Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 □ocssunuu.: Kaffihús á Bifröst Nemendafélag Samvinnuháskól- ans á Bifröst opnaði fyrir skömmu kaffihús í húsnæði skólans. Kaffi- húsinu er ætlað að verða til menn- ingarauka í háskóla”þorpinu”. Ekki er endanlega búið að ákveða rekstr- arform kaffihússins en rekstur þess var einmitt verkefhi samþættingar- viku sem er nýlega afstaðin. Vantar fyllingu Beiðni Dalabyggðar um að fá merki sveít- arfélagsins skráð sem Byggðamerki hefur verið hafnað af Einkaleyfastofu. Skýringin var sú að það vanti fyllingu í merkið. Hins- vegar lagði Einkaleyfastofa fram breytingar- tillögu við merkið sem Dalamenn sætta sig ekki við. Merki Dalabyggðar var valið úr fjölda til- lagna sem bárust í samkeppni á vegum sveit- arfélagsins og að sögn sveitarstjóra verður það notað þar sem við á þrátt fýrir að það fá- ist ekki formlega samþykkt sem byggða- merkí. GE Stórhuga starfsmenn Félag starfsmanna Dvalarheimil- isins Höfða, Akranesi hélt nýlega aðra sýningu sína á ýmsu listverki og föndri sem þeir vinna að í ffí- stundum sínum. Sýningin Hugur og handverk var haldin í félagsrými Höfða dagana 20. og 21. nóvember síðastliðinn. Þátttakendur voru 19 starfsmenn og sýndu þeir m.a. málverk og önn- ur listaverk auk ýmiss prjóna og saumaskaps. Einnig birtust þarna ljóð eins starfsmanns auk úr- klippusafns Höfða síðastliðinna tveggja ára. Við opnunina söng hjúkrunar- deildarstjóri heimilisins, Ragnhild- ur Theodórsdóttir, nokkur létt lög við undirleik Guðbjargar Sigur- jónsdóttur. Að lokum voru bornar fram veitingar í boði starfsmanna- félagsins sem um þessar mundir hefur starfað í rúmlega tvö ár. Góð- ur rómur var gerður að sýningunni og söngnum. Stórhöfði Starfsmannafélagið sem ber heit- ið Stórhöfði hefur á sínum stutta starfstíma staðið fýrir ýmsum uppá- komum, bæði til að auka fræðslu til starfsmanna og einnig félagsmönn- um til upplyftingar. Formaður er Baldur Magnússon. Haldnir hafa verið ffæðslufundir, m.a. um heilsueflingu á vinnustöð- um svo og upprifjunarnámskeið í skyndihjálp og brunavörnum. Gönguhópar hafa starfað en þeir hafa staðið fýrir gönguferðum á Akrafjall og um Hvalfjarðarsvæðið. Þá hafa verið famar haustlitaferðir. Undanfarin tvö jól hefur félagið skipulagt hópferð barna og fullorð- inna upp á AJkrafjall til að hitta jóla- sveinana sem þar búa. Hafa þær ferðir tekist vel og verið vinsælar, sérstaklega hjá unga fólkinu. Fyrir- huguð er þriðja ferð félagsins til fundar við jólasveinana laugardag- inn 11. desember næstkomandi. Vilja aukna samvinnu A síðasta bæjarráðsfundi Stykkis- hólms lögðu Erling Garðar Jóns- son, Aðalsteinn Þorsteinsson og Davíð Sveinsson bæjarfulltrúar fram tillögu þess efhis að setja á stofn þriggja manna vinnunefnd undir leiðsögn bæjarstjóra til að vinna að auknu samstarfi sveitarfé- laga á Snæfellsnesi. I tillögunni er gert ráð fýrir að nefhdin taki til skoðunar markmið og leiðir til stóraukinnar samvinnu sveitarfé- laganna í atvinnumálum, sam- göngumálum og mennta- og menningarmálum. Þá er lagt til að nefhdin verði Héraðsráði til að- stoðar við mótun tillagna um stór- aukið samstarf í félagslegri þjón- ustu. Einnig segir í tillögunni að sérstök áhersla verði lögð á að koma fram með nýsköpun í fram- haldsskólamálum fýrir unga fólkið á Snæfellsnesi. Tillögunni var vísað til næsta fundar bæjarstjórnar. GE Vel sóttur borgamfundur í Dalabúð Rætt um Eirík og félaga Þann 18. nóvember síðastliðinn var haldinn borgarafundur í Dala- búð á vegum Dalabyggðar. Fund- urinn var að sögn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar oddvita afar vel sótt- ur en tilgangur hans var að kynna fýrir íbúum sveitarfélagsins stöðu framkvæmda vegna minningar landafundanna. Á fundinum sagði Friðjón Þórð- arson formaður Eiríksstaðanefndar frá framkvæmdum á Eiríksstöðum. Þá var rætt um fýrirhugaðar fram- kvæmdir við safh í Búðardal, sigl- ingu víkingaskipsins Islendings og fleira. GE Tilgdtuhúsiö að Eiríksstöðum er risiö en í vetur er unniö að því að þilja húsið og ganga jrá innanstokksmunum. Mynd: GE Bætt póstdreifing? íbúar í dreifbýli hafa víða þurft að búa við mun minni þjónustu hvað varðar póstdreifingu heldur en íbúar í þéttbýli. Svo dæmi sé tekið er póstur einungis borinn út þrisvar í viku í flestar sveitir á Vest- urlandi. Hugsanlega mun þetta breytast á næstunni þar sem ísólfur Gylfi Pálmason stjómarmaður í Is- landspósti hefur lagt fram tillögu þess efnis að pósti verði dreift alla virka daga í sveitum landsins. GE ATVINNA A Oskum eftir að ráða smiði og byggingarverkamenn á Grundartangasvæðið. Upplýsingar gefur Sigurjón Skúlason í síma 897 6206 ISIAK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.