Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1999, Page 4

Skessuhorn - 25.02.1999, Page 4
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 i>K£saunu.^ 4 Fasteignamarkaöur Líflegur markabur og bjarf útlit Rætt vib fasteignasala á Vesturlandi Það var ágætt hljóðið í fasteigna- sölunum á Vesturlandi sem Skessu- horn hafði samband við í síðustu viku til að hlera hvernig ástandið væri á markaðnum. Fasteignaviðskipti jukust verulega á síðasta ári, og það sem af er þessu ári hafa viðskiptin verið óvenju lífleg en tíminn frá desember og fram í febrúar er jafnan mjög rólegur. Margir bundu vonir við að opnun ganganna undir Hvalfjörð og aðrar framkvæmdir á Vesturlandi myndu hleypa lífi í fasteignamarkaðinn og segjast fasteignasalar það hafa geng- ið eftir að mörgu leyti. Töluvert hefur verið um nýbyggingar f Borgamesi og á Akranesi, meira er um beinar sölur en áður sem bendir til að fleiri fjárfesti í húsnæði innan svæðisins og fasteignasalar eru sammála um útlitið sé bjartara en það hafi verið um langt skeið. Borgarnes Ingi Tryggvason, sem tók við fast- eignasölunni af Gísla Kjartanssyni um síðustu mánaðamót, vildi fara varlega í yfirlýsingamar og sagði að í sjálfu sér hefðu kannski engin stórtíð- indi gerst. Þó hefði verið mikil sala á síðasta ári og greinilegt að fólk væri að spá í hlutina. Hann sagði að mesta ásóknin væri í blokkaríbúðir og þær seldust yfirleitt um leið. Einnig væri mikil eftirspum eftir landi og hrein- lega rifist um það sem byðist. Þónokkuð hefur verið byggt af nýj- um íbúðum í Borgamesi sem hefði ekki verið gert um langa hríð og fleiri nýbyggingar em fyrirhugaðar. Ingi Ingi Tryggvason. sagði engar umtalsverðar breytingar hafa orðið á verði fasteigna en búast mætti við að aukin eftirspum hefði þar áhrif á. Hann sagði að það væri áberandi að dýrari eignir væm erfiðar í sölu og þegar komið væri yfir 10 milljóna múrinn þyngdist róðurinn vemlega. „En árið fer vel af stað og og horfumar eru nokkuð góðar,“ sagði Ingi að síðustu. Akranes Soffía S. Magnúsdóttir hjá Fast- eignamiðlun Akraness sagði að vissulega hefðu göngin haft áhrif en það yrði að skoða það í samhengi við aðra hluti. Sjálf opnunin hefði ekki skipt sköpum en merkja hefði mátt breytingar strax og ákvörðunin um framkvæmdina hefði verið tekin. Þróunin hafi verið hæg en nokkuð ör- ugg. Hún sagði markaðinn hafa breyst, áður hafi um sjötíu og fimm prósent af öllum sölum verið skipti en það hafi algjörlega snúist við og Soffía S. Magnúsdóttir. nú séu beinar sölur í miklum meiri- hluta. „Fólk er að setjast að héma og eftirspumin er að aukast. Það vantar eignir á skrá og framboðið er engan veginn nægjanlegt. Þetta er seljenda- markaður eins og það er kallað - það er gott að selja um þessar mundir," sagði Soffía. Með tilkomu nýbygg- inganna inn á markaðinn dró úr eftir- spum eftir öðm húsnæði um tíma en hún hefur aukist aftur, sérstaklega ný- legu húsnæði og eldra húsnæði sem hefur verið endumýjað. Soffía sagði verð á sumum tegund- um eigna hafa hækkað og tilgreinir í því sambandi til 110 - 130 fermetra íbúðir sem stoppi stutt við þegar þær komi á söluskrá. Daníel Rúnar Elíasson hjá Fast- eignasölunni HAKOT segir að opnun ganganna og nýlegt álver á Gmndar- tanga hafi haft minni áhrif á fast- eignamarkaðinn en margur hafi hald- ið, hann segir umræðuna hafa vaxið Daníel Rúnar Elíasson. og fleiri fyrirspumir borist. Viðskipti vegna þessara nýju þátta hafa þó ekki aukist að marki. „Margir héldu að það yrði einhvers konar sprenging þegar gatið opnaðist og fólkið myndi streyma í gegn en það gerðist ekki, þetta mun taka lengri tíma, hægt og sígandi mun þetta skila okkur auknum íbúafjölda. En fólk er að skila sér heim aftur, brottfluttir Skagamenn hafa verið að snúa aftur og fleiri væntanlegir.“ Daníel segir skipti innan bæjarins einkenna markaðinn, fólk fari úr stærra í minna og öfugt. Mikill meiri- hluti viðskiptavinanna er búsettur innan svæðisins en hann telur að yngra fólk sem er að byrja að búa kaupi frekar hér en t.d. í Reykjavík þar sem fasteignaverð er vemlega hærra. Hann segist vita til þess að fólk sæki vinnu til höfuðborgarsvæð- isins en kjósi að búa á Akranesi. Dan- íel segir reyndar mestu breytinguna vera í nýbyggingunum, í heil fimmt- án ár hafi verktakar ekki selt íbúð en á síðustu missemm hafi verið seldar á þriðja tug nýrra eigna, bæði sérhæðir, einbýli og parhús. „Mesta eftirspum- in er í blokkaríbúðum en notuð ein- býlishús koma sterkt inn núna í byrj- un árs, sem höfðu verið í lægð vegna mikillar sölu á nýbyggingum. Vöntun er á góðum sérhæðum, blokkaríbúð- um