Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 15 Karitas Osk Olafsdóttir besti spilarinn. Mestu framfarir eldri spilara sýndti Birgitta Asgeirsdóttir og Friðrik Guðjónsson. Akranesmeistaramót í badminton 1999 - 2000 Sunnudaginn 21. maí sl. var hið árlega Akranesmeistaramót í bad- minton haldið. Keppt var í flest- um aldursflokkum auk þess sem foreldrar kepptu með börnum sín- um. Fjöldi keppenda var í kring- um 70 og var mjög hörð og skemmtileg keppni í öllum flokk- um. Eftir keppni var haldið loka- hóf Badmintonfélags Akraness á Hótel Barbró þar sem veitt voru ýmis verðlaun fyrir mótið ásamt því að valdir voru efnilegustu keppend- ur og besti badmintonspilari tíma- bilsins. Þá voru einnig veitt sér- verðlaun fyrir útburð á dagatali fé- lagsins. Akranesmeistarar í bad- minton voru eftírtaldir: skell Skagastuikur sóttu ekki gull í greipar KR-kvenna síðastliðinn fimmtudag. Leiknum lauk með stór- sigri heimaliðsins 11-0. Skagastúlk- ur eru í 6. sæti í deildinni með þrjú stig efdr þrjár umferðir. Næsti leikur IA í úrvaldeild kvenna er þriðjudag- inn 13. júní kl. 20.00 á Akranesvelli en þá fa Skagastúlkur Vestmannaey- inga í heimsókn. GE Skallagrítnur úrleik Skallagrímur er úr leik í bikar- keppni KSI í meistaraflokki karla effir 1-3 ósigur gegn Þrótti úr Reykjavík á Borgarnesvelli síðast- liðið mánudagskvöld. Emil Sig- urðsson skoraði mark Skallagríms. GE Bikarsigur Lið IA U-23 vann stórsigur á Stjörnunni U-23 í Bikarkeppni karla í knattspyrnu á Stjörnuvelli í Garðabæ síðastliðinn laugardag. LTrslit leiksins urðu 1- 5 og þeir Hjálmur Dór Hjálmsson (2) Jó- hannes Gíslason (2) og Guðjón Sveinsson skoruðu mörk Skaga- GE manna. Bruni úr leik Boltafélagið Bruni er úr leik í Bikarkeppni karla í Knattspyrnu eftír tap gegn IBV23 1 -6 í Vest- mannaeyjum síðastliðinn laugardag. U-ll Kristján Aðalsteinsson (gull), Bjartmar M. Björnsson (silfur) Harpa Jónsdóttir (gull), Ólöf Vala Schram (silfur) U-13 Hjalti Jónsson (gull), Guðjón Jónsson (silfur) Karitas Ósk Ólafsdóttír (gull), Hanna M. Guðbjartsdóttír (silfur) U-15 Stefán Jónsson (gull), Hólmsteinn Valdimarsson (silfúr) Irena Jónsdóttir (gull), Guðrún Gunnarsdóttir (silfur) Eldri: Aðalsteinn Huldarsson (gull), Friðrik Guðjónsson (silfur) Trimxn: Birgir Birgisson (gull), Jón Allansson (silfur) Foreldrar og bam: Aðalsteinn Huldarsson og Helga Aðalsteinsdóttir (gull), Jón Allansson og Hjalti Jónsson (silfur) Besti badminton spilari tímabilsins: Karitas Ósk Ólafsdóttir Mestu firamfarir yngri spilara: Kristján Aðalsteinsson og Harpa Jónsdóttir Mestu firamfarir eldri spilara: Friðrik Guðjónsson og Birgitta Asgeirsdóttir Verðlaun fyrir útburð á dagatali: Olafur Björnsson Jón Allansson Frá leik HSH og GG. s HSH með þeim stóru Afram í bikamum HSH vann góðan sigur á GG frá Grindavík í bikarkeppni KSI síð- astliðinn laugardag. Lokatölur urðu 2 -1 og skoraði Helgi Már fyrra mark HSH en það síðara var sjálfsmark eftir homspymu. Með sigrinum er HSH komið í 32ja liða úrslit sem leikin verða 14 og 15. júní nk. en þá bætast úrvals- deildarliðin í pottinn. Snæfellingar fá Keflavík í heimsókn og er full ástæða til að búast við spennandi leik. EE Bruni sigraði Bmni vann góðan sigur á Þrótti í Vogum í 3. deildinni í knatt- spymu karla síðastliðinn mið- vikudag. Leikurinn fór fram á Vogavelli og skomðu Bmna- menn firnm mörk gegn tveimur mörkum heimamanna. Mörk Bmna skomðu þeir Hermann Geir Þórsson, Stefán Ólafsson, Reynir Jónsson, Asgeir Ólafúr Ólafsson og