Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 20
20 ' )’7\C1 ^ TrN * FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 SSESSliHOKH Fljótsdalsvirkjun enn á ný á Alþingi. Síðarí hluti Skiptum um rás Nýverið í grein í Skessuhorni og Austra dró ritgerill fram drætti af miklu, skipulegu og ótrúlega mátt- ugu áróðursapparati sem snarbeyg- ir af og heilaþvær óskabörn þjóðar- innar hvert af öðru til fylgis við uppvakinn kærleik á freðmýrum Eyjabakka og spurði spurningar: “Það sem vekur mesta furðu mína er að undirróður og áróð- ursapparatið sem á baki þessarar skyndiástar ótrúlegustu þjóðfélags- þegna á nittúru landsins skuli geta snarbeygt blað allra landsmanna Morgunblaðið til þjónkunnar og virkjað Ríkissjónvarpið eins og raun ber vitni. Dagblaðið veldur mér ekki áhyggjum þeir kaupa bara það neikvæða og selja með upp- sprengdu. Já Göbels er hér það er staðreynd, spurningin er hver er uppvakningurinn og hverjir eða hvaða samtök eru bakland þessarar átakanlegu vitfirringar?”. Nú er hinsvegar af mér runnin undrunin, því það er orðið kristal- klárt að ríkisútvarp okkar Islend- inga er ekki bara flytjandi válegra tíðinda vegna virkjanaframkvæmda á Fljótsdalsheiði, heldur hvorki meira né minna aðal gerandi í þeim áróðri sem dælt er út vegna fram- kvæmdanna. Mánudaginn 22. nóv- ember 5 innlegg og kórónað með viðtali við Ama Finnsson áróðurs- meistara Green Peace samtakanna í hvalamálinu. Þriðjudaginn 2 3. nóv- ember það sama. Og nýr Spegill ríkisútvarps speglar innrætið óhulið helgislepju- fullyrðingunni um óhlutdrægni. Fllutdrægnin er ógurleg og eins- leit. Eg íyrirlít gjörninginn allan og ákæri stjórnendur ríkisútvarpsins fyrir mjög gróf brot á grundvallar lögmálum um rekstur rikisíjölmið- ils, þá sérstaklega um hlutleysi, ég kem þeim ákærum áleiðis. Sjónar- mið meirihluta Austfirðinga og reyndar sjónarmið meirihluta þjóð- arinnar í þessu máli eru hvorki rædd né ítrekuð. Eg tek undir með Birni Bjarnarsyni og öðrum einka- væðingarmönnum sem ég hef ekki gert áður, einkavæðum útvarp Reykjavík og sjónvarp Reykjavík því þá þyrfti maður ekki að borga fyrir þessa bölvuðu vitleysu. Nú veit ég líka hvernig ég á að persónugera uppvakninginn Göbels og staðset hann hjá stór- hvölum nýkjörinnar stórnar í Nátt- úrusamtökum Islands. Það er mikill léttir að vita hvar ófreskjurnar eru og hvar baklandið er. Skipt um umhverfi I umræðunni á Alþingi um Fljótsdalsvirkjun fór ótrúlegur kraftur og tími í skoðanaskipti um hvort menn hefðu heimild til að skipta um skoðun. Forsætisráðherra hóf þessa skoðanaúttekt á fyrver- andi ráðherrum og fór á kostum. Þessi leiksýning fór á þann veg að leikarar stjórnarandstöðunnar of- léku ógurlega og náðu ekki hinum rétta tóni. Því miður var Hjörleifur, einn hirma fyrri ráðherra sem ekki skipt- ir um skoðun og vísindamaðurinn sem gerði grunninn að fram- kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun, ekki lengur til staðar til að svara fyrir eða verja það að hafa skipt um skoðun um Fljótsdalsvirkjun. Hann fékk auðvitað nýja skoðun á yfir- borðinu með hverri nýrri ríkis- stjórn sem mynduð var á þingárum hans. En það er hinsv^gar kristal- klárt að Hjörleifur Guttormsson skiptir ekki um skoðun, hann er enn roði úr vareldi austursins með venjubundnum litbrigðum roðans háð vindi og veðrum, en ekki eigin fúna og orku. Slíkir skipta ekki um skoðun, slíkir breyta um blæbrigði, form og formsatriði, tilgangurinn helgar meðalið segja slíkir, og brenna menn og annað. Svíkja er ekki synd ef slíkt helgar málstaðinn. Slíkir geta ekki skipt um skoðun, alls ekki í máli þar sem slíkur er vís- indamaðurinn sem eyðir öllum grun um skaða af völdum málsins, meðhöndlar málið jákvætt málsins vegna sem stjórnmálamaður og framkvæmir málsatvik jákvætt málsins vegna sem ráðherra. Slíkur