Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
jiifóð Utll/k.
Nýr vegur um Búlandshöfða formlega opnaður
Eykur mannleg samsldpti íbúanna
segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar
Ári á undan
Upphaflega var áædað að verkinu
yrði lokið í ágúst á næsta ári en sl.
vor komu fram hugmyndir hjá
verktaka um að flýta verkinu og var
á þær fallist af hálfu Vegagerðarinn-
ar. Verktakinn lauk sinni vinnu fyr-
ir skömmu og sömuleiðis Borgar-
verk sem sá um útlagningu slitlags.
Einhver ffágangsvinna mun þó bíða
næsta vors. Það var samgönguráð-
herra Sturla Böðvarsson sem klipp-
ti á borðann á mörkum Snæfells-
bæjar og Eyrarsveitar að viðstödd-
um fulltrúum verktaka, þingmönn-
um Vesturlands, sveitarstjórnar-
mönnum á Snæfellsnesi og fleiri
Sa7ngönguráðherra Mongólíu var hcr á landi í opinberri heimsókn og var gestur við
athöfiiina í Biílaiidshöfða. Hér er hann ásamt Sturla Böðvarssyni samgönguráðherra.
Mynd: GE
Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri He'raðsverks fierði Snæfiellingum að gjöf listaverk sem þakklœtis vott fiyrir gott samstarfiá
verktímanum. Björg Agústsdóttir og Kristinn Jónasson veittu listaverkinu viðtöku. Mynd: GE
Nýr vegur um Búlandshöfða á
Snæfellsnesi var vígður síðastlið-
inn föstudag og þar með er sam-
fellt slitlag komið á veginn milli
Grundarfjarðar og Snæfellsbæj-
ar.
Hiim nýi vegur um Búlandshöfða
er 8,2 km á lengd. Hafist var handa
við framkvæmdir í byrjtrn nóvem-
ber í fyrra. Það var Héraðsverk á
Egilsstöðum sem annaðist veglagn-
inguna en Skipavík í Stykkishólmi
byggði á vegkaflanum 20 m. langa
brú á Tunguós.
gesta. Á eftir afhjúpaði hann
minnisvarða sem sveitarfélögin
beggja vegna Búlandshöfða höfðu
láttið gera í tilefni bættra samgangna
og aukinnar samvinnu í kjölfar
þeirra. Ollum viðstöddum var síðan
boðið til kaffisamsætis í Félags-
heimilinu Klifí í Ólafsvík.
Styrkir svæðið
“Þetta er að sjálfsögðu gífúrleg
samgöngubót fyrir okkur hér á
Nesinu og aðra sem eiga leið hér
um, ekki síst yfir vetr-
artímann,” sagði
Kristinn Jónasson
bæjarstjóri Snæfells-
bæjar í samtali við
Skessuhorn. “Þessi
nýi vegur er mikið ör-
yggisatriði þar sem
menn þurfa ekki leng-
ur að óttast hrun og
vegurinn er á allan
hátt öruggari en sá
gamli.”
Aðspurður um
hvort nýr vegur um
Búlandshöfða myndi
ýta á sameiningu
sveitarfélaga á Snæ-
fellsnesi sagði Krist-
inn að samstarf sveit-
arfélaganna væri að
eflast og hið nýja sam-
göngumannvirki
myndi gera það sam-
starf auðveldara. “Eg
sé fram á að samskipti
Helgi Hallgrímsson vegumálastjóri Mynd: GE
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borðann. Honum til fulltingis er Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri.
Mynd: Ingvi Arnason.
íbúanna á Snæfellsnesi muni aukast
verulega. Það verður auðveldara
fyrir Grundfirðinga að sækja þjón-
ustu til Snæfellsbæjar og öfúgt. Þá á
ég von á gagnkvæmri þátttöku í fé-
lagslífi og að mannleg samskipti
aukist til muna þegar þessum farar-
tálma er hrundið úr vegi. Það er því
enginn vafi í mínum huga að þessi
framkvæmd mun styrkja svæðið
verulega,” sagði Kristinn.
Koigrafarfj örður
og Vatnaheiði
Við vígslu vegarins um Búlands-
höfð kom fram að þegar byrjað var
að ræða um framkvæmdina hafi
strax verið full samstaða um það
meðal sveitarfélaganna á Nesinu að
verkið skyldi hafa forgang. Kristinn
kvaðst telja að svo væri einnig um
næstu verkefúi. “Næstu stórverk-
efni eru tvímælalaust brú yfir
Kolgrafarfjörð og nýr vegur yfir
Vatnaheiði. Fyrir okkur í Snæfells-
bæ er Fróðárheiði og Utnesvegur
forgangsverkefni sem við vonumst
til að hægt verði að ljúka samhliða
Kolgrafarfirði og Fróðárheiði.”
GE/GK
Á minnisvarða sem afhjúpaður
var við Búlandshöfða er letrað-
ur eftirfarandi texti: Nýr vegur
um Búlandshöfða tekinn í
notkun þann 24. nóvember
1999. v
Vegurinn um Búlandshöfða var
öldum saman einn illræmdasti
vegur á Islandi. Hættulegastur var
vegurinn hér í Þrælaskriðum þar
sem hann lá í 111 metra hæð.
Fyrir neðan skriðuna tekur við 80
metra hátt standberg niður í
fjöru. Til er saga af atviki er hér
átti sér stað fyrir margt löngu.
Knstín hét vinnukona úr Eyrar-
sveit sem send var mið kindahóp
út fyrir Höfða snemma vors. Sól-
bráð var og mildl hálka. Skyndi-
lega byrjaði ein kindin að hrapa.
Kristín náði taki á henni og ultu
þær niður skriðuna og staðnæmd-
ust ekki fyrr en á ystu brún
hengiflugsins. Kristín hélt dauða-
haldi í sauðkindina og gat sig
hvergi .hreyft, því ekki vildi hún
sleppa því sem henni hafði verið
trúað fyrir. Löngu síðar átti leið
um skriðuna maður er Samson
hét. Hann heyrði aumleg og
ókennileg hljóð Kristínar og sá
hvernig komið var. Gat hann
handstyrkt sig niður til þeirra á
kaðli og bjargað þeim báðum.
Mátti ekki tæpar standa því Krist-
ín var að þrotum komin.
Megi sú tryggð, góðvild og
hjálpsemi sem þessi saga lýsir vera
tákn vináttu og samvinnu íbúa á
Snæfellsnesi.