Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
^Kiasunu^
Staðardaeskrá 21
• • . Sá' ' - -T O
Hvað er nú það, ef maður má spyrja?
Rætt við umsjónarmenn verkefinisins á Vesturlandi
Hugsanlega er þetta heiti heldur
óheppilegt naín sökum ógagnsæ-
is, en málið er engu að síður
mikilvægt og brennur á mörgum
nútímamanninum. Ganga sumir
svo langt að segja að hugmynda-
firæðin á bakvið Staðardagskrá 21
sé sú eina sem geti bjargað okk-
ur úr ógöngum neyslusamfélags-
ins þar sem stöðugt er gengið á
takmarkaðar auðlindir náttúr-
unnar. Hér á eftir verður sagt dá-
lítið frá Staðardagskrá 21 og
greint ffá stöðu mála í þeim
fimm sveitarfélögum sem taka
þátt í þessu merka verkefni hér á
Vesturlandi.
Heildaráædun
um þróun
Þann 12. mars 1998 var undirrit-
aður samstarfssamningur milli um-
hverfisráðuneytisins og Sambands
íslenskra sveitarfélaga um 18 mán-
aða verkefni sem miðar að gerð
umhverfisáædana í sveitarfélögum
- Staðardagskrá 21. Verkefhið hófst
formlega í byrjun október sama ár
með ráðningu Stefáns Gíslasonar
verkefnisstjóra. Þá hafði 31 sveitar-
félag sótt um þátttöku í verkefninu.
Stjórn verkefnisins er skipuð tveim-
ur fulltrúum frá umhverfisráðu-
neytinu og tveimur frá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga.
En hvað er Staðardagskrá 21? I
stuttu máli sagt er hún heildaráætl-
un um þróun hvers samfélags um
sig fram á 21. öldina. Þessi áætlun á
að vera nokkurs konar forskrift að
sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. lýsing á því
hvernig samfélagið ætlar
að fara að því að tryggja
komandi kynslóðum við-
unandi lífsskilyrði á jörð-
inni. Aætlunin snýst ekki
eingöngu um umhverfis-
mál, heldur er henni ætlað
að taka jafnframt tillit til
efnahagslegra og félags-
legra þátta. Eitt aðalatriðið
í hugmyndafræðinni sem
að baki liggur, er að um-
hverfismál verði aldrei slit-
in úr samhengi við önnur
mál, heldur beri að skoða
áhrif mannsins á umhverfi
sitt í víðu samhengi.
Heimsráðstefnan í Ríó
Akvörðunin um gerð Staðardag-
skrár 21 var tekin á heimsráðstefh-
unni í Ríó 1992. Fulltrúar 179
þjóða stóðu að samþykkt sem var
kölluð “Agenda 21 ” eða Dagskrá 21
á ráðstefnunni í Ríó og skuldbundu
þessar þjóðir sig til að framfylgja
ákvæðum samþykktarinnar. Þessar
skuldbindingar hafa þó ekki þjóð-
réttarlegt gildi heldur eru viðkom-
andi ríki siðferðislega og stjórn-
málalega skyldug að fýlgja þeim
leiðbeiningum sem í samþykktinni
felast.
Eitt af helstu slagorðum ráð-
stefnunnar í Ríó var „Hugsaðu
hnattrænt, framkvæmdu heimafýr-
ir“ (“Think Globally Act Locally”).
Þetta slagorð er í raun hornsteinn
hugmyndarinnar um Staðardagskrá
21. Það undirstrikar mikilvægi þess
að einstök samfélög og staðbundin
stjórnvöld geri sér grein fýrir því,
að jafnvel hinar smávægilegustu að-
gerðir (eða aðgerðarleysi) í litlum
samfélögum eiga sinn þátt í hvern-
ig ástand umhverfismála er.
Hlutverk
sveitafélaga
í útdrætti úr 28. kafla
samþykktarinnar frá Ríó er
eftirfarandi að finna:
„Mörg þeirra vandamála
og lausna sem getið er um
í Dagskrá 21, eiga rætur að
rekja til staðbundinna að-
gerða. Því eiga staðbundin
stjórnvöld lykilhlutverki að
gegna í því að koma á sjálf-
bærri þróun.
Sveitarstjórnir byggja og
viðhalda einingum á borð
við vatnsveitur og vegi.
