Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Qupperneq 1

Skessuhorn - 08.06.2000, Qupperneq 1
Ertu að tapa stórfé út um gluggana? Fáðu góð ráð hjá okkur og lækkaðu hitareikninginn! Sími 54 54 300 Smiðjuvegi 7, Kópavogi fax 54 54 301 www.gler.is Gáfu lang- veikum böm- um ferðasjóð Þann 30. maí síðastliðinn voru nemendur 10. bekkjar í Granda- skóla útskrifaðir. Þessir sömu nem- endur höfðu safnað í sjóð fyrir lokaferðalagi sínu síðan í 8. bekk og þegar í ljós kom að þau áttu afgang, ákváðu krakkarnir að gefa hann, 75.000 krónur, til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Vakti það að vonum athygli þar sem peningar sem þessir hafa oftar en ekki verið geymdir til að nota á næsta árgangsmóti. Það var Harald Björnsson sem dúxaði þetta árið, auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir bæði stærðfræði og samfélagsfræði. Hlaut hann að launum tæpar 30.000 krónur úr sjóði Guðmundar Bjarnasonar frá Sýruparti og skal sú upphæð notuð til framhaldsnáms. SÓK Fulltníi Umbyggju tekur við g/öfnemenda. Undirskrift samningsins á skrifstofu beejarsfjóra. Mynd: EE Styrkur til rann- sókna á jarðvatni Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Krist- inn Jónasson og Bjarni Reyr Krist- jánsson jarðfræðinemi við HI, und- irrituðu nýverið samning þess efnis að Bæjarstjórn Snæfellsbæjar styrki rannsóknarverkefni Bjarna sem felst í könnun jarðvatns á utanverðu Snæfellsnesi. Aætlað er að rann- sóknin taki tvö ár og nemur styrk- urinn einni milljón króna. Með rannsóknarverkefninu er Bjarni Reyr að ljúka mastersverk- efni í jarðfræði við Háskóla Islands. Verkefnið tekur til vatnajarðfræði, kortlagningar vatnafars og ferla sem ráða efnainnihaldi á yfirborði og grunnvatni á utanverðu Snæ- fellsnesi með sérstaka áherslu á vatnsgæði og vatnsgeng jarðlög í tengslum við núverandi og mögu- leg framtíðarvatnsból. Verkefnið byggir í megindráttum á þekkingu og reynslu á tveimur sviðum. Annars vegar á rannsókn- um og athugunum á vatnafari og hinsvegar á þeim ferlum sem ráða efnainnihaldi vatns í náttúrunni. Gagnasöfnun fyrir verkefnið tekur til gerðar korts yfir vatnafar á vest- asta hluta Snæfellsness og sýnatöku og efnagreiningar á yfirborðs- og lindarvatni á því svæði. Að sögn Kristins Jónassonar bæj- arstjóra, er mikilvægt fyrir Snæ- fellsbæ þegar verkefhinu lýkur að gert verði vatnsverndarkort og hægt verði í framhaldi af því að skipuleggja nýtingu og flokkun vatnsbóla. Það var að frumkvæði Bjarna Reys sjálfs sem ráðist var í þessar framkvæmdir og telur Krist- inn þetta nauðsynlegt verkefni. Með því nást þau markmið að vernda vatnsbólin fyrir komandi kynslóðir. EE fra kl. 1091 199 129 U9 Þjóð- lendu- mál® Gáfii klippur ©Ný gáma- stöð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.