Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 9
•xutlsaums.- j FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 9 Frá afhjúpun verksins á Hellissandi. Minnisvarði um sj ómannskonur A sjómannadaginn var afhjúpað á Hellissandi listaverkið Beðið í von eftir Grím Marinó Steindórsson. Verkið er sett upp í minningu sjó- mannskvenna fyrri tíma sem biðu á bakkanum milli vonar og ótta um hvort bændur þeirra, synir og vinir skiluðu sér að landi úr greipum Ægis. Verkið stendur upp af Brekkna- lendingunni á Hellissandi þar sem Þorvaldarbúð stóð áður en þaðan var áður fylgst með bátum á leið í land. Það voru brottfluttir Sandarar undir forystu Arnars Sigurðssonar sem ásamt heimamönnum stóðu fyrir því að minnismerkið var sett upp. Það voru síðan starfsmenn Snæfellsbæjar með Hafstein Haf- liðason í broddi fylkingar sem mót- uðu umhverfi verksins en verkið og allur umbúnaður þess er hinn smekklegasti. GE Markaleysi ÍA - ÍBV: 0:0 Rúmlega 900 manns voru mætt- ir á Akranesvöll til að fylgjast með viðureign IA og IBV, sem fram fór þriðjudaginn 6. júní. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, náðu strax góðri pressu á Eyja- menn sem endaði með því að brot- ið var á Kára Steini Reynissyni og fengu Skagamenn vítaspyrnu sem Sturlaugur Haraldsson tók, en markvörður Eyjamanna, Birkir Kristinsson, varði meistaralega. Hálfdán Gíslason átti skot í þver- slá undir lok fyrri hálfleiks en hafði ekki heppnina með sér. Jafn- ræði var með liðunum í seinni hálfleik og hefðu bæði liðin hæg- lega getað skorað, en markverðir liðanna komu í veg fyrir það með mjög góðri markvörslu. Andri Karvelsson var valinn maður leiks- ins af IA vinum og var vel að því kominn, en Olafur Þór Gunnars- son átti einnig góðan leik í marki Skagamanna. Þess má í lokin geta að þjálfarinn, Olafur Þórðarson tók sjálfur þátt í seinni hálfleikn- um en það dugði ekki til í þetta skiptið. SÓK Söguskilti aflijúp- uð á Akranesi Þrjú söguskilti voru afhjúpuð á Akranesi á Sjómannadaginn. Skilt- in eru staðsett við þrjá sögufræga staði, Steinsvör, Breið og Lamb- húsasund. Skiltin eru kostuð af Haraldi Böðvarssyni hf., kaup- mönnum og Akraneshöfn og fjall- ar texti þeirra um útgerð á Akra- nesi, sögu Breiðarinnar og upphaf verslunar á Akranesi. Textinn ætti að vera allflestum skiljanlegur því hann er á íslensku, ensku og dönsku. Einnig eru á skiltunum gamlar myndir frá viðkomandi stöðum. Skiltin eru mjög glæsileg í alla staði auk þess sem þau era fræðandi um þessa stóru þætti í sögu Akraness. Söguskiltið sem stendur á Breiöinni Vesturland 200o Mcsturla«d Ferðablaðið Vesturland 2000 er nú komið út. Þa6 hefur að geyma ýmsar gagnleaar upplýsingar um ferðaþjónustu og tengda starfsemi fyrir ferðafólk ó Vesturlandi í sumar. Meðal efnis er Djónustuskró, viöburðir í sumar og fróóleiksmolar um landið, fó k og sögu. Blaðið er í A5 broti, prentað í fjórlit. Blaðinu hefur nú verið dreift til ýmissa verslana og þjónustuaðila tíl endurgjaldslausrar afhendingar til ferðafólks. Þeir þjónustuaðilar sem vilja fó blaðið til dreifingar geta haft samband við útgófudeild Skessuhorns í síma 430 2200. Útgefendur þakka góðan stuðning við framtakið og vona að blað jDetta komi til með að nýtast greininni sem best. Skessuhorn ehf. Sími 430 2200, fax 430 2201 .

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.