Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Page 14

Skessuhorn - 08.06.2000, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 jsUJUtlU.. Gert klártfyrir kajakróðurinn. Mynd: EE Kajakræðarar á ferð Menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hópur kajakræð- ara gerði sig kláran til að róa á sjó út í fjörunni undan Stykkishólms- kirkju fyrir skemmstu. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að hér voru á ferð 30 meðlimir Sjókajakafélags Islands ásamt meðlimum Ultima Thule Expeditions, en Ultima Thule hafa staðið fyrir kajakferð- um víða innanlands og erlendis. Róið var í kringum eyjarnar í Breiðafirðinum. Flestir úr hópnum voru alvanir en inn á milli voru ó- vanir sem gátu valið um styttri ferðir með leiðsögn. Kajakræðarar voru heppnir með veður, stillt var og hlýtt. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem róið er í skipulögðum hópum frá Stykkishólmi og standa vonir til að meira verði um slíkt. EE. Góður árangur Skagamanna Hið árlega ESSO sundmót fór fram í Jaðarsbakkalaug á Akranesi dagana 2. - 4.júní. Um 300 þátttak- endur voru á mótinu. Það var Keflavík sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni, en IA lenti í öðru sæti. Margir sundmenn héðan náðu góðum árangri og var Akur- Guðgeir Guðmundsson nesingurinn Guðgeir Guðmunds- son kosinn sundmaður mótsins. Hann sigraði í öllum sínum grein- um og Kolbrún Yr Kristjánsdóttir gerði sér lítdð fyrir og lék sama leik- inn. Einnig komust á verðlaunapall: Elín M. Leósdóttdr, Anna L. Ar- mannsdóttir, Jóhann Ragnarsson, Agúst Júlíusson, Óli Valur Þrastar- son, Leifur Grétarsson, Hinrik Þ. Guðbjartsson, Þorbjöm Heiðars- son, Stefán Atli Olason, Aþena Júl- íusdóttir, Hulda Halldórsdóttir og Karitas Jónsdóttir auk þess sem sveitir IA gerðu það gott og unnu tvö gull-, ein silfur- og tvenn bronsverðlaun. I ár var slegið Islandsmet á mót- inu þegar Orn Arnarson, sundmað- urinn knái úr SH, bætti sitt eigið met í 400 m skriðsundi um sek- úndu. SÓK Hlaupakonur í ham Hópur kvenna af Akranesi æfir stíft þessa dagana fyrir hið svokallaða Brúarhlaup milli Danmerkur og Sví- þjóðar yfir Eyrarsundið, en það er haldið í tilefni opnunar nýrrar brúar og gangna þar á miUi þann 12. júní næstkomandi. Hlaupið hefst við munna ganganna í Kastrup, en göngin eru um fjögurra kílómetra löng og Hggja um 20 m tmdir sjávar- máli. Eftir það tekur við 4 km löng eyja, þá brúin sem er 8 km og loks hlaupa þátttakendur 5 km í Svíþjóð eftir að brúnni sleppir. Alls em þetta rétt rúmlega 21 km eða hálfmaraþon. Aætlað er að um 90.000 manns muni taka þátt í hlaupinu og verða 15.000 ræstir á hverri klukkustund. Að sögn Sigríðar Ragnarsdóttur, tilvonandi Brúarhlaupara, eru þær tíu sem ætla sér að hlaupa Brúarhlaupið ásamt einum fylgifiski. Fyrirtækið Aqua á Akureyri styrkir þær með því að leggja til boh og húfur. Sigríður segir þetta aðallega til gamans gert, en um tvö ár eru síðan þær skráðu sig í hlaupið og æfingar hafa staðið yfir síðan. SÓK Nokkrir af þátttakendunum í skemmtiskokki. Mynd: SOK Akraneshlaupið Akraneshlaupið fór ffam á Akra- nesi laugardaginn 3.maí síðasthðinn, en það hefur verið árlegur þáttur í bæjarlífinu síðasdiðin 8 ár. Að þessu sinni sáu Ungmennafélagið Skipa- skagi og Sjálfsbjörg um hlaupið í sameiningu. Um 250 manns létu skrá sig í hlaupið og voru þeir á aldrinum 2-76 ára og elsti keppandinn, Þor- steinn Þorvaldsson, lét sig ekki muna um að hlaupa hálfrnaraþon (21 km). Hann var annar tveggja Skagamanna sem það gerðu, en rúmlega 40 manns voru skráðir. Af þessum 40 kom Dan- íel Smári Guðmundsson fyrstur í mark og er hann því íslandsmeistari í hálfmaraþoni þetta árið, því hlaupið var Islandsmót. Boðið var upp á 10 km hjólreiðar og Skagamaðtirinn Kristinn Einarsson sigraði þar auð- veldlega. I 10 km hlaupi var aldurs- flokkaskipting, en fyrstur allra kepp- enda í mark var Hugi Harðarson, enda var hann á hraðferð þar sem næsti áfangastaður var hans eigið brúðkaup! Margir af yngri kynslóð- inni nýttu sér þann möguleika að fara 3,5 km á línuskautum og fyrstur þeirra varð Sveinn Kristjánsson. Keppendur fengu gott hlaupaveður og allir fengu þeir bol, verðlaunapen- ing, veitingar og firítt í Bjamalaug að hlaupi loknu. Einnig var dregið úr rásnúmerum einstaklinga og fengu nokkrir heppnir þátttakendur vinn- inga. SÓK • HtM* tcm.m * tw*wc*,i m I mmmmáaa&mMMá Keppendur stinga sér til sunds. Rúnar Mdr d góðri siglingu og í glæfralegu stökki d mótorkrosshjólinu d Breiðinni Mótorkross í Snæfellsbæ Fyrir ári síðan rissaði Rúnar Már Jóhannsson, sjómaður f Ólafsvík og vélahjólaáhugamaður, upp hug- myndir sínar að keppnishring fyrir mótorkross sem staðsettur skyldi á Breiðinni skammt utan við Ólafevík- urenni. Rúnar Már, ásamt félögum sínum tveimur, þeim Svani Tómassyni og Tómasi Sigurðssyni, sem reka verktakafyrirtæki, voru búnir að velta þessu fyrir sér í tvö ár og lém loks verða af því þegar þeir sóttu um hjá bæjarstjóm Snæfellsbæj- ar. Umsókn þeirra fékk góðar viðtök- ur hjá bæjarstjóm og affakstur þess má sjá á 1300 metra langri braut sem Rúnar már, áhugamenn um mótor- kross í Snæfellsbæ og bæjarstarfe- menn hafa útbúið. Fyrsta mótor- krossmótið á brautinni er fyrirhugað þann 2. júlí n.k. “Með tilkomu brautarinnar gefet gott tækifæri til að endurlífga BDCON sem var mótorkrossklúbbur og blása nýju hfi í starfeemina. I kringum félagsskapinn standa 15-16 manns og nær áhuginn alla leið ffá sjötugu og niðri í 4 ára, þó vafamál sé hvort sá yngsti fí strax tækifæri til að keppa”, segir Rúnar. EE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.