Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 7 Allnokkrar umræður hafa orðið um kröfugerð Þjóðlendunefhdar fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, hvað varðar uppsveitir Ames- sýslu. Þar krefst Þjóðlendu- nefnd þess að allir afréttir og meiri eða minni hluti flestra fjalljarða á svæðinu verði úr- skurðaðir sem þjóðlendur og þar með í eign íslenska ríkisins. Forsaga málsins er sú að á und- anfömum áratugum hafa fallið nokkrir dómar sem varða eignar- hald á afiréttum og öðmm svæð- um til fjalla hér og hvar um land- ið. Þar hefur víða farið svo að landsvæði, sem bændur ýmist töldu sína eign eða upprekstrar- félaga hafa verið dæmd ríkinu, eða talið að um land með mjög óvisst eignarhald sé að ræða. Þetta var álitið skapa réttaró- vissu, sem ekki væri búandi við. Því var það að snemma árs 1998 voru sett „Lög um þjóðlendur og á- kvörðun marka eignarlanda, þjóð- lendna og affétta" (Nr. 58/1998.) Lögunum er ætlað að eyða áður- nefndri réttaróvissu um eignarhald á hálendissvæðum landsins. Til þeirra hluta var sett á stofn svoköll- uð „Obyggðanefnd" og heyrir hún undir forsætisráðherra. Nefhd þessi hefur þríþætt hlutverk: 1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda (þ.e. landsvæða í einkaeign). 2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afrétt- ur (til sumarbeitar fyrir búfé). 3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Ætlast er til að Obyggðanefnd taki þannig fyrir með skipulegum hætti þann hluta landsins sem starfssvið hennar nær til og ljúki þeirri umfjöllun fyrir árið 2007. Hingað til hefur verklagi verið þannig háttað að Óbyggðanefnd tilkynnir hvaða svæði hún hyggist úrskurða um hverju sinni. Þeir, sem telja sín eignarlönd innan þeirra svæðismarka eiga að lýsa kröfum sínum um eignarhald fyrir Obyggðanefndinni innan ákveð- inna tímamarka. A sama hátt á fjár- málaráðuneytið (fyrir hönd ríkis- sjóðs) að lýsa sínum kröfum um stærð og mörk þjóðlendna. Til þess að annast þá kröfugerð skipaði fjár- málaráðherra sérstaka nefind, sem ýmist er kölluð Kröfúnefhd ríkisins eða Þjóðlendunefnd. Hér verður nafnið Þjóðlendunefnd notað. (Rétt er að geta þess að samkvæmt lendunefhd héðan í frá að birta sín- ar kröfur á undan öðrum aðilum, svo skýrt sé strax í upphafi hverjir þurfi að gera gagnkröfur þar á móti.) Þegar svo Þjóðlendunefnd birti kröfur sínar um þjóðlendumörk í uppsveitum Arnessýslu blöskraði ýmsum hve nærri byggð sú lína lá og hve lítils nefhdin virti þinglýst og viðurkennd landamerkjabréf margra þeirra jarða, sem í hlut eiga. Sýndist ýmsum að þarna stefndi í stórfellda eignaupptöku án nokk- urra bóta. Hafa stór orð og þung fallið af þessu tilefni. Þess verður þó að gæta að kröfugerðin sem slík skapar ríkinu engan rétt. Enn er ófallinn úrskurður Obyggðanefnd- ar, sem meta skal kröfur beggja að- ila og fella síðan þann úrskurð, sem nefndin telur réttan. Og hver sá, sem telur á sinn rétt gengið með úr- skurðinum á þess kost að höfða einkamál til breytinga á honum innan 6 mánaða frá birtingu úr- skurðar. Yfirlit um skilgreiningar og röksemdir Gera verður ráð fyrir að fljótlega muni Obyggðanefhd taka svæði á Vesturlandi til athugunar og úr- skurðar. Því hljóta