Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraul 49 Suðurgötu 65, 2. hæí Sími: (Borgarnes og Akrones) 430 2200 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.sljóri: Magnús Magnússon 852 8598 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 852 4098 ritstjori@skessuhorn.is Vefdeild: Bjarki Mór Karlsson 854 6930 vefsmidjo@skessuhorn.is Blaðamaður: Kristjón Kristjónsson 892 4098 kk@skessuhorn.is Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 auglysingar@skessuhorn.is Silja Allansdóttir 431 4222 auglysingar@skessuharn.is Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 bokhald@skessuhorn.is Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: ísafoldarprentsmiðjo hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 ritstjóri. Akveðið hefur verið að breyta ritstjómarstefhu Skessuhoms í saxnræmi við strauma og stefinur í fjölmiðlaheiminum. Frá og með 1. desember er það eitt af aðalmarkmiðum blaðsins að styðja hið engilsaxneska 3. deildarlið Halifax town í Chaterdalefylki og efla það með ráðum og dáð um ókomna framtíð. Astæðan fyrir þessari skyndilegu stefhubreytingu er sú að stjóm- endur Skessuhoms hafá horfst í augu við þá staðreynd að blaðið varð undir í harðri samkeppni mn fréttaflutning af klunnalegum tuðm- spörkurum í hinum afekekkta smábæ Stoke on Trent á Englandi. Ritstjóm Skessuhoms gerði sig þar seka um vítavert afekiptaleysi enda gerðu menn sér ekki grein fyrir mikilvægi málsins fyrir land og þjóð. Til að rífá sig upp úr skítnum og bæta fyrir mistök sín hefur Skessuhom ákveðið að bregðast við þessum ósigri með afgerandi hætti. Það lá því beint við að Iáta slag standa og gera gangskör að því að hefja hið undraslaka neðstu deildar lið Halifáx Town Fc til þess vegs og virðingar sem liðinu hefur aldrei hlotnast í áttatíu og átta ára hörmimgasögu félagsins. Rekstrarfræðingar Skessuhoms ehf hafa gert ítarlega áætlun um framgang verkefhisins og fyrsta skrefið í þá átt að gera Halifáx Town að stórveldi í enska boltanum er opnun Halifáx vefjar Skessuhoms sem fram fer við hátíðlega athöfii í dag, fimmtudag sem og stofhun aðdáendaklúbbs sem hugsanlega kemur til með að bjóða fram í næstu sveitarstj ómarkosningum. I beinu framhaldi er stefiit að því að vestlenskir fjárfestar eignist meirihluta í Halifáx Town. Málið er hinsvegar enn á afar viðkvæmu stigi þar sem núverandi eigendur hafa ekki minnsta grun um væntanlega yfirtöku. Eðlilega verða gerðar breytingar á starfeemi Halifáx Town vegna yfirtökunnar. Stefiit er að því að núverandi knattspymustjóri verði rekinn hið fyrsta og mun undirritaður taka við starfi hans. Við mtm- um hinsvegar ekki gera það glappaskot að flytja mikilvæga þekkingu úr landi heldur verður liðinu stýrt nedeiðis frá höfuðstöðvum Skessuhoms í gegnum Vesturlandsvefinn. Almenn skilaboð verða send á milli landanna á rafrænan hátt, m.a. með sérstöku Hali fáx- tæki. Þá verða skammir og svívirðingar frá þjálfára til leikmanna fluttar á milli með aðstoð fjarfundabúnaðar og gagnvirkum þjálfun- arvef. Þar sem fjarfúndabúnaður er til staðar á öllum þéttbýlisstöð- um á Vesturlandi verða ráðnir aðstoðarþjálfárar, vatnsberar og sjúkraliðar vítt og breitt um kjördæmið. Það er ekkert laimimgarmál að væntanlegir stjómendur Halifáx ætla sér að ná hámarks arðsemi út úr þessari fjárfestingu með því að gera Iiðið að