónakornanna, Friðrik Ómar Hjörleifsson, steig á svið í dragi sem veislustjóri. MYND: INSTAGRAM - @KIDDIGRETARS Þ að er fátt skemmti- legra á sumrin en að sjá ástfangin pör játa ást sína frammi fyrir hvort öðru, vinum, ættingjum og guði ef að fólk velur það síðast- nefnda. Þekkt pör hafa geng- ið í það heilaga það sem af er sumri. Hér eru talin nokkur þeirra og fram undan í sumar eru fleiri brúðkaup sem verða einnig glæsileg. Ingibjörg Sveinsdóttir við- skiptafræðingur og Dýri Kristjánsson, hagfræðing- ur og Íþróttaálfur, giftu sig 25. maí í Fríkirkjunni og gaf séra Hjörtur Magni Jó- hannsson parið saman. Dýri sýndi listir sínar í veislunni á hestinum. Hjónin nutu síð- an hveitibrauðsdaganna á Maldíveyjum. M Y N D : IN S TA G R A M - @ A N N A M A R G R ET 74 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Sumar ástarinnar n Svarið er JÁ, treystu því n Sumarið er tíminn sem pör segja já Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmað- ur í fótbolta og leikmaður Cardiff, giftu sig 15. júní við Como-vatn á Ítalíu. Ekkert var til sparað og er óhætt að segja að brúðkaup- ið sé brúðkaup ársins. Glæsivilla var leigð fyrir gestina, en á meðal þeirra var fjöldi leikmanna landsliðsins. Fjöldi skemmtikrafta kom fram, þar á meðal Aron Can, Kaleo og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir. Flugeldum var skotið upp, meistarakokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon sá um matinn og skreytingar voru hvítar og fallegar. Hjónin nutu síðan hveitibrauðsdaganna á Maldíveyjum. Linda Björg Árnadótt- ir, fatahönnuður, eig- andi Scintilla og lektor við Listaháskóla Ís- lands, og Bárður Sig- urgeirsson, húðlæknir hjá Húðlæknastöð- inni, giftu sig 22. júní í Hallgrímskirkju og fór veislan fram í Gamla bíói. Styr, sonur Lindu, gekk með henni inn kirkjugólfið og var veislustjóri ásamt elsta syni Bárðar. Linda klæddist bleikum kjól breska hönnuðarins Roksöndu Ilincic og rauðum skóm. Útvarpsmaðurinn góðkunni Ívar Guð- mundsson og Dagný Dögg Bæringsdóttir gifta sig núna um helgina. Ívar birti mynd af parinu laugardaginn 22. júní og skrifar með: „Síðasta helgin í óvígðri sambúð, mikið elska ég þessa konu.“ Þorbjörg Marinósdótt- ir, fjölmiðlakona og rithöfundur, og Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borg- arfulltrúi, gifta sig 19. september í lítilli villu í Marché-héraði á Ítalíu. Karl bað Tobbu á tón- leikum Baggalúts í Há- skólabíói í desember 2016 fyrir framan full- an sal af fólki. Brúð- kaupið verður lítið og persónulegt og parið afþakkar gjafir. „Svo dýrt að ferðast. Mæting okkar nánustu er besta gjöfin,“ segir Tobba. MYND: INSTAGRAM - @ALEXANDRAHELGA MYND: FACEBOOK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.