Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Qupperneq 14

Skessuhorn - 02.12.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 ^>U3unu>ji Það er fyrst til að taka að mér varð á að fara vitlaust með vísu Há- konar Aðalsteinssonar í upphafi síðasta þáttar og birtist hún því aftur eins og hún er prentuð í bók Hákonar ”Það var rosalegt”: Bömin fiera ást ogyl okkar landi. Þótt allmörg verði eflaust til óviljandi. Fjárhundakeppni hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi sem víðar og meðal annars slysaðist undirritaður til að vinna fyrstu fjár- hundakeppni hérlendis og orti þá Sigfús í Skrúð: Bjartur komst í keppni, kœr er minningin. Þvtlík hundaheppni að hafa vinninginn. Og má víst taka undir það. Góð- ur fjárhundur er hverjum fjárbónda álíka nauðsynlegur og skiptilykill bifvélavirkja og verulegur skaði að missa góðan fjárhund. Síðasti fjár- hundur Eyjólfs í Sólheimum hét Svæk og urðu það endalok hans að verða undir bíl og slasast til ólífis, þá kvað Eyjólfur: Ég græt ei þó fákana felli né fjarlægist vinir um stund. Ég græt ekki afgikt eða elli, ég græt minn síðasta hund. Kristján Samsonarson orti á árum sínum í Dölum: Hót ei rengja hundinn fer hægt þó gengi að vonum. Hann hefur lengi leiðheint mér lífs íþrengingonum. Þetta er víst algjörlega komið í hundana og rétt að snúa sér að öðr- um málum. I síðasta þætti var nokkuð minnst á kvennamenn og ýmsar raunir þeirra og hremming- ar sem þeim mæta á veraldargöng- unni. Eftirfarandi kvæði nefnir Hákon Aðalsteinson “Breyttir tím- ar”: Yfirvegað ástarfar eykst með hverjum degi, eyðni læðist allsstaðar Amors teppir vegi. Enginn þráir h 'óm og bú hýr í sálum efi, flestar konurfalla nú fyrir smokkabréfi Mikið skerðist munaður minnkar yndisþokkinn, allur dvínar unaður ef ég nota smokkinn. Líkt ogyfir leggist ský loki sjónum þoka, eins og geyma göngum í góðan hund ípoka. Engan lengur fiðring fæ fymast Amors gjafir, einskis lengur njóta næ og næturgalinn lafir. Ja það er ekki gaman þegar menn eldast og leiðarvísirinn lækk- ar flugið en þó orti Páll Olafsson til konu sinnar: Hvað ég breytist,brúnin þyngist, brjóstið þreytist veika mitt. En hjartað veit ég ætíð yngist upp við heita hjóstið þitt. Guðmundur Kristjánsson vél- virki orti um þróun mála: Astarbál í elli kynt enga veitir gleði. Þegar saman þurrt og lint þarfað deila geði. Um eigingirni ástarinnar yrkir Jóhann Magnússon frá Gilhaga: Astin lifa lengi má Ijúfra milli vina meðan hún rekst ekki á eiginhagsmunina. Sigríður Sigfúsdóttir í Forsælu- dal orti um vináttuna: Þegarfara aðfijósa lönd ogfólna gróðurreiiir. Vináttunnar hlýja hönd hausti í vordag breytir. Nú fyrir stuttu bárust mér vísur frá Kristjáni Arnasyni á Skálá og þar á meðal þetta gullkorn sem Kristján nefnir “Haust í Skaga- firði”: Kvöldsólar geislar á gróðmsins rein, gulli í hlíðunum dreifa. En 'órsmáar bárur um ávalan stein, sem ástleitnir fingur aðþreifa. Þegar séra Hjálmar Jónsson var unglingur vann hann um tíma í naglaverksmiðju á Blönduósi. Vinnufélagi hans fékk eitt sinn föngulega stúlku í heimsókn og varð það Hjálmari tilefhi eftirfar- andi vísu: Ekki linnir ágangi ill er kvinnuglíma. Þurfti að sinna þöllinni ogþað í vinnutíma. Þegar daman gekk út að afloknu erindi horfði Hjálmar á eftir henni og varð að orði: Augun skær og andlit Ijóst - eðlið rær á veiðar. Þvtlík lær ogþvílík brjóst, þvílík mær til reiðar. Sveinbjörn heitinn Beinteinsson kom eitt sinn inn á dekkjaverkstæði í Reykjavík og var þar sýnd mynd á dagatali af mjög