Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 sbessuh©bki WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akrones) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgames) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Mognús Mognússon 852 8598 Ritstjóri og úbm: Gísli Einorsson 852 4098 Internetþjónusto: Bjarki Mór Korlsson 899 2298 Bloðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 Iþróttafréttoritori: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingor: Hjörtur Hjortorson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg 8. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkolestur: Ásthildur Mognúsdóttir og Mognús Mognússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: Isafoldarprentsmiðjo hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 Hnegg Við íslendingar erum að upplagi sér- lundaðir sveitamenn og því hefur það háð okkur tilfinnanlega að við kunnum okkur ekki í samskiptum við erlendar þjóðir. Við brúkum enga hirðsiði heima fyrir og höfum ekki lagt slíkt fyrir okkur ffá því íslensk sálmaskáld voru að sleikja sig upp við Noregs- kóng fyrir þúsund árum eða svo. Þeirra aðferð fólst í því að halda um löpp konungs á meðan þau þuldu lummuleg lof- kvæði sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Fram til þessa höfum við tekið á móti erlendum gestum af aðalsættum á malbikinu í Keflavík með úfinn og illa greiddan forsætisráðherra í forgrunni og litlar og sætar blómastúlkur honum til stuðnings. Slíkt sæmir ekki sjálfstæðu lýðveldi sem telur sig öðrum ffernra miðað við höfðatölu. Nú horfir þó til betri vegar. Loks ætlum við brúka tilhlíðilega mannasiði og mæta kóngafólki í Keflavík með fullri reisn, á fjórum fótum. Nú eiga íslenskir gæðingar nefnilega að leysa blómastúlk- urnar af hólmi og Kóngar og keisarar, hertogar og háttsettir embættismenn fá loks viðtökur sem þeim sæmir, hrossahlátur og ilminn af nýskitnu hrossataði. Enn er þó óleyst það vanda- mál að íslenskir alsparihestar verða svo nervösir í nágrenni við kollega sína úr samgöngubransanum, flugvélarnar, að ég hef á- hyggjur af þessu, ég verð að segja það. Hávaðinn í þessum vængjuðu stálbikkjum pirrar hina glæstu fáka og þeir gæm því átt það til að hegða sér ósæmilega á viðkvæmum augnablikum. Þá eru ekki önnur ráð en að dusta rykið af gömlu jálkunum sem komnir eru að fótum ffam og hafa ekki lengur þrek til að ókyrrast. Því má búast við að Lati - Jarpur, Blindi - Brúnn og Hálfdauði - Hosi eyði sínu ævikvöldi á Keflavíkurflugvelli. Eg fagna því að sjálfsögðu að vel sé tekið á móti stórhöfðing- um og þeim verði allur sómi sýndur. Við eigum að tjalda því sem til er og umffam allt að hampa því sem er þjóðlegt og gott. Það er hinsvegar tilhneyging stjórnvalda að skrumskæla, mis- þyrma og afskræma góðar hugmyndir. Þótt fátt sé þjóðlegra en ekta íslenskur húðarjálkur er fátt óþjóðlegra en að tilla á hrygginn á honum sléttrökuðum og pasturslitlum ungsveinum í spjátrungsklæðum. Atvinnuhestamenn láta nefhilega ekki sjá sig á almannafæri í dag öðru vísi en íklæddir aðskornum nælonbrókum, plaststígvélum og í jökkum með axlapúðum. Rétt eins og breskir pólóleikarar. Enn ósmekklegra þykir mér þó ef við ætlum að láta íslenskar konur heilsa útlenskum höfð- ingjum með útglennta fætur, sitjandi klofvega á klárum sínum. Ef móttökurnar eiga að vera þjóðlegar þá sendum við út á völl alvöru karlmerm í karlamannaklæðum og kvenlegar konur sem ríða í söðli eins og sönnum dömum sæmir. Eina viðeig- andi lausnin er sú að fljúga með allra heldristéttar menn beint í Skagafjörð, mistöð íslenska hestsins. Þar yrðu öll vandamál leyst í einu lagi. A Sauðárkróki er flugvöllurinn í hesthúsa- hverfinu og klárarnir því ekki vanir að kippa sér upp við smá- muni. Ekki þyrfti heldur að dröslast með þá langar leiðir í öðr- um farartækjum. Þá væru engir bemr til þess fallnir að taka vel á móti konungum en