Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 ol^sstitÍÖKM Klára lærdóminn fyrst segir Jóhanna Osk Baldvinsdóttir dúx í Olafsvík Grunnskóla Ólafsvíkur var slitið með pompi og pragt í Ólafsvíkur- kirkju í síðustu viku að viðstöddu fjölmenni. I ræðu skólastjóra, Sveins Þórs Elinbergssonar, kom fram að mjög góður árangur hefði náðst hjá 10. bekk í íslensku. Veitt voru verðlaun fyrir ffamúrskarandi árangur í hinum ýmsu fögum og var Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir þar fremst í flokki og fékk verðlaun fyr- ir góðan árangur í íslensku, ensku, dönsku, og stærðffæði. ,JÚ eflaust er það ekki slæmt“, segir Jóhanna aðspurð um námsár- angur sinn. „Eg var með 9,2 í með- aleinkunn eftir að hafa lokið 10. bekk“ segir hún. Verðlaunin voru margvísleg, verðlaunapeningar fyr- ir ensku, dönsku og stærðfræði og tvenn bókarverðlaun. Annarsvegar frá danska sendiráðinu og Lions- klúbbnum Rán í Ólafsvík auk þess sem Rótaryklúbbur Ólafsvíkur gaf annan verðlaunapeninginn og danska sendiráðið fyrir árangur í dönsku. „Eg þarf ekki að hafa mik- ið fyrir lærdómnum, ég reyni að klára áður en ég geri eitthvað ann- að.“ Þetta “annað” eru áhugamál eins og tónlist og leiklist, en Jó- hanna tók einmitt þátt í uppfærslu á Þréttándakvöldi eftir Shakespeare með Leikfélagi Ólafsvíkur í haust. Hún hyggst einmitt leggja leiklist- arnám fyrir sig seinna meir. Það sem tekur við næst hjá Jóhönnu er hinsvegar nám á nýmálabraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust. EE Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir ásamt verðlaunum fyrir góðan námsárangur. Gámastöð opnuð í Borgamesi Stefán Kalmansson bœjarstjóri Borgarbyggðar og Þorsteinn Eyþórsson framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Vesturlands í nýju gámastöðinni Síðastliðinn laugardag var formlega opnuð gámastöð Borgarbyggðar á Sólbakka í Borgar- nesi. Þar verður tekið á móti sorpi sex daga vikunnar ffá fyrirtækum og einstaklingum. Markmiðið er að flokka allt sorp sem kemur í stöðina og endurvinna það sem hægt er. Samið hefur verið við Gámaþjónustu Vesmrlands um rekstur stöðvarinnar. GE Að neðan: Fyrsta ruslið í nýju gámastöðina. Olgeir Helgi Ragnarsson var nuettur á staðinn um leið og stöð- in var opnuð ogflokkaði sitt rusl af mikilli fagmennsku. Karlakórinn Heimirfrá Skagafirði var á ferð um Vesturland í síðustu viku og hélt tvenna tónleika, í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík fóstudaginn 2. júní og daginn eftir í Stykkishólmskirkju. Fjölmenni var á tónleikunum í Stykkishólmi ogfengu gestimir góðar viðtökur. Mynd: EE Bifrestingar á tröppunum framan við Capitolio sem er fyrrverandi þinghús Kubverja í miðborg Havana. Bifrestingar á Kúbu Hópur nýútskrifaðra rekstrar- ffæðinga ffá Samvinnuháskólanum tók sér ferð á hendur í tilefni braut- skráningarinnar. Um var að ræða 12 daga ferð til Kúbu með viðkomu í Amsterdam. A Kúbu var ýmislegt haft fyrir stafrii og margt að sjá. Farið var í ýmsar athyglisverðar skoðunarferðir t.d. um Havana höfuðborg landsins. Hópurinn kom heim föstudaginn síðastliðinn og eru Biffestingarnir almennt á- nægðir með ferðina. EA Slakt start í laxinum Laxveiðitímabilið hófst s.l. fimmtudagsmorgun með því að stjómarmenn í Stangveiðifélagi Reykjavíkur vættu fyrstu flug- umar í Norðurá. Fyrsti Iax sum- arsins, 8 punda fisk, veiddi Þór- dís Bridde fyrir neðan Laxfoss klukkan 7:30. Þverá opnaði síðan í kjölfarið s.l. sunnudag. Veiði fyrstu dagana var fremur dræm í báðum ánum, en þó öllu skárri í Norðurá þar sem á há- degi s.l. þriðjudag höfðu borist á land 27 laxar. A sama tíma á þriðju- dag höfðu einungis þrír laxar kom- ið á land í Þverá. Að sögn starfs- manns í veiðihúsinu við Helgavatn höfðu veiðimenn í Þverá séð lítið af fiski og er þessi opnun með þeim slakari í ánni. MM Verður Búðar- klettur fluttur? Sparisjóður Mýrasýslu hefur nú eignast hið gamla og virðulega hús við Brákarbraut 11 í Borgarnesi þar sem til nokkurra ára hefur verið veitinga- og skemmtistaðurinn Búðarklettur. Miklum fjármunum var varið til endurbyggingar húss- ins fyrir nokkrum árum og er það, miðað við aldur, eitt af glæsilegri húsum landsins. Engin starfsemi er í húsinu í dag og verður ekki þar til hægt verður að selja eða leigja hús- ið. Hugmyndir eru nú uppi meðal forráðamanna Sparisjóðsins um að flytja húsið nær umferðinni og þjóðvegi eitt. Ef til þess fást tilskil- in leyfi og hentug lóð má því allteins búast við að húsið verði flutt á nýjan grunn áður en langt um líður. MM Slæm áhrif á Tónlistarskólann Fyrirséð er að upp komi van- damál hjá Tónlistarskóla Akraness þegar einsetning grunnskólanna hefst á næsta ári. Astæðan er sú að í dag njóta allmargir nemendur skólans kennslu fyrir hádegi þar sem þeir sækja grunnskólann eftir hádegi. Að sögn Lárusar Sighvatssonar, skólastjóra Tón- listarskólans, er enn ekki búið að finna lausn á málinu en verið er að vinna að tillögum sem unnið verður úr síðar. SÓK Borgar sig að nota beltin Nú hefur lögreglan á Akranesi hafið herferð varðandi notkun ör- yggisbelta. Að sögn Svans Geirdals, yfirlögregluþjóns, verða margir hissa þegar þeir eru sektaðir fyrir að vera ekki með belti, og virðist sem fólk geri sér ekki grein fyrir því að það sé brot á lögum. Sé öryggis- belti ekki notað nemur sektin 4.000 krónum og sé sérstakur öryggis- búnaður fyrir barn ekki notaður er sektin 10.000 krónur. Auk þessa fá menn einn punkt á ökuferilsskrána. Svo nú er eins gott að venja sig á að spenna beltin til þess að vernda bæði sjálfan sig, börnin og auðvitað budduna líka. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.