Þau hafa yfirumsjón með
skipulagi íbúðabyggðar og
iðnaðar, setja sér stefhu í
umhverfismálum og taka þátt í að
framkvæma umhverfisstefnu stjórn-
valda á landsvísu. Sem það stjórn-
vald sem næst er fólkinu gegna þau
þýðingarmiklu hlutverki í að menn-
ta og hvetja almenning á leið til
sjálfbærrar þróunar. A árinu 1996
ætm öll staðbundin stjórnvöld, í
samráði við íbúa á hverjum stað, að
hafa búið til „Staðardagskrá 21“
fýrir samfélagið. Embættismenn á
hverjum stað eiga að leita til íbúa og
samfélagsins í heild, fýrirtækja og
samtaka iðnaðarins til að safna upp-
lýsingum og ná samstöðu um leiðir
að sjálfbærri þróun. Þessi samstaða
mun verða þeim að liði við endur-
skoðun áætlana, stefnumótunar,
laga og reglugerða til að ná mark-
miðum Staðardagskrárinnar. Sam-
ráðið við fýrrnefnda aðila er til þess
fallið að efla meðvitund fólks um
málefni sjálfbærrar þróunar."
Vinnunni lýkur aldrei
Vinnu við gerð Staðardagskrár
21 lýkur í raun aldrei, þó að stórum
áfanga sé náð þegar lokið er við
fýrstu útgáfu og afgreiðslu hennar í
sveitarstjórn. Þá er eftir að hrinda
áætiuninni í framkvæmd. Auk held-
ur þarf Staðardagskráin að vera í
stöðugri endurskoðun í takt við
breytta tíma og nýjar áherslur.
Staðardagskrá 21 er með öðrum
orðum ekki bara skjal og ekki bara
umhverfisáætlun heldur fýrst og
fremst ferli.
KK.
Sjálfbær þróun =”Þróun sem
gerir okkur kleyfit að mæta þörf-
um okkar án þess að stefha í
voða möguleikum komandi kyn-
slóða til að mæta þörfum sín-
um”. (Bruntlandskýrslan 1987)
Arið 1987 skilaSi nefiid á vegum Sameinuðu þjóðanna
skýrslu um ástand og horfur í umhvetfismálum, svo-
nifiidri Brundtland-skýrslu, en Gro Harlem Brundtland
þáverandi forsœtisráðherra Noregs var formaður nefndar
innar. I skýrslúnni var ífyrsta sinn settfram skilgreining
á hugtakinu Sjálfbær þróun.
Bjanii S. Einarsson.
Eins og í fleiri sveitarfélögum á
Vesturlandi var skipaður þverfag-
legur starfshópur til að vinna að
verkefninu í Stykkishólmi. I hópn-
um eru Dagný Þórisdóttir bæjar-
fulltrúi og skrifstofumaður, Gunn-
ar Gunnarsson myndlistarkennari,
María Valdimarsdóttir skrifstofu-
maður, Sigrún Þórsteinsdóttir leik-
skólastjóri og Þorgrímur Vilbergs-
son vélvirki. Helga Guðmunds-
dóttir tók síðan við sæti Gunnars
Gunnarssonar í nefndinni fýrir
skemmstu. Starfsmaður verkefnis-
ins er Bjarni S. Einarsson bæjar-
tæknifræðingur.
“Við fengum Sigurborgu Rr.
Hannesdóttur sem þekkir þessi mál
í þaula til skrafs og ráðagerða hér í
upphafi til að ýta þessu úr vör með
okkur,” segir Bjarni. “Við höfum
síðan í framhaldinu yfirfarið stöð-
una með tilliti til þeirra málaflokka
sem ætiunin er að einbeita sér að
og er sú vinna enn í gangi.” Bjarni
segir þau í Hólminum ætla að
vinna að afmörkuðum verkefnum
og hafi m. a. staðið íýrir hreins-
unarátaki á meðal íbúa bæjarins.
“Við erum síðan að fara í gang með
samstarf við grunnskóla og leik-
skóla um umhverfisfræðslu og hug-
myndin er að hafa bíllausan dag
með vorinu til að vekja fólk til um-
hugsunar um náttúru- og loft-
mengun. Starfshópurinn hefur
einnig verið í samvinnu við Magn-
ús A Sigurðsson minjavörð um það
sem snýr að menningarminjum á
svæðinu. Miklar breytingar eru fýr-
irhugaðar í sorpmálum og hafa þau
mál verið rædd ítarlega”, segir
Bjarni S. Einarsson.
Þverfaglegur starfshópur var
skipaður af bæjarstjórn Akraness til
að sinna verkefninu á Skaganum. I
hópnum eru Georg Janusson for-
maður umhverfisnefhdar, Jón Þor-
steinsson fulltrúi atvinnulífsins,
Kristrún Sigurbjörnsdóttir fulltrúi
almennings, Sigríður Gróa Krist-
jánsdóttir bæjarfulltrúi og Sigurlína
Júlíusdóttir frá skipulagsnefnd.
