Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 ^BiasunuK.. Bætt afkoma Sparisjóðs Olafsvíkur Hagnaður Sparisjóðs Ólafsvíkur á síðasta ári nam 16,3 milljónum króna samanborið við 6,9 milljóna króna hagnað árið 1998. Þetta kom firam á aðalfundi Sparisjóðs- ins sem haldinn var á Hótel Höfða þann 9. maí sl. Arðsemi eigin fjár var 15,2% sam- anborið við 8,3% arðsemi ársins 1998. Heildareignir sjóðsins voru 752,2 milljónir króna í árslok 1999 og jukust um 180,6 milljónir króna á árinu, þar af var aukning údána 111,4 milljónir króna eða 24,4% og námu þau í árslok 567,9 m.kr. Inn- lán í árslok voru 421,9 m.kr. og höfðu aukist um 11,3% ffá árinu áður. Eigið fé Sparisjóðs Ólafsvíkur nam 123,8 milljónum króna í lok ársins 1999 og hafði aukist um 22,4 m.kr. á árinu. Eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum laga um viðsldptabanka og sparisjóði er 22,8% en samkvæmt lögunum má hlutfallið lægst vera 8%. Stjóm Sparisjóðs Ólafsvíkur var öll endurkjörin á fundinum en hana skipa Helgi Kristjánsson, Snorri Böðvarsson og Bergmundur Ög- mundsson kjömir af stofnfjáraðilum og Bjöm Amaldsson og Sveinn Þór Elínbergsson tilnefhdir af bæjar- stjóm. Sparisjóðsstjóri er Kristján Hreinsson. GE Kristján Hreinsson Borgarafundur að Lýsuhóli Fyrir skemmstu var haldinn borgarafundur að Lýsuhóli í Snæ- fellsbæ. Til fundarins boðaði Fram- farafélag Snæfellsbæjar og kom fram hjá Guðrúnu Bergmann að tilgangur fundarins væri sá að virkja metnaðinn í íbúunum í sveitarfé- laginu og eyða hrepparígnum sem ríktí á milli svæða. Víða var komið við en það sem hvað brýnast brann á fundarmönnum var fækkun bænda á svæðinu. Artæða þess mun vera hækkun á verði rojólkurkvóta en margir bændur eygja möguleika á því að selja þar sem gott verð gefst fyrir lítrann í dag. A móti kemur að verð á mjólkurkvótanum mun vera það hátt að fáir hafa bolmagn til að kaupa jörð með kvóta. Ferðamál voru mikið rædd á fundinum og menn veltu fyrir sér möguleika á aukinni þátttöku bænda í þeirri grein. Framfarafélagi Snæfellsbæjar var Fráfundinum að Lýsubóli skipt upp í þrjú svæði á aðalfundi þess sem haldinn var 10. apríl s.l. Svæðin eru: Ólafsvík og Fróðár- hreppur, Hellissandur og Rif, Hellnar/Arnarstapi/Breiðavík og Staðarsveit. Hvert svæði hefur þriggja manna stjórn en einn úr hverri stjóm skipa aðalstjórn Fram- farafélags Snæfellsbæjar. Að sögn er þetta gert tíl að efla grasrótarvínn- una á hverju svæði því áherslur geta verið mismunandi en aðalstjórnin getur síðan einbeitt sér að stóm málunum sem snúa að bæjarfélag- inu sem heild. EE Nýtt hótel opnað í dag Stór dagur að Laugum í Sælingsdal I dag, fimmtudaginn 8. júní, vígir Sturia Böðvarsson samgönguráð- herra, nýtt hótel að Laugum í Dalabyggð. Um er að ræða endur- byggingu gamla heimavistarhús- næðisins að Laugum. Eigendur hótelsins em Dalagisting ehf. sem sveitarfélagið Dalabyggð á um helmings hlut í ásamt Búnaðar- sambandi Dalamanna, Byggða- stofiiun, Flugleiðahótelum hf. og fleiri aðilum. Flugleiðahótel hf. hafa tekið hótelið á leigu og mun sjá um rekstur þess undir merkj- um Edduhótela. Undirbúningur að ffamkvæmdum við byggingu hótelsins hófst á síðasta ári. Framkvæmdimar hófúst í byrjun janúar og lýkur skv. áætlun við vígslu hótelsins. Framkvæmdimar em fólgnar í endurgerð á 22 herbergjum með samtals 40 rúmum. Öll herbergi era með snyrtingum, síma, sjónvarpi og þeim þægindum sem til staðar em í 3ja stjömu hótelum. Jafnframt hef- ur verið