getur ekki skipt um skoðun málsins vegna. Ef slíkir geta skipt um skoð- un þá er eitthvað meira en lítið að í toppstykkinu á slíkum og þörf er verulegrar endurhæfmgar. Sjáum bara A grundvelli laga um raforkuver var lögð fram þingsályktunartillaga um virkjunarröð sem samþykkt var 6. maí 1982. Þar segir að Fljótsdals- virkjun og Sultartangavirkjun verði næstu meiriháttar vatnsaflvirkjanir á eftir Blönduvirkjun. Hjörleifur gerir grein fyrir gangi mála varð- andi Fljótsdalsvirkjun og að hún ætti að vera gangsett 1986 eða 1987. Og segir meðal annars: „Herra forseti. Það mál sem hér er til umræðu, virkjanir og hagnýt- ing orkulindanna á næstu árum og áratugum, er með stórbrotnustu viðfangsefnum sem Alþingi hefur haft til meðferðar um langt skeið og varðar miklu í efnahagslegu tilliti og fyrir öryggi fólks um land allt Lllar- og glerlist Sýning Snjólaugar og Olafar framlengd í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg- arnesi stendur nú yfir athyglisverð sýning tveggja listakvenna á nytja- og skrautlist. Þar sýnir Olöf S. Davíðsdóttir verk unnin í flotgler og Snjólaug Guðmundsdóttir (Sóla) sýnir verk unnin með flóka. Til stóð að sýningin stæði einungis yfir í tvær vikur en sökum mikillar aðsóknar og góðra undirtekta sýn- ingargesta hefúr verið ákveðið að framlengja sýningarhaldið til jóla. Flókaverk Snjólaug Guðmundsdóttir á Brú- arlandi er löngu þekkt í héraðinu fyrir listsköpun sína. Hún fer gjam- an ótroðnar slóðir í efnisvali og vinnslu verka sinna og hefur und- anfarin ár sýnt mikinn frumleika í verkum sínum. Með tilliti til menntunar Snjólaugar sem vefiiað- arkennara er hún vissulega á heimavelli því hráefnið í verkum hennar á sýningunni er íslensk ull sem unnin er í flóka. Tekur hún ull- arkembu og bleytir, sápubér, form- ar og nuddar þar til til verður fast efiii, svokallaður flóki. I Safnahús- f nu sýnir Snjólaug mest veggmynd- . “Þetta er líkt og að mála með ull. Ig legg kembuna til og forma hana jfcins og hún á að vera. Að endingu keng ég firá verkunum með því að ípubera þau svo formiö haldist”, bgir Sóla. Auk veggÁynda sýnir ÓlöfS. Davíðsdóttir t.v. og Srtjólaug Guðmundsdóttir við hluta verka sinna á sýning- hún skrautbjöllur og aðra nytjahluti sem unnir eru á svipaðan hátt en þó úr fleiri lögum af kembu. Glerlist Ólöf S. Davíðsdóttir sýnir 25 glerlistaverk á sýningunni sem jafn- framt er yfirlitssýning verka hennar síðan 1995. Ólöf er aðflutt en hefúr undanfarið eitt ár búið í Borgarnesi og Borgarhreppi. Verk sín vinnur Ólöf úr svokölluðu flotgleri. Hrá- efnið er eingöngu brotið gler frá skemmtistöðum og verslunum í Reykjavík sem hún hefúr safnað. Mynd: MM “Ég ætla ekki að útlista í smáatrið- um hvernig ég vinn glerið því það er atvinnuleyndarmál”, sagði Ólöf. Afrakstur glerlistar hennar kemur fram í stórglæsilegum skálum, vegglistaverkum og skúlptúr. Und- anfarin ár hefúr Ólöf unnið ýmsa nytjahluti úr gleri og má þar nefna milliveggi, flísar, mosaik, vaska, ljós og fleira. Þær stöllur Sóla og Ólöf hafa auk sýningarinnar í Safnahúsinu opið gallerí ffarn að jólum á Brúarlandi þar sem til sýnis eru fleiri verk þeirra. -MM svo og fyrir byggðaþróun í landinu. Með fyrirhuguðum stórvirkjunum nyrðra og eystra og öflugri sam- tengingu raforkukerfisins með stofnlínum er brotið blað í orku- málum landsins alls. Það öryggi, sem með því skapast, einnig fyrir þéttbýli hér suðvestanlands, er meira en menn almennt átta sig á, og sú jöfnun raforkuverðs og at- vinnuuppbygging, sem gerast þarf samhliða, mun í senn jafna lífskjör og renna stoðum undir fjölbreytt- ara atvinnulíf, ef vel tekst til... Við Þjóðinni blasir stórbrotið viðfangs- efni að hagnýta orkulindirnar til al- mennra nota og atvinnuuppbygg- ingar í eigin þágu, og gæta þarf þess, að þetta sóknarskeið í orku- málum nýtist til fjölþættrar eflingar atvinnulífs og byggðar í landinu.