Jón Þór Hauksson. Bruni hefur unnið báða sína leiki í A riðli þriðju deildar og er í efsta sætinu ásamt Fjölni úr Grafarvogi. Næsti leikur Bruna er gegn Barða- strönd föstudaginn 9. júní kl. 20.00 á Akranesvelli. HSH lék einnig í deildinni síð- astliðinn miðvikudag og mætti Njarðvíkingum á heimavelli. Leik- urinn endaði með jafntefli 2-2. Næsti leikur HSFI er gegn Þrótti Vogum næstkomandi laugardag kl. 14.00 á Hellissandsvelli. GE Fyrstu stíg Skallagríms Sindri 0, Skallagrímur 1 Skallagrímsmenn gerðu góða ferð á Hornafjörð síðastliðinn fimmtudag er þeir lögðu nýliða Sindra að velli í 1. deild karla í knattspyrnu. Skallagrímsmenn áttu sinn besta leik það sem af er þessu sumri og áttu nokkur ágæt færi í leiknum. Sigurmarkið kom á 56. mínútu þegar Skallagríms- menn fengu vítaspyrnu. Alexander Linta tók spyrnuna en Cardaklia markvörður Sindra varði. Emil Sigurðsson fylgdi hinsvegar fast á eftir og skoraði af öryggi. GE Slakur leikur í Gríndavík Grindavík 1 : ÍA 0 Skagamenn áttu sinn lélegasta leik á þessu sumri er þeir sóttu Grindvíkinga heim fimmtudag- inn 1. júní. Gott skot Alexanders Högnasonar í fyrri hálfleik, sem Albert Sævarsson markvörður Grindvíkinga varði með naum- indum, og gott færi sem Hjörtur Hjartarson skapaði sér í lok leiks- ins voru það eina sem gladdi augu áhangenda IA. Grindvíkingar áttu hinsvegar fjölmörg færi og unnu verðskuldaðan sigur. Það var Paul McShane sem skor- aði sigurmarkið á 55. mínútu en á 90. mínútu voru Grindvíkingar ó- heppnir að bæta ekki öðru marki við þegar Ólafur Flóventsson skaut ffamhjá fyrir opnu marki af tveggja metra færi. Fáeinum sekúndum seinna urðu Skagamenn fyrir áfalh er Gunnlaugur Jónsson var reldnn af leikvelli með tvö gul spjöld á bakinu. Gunnlaugur var annars besti maður- inn í slöku liði IA. Lið IA: Ólafúr Þór Gunnarsson, Pálmi Haraldsson, Sturlaugur Har- aldsson, Gtmnlaugur Jónsson (brott- vístrn 90.mín), Reynir Leósson, Jó- hannes Harðarson, Alexander Högnason, Haraldur Hinriksson (- Andri Karvelsson 58. mín), Kári Steinn Reynisson, Hálfdán Gíslason (Hjörtur Hjartarson 67. mín), Bald- ur Aðalsteinsson (Grétar Rafn Steinsson 4ó.mín). GE Stefán tíl Stoke Stefán Þórðarson knattspyrnu- maður sem lék með Uerdingen í þýsku 1. deildinni í vetur leikur ekki með Skaganum í sumar eins og ráð var fyrir gert. Stefán gekk frá þriggja ára samningi við enska 2. deildarliðið Stoke City síðastlið- inn fimmtudag. Hann fer beint í hvíld áður en æfingar hefjast hjá Stoke og leikur því ekkert með IA í sumar. Hinsvegar eru líkur á að eiginkona Stefáns, Magnea Guð- laugsdóttir, leiki með kvennaliði IA hluta úr sumrinu. Það má samt sem áður búast við að Stefán leiki einn leik á Skagan- um í sumar en þá á móti sínum gömlu félögum því Stoke verður á Islandi dagana 12.-19. júlí og leik- ur þrjá æfingaleiki, m.a. við IA, föstudaginn 14. júlí. GE Golfað í sudda. Golf í sudda Fyrsta innanfélagsmót golf- klúbbssins Vestarr á nýbyrjuðu sumri var haldið á Bárarvelli fyrir stuttu. Eitthvað virtust veðurguðim- ir hafa meiri áhuga að væta flatirnar, en að bjóða upp á blíðviðri, þannig að félagsmenn bjuggu sig vel undir keppnina, og vopnaðir regnhlífúm og regnfatnaði, var hvert meistara- höggið á fætur öðm slegið. Slegnar voru 9 holur eftír sérreglum og var þátttaka þokkaleg. Það vom veit- ingastaðurinn Kristján IX í Grund- arfirði og Sól Víking sem voru helstu smðningsaðilar þessa fyrsta móts sumarsins. EE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.