Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Qupperneq 46
46 FÓKUS 28. júní 2019 Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is SKILTAGERÐ BÍLAMERKINGAR BANNER-UP SÓLARFILMUR Ráðgjöf Hönnun Framleiðsla Uppsetning YFIRHEYRSLAN Bubbi Morthens Tónlistarmanninn Bubba Morthens þarf vart að kynna fyrir lesendum enda hefur hann verið þekktur í íslensku tónlistarlífi síðan á 9. áratugnum. Bubbi hefur lengst af spilað einn á gítar og sungið en hefur þó verið í nokkrum hljóm- sveitum og muna líklega flestir eftir Utangarðsmönnum og Egó. Í gegnum tíðina hefur Bubbi selt fleiri plötur á Íslandi heldur en nokkur annar tónlistar- maður og hefur hann sungið sig inn í hug og hjörtu margra Íslendinga. Hefur hann verið þekktur fyrir óhefðbundna textasmíð og því að sitja ekki á skoðun- um sínum. Á dögunum varð Bubbi 63 ára gamall og situr hann ekki auðum höndum en plata hans, Regnbogastræti, kemur út í ágúst á þessu ári. Hver var fyrsta vinnan þín? Fyrsta vinnan mín var að grafa skurði fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Hvað er besta ráð sem þú hefur fengið? Draga andann hægt, rólega og djúpt. Ertu A eða B manneskja? Ég er A+. Hver myndi leika þig í kvikmynd? Bruce Willis! Hvað finnst þér vera leiðinlegasta húsverkið? Mér finnst ekkert húsverk leiðinlegt. Trúir þú á drauga? Jááá, ég hef séð hluti sem eru skilgreindir kannski sem draugar. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert í lífinu? Að reyna að vera eins og manneskja og gyrða vel og reima skóna. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með mínum nánustu. En leiðinlegast? Vera einn með sjálfum mér þegar ég er eigingjarn. Hver er fallegasti staðurinn á landinu? Já, þarna fórstu nú alveg með það. Þeir eru tveir, það er Kjósin og svo Laxá í Aðaldal, nessvæðið. Ég get ekki gert upp á milli, það er erfitt. Ég myndi splæsa þá saman. Ef þetta væri lag þá væri þetta erindi og viðlag. Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki tónlistar- maður? Fornleifafræðingur. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Þær eru þrjár. Muhamed Ali, Chaplin, Jesús. Hverjir eru mannkostir þínir? Ég er með stórt hjarta, ég er stundvís, ég er heiðarlegur við sjálfan mig, ég er … Þeir eru margir, ég gæti talið upp helling af fínum mannkostum sem ég hef en það sem kannski gerir mig og ég tel til tekna og ef við súmmum þetta allt inn sko … Ég er mannlegur. En lestir? Þeir eru á pari við kostina, held ég. En þó hefur þeim farið fækkandi með árunum. Ég hef tekist á við þá af einlægni og þar af leiðandi má kannski segja að þeim hefur farið fækkandi. Sumir lestir eru bara DNA. Þeir eru bara þarna og maður reynir að lifa með þeim. En svo eru aðrir sem þú getur svona hrundið af þér ef þú hefur löngun og vilja. Þannig að þetta er svolítið langt svar en engu að síður þá krefst það að því sé svarað svona. Áttu þér uppáhaldslag af þínum eigin? Neeei. Þetta er alltaf það sama, þetta er bara þau lög sem ég er að vinna hverju sinni. Núna finnst mér besta platan mín sú sem er að koma út í ágúst. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir skapandi listamann að líta á hlutina svona og upplifa þá svona vegna þess að ef ekki þá myndir þú ekki halda áfram að vera skapandi og frjór. Það sem rekur þig áfram er að þú ert alltaf að leita að einhverju nýju og einhverju sem hvetur þig til dáða. Og þar af leiðandi er Regnbogastræti, platan sem kemur út í ágúst, það finnst mér vera besta platan. Þangað til annað kemur í ljós. Hvað er fram undan? Fram undan hjá mér er að fara í laxveiði í Aðaldal á nessvæðinu og síðan ætla ég í frí með fjölskyldunni minni. Síðan er ég að undirbúa útkomu plötu minnar sem kemur út núna í ágúst og svo kemur ljóðabók út í haust. MYND: EYÞÓR/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.