“ Hjörleifur lætur af ráðherraemb- ætti og í fyrirspurn um Fljótsdals- virkjun þann 20. mars 1983 gagn- rýnir hann þáverandi iðnaðar- ráðherra, Sverri Hermannsson, fyrir of smásálarlega fjárveitingu til áframhaldandi undirbúnings Fljóts- dalsvirkjunar. „Hæstv. ráðherra kvað fyrirhug- aða fjárveitingu til áframhaldandi undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar vera 13 millj. króna, ef ég hef heyrt rétt. Þetta er ótrúlega lítil upphæð að mínu mati miðað við þörf og þá tímasetningu sem hann tilgreindi að menn héldu sig enn við, að virkj- unin gæti komist í gagnið.“ Þingmaðurinn Hjörleifur Gutt- ormsson 1998, með þingsályktun- artillögu kominn út í hom langt frá Erling Garðar Jónasson kjósendum sínum í nýjar herbúðir óháðra og sýnist nú gjörsamlega laus við og óháður Austfirðingum og öllum sínum fyrri skoðunum, markmiðum, gjörðum og loforð- um, mælir nú fyrir þeirri tillögu að Alþingi skori á ríkisstjórnina að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 63/1993 • vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkj- unar þrátt fyrir að virkjunarleyfi hafi verið veitt og framkvæmdir löngu hafnar. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aldrei aftur fram á Austurlandi, en tilkynnir að hann sé ekki hættur í pólitík. Þess vegna þarf hann að slá sig til riddara til að ganga í augu, hug og hjarta sjálf- skipaðra einkaleyfishafa ástar á náttúrunni búsettra á malbikinu og gera allt vitlaust í manngerða um- hverfinu fyrir málstaðinn. Hjörleif- ur ákvað að bjóða sig fram í Reykja- vík og hætta í vist hjá sínum heima- mönnum. Ég hef oft við önnur tækifæri dáðst af dugnaði Hjörleifs og mörgum góðum kostum. Það geri ég enn, en gallar hans eru að fara offari, klára ekki verkefnin og vera enn ofhlaðin byltingarástinni að austan. Slíkt þvælist rosalega fyrir vænsta fólki. Virðum leikhús þjóðarinar, en klár- um virkjun í Fljótsdal. Erling Garðar Jónasson. Síðasta sýningarhelgi Nk. sunnudag 5. desember lýkur í listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi sýningu í tilefni af 40 ára afrnæli starfsmannafélags Sementsverks- miðjunnar og Sementspokans, blaðs starfsmannafélagsins. A sýningunni kennir margra grasa s.s. fjöldi ljósmynda frá starfi innan verksmiðjunnar í gegnum árin, myndbönd, öll viðtöl sem birst hafa í Sementspokanum, ásamt ýmsum munum, sem notaðir hafa verið í verksmiðjunni sl. 40 ár. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Búmannsdagar í Borgamesi Með tónlist Búmannsdagar verða haldnir í Borgamesi sjötta árið í röð, dagana 9. - 11. desember næstkomandi. Þetta em fimmtudagur, föstudagur og laugardagur, eins og var í fyrra. Það er Markaðsráð Borgfirðinga sem stendur fyrir þessari uppá- komu eins og undanfarin ár og hef- ur að þessu sinni fengið Tónlistar- skóla Borgarfjarðar til liðs við sig. Nemendur skólans munu heim- sækja fyrirtæki og verslanir á Bú- mannsdögum og flytja tónlist til að auka á jólastemninguna. Búmannsdagar í Borgamesi er sameiginlegt átaksverkefni, þar sem fyrirtæki í verslun og þjónusm bjóða sérstök tilboð á sama tíma. Um 35 fyrirtæki í Borgamesi og næsta nágrenni taka þátt í þessu að þessu sinni og fjölbreytileikinn {ttil- boðunum er mikill. Sem dæmi má nefna að boðið er upp á 2 fyrir einn á matseðli á einum stað, 10% af- slátt af öllum vöram í versluninni á öðmm stað og síðast en ekki síst er boðið upp á ókeypis nudd fyrir nýörðnar og verðandi mæður á þeim þriðja! Jólamerki UMSB 1999 Jólamerki UMSB er komið út. Að þessu sinni er það Álftaneskirkja sem prýðir jólamerkið. Kirkjan er teiknuð af Guðmundi Sigurðssyni, Borgarnesi. Upplýsingar um merk- ið fást á skrifstofu UMSB í síma 437 1411. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.