Auglýst var eftir fólki til að sitja í
starfshópnum sem fulltrúar at-
vinnulífs og almennings en undir-
tektir voru litlar. I framhaldi af því
var leitað til ofangreindra einstak-
linga. Starfsmaður verkefnisins á
Akranesi er Hrafnkell Á. Proppé
garðyrkjustjóri.
Haldinn var almennur kynning-
arfundur í byrjun febrúar á þessu
ári þar sem íbúum á Akranesi var
gerð grein fýrir Staðardagskrár-
verkefninu og hugmyndafræðinni
sem að baki liggur. I framhaldinu
var ástand í helstu málaflokkum
tekið út. Má þar nefna holræsi og
fráveitur, úrgang frá heimilum og
fýrirtækjum, náttúrumengun, gæði
neysluvatns, loftmengun, matvæla-
framleiðsla og skipulagsmál svo
eitthvað sé nefnt. Að sögn Hrafn-
kels Á. Proppé eru sorpmálin sá
málaflokkur sem vekur mestu um-
ræðuna. “Þau eru greinilega fólki
ofarlega í huga og það virðist sem
minnsta sáttin sé um þau”. Hrafn-
kell segir fátt koma á óvart í úttekt-
inni og hún sé alls ekki tæmandi
enda líti hann meira á þessa úttekt
sem grunn að byggja á fýrir það
fólk sem kemur að stefnumótun-
inni.
“Við ætlum núna strax eftir ára-
mótin að hefja stefnumótunina.
Haldinn verður nokkurs konar
vinnudagur þar sem við fínstillum
hvernig við ætium að hafa þetta
ferli og um leið að reyna að nálgast
fólk og fá það til að leggja eitthvað
til málanna. Fólk virðist ekki vera
tilbúið og ég tel að forsenda þess að
gera þessar ágætu hugmyndir að
veruleika felist í hugarfarsbreytingu
hjá fólki. Þetta snýst um breytt lífs-
viðhorf og markvissa fræðslu og
samvinnu. En það tekur alltaf sinn
tíma ef ætiunin er að breyta lífs-
munstri fólks og ég efast um að það
gerist í byltingarkenndum stökk-
um,” segir Hrafnkell Á Proppé.
Eyrarsveit
Vinna við stöðumat fýrir Stað-
ardagskrá 21 í Grundarfirði er
lokið. Skipaður var 5 manna stýri-
hópur til að sjá um úttekt á núver-
andi stöðu mála. Hópinn skipuðu
Eiður Björnsson frá Skipulags- og
bygginganefnd, Móses Geir-
mundsson frá Félagi atvinnulífsins
í Grundarfirði, Hugrún Elísdóttir
fulltrúi skólanna, Gunnar Njáls-
son frá Skógræktarfélagi Eyrar-
sveitar og Ragnar Elbergsson frá
sveitarstjórn. Með hópnum vann
síðan Eyþór Björnsson skrifstofu-
stjóri sem verkefnisstjóri.
”Þeir málaflokkar sem fengu
mesta umfjöllun að mínu mati
voru umhverfisfræðsla í skólum,
menningarminjar og náttúru-
vernd og síðan úrgangur frá heim-
ilum og fýrirtækjum,” segir Eyþór
Björnsson. Aðrir málaflokkar sem
teknir voru fýrir voru t.a.m. hol-
ræsi og fráveitur, gæði neysiuvams
og ræktun og útivist. Eyþór segir
að í úttektinni hafi verið reynt að
afla sem gleggstra upplýsinga frá
starfsfólki sveitarfélagsins. “Til
dæmis voru leikskólastjórar og
fulltrúar grunnskólans fengnir til
að setja saman gremargerð um
umhverfisfræðslu hjá sínum
menntastofnunum og svo var
vinnuskólanum fengið það verk-
efni að kanna mengun í fjörum við
byggðina. Fjörunni var skipt upp í
nokkur svæði og skráð hvar rusl
lægi, hvort klóakmengun og grút-
armengun væri áberandi og svo
framvegis”, segir Eyþór. Varðandi
framhaldið mun sveitarstjórn á
næsta fundi sínum í miðjum des-
ember ákveða hvernig staðið verði
að næsta skrefi, þ.e. markmiðs-
semingu. Verður þá væntanlega
skipaður nýr stýrihópur eða fleiri
fengnir inn í núverandi hóp. Það
þarf síðan að skoða með hvaða
hætti almenningur geti komið að
þeirri vinnu.” sagði Eyþór Björns-
son.