Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 23
TT T'T-'T .• T SaESSlíHÖBFJ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 23 fsson formaður, Jón J. Haralds- narsson meðstjómandi, Eiríkur Olafs. Nýkjörin stjóm Golfklúbbs Borgamess. Frá vinstri: Ómar Öm Ragn son gjaldkeri, Stefán Haraldsson varaformaíur. A myndina vantar Hjört Amason ritara. Mynd: Ingimundur l/f X f; Á b ; 1 Hagnaður af rekstri golfklúbbsins Aðalfundur Golfklúbbs Borgar- ness var haldinn að Hamri 25. nóv- ember sl. I skýrslu stjórnar kom fram að eitt gróskumesta starfsár í sögu klúbbsins er að baki. Þrátt fyr- ir erfitt veðurfar var veruleg aukn- ing á iðkendum, bæði fastra félaga og gesta. Fastir félagar klúbbsins eru 118 og hafa aldrei verið fleiri. Rekstur klúbbsins var með ágæt- um og skilaði hagnaði. Símon Páll Aðalsteinsson var ráðinn sem fram- kvæmdastjóri í hlutastarf og var hann jafnframt vallarstjóri. Hlaut hann lof fyrir starf sitt. Sigurður Hafsteinsson golfkennari kenndi hjá GB. Hófust æfingar í íþrótta- miðstöðinni í febrúar og kom hann reglulega fram eftir sumri. Þóttu menn merkja það á betri golfsveifl- um að þar færi góður kennari. Golfmót félagsins voru almennt vel sótt. Fjórir kylfmgar tóku þátt í landsmóti GSI. Bestum árangri náði Þuríður Jóhannsdóttir er náði 3. sæti í 2. flokki, aðeins fimm höggum á eftir sigurvegara. Karla- sveit félagsins féll í 3. deild en kvennasveitin vann 3. deild og keppir í 2. deild að ári. I sumar var unnið að ýmsum lagfæringum á golfvellinum. Meðal annars var plantað 2000 trjáplöntum á vallar- svæðinu er RARIK gaf klúbbnum. Ingvi Arnason, sem verið hefur formaður undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I hans stað var Eiríkur Olafsson kosinn for- maður. Með honum í stjórn eru: Hjörtur Arnason ritari, Jón J. Har- aldsson gjaldkeri, Stefán Haralds- son varaformaður og Ómar Örn Ragnarsson meðstjórnandi. Ingimundur S Kristján G Þorvaldz ráðinn til IA Kristján G Þorvaldz hefur verið ráðinn tæknilegur framkvæmdar- stjóri Knattspyrnufélags IA. Mun hann jafnframt þjálfa meist- araflokk kvenna. Kristján er fæddur í Reykjavík og hefur starfað við bókhald til fjölda ára. Hann hefur víðtæka reynslu af þjálfun og hefur meðal annars þjálfað hjá Breiðablik, Val Reykjavík, Fylki, Hugin Seyðis- firði og Víkingi Olafsvík. Eigin- kona Kristjáns er Guðlaug R. Skúladóttir og eiga þau tvo syai. “Eigum við ékki að segja að ég hafi verið jöfhum höndum í þessu tvennu, bókhaldinu og þjálfun- inni,” sagði Kristján í samtali við Skessuhom. “Eg hef reyndar verið í fríi frá þjálfuninni í tvö ár en síðast þjálfaði ég Vtking í Ólafsvík.11 Nú tekur þú við þjálfun meist- araflokks kvenna. Hvernig leggst það í þig? Kristján G Þorvatdz, tæknilegur fi-am- kvæmdastjóri óg þjálfari. Mynd K:K. “Það leggst vel í mig. Það er töluverður mismunur á aldri leik- mannanna, við eram með leikmenn ffá 14, 15 ára aldri og upp í 26 ára þannig að það er ekki hlaupið að því að setja saman æfingaáætlun fyrir allan hópinn. Það þarf að taka tillit til mismunandi þroska og margir þættir sem þarf að hafa í huga. Það eru margar efnilegar stelpur í hópnum sem á að vera hægt að gera töluvert úr. Ég lít svo á að