Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Page 10

Skessuhorn - 08.06.2000, Page 10
J 10 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 jóðfegt (jom Sauðaþjófar Heilir og sælir lesendur góðir, til sjávar og sveita Nýlega bárust fréttir að því að sauðaþjófar væru að störfum á Suðumesjum. Þessu ber að fagna. Fomar atvinnugreinar þjóðlegar hafa átt undir högg að sækja allt frá upphafi iðnhylting- ar og það er löngu orðið tímabært að spyma við fótum. Á gullöld sauðaþjófnaðar mátti greinin tvímælalaust teljast til | undirstöðuatvinnuvegar og var hún stunduð um land allt, hvergi i þó eins ákaft og norðanlands. Svo stórtækir vom Húnvetningar i í þessum efnum að verðmæti jarða var jafnan metið eftir því hve • vel þær lágu við sauðaþjófnaði og enn þann dag í dag rekja hún- j vetnskir ættir sínar eftir dómabókum. Rétt er að taka fram að ■ þetta segi ég Húnvetningum til hróss. Ekki mun hann þó vera húnvetnskur, en norðlenskur þó, gj gamli húsgangurinn: Fjallakauðaforinginn fantur nauðagrófur er nú dauður afi minn Oddur sauðaþjófur Svo stoltir voru afkomendur Odds þessa af afrekum afa síns að H þeir fundu sig knúna til að snara hendunni yfir á dönsku til að gorta af þeim gamla í eyru danskra yfirvalda og kaupmanna: Bjerges-J<t:de firer rar fanten r<td med kniven er nu d<td min bedstefar Odd, den s<tde tyven. Sauðaþjófar fyrri tíma vom þó eiginlega tvær stéttir; lægra ; settir vom almennir sauðaþjófar en sýnu virðulegri vom þó úti- j legumenn sem höfðust við utan mannabyggða. Ekki er svo að j skilja að menn hafi unað störfum þeirra neitt betur, þeir voru ein-i faldlega slóttugri og hættulegri. Það var meiri ástæða til að óttast 1 þá og öllum ótta fýlgir alltaf viss virðing. Til að samtímamenn átti sig á samhenginu má líkja þessu við j störf rakkara dagsins í dag. Enginn kann að meta störf þeirra en í þeir skiptast þó í tvær stéttir. Lægra settir em héraðsdómsrukk- j arar en sýnu virðulegri eru þó hæstaréttarrukkarar, enda bæði j slóttugri og hættulegri. Samanburðurinn nær þó aðeins til almenningsálits en ekki i þjóðfélagsstöðu því almennir sauðaþjófar fortíðar störfuðu við! mun hættulegra viðskiptaumhverfi en héraðsdómsrukkarar gera j nú. Ef uppvíst varð um iðju þeirra máttu þeir búast við handtök- j um og illri meðferð, og öldum saman vom sauðaþjófar brenni- j merktir á enni. Oft vom það unglingspiltar sem í því lentu. i Þannig tryggði samfélagið að þeir ættu þess aldrei kost að verða | heiðvirðir bændur. Þeir áttu engra kosta völ annarra en að halda í áfram sauðaþjófnaði, betli og brannmigum ævilangt. Enda varð j sú raunin á að þegar hinum grimmilegu refsingum var hætt varð ; mikil fækkun í sauðaþjófastétt. Okkur kann að þykja grimmd liðinna yfirvalda óskiljanleg en i ef hver og einn skoðar sitt innsta eðli þá kemur í ljós hvaða eðlis- ! lægu skýringar liggja að baki. Ég er þess fullviss að meðal lesenda ; em þeir ófáir sem teldu það til hóta að merkja stöðumælaverði með j þessum hætti svo fórnarlömb þeirra gætu bundist samtökum um • að veita þeim enga þjónustu. Lesendur sem afgreiðslustörfum i sinna skilja örugglega hinn fullkomna sigur sem fælist í því að! geta sagt: „jú jú, við eigum þetta til, en því miður, við afgreiðum j ekki stöðumælaverði, lögfræðinga eða sauðaþjófa". Verið kært kvödd á fiórða Þórsdegi í Skerplu. 1 Bjarki Már Kartssou sjálfskipaöur þjódháttafræömgur /j -•a^S, Uppslátturinn á þaki Hraðfrystihúss Hellissands. s A toppnum Fyrir tæpum mánuði síðan var hafist handa við að slá upp fyrir 150 fermetra skrifstofuhúsnæði Hrað- frystihúss Hellissands. Húsið mun þó ekki verða reist á jörðu niðri, heldur er slegið upp fyrir því á þaki Hraðfrystihússins. Að sögn bygg- ingameistarans, Jónasar Kristófers- sonar ffá Rifi, er gert ráð fyrir því að klára skrifstofuhúsnæðið að utan í júni. Hvað varðar verklok, þá er stefht að því að klára fyrir næsm vertíð. Skrifstofuhúsnæðið mun verða skipt upp í tvær skrifstofur og fundarherbergi. EE Nýi afgreiðslusalur Búnaðarbankans í Stykkishólmi. Mynd: EE Breyttar aðstæður kölluðu á breytingar Nýverið var lokið breytingum innandyra í Búnaðarbankanum í