Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 21
j^saunu^ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 21 Ófærð við Steðja Snjóakista á nýjasta vegi Borgfirðinga Síðastliðinn mánudag gerði fyrs- ta alvöru áhlaup vetrarins með of- ankomu og tilheyrandi ófærð í Borgarfirði og víðar á Vesturlandi. Þegar leið á aðfararnótt þriðjudags hagaði því þannig að hvassviðrið hreinsaði snjóinn að mestu af veg- um í héraðinu. Það vakti hins vegar athygli að á nýjasta vegarkaflanum í Borgarfirði, eða á margumræddri Borgarfjarðarbraut við Steðja- brekku settist talsvert mikill snjór til og var það í raun eina haftið á þeim vegi sem ófært var fyrir vel búna bíla. Astæður þessa eru sam- verkandi þættir svo sem vegrið, aðliggjandi melkambur, beygja og brekka. Þarna telja fróðir menna að tekist hafi að byggja snjóakistu til frambúðar. Okumenn sem sátu fastir í bílum sínum í umræddri brekku höfðu það á orði að miðað við hversu nýr þessi vegarkafli er sé hönnun hans og lega óviðunandi. Auðunn Hálfdanarson tækni- fræðingur hjá Vegagerðinni í Borg- arnesi sagði í samtali við Skessu- horn að búast hefði mátt við að þarna safnaðist fyrir snjór. “Þarna er um að ræða bráðbirgðatengingu við nokkuð erfiðar aðstæður þar sem gamli vegurinn frá Steðja- brekku tengist nýja veginum sunn- an Flóku. Sökum þess hve beygjan er kröpp var nauðsynlegt að byggja vegrið sem óhjákvæmilega getur einnig virkað sem snjóagildra. Við þessar aðstæður fer illa saman að tryggja bæði umferðaröryggi veg- farenda og snjóleysi”, sagði Auð- unn. Jafhframt sagði hann að ekki væri á döfinni í náinni framtíð að gera endurbætur á veginum á þess- um stað. -MM Ársþing Sambands borgíirskra kvenna Styrkur til Dvalarheimilisins Á 68. þingi Sambands borgfirskra kvenna sem haldið var 6. nóvember sl. í Borgarnesi var Dvalarheimili aldr- aðra færð peningagjöf að upphæð 175.000 kr. sem ráðstaðað verði til innbús í nýbyggingu. Margrét Guð- mundsdóttir forstöðukona tók við gjöfinni úr hendi Ragnheiðar Ás- mundsdóttur formanns S.B.K. A þessu þingi var m.a. samþykkt áskorun til sveitarstjórna á sambands- svæðinu um að laga aðgengi fatlaðra í opinberar byggingar og þjónustu- stofhanir. I stjórn S.B.K eru Ragnheiður Amundsdóttir formaður, Jóhanna Guðjónsdóttir gjaldkeri, Kristín Gunnarsdóttir ritari, Helga Guðráðs- dóttir varaformaður og Sigrún Sól- mundardóttir meðstjórnandi. KG Ragnheiðjur Asmundsdóttir og Margrét Guömundsdóttir forstöðukona Utafakstur Jeppinn er mjög mikið skemmdur efekki ónýtur. Mynd: KK Jeppi með kerru fór út af vegin- um undir Hafnarfjalli á þriðjudags- morgun. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er talið að atvikið hafi átt sér stað einhvern tíman á milli 6 og 10 um morguninn en ekki var tilkynnt um atvikið. Ekki var vitað um meiðsli á fólki en jeppinn er mjög mikið skemmdur eins og sést. Ekki er skylda að tilkynna eigið tjón til lögreglunnar en í þetta sinn var einnig tjón á girðingu og hefði því ökumaðurinn átt að láta vita af atvikinu. Lögréglunni hafði ekki tekist að hafa upp á skráðum eig- anda bifreiðarinnar þegar blaðið fór í prentun. K.K. Smíðuðu ræðupúlt 12 strákar úr 10. bekk í smíðavali í Grundaskóla á Akranesi tóku sig til og smíð- uðu veglegt ræðupúlt sem þeir færðu skólanum sínum að gjöf. Hönnun og smíði ræðupúltsins sem og smíði merki skólans sem prýðir það var alfarið í höndum drengj- anna. Sögðu strákarnir við afhendiguna að þeir hefðu ekki unað því lengur að sjá starfsmenn og nemendur skólans flytja ræður úr “misht- um trékössum,” eins og þeir orðuðu það. K.K. Guðhjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla vígði nýja ræðupúltið þegar hann þakkaði drengjunum. jýrir góða gjöf. Mynd: K.K. í Félagsbæ, Borgarnesí þriðjudagínn 7. desember kl. 12-20 Herraföt i miklu úrvali Jakkaföt með vesti Jakkaföt / Stakir jakkar Stakir buxur Flauelsbuxur Gallabuxur Skyrtur, mikið úrval Hálsbindi og slaufur Herra vetrajakkar og úlpur Peysur og vesti í miklu úrvali. Vandaðar vörur á vægu verði. 21.900 14.900-21.900 9.900- 12.900 2.900- 21.900 2.500- 4.900 2.500- 3.900 1.900- 5.400 1.450- 2.900 j>iaK ■j_> . ~ V/SA Andrés, Skólavörðustíg 22a, símí 551 8250 EURQCARD

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.