Englandsmeisturum árið 2003. Til þess að svo megi verða þarf að styrkja hðið og losa sig við megnið af þeim kiðfættu lörfiun sem þar em fyrir. I spamaðarskyni verður ekki lagt í kaup á leikmönmun. Þess í stað verður innan tíðar hafin söfhun meðal al- mennings til styrktar Halifax Town. Þeir sem vilja leggja góðu mál- efiú lið geta þá gefið leikmenn sem þeir af einhverjum orsökum þurfá ekki á að halda. Æskilegt er þó að menn fári varlega og geri það vel því það skiptir mikhi máh að Ieikmennimir séu vel gefiúr í þeirri baráttu sem framundan er. Afram Halifáx og það strax Gtsli Einarsson verðandi knattspymustjóri Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi Afkoman versnar Sameiningarvið- ræður á Nesinu Á síðasta fundi bæjarráðs Stykkishólms var samþykkt að taka mpp viðræður við Hreppsnefnd Helgafellssveit- ar um sameiningu sveitarfé- laganna fljótlega eftir áramót. Sem kunnugt er var kosið um sameiningu þessara sveitarfé- Iaga fyrir fáum árum og hún samþykkt. Kosningin var síð- an kærð og dæmd ógild og sameiningin látin ganga til baka. Síðan hefur ekki verið hreyft við sameiningarviðræð- um að hálfu þessara aðila fyrr en nú. GE Haraldur Böðvarsson hf. sendi Verðbréfaþingi Islands afkomuvið- vörun á föstudag þar sem afkoma fyrirtækisins á þessu ári verður verri en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Ástæðan er sögð sú að loðnu- veiðin á sumar- og haustvertíð hafi brugðist. Enn fremur segir að af- koma fiskvinnslu í landi hafi verið óviðunandi en rekstur bolfisk- vinnslu á sjó hafi aftur á móti verið vel viðunandi. Gert er ráð fyrir að afkoma ársins af reglulegri starf- semi verði neikvæð, en að hagnað- ur verði af heildarstarfsemi félags- ins á árinu. I tilkynningu fyrirtækisins segir að kaupin á Helgu Maríu AK 16 ásamt um 600 þorskígildistonnum hafi verið m. a. til að mæta þessum aðstæðum. Landvinnsla fyrirtækis- ins hefur verið endurskipulögð og í Sandgerði hefur áhersla verið lögð á vinnslu í nýrri loðnuþurrkunar- verksmiðju og þar hefur nú hefð- bundinni bolfiskvinnslu verið hætt. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækk- uðu um ríflega 8 % á Verðbréfa- þingi Islands á föstudag í kjölfar til- kynningar fyrirtækisins. K.K: Björk í Reykholt Nýverið undirritaði Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri, fyrir hönd Borgarfjarðarsveitar, samning við Reykjavíkurborg eina af 9 menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Samningurinn snýst um að Borgar- fjarðarsveit gerist samstarfsaðili borgarinnar vegna hátíðarhaldanna árið 2000. Reykjavíkurborg hefur skapað sér ákveðna sérstöðu meðal annarra menningarborga með þvx að dreifa til fleiri sveitarfélaga á landsbyggðinni viðburðum sem tengjast menningarárinu. Fyrir þau sveitarfélög sem gerast þannig þátttakendur felst m.a. að leyfilegt er að nota merki M-2000. Dagana 16.