Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 5
I ~ i>$>? WtWfAVtítrs a;!íöa/•'r’nW/fi’’ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 5 Sjónarmib Flosa Bóksöluvara Það er árviss uppákoma hérlendis að á jólaföst- unni leysast miklir vitsmunir úr læðingi og þá í tengslum við fagurbókmenntir og aðrar bók- menntagreinar. Hérlendis er aðdragandi fæðingarhátíðar Jesú- barnsins jafnan sá að íslenska intelígensían lætur Ijósið sitt skína í fjölmiðlum með fjörugri, frjórri og uppbyggilegri umræðu um bækur og skerst þá stundum í odda einsog vænta má. Það var á dögunum að tveim andans mönnum lenti saman í einum af víðfeðmari fjölmiðlum “bókaþjóðarinnar”. Ekki var um það deilt hvort bækurnar í “jóla- bókaflóðinu” væru frambærilegur litteratúr borinn upp af sæmilegri andagift eða listrænum metnaði eða hvort textar væru á mannamáli og líklegir til að varpa Ijósi á hugsun vitiborinna og sendibréfsfærra manna. Ekki einu sinni vikið að því hvort bækur væru til að lesa þær eður ei. Nei þessum tveim andans mönnum var annað ofar í huga. Annar hélt því fram að bækur væru söluvara en hinn að bækur væru gjafavara. Sá maður sem elur þá hugsun við brjóst sér á jólaföstunni að bókin sé söluvara hlýtur að vera al- veg ótrúlega mikið fúlmenni, hvað þá ef hann hef- ur orð á því í fjölmiðlum. Enda er nú komið í Ijós þegar farið var yfir þessi dæmalausu skoðanaskipti að enginn hafði látið sér um munn fara þá óhæfu að bókin væri söluvara. Guði sé lof. Og jafnvel þó bókin væri söluvara þá er vægast sagt óviðeigandi að hafa orð á því á sjálfri jólaföst- unni, í miðju jólabókaflóðinu. Á afmæli Jesúbarnsins. En hvað er þá bókin úr því hún er ekki sölu- vara?Það er staðreynd að áður en almenningur í Evrópu hafði hugmynd um tilvist bóka voru skinn- handrit orðin neysluvarningur á íslandi sem „klæði, skæði og fæði“ einsog Espólín segir. íslendingar breyttu skinnhandritunum sínum fyrst í fatasnið, síðan voru gerðir skór úr fræðunum og síðast voru svo gullaldarbókmenntirnar étnar. Ástæðan til þess að prentaðar bækur hafa varðveist betur á íslandi en skinnhandrit er tví- mælalaust sú að prentaðar bækur eru svo gott sem óætar og þóttu löngum, jafnvel í harðindum, svo ólystugar að þær næðu því varla að geta talist mannamatur. Hvað þá söluvara. Og það er ef til vill þessvegna sem bækur eiga það til að safnast upp á heimilum sem veggskreyt- ingar í metratugavís líkt og myndir og málverk eða sem hljóð og hitaeinangrun með útveggjum. Heima hjá mér eru bækur notaðar til að impón- era gesti sem horfa í forundran á bókaskápana og hugsa sem svo: -Hann er ekki lítið lesinn þessi. Ég kom aðeins við í fríhöfninni í Stokkhólmi um daginn og keypti mér þar heildarútgáfu af Ijóðum Gústafs Fröding. Þegar ég ætlaði svo að fara að kíkja í kveð- skapinn kom í Ijós að innihald Ijóðasafnsins var brennivínstankur fullur af sænsku ákavíti svona til að hafa í bókaskáp. Framan á tanknum voru sex gull-letraðir bókakilir með orðunum: FRÖDING SKRIFTER. Og af því ég er orðinn þorstaheftur, gaf ég Grími frænda konunnar minnar þennan eigulega brennivínstank - Ijóðasafn Gústafs Frödings stút- fullt af brennivíni. Það er nefnilega mikil fúlmennska að láta sér detta í hug að það flökri að nokkrum manni að bækur séu söluvara. Þær eru öllu fremur gjafavara. Flosi Ólafsson Bergi /Vv\ Geisladiskar, geisladiskatöskur og geisladiskastandar Leikföng í úrvali Spil í tugatali, 7 Pictionary loksins komið aftur! Tölvuleikir, m.a. frá Lego og Disney Úrval myndbanda Jólakort, jólaseríur og yk r Vt.. . /..■% r" Opið til kl. 16 á laugarda Opið 13 - 17 á sunnudag Bflka/iskemman Stillholti 18 - Sími 431 2840

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.