Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Qupperneq 5

Skessuhorn - 08.06.2000, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 5 S2ESSUHOBKI Bjartsýni er mikil og góð dyggð og gott að láta ekki hugfallast, þótt eitthvað virðist bjáta á. Hins vegar getur þetta eins og annað farið út í öfgar. í sögunni um Birting eftir Voltaire er persónan Altúnga sem upp- ástendur, hvað sem á gengur, að við lifum í hinum besta heimi allra hugsanlegra heima. Þetta er Pollýönnuleikur í æðsta veldi, og nú er leiðarahöfundur Morgunblaðsins orðinn hinn íslenski Altúnga og hin þjóðlega Pollý- anna. Leiðarinn 31. maí síðastliðinn var ein- hver hlægilegasta ritsmíð sem lengi hefur sést; fyrirsögnin var „Þjóðfélag án vanda- mála“ og þar hrósaði höfundurinn happi yfir því að við á íslandi skyldum ekki eiga við að glíma ýmis þau vondu vandamál sem hijá ýmsar aðrar þjóðir og má það vissulega til sanns vegar færa. En þegar leiðarahöfundur- inn fór síðan að hælast um af því að öll okkar vandamál fyrr á öldinni væru líka leyst, þá fór heldur betur að slá út í fyrir manninum. Margt er að vísu satt og rétt um vandamál sem virtust stór á sínum tíma en hafa nú annaðhvort eða verið leyst en annað er tómt þvaður. Til dæmis segir: „Frá því seint á 9. áratugnum hafa harðar deilur staðið um fisk- veiðistjómunarkerfið. Ýmislegt bendir til að tími friðar á þeim vígstöðvum sé í nánd.“ Ýmislegt bendir til! Það er von að hann nefni ekki hvað það er sem bendir til íriðar um þessi mál - þvi það er að minnsta kosti hulið öllum öðram. Og vaxandi deilur um virkjanir og umhverfis- mál era afgreiddar þannig að nýjar virkjanir muni fara í umhverfismat. Þar með séu allar deilur úr sögunni! Dásamlegast af öllu er samt hvernig hinn bjartsýni Altúnga Morg- unblaðsins afgreiðir byggðamálin en við fá- vísir svartsýnismenn héldum að þar væri við stóran og vaxandi vanda að glíma, enda segja allar heimildir að fólksflóttinn frá landsbyggðinni sé meiri hér en í öðrum sam- bærilegum löndum. En Altúnga hefur engar áhyggjur: „Byggðavandinn snýst ekki um það, hvort leggja eigi áherzlu á að halda landinu öllu í byggð, heldur hvemig eigi að gera það.“ Þar með er það vandamál þegar meirog minna leyst og hægt að komast að þessari niðurstöðu: „Við erum komin á svip- að stig og nágrannaþjóðir okkar á Norður- löndum hafa verið á um skeið, það liggur við að það sé skortur á ágreiningsefnum.“ Og: „Þau vandamál, sem við erum að kljást við frá degi til dags, eru minni máttar.“ Lítilræði eins og flóttinn af landsbyggðinni, hróplegt óréttlæti kvótakerfisins, vaxandi misskipt- ing auðs á íslandi, vaxandi fátækt þeirra sem minnst mega sín, vaxandi mengun, vaxandi deilur um umhverfismál, vaxandi eiturlyija- vandamál meðal unga fólksins - ekkert af þessu heldur vöku fyrir Altúngu Morgun- blaðsins. Þetta er til að mynda smáræði mið- að við að deilur um utanríkisstefnuna skuli nú vera hljóðnaðar og ekki síður þetta: „í langan tíma skiptust menn í fylkingar vegna kalda stríðsins, sem mótaði afstöðu til manna og málefna, ekki sízt í menningarlíf- inu. Efnislegt mat á verkum listamanna vék fyrir pólitísku mati. Sá tími er liðinn og kem- ur vonandi aldrei aftur.