og jafnvel stærri einbýlishúsum. Þetta ár byrjar óvenju kröftuglega á fasteignamarkaðnum og það gefur góð fyrirheit og ekki skemmir fyrir að yfirverð er á húsbréfum sem er stór hluti af greiðslum við kaup á eignum. Snæfellsbær Pétur Kristinsson fasteignasali í Stykkishólmi sagði að ástandið væri ósköp svipað og undanfarin ár og hann merkti ekki teljandi breytingu á fasteignamarkaði. „Þetta er svona frekar friðsælt eins og venjulega,“ sagði Pétur. Hann vill meina að bylgjan sem menn tengja við göngin hafi ekki náð að berast vestur á Snæ- fellsnes, nema þá í formi aukins ferðamannastraums. Pétur sagði að jafnaði seldist um tuttugu til þrjátíu eignir á ári í Hóminum. Oft væri ró- legt svo tæki þetta kippi inn á milli. Hann var þó ekki frá því að fleiri fyrirspumir hefðu borist og þá helst í sambandi við litlar eignir sem fólk og félagasamtök vildi nýta sem sumar- bústaði. Sagði hann að dálítið væri um slík hús á svæðinu og seldust þau yfirleitt fljótt þegar þau kæmu á sölu. -KK Hvalfjarðargöngin Tæplega hálf milljón bíla um göngin síöasta ár! Samkvæmt upplýsingum frá Stef- áni Reyni Kristinssyni fram- kvæmdarstjóra Spalar fór tæplega hálf milljón bifreiða um Hvalfjarð- argöngin á síðasta ári. 428.198 bif- reiðar fóru um göngin frá 20. júlí þegar gjaldheimtan hófst en frá opnuninni 11. júlí til 20. júlí fóru um 50 þúsund bifreiðar undir fjörð. Dagsumferðin var því að meðaltali á milli 2500 og 2600 bflar á liðnu ári. Meðaltalsumferð í janúar síðast- liðnum reyndist vera tæplega tvö þús- und bflar á dag (nákvæmlega 1964) en fyrirfram var gert ráð fyrir að minnsta umferðin yrði í vetrarmán- uðunum janúar og febrúar. Vitað var að vetrarumferð ykist við opnun ganganna en það er talið að áhrifin á sumarumferðina verða trúlega minni. Mikil umferb Síðustu áætlanir áður en göngin voru opnuð fyrir umferð gerðu ráð fyrir 1770 bflum að meðaltali á dag og var áætlað að sú tala yrði komin í um 2000 bfla í lok borgunartímabils árið 2018. Það er því ljóst að umferð- in um göngin er langt umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Stjórn Spalar hyggst á næstunni leggja það til við aðalfjárfesta fyrirtækisins að gjaldskráin verði endurskoðuð en í samningunum um fjármögnun gang- anna eru ákvæði um að verðskrá megi ekki breyta nema með sam- þykki þeirra. Stefán Reynir sagði ákveðin atriði hafa komið öðruvísi út en reiknað hafði verið með. Til að mynda var gert ráð fyrir að 2/3 af minni bílum færu um göngin en reyndin væri sú að yfir 90% ökumanna kjósa að aka göngin. Eins hefðu menn ekki séð fyrir þá miklu veglyklanotkun sem kom á daginn og fyrir vikið væru meðaltekjur af hverjum bfl heldur lægri en áætlanir miðuðust við. Með- altekjur af bfl eru nú um 8oo krónur og hafa farið lækkandi því veglykla- notkun eykst jafnt og þétt. Spurður um hraðakstur í göngun- um sagði Stefán Reynir að þau mál væru Spalarmönnum mikið áhyggju- efni. „Við leggjum mikið upp úr því að halda hraðanum innan leyfilegra marka og höfum haft um það góða samvinnu við lögregluna. Langflestir virða umferðarreglurnar og það sama gildir um göngin. Það skiptir miklu máli að fara varlega því að göngin eru brattari en þau sýnast þegar öku- Stefán Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri Spalar (í mi&iö) ásamt starfsmönnum síbastliðib sumar. menn hafa ekki sjóndeildarhringinn til að miða við. I göngunum beygja menn ekki frá aðsteðjandi hættu því handan dúksins tekur bergveggurinn við. Að sjálfsögðu er það stefnan að engin óhöpp verði og að ökumenn virði hámarkshraðann í göngunum," sagði Stefán Reynir. -KK Jóhann Ingi í Hellusteypunni. Mynd: Kristín Ben Hellusteypa í Stykkishólmi Tekin er til starfa hellusteypugerð í Stykkishólnii. Jóhann Ingi Hin- riksson múrari stofnsetti á síðasta ári fyrirtækið Hellugerð Jóhanns Hinrikssonar. I nokkra mánuði hefur Jóhann ver- ið að þróa réttu blönduna og sent sýnishorn til Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nú hefur hann fengið grænt ljós og gæðastimpil á hellumar-og er farinn að steypa. Af- köstin eru 40 til 50 fermetrar á dag en Jóhann notar við hellusteypuna gamla endurgerða vél. sem afi hans Finnur Sigurðsson múrari notaði á sínum tíma. Jóhann er með í gangi 6 mismun- andi steypumót, nokkrar stærðir hver gerð og hefur nú þegar fengið pant- anir fyrir sumarið. Verðið er það sama og annarsstaðar á landinu, en flutningskostnaðurinn lítill sem eng- inn í Stykkishólmi og sjálfsagt mun minni fyrir marga Vestlendinga miðað við að fá hellumar fluttar úr Reykjavík. Kristín Ben

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.