Skagfirðingar. Þeim væri allavega vel treystandi til að koma almennilega ríðandi og sómasamlega klæddir, í vaðmálsbuxum og lopapeysu og með vasapela í ull- arsokk. Veljum íslenskt! Gísli Einarsson, þjóðháttafræðingur skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is bokhold@skessuhorn.is Tveir ísfisktogarar smíðaðir í Kína Þeir fyrstu í rúmlega 20 ár Undirritaðir hafa verið samning- ar um smíði tveggja nýrra ísfisk- togara í Kína og eru það fyrstu togararnir sem smíðaðir hafa verið fyrir íslenskar útgerðir í rúmlega tuttugu ár. Utgerðimar sem standa að smíðinni eru Guðmundur Runólfsson hf í Gmndarfirði og Gullberg ehf á Seyðisfirði en skipin em hönnuð af Skipatækni. Togararnir eru 52 metra langir og verða útbúnir fyrir 18 manna á- hafnir. Auk þess að skrifa undir samning um smíði þessara tveggja togara hefur Skipatækni undirritað viljayfirlýsingu við skipasmíðastöð- ina í Kína um smíði þriggja togara í viðbót eftir sömu teikningum. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Guðmund- ar Runólfssonar, segir að það sé alls ekki verri kostur að smíða ísfisk- togara en frystitogara því þetta nýja skip komi til með að skapa mikla og nýja möguleika fyrir útgerðina. EE Meiri að- greiningar þörf Gert að aðskilja rekstur sumarhótels frá annarri starfsemi Samkeppnisráð gaf í liðinni viku út ákvörðunarorð vegna kvörtun- ar lögffæðings Hótels Borgamess um rekstur Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri á smnarhóteh. Kvartandi segir að í krafri opin- berrar vemdar og Ijármagns bjóði sumarhótelið upp á verð á gist- ingu sem aðrir geti ekld boðið. I ákvörðunarorðum vegna kvört- unar Hótels Borgarness segir Sam- keppnisráð m.a.: „Til að taka af all- an vafa um að rekstur sumarhótels Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri sem rekið er í samkeppni við aðra aðila sé ekki niðurgreiddur af tekjum af annarri starfsemi Land- búnaðarháskólans eða fjárframlög- um til hans mælir Samkeppnisráð, á grandvelli 2. mgr. 14. gr. sam- keppnislaga nr. 8/1993, fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli rekstrar sumarhótels Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri og ann- arrar starfsemi Landbúnaðarhá- skólans.” I fjárhagslegum aðskiln- aði samkvæmt framansögðu felst að sumarhótelið skal rekið í sérstakri efhahagslegri einingu innan Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri. Reikningshald einingarinnar skal vera sjálfstætt og reikningsskil gerð í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga. Reikningsskil eining- arinnar skulu liggja fyrir opinber- lega með sambærilegum hætti og almennt gerist. Þegar fjárhagslegur aðskilnaður á sér stað skal gera stofhefnahagsreikning. Þær eignir sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri leggur sumarhótelinu til skulu yfirfærðar á markaðsverði ef þess er kostur, annars á endur- kaupsverði að ffádregnum hæfileg- um afskriftum. Einnig segir í á- kvörðunarorðunum að skuldir sumarhótelsins við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri skulu bera markaðsvexti en óheimilt er að sumarhótelið skuldi Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri annað en lán vegna yfirtöku eigna í upphafi og lán vegna eðlilegra viðskipta. Ef sumarhótelið nýtir sér yfirstjórn, stoðdeildir, fasteignir, tölvuvinnslu eða annað sameiginlega með Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri skal greiða fyrir það eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Ef markaðsverð liggur ekki fyrir skal miða við kostnaðar- verð að viðbættri hæfilegri álagn- ingu. Landbúnaðarháskólanum er gert samkvæmt úrskurði Sam- keppnisráðs að láta fara fram fjár- hagslegan aðskilnað samkvæmt framansögðu eigi síðar en 1. janúar árið 2001. MM Póstþjónusta í dreifbýli Pósfyassar færðir frá húsunum Um síðustu mánaðarmót hóf ís- landspóstur að dreifa pósti daglega á póstsvæði 311 sem er