um sé að ræða tveggja ára plan til að búa til gott lið,” segir Kristján. Kristán mun sjá um daglegan rekstur ásamt Petrínu Ottesen sem hefur verðið ráðin sem rekstrar- stjóri. “Eg verð meira í því að koma fé- laginu á framfæri, auglýsingum og þess háttar og vinna síðan að því með stjórn félagsins að skapa sterk- ari fjárhagslegan grandvöll undir rekstur félagsins út frá þeim hug- myndum sem ég hef í farteskinu,” sagði Kristján. Skessuhorn óskar Kristjáni vel- farnaðar í nýju starfi. K.K. • • Yfirburða sigur Kristjáns og Oldu Frá vinstri Kristján Axelsson, Om Einarsson, Kristján B. Snorrason, Alda Guðnadóttir, Dóra Axelsdóttir, Riínar Ragnarsson. Mynd: K.K. Keppni í aðaltvímenningi hjá Bridgefélagi Borgarness lauk á miðvikudaginn í siðustu viku. Kristján B. Snorrason og Alda Guðnadóttir leiddu mótið öll fimm kvöldin og unnu yfirburðasigur með 225 stig eða tæplega 100 stig- um meira en þeir sem næstir komu. Það voru Örn Einarsson og Krist- ján Axelsson gestir úr Borgarfirði sem hlutu 129 stig. Rúnar Ragnars- son og Dóra Axelsdóttir lentu svo í þriðja sæti með 102 stig. Baráttán um þriðja sætið var hörð og réðust ekki úrslit fyrr en í síðustu setunni. Fjórða sæti náðu Jón A Guðmunds- son og Stefán Kalmansson með 100 stig og í fimmta sæti lentu Hall- grímur Rögnvaldsson og Sigurður Tómasson með 96 stig. Stórliðið Hálifax Town tapaði ensku 3. deildinni. Leikurinn óvænt á heimavelli gegn Mansfi- endaði með 0-1 sigri Mansfield. eld síðastliðinn laugardag í GE Petrína Ottesen ráðin rekstrarstjóri Petrína Ottesen hefur verið ráð- in rekstrarstjóri Knattspyrnufélags IA. Undanfarin tvö ár hefur Petr- ína starfað sem rekstrarstjóri Heiðarskóla í Leirársveit og þar áður í tíu ár sem starfsmaður Sam- vinnubanka / Búnaðarbanka á Akranesi. Petrína hefúr störf fyrir IA í byrjun mars 2000. K.K. Dagatal Sundfélagsins Sundfélag Akraness hefur látið gera daga- tal sem félagsmenn rnunu ganga með í hús og selja nú í des- ember. Dagatalið prýða 12 ljósmyndir Friðþjófs Helgasonar teknar á Akranesi og í nágrenni bæjarins. Lukkumiði fylgir hverju dagatali og vinningarnir eru myndir Friðþjófs í veglegum ramma. Dregið verður úr lukkumiðunum í Ut- varpi Akraness í des- ember á næsta ári. KK. Þjálfe yngri fiokka ÍA Þrír nýir þjálfarar yngri flokka Knattspyrnufélags IA hafa verið ráðnir til félagsins fyrir næstu ver- tíð. Það era þau Kristinn Reimars- son, Laufey Sigurðardóttir og Ólafúr Jósefsson. Af störfum hafa látið þjálfararnir Sævar Guðjóns- son, Guðjón Guðjónsson, Rúnar Sigríksson, Ingibjörg Ólafsdóttir og Anna Sólveig Smáradóttir. K.K Kristján Hreinsson sparisjóðsstjóri tekur við bikamum lír hmdi Magmísar Gunnlaugs- sonar. Ólafsvík: Firmakeppni í golfi Golfklúbbur Ólafsvíkur hélt sína árlegu firmakeppni á haustdögum. Ur- slitin urðu eftirfarandi: 1. sæti: Magnús Gunnlaugsson á 31 höggi fyrir Sparisjóð Ólafsvíkur. 2. sæti: Sæþór Gunnarsson á 32 höggum fyrir Tannlæknastofuna. 3. sæti: Magnús Gunnlaugsson á 33 höggum fyrir Þorstein SH á Rifi Golfklúbbur Ólafsvíkur vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem stutt hafa starfsemi hans á nýliðnu starfsári. K.K.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.