“ Undir þá ósk má vissulega taka en ætli þetta sé ekki þunga- miðjan í bjartsýniskasti Moggans. Á sínum tíma átti ljóðagerð Matthíasar Moggarit- stjóra undir högg að sækja vegna stjórn- málaskoðana hans, en nú gengur maður undir manns hönd að lofa ljóðin og prísa. Og þar með eru öll vandamál þjóðfélagsins úr sögunni, eða eru í versta falli „minni háttar". Að unga fólkið sé í sívaxandi hættu að ánetj- ast lífshættulegum eiturlyfjum er smáræði miðað við þá dásemd að þau geta nú í vímunni lesið ljóð Matthíasar án þess að ótt- ast að vinstrimenn gefi þeim illt auga. Litlu verður Vöggur feginn, segir þar. Það er svo gaman hjá mér og ég er svo vel heppnaður tappi, þar með hlýtur að vera æðislegt hjá öll- um. Þetta væri náttúrlega fyrst og fremst fyndið ef álíka „bjartsýni" og „lífsgleði" stjórnarherranna 1 landinu, ekki síst Davíðs Oddssonar, virðist ætla að leiða til að við fljót- um sofandi að feigðarósi nýrra og stórra vandamála sem því miður sýna okkur fram að við lifum aldeilis ekki ennþá í hinum besta heimi allra heima ... Illugi Jökulsson ATVINNA - ATVINNA | | Vegna framkvæmda við verslunarmiðstöbina Smáralind í Kópavogi viljum við ráða vana trésmiði eða byggingarverktaka til starfa I Upplýsingar í síma 544 4120 I á skrifstofutíma 5 i s I Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við lögreglustöðina í Borgarnesi, föstudaginn 16. júní 2000, kl. 17:00, hafi þær ekki verið áður afturkallaðar EK-085 TI-899 GX-457 GL-367 GR-940 IA-420 PF-912 Einnig verður boðið upp mikið magn af notuðum skrifstofuhúsgögnum og ymsir óskilamunir, svo sem reiðhjól. Auk þess verður boðinn upp ýmiskonar varningur t.d. 100 kg. af sykri og ýmsar tollvörur, t.d. fólksbifreið, varahlutir í mjólkurstöð, varahlutir í mulningsvél og margt fleira. 5. júní 2000 Sýslumaðurinn í Borgamesi ISTAK Verkfræðiþjónusta Akraness ehf. fyrir hönd Hótels Hellissands ehf. óskar eftir tilboðum í verkið: YTRI FRÁGANGUR, LAGNIR OG INNRIFRAGANGUR tilheyrandi hótelbyggingar félagsins að Klettsbúð 9, 360 Hellissandi Hótelbyggingin er tvær hæðir auk þakrýmis. 1. hæð er 430 m2, 2. hæð er 438 m2. Heildarrúmmál er 3.138 m3. Burðarvirki 1. og 2. hæðar verða risin 1. ágúst n.k. Helstu verkþættir eru: Ytri frágangur: purðarvirki þaks og ytri klæðningar þaks Isetning glugga og hurða Bycjging skyggna og skjólveggja Stalstigar utanhúss Lagnir: Fráveitulagnir innanhúss Vatnslagnir innanhúss Hitalagnir og ofnar i Loftræsting og tilh. vélbúnaður Hreinlætistæki 5 Raflagnir, raftöflur og lýsing o * | Innri frágangur: Múrverk i Léttir innveggir s Málun Niðurhengd loft Gólfefni Innihurðir og innréttingar Búnaður Verktími er frá 1. ágúst 2000 til 15. mars 2001. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 5. júní 2000 á Verkfræðiþjónustu Akraness ehf. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 27. júní 2000, kl. 14.00 á Verkfræðþjónustu Akraness ehf. Kirkjubraut 56, 300 Akranes, sími 430 3600, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.