fáklæddri stúlku og urðu viðbrögð hans á þessa leið: Þó ég löngum þrái synd, þó ég löstum fagni. Aldrei hefur allsber mynd orðið mér að gagni. Að lokum er rétt að geta þess að kvæðið sem ég birti í síðasta þætti mun vera efrir Bjarna Lyngholt frá Bjálmholti í Holtum sem fór vest- ur um haf stuttu fyrir aldamót og mun hafa andast vestan hafs og kann ég ekki gleggra ffá honum að segja. Með þökkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S435 1367 Verður samstarf Fjöliðjunnar og Rauða Krossins sett í uppnám? Penninn Á árinu 1995 tókst samstarf á milli Fjöliðjunnar og Rauða Kross Islands um það að Fjöliðjan myndi taka að sér móttöku á notuðum fatnaði sem berst til deilda Rauða Krossins. Hlutverk Fjöliðjunnar í þessu samstarfi er að taka á móti og flokka/pakka þessum famaði eftir þeim reglum sem Rauði Krossinn setur, en þær eru fyrst og fremst að fatnaðurinn sé hreinn og heill, síð- ar er hann flokkaður í allt að 18 flokka. Áður en þetta samstarf hófst var allur notaður fatnaður sem barst R.K.I. sendur úr landi m.a. til Dan- merkur í flokkunarstöð danska R.K. og flokkaður þar, en síðan keypti R.K.Í. það magn sem hann þurfti að nota til neyðaraðstoðar erlendis á hverjum tíma. Nú eru blikur á lofri í þessu sam- starfi þar sem nú hefur verið Iagt fram frumvarp á Alþingi um það að banna skuli alla spilakassa (söínun- arkassa) frá og með næstu áramót- um(1999-2000) Fyrir þá sem það ekki vita, þá hefur R.K.Í. um það bil 90% af tekjum sínum af rekstri þessara spilakassa og því skipta þessar tekj- ur R.K.Í. öllu máli. Verði þetta frumvarp að lögum þá þarf R.K.Í. að draga mjög úr starfsemi sinni og getur með engu móti sinnt þeirri starfsemi sem það hefur nú með höndum eins og t.d rekstur sjúkrabifreiða, þjónusta við geðsjúka, rekstur sjúkrahótels o.fl o.fl. Samstarf R.K.Í. við Fjöliðjuna vegna fatapökkunar verður ekki undanskilið ef þetta frumvarp verð- ur að lögum, og yrði það mikið áfall fyrir Fjöliðjuna ef þessu sam- starfi yrði hætt. Þegar þetta samstarf Fjöliðjunn- ar og R.K.I tókst á árinu 1995 skipti það sköpum í starfsemi Fjöliðjunnar, því þarna komu bæði aukin verkefni og aukið fjármagn inn í rekstur Fjöliðjunnar, en rekstur hennar hafði verið mjög erfiður á árunum á undan. Á þessu tímabili (1. nóv 95 til 30. nóv 99) hefur Fjöliðjan afgreitt til R.K.Í. 175,325 tonn af pökkuðum fatnaði og tekjur vegna þeirra eru um það 14 milj. en reyndar tekur ríkið aftur til baka af þessari upp- hæð tæpar 2, 8 milj. í virðisauka- skatt. Eins og flestum má vera ljóst af ofangreindu, og einnig alþingis- mönnum þá er það lykilatriði fyrir rekstur Fjöliðjunnar að þessu sam- starfi verði haldið áffam og ef eitt- hvað, eflist enn frekar, og það jafn- vel aukið á öðrum sviðum til hags- bóta fyrir okkur öll. Við þessa flokkun/pökkun á fatn- aði hafa bæði fatlaðir og ófatlaðir unnið hlið við hlið með mjög góð- um árangri, þá hefur einnig tekist gott samstarf við Svæðisvinnumiðl- un Vesturlands um ráðningu starfs- fólks sem átt hefur í langtímaat- vinnuleysi, og hefur þetta samstarf styrkt stöðu þess og einnig stöðu Fjöliðjunnar. Þessi blöndun fatlaðra og ófatl- aðra hefur gert það að verkum að sjálfsvirðing fatlaðra og frumkvæði þeirra til vinnu hefur aukist til Þorvarður B Magnússon muna og síðast en ekki síst þá eru þeir orðnir veitendur aðstoðar- innar í þessu verkefni, en ekki alltaf þiggjendur hennar sem þeir eru mun oftar, en það skiptir líka miklu máli. Undirritaður er með þessum skrifum ekki að gera lítið úr þeim áhyggjum sem flutningsmenn frumvarpsinns hafa á aukinni spilafíkn landsmanna síður en svo, en ég geri þá kröfu til þeirra sem slíkt frumvarp flytja að þeir taki það skýrt fram hvar þessi fé- lagasamtök, ekki er bara R.K.