ýmsir vestlend- ingar að velta fyrir sér hvar ríkis- valdið vilji draga svokallaða þjóð- lendulínu um okkar slóðir og hvaða rök Þjóðlendunefnd leggi fram skoðunum sínum til stuðnings. I apríl síðastliðnum gaf Sunnlenska Fréttablaðið út mjög vandað auka- blað um þessi mál, þar sem um þau er fjallað frá ýmsum hliðum. Meðal annars gerir Þóra Þórarins- dóttir, blaðamaður, þar góða grein fyrir kröfum og rökstuðningi Þjóð- lendunefndar. Undirritaður hefur reynt að draga meginefhi greinar hennar saman í sem styst mál og langar til að birta það til fróðleiks þeim, sem áhuga kynnu að hafa. Hér koma fyrst þau atriði, sem Þjóðlendunefnd notar til að skil- greina hvað þjóðlenda sé. I. Það land sem ekki var numið til eignar á landnámsöld er yfirleitt flokkað sem þjóðlenda. Einnig það land, sem þá var numið en lagðist síðar í eyði. Nefhdin telur að við eyðingu byggðar hafi einkaeignar- réttur fallið niður. (Sjá kröfugerð fyrir Afrétt Flóa og Skeiðamanna varðandi Þjórsárdal. Þar sem landnámslýsingar eru óglöggar túlkar Þjóðlendunefnd sjálf þau at- riði, sem óljós þykja. Sjá norður- mörk landnáms Eyfröðar ins gamla í ofanverðum Biskupstungum. Einnig tekur nefndin fram að allan vafa um hvort land hafi verið numið í öndverðu, skuli túlka landnámi í óhag.) 2. Nefndin álítur öll þau svæði, sem nýtt eru sem afréttur og smöluð sameiginlega í samræmi við fjallskil, vera þjóðlendur. (Vitnað er í Jónsbók og bent á að eigandi skuli smala sitt land, en allt annað land sé smalað sameiginlega af fjallskila- stjórn). 3. Nefndin telur einnig að greina megi sundur eignarlönd og afrétt- arlönd í þjóðlendu efrir nýtingu þeirra. Eignarlönd séu nýtt allt árið til búrekstrar en afréttir til sumarbeitar. (Sjá kröfugerð um þjóðlendulínu í Hrunamanna- hreppi. Þar liggur línan í gegn um landsvæði nokkurra fjalljarða í hreppnum. Þá hluta jarðanna telur Þjóðlendunefnd ekki geta verið í heilsársnotkun og því sé um afrétti að ræða „og þá einkaafrétti, því aðrir virðist ekki gera kröfu til land- anna.“ (Þarna virðist Þjóðlendu- nefnd búa til hugtakið „Einkaaf- réttur" til þess að nota um þann hluta bújarða, sem ekki eru nýttir sem afréttir, en nefndin vill samt flokka undir þjóðlendu. 4. Þá álítur þjóðlendunefnd að gróðurfar og landkostir ráði miklu um hvort land teljist heimaland eða afréttur og að hæð lands yfir sjó sé nokkuð góður mælikvarði á hvor tveggja. Því er þjóðlendulína allvíða dregin eftir ákveðnum hæðarlínum, en misjafnt er þó við hvaða hæð er miðað, og fer það væntanlega eftír aðstæðum á hverju svæði. (Til dæmis um þetta má nefna að Þjóð- lendunefnd byggir skilgreiningu þjóðlendulínu í Hrunamanna- hreppi að mestu leyti á hæðarlínum og telur að með því móti sé unnt að greina heimalönd ffá sumarbeiti- löndum). Rökstuðningur Þj óðlendunefndar Víða dregur Þjóðlendunefnd kröfulínu sína óháð gildandi landa- merkjabréfum og þinglýstum eign- arheimildum. Þá gerir hún óumdeilanlega hafa eitt sinn verið háð beinum eignarrétti. Þessar kröfur sínar rökstyður hún með ýmsum hætti og virðist þar helst styðjast við eftirtalin atriði: Varðandi landamerkjabréf. Skoðun Þjóðlendunefndar er að landamerkjabréf sé í eðli sínu samn- ingur milli aðila og gildur