dreifbýli Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar og Mýrasýslu. Undanskilið er þó Reykholtsdalur og hluti Flókadals sem hafa póstnúmer 320. íbúar á svæðinu hafa tekið þessari auknu þjónustu fagnandi en margir hafa þó gert athugasemd við bréf sem sent var til kynningar á breytingun- um. Þar kemur fram að póstkassar skuli staðsettir við þjóðveginn þar sem heimreiðar eru ekki lengri en 500 metrar en víða á svæðinu eru kassarnir heima á hlaði. Séu þær lengri skal póstkassinn staðsettur 500 metra frá heimili. “Eg tel þetta vera lítilsvirðingu við dreifbýlið. Engum dytti í hug að bjóða íbúum þéttbýlis upp á að labba 500 metra að póstkassanum sínum,” segir Ólafur Guðmunds- son byggingafulltrúi í Hrossholti á Snæfellsnesi. “Eg fæ mjög mikinn póst vegna míns embættis og alls konar póst sem ekki kemst í póst- kassann og ég hef ekki fengið að vita hvort það verður skilið eftir 500 metra frá bænum þar sem það er í hættu,” segir Ólafur. Þór Reynisson stöðvarstjóri ís- landspósts á Akranesi sagði að ekki væri ætlunin að fara með neinu of- forsi í þessu máli. “Það sem um er að ræða er að fylgja samræmdum reglum sem gilda fýrir allt landið. Aðstæður verða skoðaðar á hverj- um stað fyrir sig og póstkassinn staðsettur í samráði við íbúana,” segir Þór. Hann sagði að áfram yrði farið með póstkröfur og ábyrgðar- bréf heim að dyram. GE Nýr aðstoðar- rektor Nýlega samþykkti Skóla- nefnd Samvinnuháskólans til- lögu rektors um ráðningu á Bjarna Jónssyni lektor í stöðu aðstoðarrektors háskólans. Víf- ill Karlsson núverandi aðstoð- arrektor mun að eigin ósk hverfa að kennslustörfum og rannsóknum auk þess að taka við starfi sérfræðings hjá At- vinnuráðgjöf Vesturlands eins og greint er frá á öðrum stað í Skessuhorni í dag. Til skólans hafa nú verið ráðnir tveir hagfræðingar frá 1. ágúst nk. Þetta era þeir Magnús Arni Magnússon og Þorbergur Þórsson. Magnús Árni hefur í vor kennt við fjarnámsdeild BS deildar skólans. Hann stundar nú doktorsnám í Cambridge á Englandi. Þorbergur hefur ný- lokið meistaragráðu í hagfræði en er helst þekktur fyrir störf sín að þýðingum, m.a. á Bláu bók Wittgensteins og Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith. MM Þriðjungur fílar Björk Þátttaka í netkosningu Skessuhornsveflarins fer vax- andi og í síðustu viku tóku 185 lesendur þátt í kosningunni. Spumingin var stutt og hnit- miðuð: „Fílarðu Björk?“ Tæpur þriðjungur eða 61 kjósandi svaraði já, en 124 svör- uðu neitandi, þannig að þeir sem ekki „fíla“ listakonuna svona prívat og persónulega era helmingi fleiri en hinir þótt vafalaust gleðjist flestir yfir vel- gengni hennar. Ný könnun er þegar hafin á Skessuhomsvefnum og stendur hún yfir ff am á næsta þriðjudag. Spurt er hvort verslanir á Vest- urlandi séu samkeppnisfærar við höfuðborgarsvæðið. Skessuhorn hvetur alla til að taka þátt í kosningunnni, hún er öllum opin en þó er ekki hægt að kjósa tvisvar röð. Nýr leikskólastjóri Sigríður Gréta Þorsteins- dóttir leikskólakennari hefur verið ráðin leikskólastjóri leik- skólans í Olafsvík. Þar hefur ekki verið starfandi faglærður leikskólakennari um nokkurn tíma. Fráfarandi forstöðumaður leikskólans Guðrún Karlsdóttir þroskaþjálfi verður aðstoðar- leikskólastjóri. GE Vegafram- kvæmdir Vegaffamkvæmdir eru nýlega hafnar á milli Arnarstapa og Hellna. Um er að ræða rúmlega þriggja b'lómetra kafla sem verður tilbúinn með bundnu slitlagi í haust. Það er verktaka- fyrirtækið Stafnafell sem annast verkið. GE Hitaveitu- frágangur Um þessar muncilr er Borgar- verk að lagfæra götur í Stykkis- hólmsbæj þar sem grafið hefur verið fyrir nýju hitaveitunni. Gert er ráð fyrir að í fyrri um- ferð verði skurðum lokað og síðán verði lögð klæðnig yfir viðkomandi götur. Þegar hafa 210 hús tengst hitaveitunni í Stykkishólmi og er gert ráð fyr- ir að 3 80 til 400 hús verði tengd að lokurn. EE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.