Stykkishólmi. Breytingarnar stóðu yfir í vikutíma og tókst vel til en á meðan á breytingum stóð var af- greiðslan færð upp á næstu hæð. Að sögn Kjartans Páls Einarssonar, útibússtjóra Búnaðarbankans, var komin full þörf á að skipta um inn- réttingar enda þær gömlu búnar að standa frá stofhun Búnaðarbankans fýrir 35 árum síðan. EE Fermingar um Hvítasunnuna Hj arðarholtsprestakall Prestur sr. Óskar Ingi Ingason Fermingarböm í Hjarðarholtskirkju II. júní 2000 kl. 14: Kolbrún Jónsdóttir, Lækjarhvammi 9, Búðardal. Víðir Kári Kristjánsson, Gunnarsbraut 5, Búðardal. Skúli Hlíðkvist Björnsson, Sunnubraut 14, Búðardal. Hlynur Páll Guðmundsson, Sámsstöðum II, Laxárdal. Stafholtsprestakall Fermingarböm í Stafholtskirkju II. júní 2000 kl. 11.00: Ásgeir Ingvi Ásgeirsson Varmalandi Guðmundur Garðar Brynjólfsson Hlöðutúni Kjartan Guðjónsson Síðumúlaveggjum Laufey Oddný Jónmundsdóttir Skarðshömrum Sindri Freyr Steinsson Bifröst Snorri Þorsteinn Davíðsson Hvassafelli Steinunn Þuríður Bjarnadóttir Borgarnesi Hegcjarb&hornib Stefhubreytinff Eftirfarandi samtalum talstöð á að hafá átt sér stað milli bandarísks herskips og Islendinga úti fyrir Snæfellsnesi á tímum kalda stríðs- ins: Islendingar: Vmsamlegast breyt- ið stefnu ykkar um 15 gráður í vest- ur til að forðast árekstur. Bandaríkjamenn: Við mælum með að þið breytið stefnu ykkar um 15 gráður í austur dl að forðast á- rekstur. Islendingar: Neikvætt. Þið verð- ið að breyta stefnu ykkar um 15 gráður í vestur til að forðast árekst- ur. Bandaríkjamenn: Þetta er skip- stjóri bandarísks herskips sem talar. Breytið stefnu ykkar tafarlaust! Islendingar: Nei, ég endurtek breytið stefriu ykkar. Bandaríkjamenn: Þetta er USS Lincoln, næst stærsta flugmóður- skip í bandaríska flotanum. í fylgd okkar eru þrjú herskip, fjórir mnd- urspillar og fjölmörg aðstoðarskip! Ég krefst þess að þið breytið stefnu ykkar um 15 gráður í austur, ég endurtek 15 gráður í austur til að forðast árekstur eða við grípum til viðeigandi aðgerða til að verja skip okkar! Islendingar: Þetta er Öndverðar- nesviti. Við endurtökum... Píííínulítið Guðjón, þessi ákaflega fallegi maður, ákvað að það væri hans hlut- verk í lífinu að kvænast fallegustu konu í heimi og eignast með henni fallegasta bam veraldar. Hann byrjaði að leita að falleg- ustu konunni, en eftir langa og stranga, en árangurslausa leit á höf- uðborgarsvæðinu lagði hann af stað vestur á land. Eftir tíðindalaust ferðalag kom hann í dalverpi eitt nálægt Borgamesi og þar á bæ ein- um hitti hann bónda sem átti þrjár dætur, hver annarri fegurri. Guð- jón útskýrði fyrir bóndanum á hvaða ferð hann var og spurði bóndann hvort hann mætti kvænast einni af dætmm hans. Bóndinn sagði „Þær em allar á höttunum eftir eiginmönnum, svo þú skalt bara taka þá sem þér líst best á.“ Guðjón fór út með elstu dóttur- inni. Daginn eftir spurði bóndinn hvað honum findist um hana. „Tjah,“ sagði Guðjón. „Hún er bara píííínulítið, ekki svo að maður taki neitt eftir því, kiðfætt.“ Bóndinn kinkaði kolli og bauð Guðjóni að fara út með annarri dótturinni, svo Gaui litli bauð mið- systurinni út. Daginn eftir spurði bóndinn hvað Guðjóni findist um hana. ,Ja,“ sagði hann, „Hún er bara píúínulítið, ekki svo að maður taki neitt eftir því, rangeygð.“ Bóndinn var sammála því og bauð Guðjóni að tala við yngstu dótturina og Guðjón bauð henni út. Daginn eftir kom Guðjón hlaup- andi inn og sagði „Hún er fullkom- in, hreint út sagt fullkomin! Hún er fallegasta kona á jarðríki. Hún er sú sem ég vil kvænast og eignast með fallegustu börn veraldar!“ Og þau giftust strax daginn eftir. Um það bil níu mánuðum síðar fæddist lítið bam. Guðjón fór á fæðingardeildina til að sjá fallegasta barn í heimi, en þá fékk hann að sjá eitthvað það al-ljótasta og skakkasta og hræðilegasta barn sem hægt er að ímynda sér. Guðjón æddi til tengdaföður síns og spurði hvemig á þessu stæði, miðað við hvað foreldramir væru báðir falleg- ir. „Tjah,“ sagði bóndinn, „Hún var bara píííínuh'tið, ekki svo að maður tæki neitt eftir því, ólétt þegar þú hittir hana.“! j j\. matnstx L

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.