-25. ágúst verður Evrópukórirm sem telur um 90 manns við æfingar í Reykholti und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn mun æfa upp dagskrá með lögum Bjarkar Guðmundsdóttur í útsetningu Atla Heimis Sveinsson- ar. Sjálf verður Björk einsöngvari með kórnum. Kórinn heldur síðan tónleika í öllum 9 menningarborg- unum. Ekki er fyrirhugað að kórinn haldi tónleika í Reykholti en í tengslum við æfingarnar vaknaði sú hugmynd að koma á fót málþingi um tónlist Bjarkar þar sem skoðað- ur verður tónlistarferill hennar og tónsmíðar. Fulltrúi ffá Háskóla Is- lands, Margrét Björnsdóttir, hefur óskað eftir samstarfi um skipulag dagskrár málþingsins í Reykholti þar sem aðilar sem þekkja til Bjark- ar og hennar starfa verða fengnir til að flytja erindi og tóndæmi um þróun tónlistar hennar. Björk mun því verða við æfingar með Evrópukómum í Reykholti í ágúst n.k. og víst er að mikið verð- ur umleikis þegar svo stór hópur tónlistarfólks verður í æfingabúð- um á staðnum. -MM Bílvelta á Olafsvíkurvegi Jeppabifreið hlekktist á á Olafsvíkurvegi skammt frá Skógarnesi í Eyja og Mikla- holtshreppi síðastliðinn föstu- dag. Okumaður missti stjóm á bifreiðinni með þeim afleið- ingum að hún fór útaf vegin- um og endaði á hvolfi. Öku- maður sem var einn í bílnum slapp lítið meiddur en bifreiðin er illa farin.GE Stigihanda slökkviliðinu Greint var frá því í síðasta tölublaði Skessuhorns að um- sókn Akurs hf á Akranesi um að reisa 6 hæða fjölbýlishús fengist ekki samþykkt sökum þess að stigar sökkviliðsins á Akranesi ná einungis upp á þriðju hæð. Húsið verður byggt og hefur bæjarstjóran- um á Akranesi verið falið að senda Branamálastofnun yfir- lýsingu um að nauðsynlegur búnaður verði til staðar fyrir slökkvilið Akraness þegar byggingu hússins lýkur. K.K Eigmljárstaða Loftorku styrkt Sparisjóður Mýrasýslu íjárfestir í síðustu viku var gengið frá kaupum Sparisjóðs Mýrasýslu á 30% hlut í Loftorku Borgarnesi ehf. Kaupverð fæst ekki gefið upp. Fram að þessu hefur Loftorka í Borgarnesi alfarið verið í eigu Konráðs Andréssonar og fjölskyldu hans. Fyrirtækið er eins og kunnugt er iðnfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu steypuröra, steypuein- inga og einingahúsa. Velta þess er 350-400 milljónir króna á ári og hjá fyrirtækinu vinna um 60 manns um þessar mundir. Meðal annarra breytinga hjá Loftorku hefur Konráð Konráðs- son endurskoðandi og sonur Kon- ráðs í Loftorku tekið stöðu fjár- málastjóra hjá fyrirtækinu. Hann mun af þeim sökúrn hætta störfum á næstu vikum hjá KPMG endur- skoðun í Borgarnesí. I fréttatilkynningu frá Spari- sjóðnum og Loftorku kemur fram að tilgangurinn með kaupunum sé að stuðla að fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækisins og styrkja eiginfjárstöðu þess. Verk- efnastaða Loftorku er mjög góð og allt stefhir í viðunandi rekstraraf- komu á líðandi ári. Þessa dagana er auk hefðbund- inna verkefna m.a. unnið að loka- frágangi á nýju rörasteypunni í Loftorku sem komið var upp á síð- asta ári. Þetta er ein fullkomnasta rörasteypa á landinu og hefur nú þegar tryggt talsverð verkefni fyrir fyrirtækið. -MM Leiðrétting: Samstaða um framhaldsskóla I frétt um hugsanlegan framhaldsskóla á Snæfellsnesi í síðasta blaði var sagt að meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms hefði samþykkt tillögu þess efnis að kanna vilja sveitarstjórnarmanna annars staðar á Snæfellsnesi fyrir samstarfi um stofnun fjölbrautaskóla. Réttara er að tillagan var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum og leiðréttist það hér með. Rétt skal vera rétt I frétt um viðurkenningu sem félag eldri borgara í Borgarfirði hlaut á degi íslenskrar tungu og sagt var frá í síðasta blaði var nafn félagsins misritað en það heitir Félag aldraðra í Borgar- fjarðardölum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.