Í. heldur einnig Landsbjörg, S.Á.Á. og Háskóli íslands eigi að fá fjár- magn fyrir þeirri starfsemi sem þau hafa nú með hendi, annað er mjög óábyrgt og ekki til þess fallið til að skapa stuðning við slíkt ffumvarp. Þessa dagana eru þingmenn ef- laust að fjalla um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, og í því frumvarpi er áætlað að Á.T.VR. skili ríkissjóði rúmum 3 miljörðum í tekjur, hluti þess er notaður til að byggja upp heilbrigðis og menntamál þjóðar- innar, er það í lagi? Eg er viss um að þau vímuefni sem þar eru seld á vegum ríkisins skapi mun meiri ógæfu meðal okk- ar en það frumvarp sem hér er fjall- að um, á að koma í veg fyrir. Verður það kannski það næsta, að banna skuli gamla góða spila- stokkinn, hann hefur nú heldur betur verið notaður í fjáhættuspil- rnn í gegnum tíðina, og þar með verður það liðin tíð að hægt verði að gefa kerti og spil í jólagjöf í framtíðinni. Mér finnst það óráðlegt að taka þessa spilakassa eina og sér fyrir í þessu tilfelli, og þar með skella allri skuldina á þá sem skaðvaldinn, þar væri alveg eins gáfulegt að banna að selja eina tegund af rauðvíni en leyfa annað áfengi og reyna þannig að koma í veg fyrir áfengisfíkn, ég býst við því að árangur yrði ekki mikill í baráttunni við áfengisbölið ef þeirri aðferð yrði beitt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið er spilafíkn oft fylgifíkn annarrar fíknar svo sem áfengisfi'kn og fíkn í eiturlyfi, og er því hér um miklu djúpstæðari vanda að ræða, en bara þessum spilakössum sé hægt kenna um. Eg bið þingmenn Vesturlands að hugsa sig vel um áður en þeir sam- þykkja þetta frumvarp, án þess að tekjur til þessara samtaka verði tryggðar með óyggjandi hætti í framtíðinni. Akranesi 29 nóvember 1999 Þorvarður B Magnússon framkvæmdastjóri Fjöliðjtmnar Já þau eruflott, en eru þau ekta? Enska knattspyman Eins og lýðum mun vera ljóst tók Skagamaðurinn Guðjón Þórðarson við stjóm hjá smáliðinu Stoke fyrir skömmu. Nú fljóta íslenskar krónur þar eftir vellinum eða eins og Guðjón komst sjálfur að orði: Egféykkar, Frónbúar, bið um svo brátt við í skinninu iðum ég boða ykkur fagnað um billjónabagnað tír útlenskum annarsflokks liðum Eins og lýðum mun vera ljóst mun Skessuhorn brátt yfirtaka enska knattspymulið- ið Halifax: Skessuhom skilurþað strax hver skaðinn erþjóðarhags Því þetta með Stók það er bara djók. Við höldum með Halífax! (BMK) Af klerkastétt Nú þegar hátíð Ijóss og friðar fer í hönd er hvergi minni friður en í kirkjum landsins. Um friðarklerka landsins orti hagyrðingurinn Sigfús Jónsson: Heilagur andi nú horftr í strand hefir með fjandann að gera En prestar til vandræða vtða um land vígmóðir skandalisera. Rangt númer Efhamaður nokkur í Eng- landi ætlaði nýlega að hringja til konu sinnar en þjónninn á heimilinu kom í símann. “Sæll James, má ég fá að tala við eiginkonuna?” Þjónninn svarar að það væri því miður ekki hægt, því hún væri með karlmann uppi í rúmi hjá sér! “Taktu byssuna mína og skjóttu þau bæði”, sagði þá húsbóndinn ævareiður. Stuttu seinna kom þjónninn aftur í símann og sagðist hafa gert eins og fyrir hann var lagt auk þess að hafa fleygt líkunum í sundlaugina. “En við höfiim enga sundlaug, hum, fyrir- gefðu þetta er víst vitlaust númer”!

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.