um þau merki, sem samningsaðilar eigi að- ild að. Einhliða gerð merkjalýs- ing eða lýsing án samþykkis rétts aðila veiti engan rétt. Landa- merkjabréf jarðanna hafi ekkert um mörk heimalanda við óbyggðir að segja, enda hefði ekki þurft að stofna til þessa máls og skipa O- byggðanefnd, ef landamerkjabréf væru heimild um þjóðlendumörk, jafnvel þótt þinglýst séu. Fyrst og fremst skilgreini landamerkjabréfið takmörk nýtingarréttar að landi og landamerkjabréf séu jafnt til fyrir jarðir sem affétti innan þjóðlendna. Yfirleitt virðist landamerki jarða eða afrétta við óbyggðir vera geð- þóttaákvarðanir eigenda og aldrei undirrituð af gagnaðila, enda hann ekki til á þeim tíma og ekki fyrr en lög eru sett um þjóðlendur. Þinglýsingar. Þjóðlendunefnd bendir á að eng- inn geti aukið réttindi sín með því að þinglýsa meiru en hann á. Þinglýsing heimildaskjals um fast- eign sé lagaskylda tíl að tryggja ör- yggi í viðskiptum. Því auki þing- lýsing landamerkjabréfs ekki gildi þess umfram það sem efhi og undir- skriftír annarra aðila gefi tilefni til. Brottfall beins eignarréttar. Þjóðlendunefnd heldur því fram að þó svo að stofnast hafi til beins eignarréttar á landi þá falli sá réttur niður við eyðingu byggðar á svæð- inu, (sjá Þjórsárdal) ef ekki er hægt að sýna fram á órofið samhengi við fluming eignarheimildanna. Sönnunarskylda. Þjóðlendunefnd telur að þar sem ríkið njóti sjálfkrafa grunneigna- réttar að öllu landi, sem enginn geti sannað beinan eignarrétt á, þá verði allir aðrir aðilar að sanna sinn rétt til eignarlands. Þá sé ljóst að krefjast verði sterkari sannana um eignarrétt yfir landi hátt til fjalla en gera þyrfri nær byggð. Þorsteimi Þorsteinsson Skálpastöðum Stjómsýsluleg rök. Þjóðlendunefhd telur að einnig beri að taka tillit til nútímaviðhorfa réttarþjóðfélags. Líta skuli til þess grundvallaratriðis að ríki sé ó- hugsandi nema það eigi landið und- ir sér og frumeignarréttur á landi sé ávallt á hendi ríkisheildarinnar, en einkaeignarréttur sé innan þeirra marka, sem beinar sannanlegar heimildir verði leiddar að. Verði íslenska ríkinu ekki úrskurðaður grtmneignarréttur að affétmm og fjalllendi ofan byggða sé spurning hvort rúm sé fyrir ríkishugtak hér á landi. Að lokum Hér að ofan hef ég reynt að gera grein fyrir skilgreiningum og rök- stuðningi Þjóðlendunefndar. Efrir er að sjá hver úrskurður O- byggðanefndar verður. Fyrsti málflutningur aðila fyrir þeirri nefnd verður í Valhöll á Þingvöllum dagana 13. - 15. júní og fjallar um Þingvallahrepp. Síðan verður á- fram haldið ausmr sýsluna og er á- ætlað að ljúka málflurningnum á Hótel Flúðum um mánaðamótín sept/okt. í haust. Þar verður fjall- að um afrétt Flóa- og Skeiðamanna. Líklegt er að niðurstöður þessara mála í Arnessýslu muni hafa mikil áhrif á kröfugerð Þjóðlendunefhdar varðandi önnur svæði. Þó svo að allt sé enn í óvissu um hvernig þau mál fara er freistandi að reyna að giska á hvar línan verði dregin hér í Borgarfirði þegar þar að kemur ef svipaðar aðferðir verða notaðar og lýst hefur verið hér að ofan. Það verður efni í aðra grein, sem von- andi birtist í næsta blaði. Þorsteinn Þorsteinsson |

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.