útbúin glæsileg móttaka á- samt 30 manna fullbúnum fúndarsal þar sem ró og næði verður tíl að fúnda í fjarska ffá erh þéttbýlisins en um leið í nánum tengslum við nátt- úruna. Byggingingin er alls um 750 fer- metrar. Aætlaður kostnaður við verk- ið er um 70 milljónir króna sem fjár- magnaður er með eigin fé að stærst- um hluta. Þá hefur Ferðamálasjóður veitt 25 milljóna króna lán til ffam- kvæmdanna. A Laugum em fýrir um 23 herbergi þannig að samtals tekur hótelið um 100 manns í gistingu auk svefnpokagistingar. Þá er á staðnum fullbúið íþróttahús með tækjasal, útisundlaug og heitum pottum. Hótelstjóri verður Þurý Bára Birg- isdóttir en yfirkokkur Þráinn Lárus- son. Matargerðin að Laugum verður á þjóðlegum nótum, en við matseld- ina verður notað íslenskt hráefiú, m.a. heimafengnar kryddtegundir auk fjölbreyttra osta ffá Mjólkursam- laginu í Búðardal. MM Umsvifhjá Atvinnuráðgjöf í vikunni var gengið frá ráðningu Vífils Karlssonar sem sérfræðings hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Vífill fer í fúllt starf hjá Atvinnu- ráðgjöfinni en mun áfram sinna stundakennslu við Samvinnuhá- skólann á Bifröst þar sem hann hef- ur undanfarin ár starfað sem lektor auk þess að vera aðstoðarrektor skólans s.I. ár. Ólafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands segir að með þessu samkomulagi sé markvisst verið að efla tengsl Samvinnuháskólans og Atvinnuráðgjafarinnar. Auk ráðningar Vífils hefur verið samið við Ingu Huld Sigurðardótt- ur um starf ráðgjafa í ferðaþjón- usm með aðsetri í Gmndarfirði. Ráðning hennar er til áramóta eða á meðan Sigríður Hrönn Theo- dórsdóttir vinnur að sérverkefni fyrir Dalabyggð sem byggist á efl- ingu búsetuskilyrða í Dalasýslu. Auk þeirra vinnur Asthildur Sturludóttir nú fyrir Atvinnuráð- gjöfina að fjögurra mánaða sér- verkefni í Stykkishólmi sem er út- tekt á því hvernig hægt er að nýta heita vatnið til heilsutengdrar þjónustu. MM ATVINNA - ATVINNA Handlaginn maður, vanur pípulögnum óskast til starfa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst Vatnsverk / Guðjón Árnason 437 1235 892 4416 896 3142 _______________________________ Bílstjórar! - afleysingar- Olíudreifing ehf. leitar að meiraprófsbílstjórum til sumarafleysinga í Borgarnesi og á Akranesi Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Guðmundsson í síma 550-9933 Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkoninir í heiminn um leið og nýbökuðum for- eldrum eru færðar hamingjuóskir. 29. maí kl. 18:43 - Sveinbam - Þyngd: 3370 - Lengd: 50 cm. Foreldrar: Inga Hólmfríður Gunnars- dóttir og Jónas Þorkelsson, Borgamesi. Ljósnmir: Lóa Kristinsdóttir. 30. maí kl. 09:50 - Sveinbam - Þyngd: 4405 - Lengi. 57 cm. Foreldrar: Laufey Logadóttir og Franklín S. Ævarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna E. Jónsdóttir. Með á myndinni eru systur sveinsins þær Hafdís og Aníta. 3275 - Lengd: 50 cm. Foreldrar: Andrea Huld Jóelsdóttir og Þorsteinn lngi Vignisson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Bjömsdóttir. 12. maí kl. 13:09 - Meybam - Þyngd: 2875 - Lengd: 48,5 cm. Foreldrar: Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Pétur Pétursson, Geirshlíð, Flókadal. Ljósmóðir: Guðlaug Pálsdóttir, Land- spítala. 28. maí kl. 09:10 - Sveinbam - Þyngd: 4545 - Lengd: 56 cm. For- eldrar: Freyja Guðjónsdóttir og Guðni Rafn Asgeirsson, Borgamesi. Ljósmóðir: Anna E. Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.