Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 08.06.2000, Blaðsíða 11
 FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 11 Aflabrögð Aflabrögö í síöustu vlku Far vf f tonn Grundarfjarðarhöfh 29/5-4/6 Farsæll botnv 1 40,8 Helgi botnv 2 88,4 Hringur botnv 1 93,7 Sóley botnv 1 32,0 Klakkur flotv 1 184,3 Brynjar handf 2 2,2 Pnns handf 1 0,7 Sæfari handf 2 1,5 Sæstjaman handf 1 2,5 Tvistur handf 2 0,9 Þorleifúr handf 2 1,4 Birta lína 2 3,9 Már lína 1 2,0 Milla lína 2 3,1 Ritan lína 1 0,6 samtals 458,8 Amarstapahöfin 28/5-3/6 Brimsvala handf 2 1,6 Dagrún handf 1 0,7 Dofri handf 3 3,3 Draupnir handf 3 2,2 Dritvík handf 2 0,2 Fúlvíkingur handf 4 5,7 Gladdi handf 4 2,1 Hafdís handf 4 2,0 Huld handf 4 5,4 Isborg handf 3 3,7 Jóhanna St. handf 2 0,9 Jóhannes á Okr.handf 3 6,7 Jói á Nesi I handf 1 2,2 Jói á Nesi 11 handf 1 2,3 Krosssteinn handf 3 2,6 Kúði handf 3 3,1 Lea handf 1 0,7 Már handf 3 3,0 Ríkey handf 2 3,6 Rún handf 3 3,9 Salla handf 4 3,4 Skarfúr handf 3 4,3 Straumur II handf 3 1,3 Svalan handf 4 4,6 Sæfari handf 3 3,5 Sælaug handf 2 1,8 Tryggvi Jónss. handf 3 1,6 Von handf 3 2,1 Þema handf 3 2,9 Þytur handf 2 2,5 Ör handf 3 2,2 Númi hna 1 1,0 Oli Gísla lína 1 1,6 samtals 90,2 Stykkishólmshöfn 28/5-3/6 Gretur botnv 1 33.6 Bryndis Denni Flatey Fönix Glitský Litli vm Sif Snædís Svalur Teista Jónsnes Kári María Rán Þórsnes II Hamra-Svanur Kristinn Friðr. samtals handf 1 0,8 handf 2 1,3 handf 2 0,7 handf 2 2,1 handf 2 1,1 handf 1 0,7 handf 3 2,8 handf 2 4,6 handf 1 3,1 handf 1 0,4 lína 3 2,8 lína 2 4,2 lína 3 4,6 lma 2 1,4 net 3 12,9 Rækjuv 1 12,2 Rækjuv 1 5,9 95,5 Ólafsvíkurhöfh 28/5 ristinn Friðr. botnv liki dragn igill dragn '.gill Halldórs. dragn íunnar Bjama dragn íugborg dragn agmjörg dragn )Iafur Bjamas. dragn teinunn dragn vanborg dragn einbj. Jakobs. dragn nna RE S jarni Sigurðs. arðar SH laður SH handf handf handf handf handf handf handf handf handf handf handf ga 'Osk i á Nesi lemmi ópur SFJ _____ iagnús Arnason handf íkey SH handf íæfell handf edís handf aldur HF handf :yr SH handf östur handf -3/6 1 3 4 7 4 2 2 1 2 4 2 3 3 2 2 3 1 2 1 1 1 2 4 1 3 4 2 2 3 12,8 18,7 26,4 46.1 10,9 3.7 17,0 4,0 31.1 27,3 3.8 4.4 4,0 1.5 1.9 4.2 1.3 1,0 U 1.5 0,8 1,9 4.4 0,9 1,1 4.6 1.6 3,6 Ögmundur handf 2 1,1 Asthildur lína 2 1,3 Elís lína 2 4,1 Geisli lína 2 1,4 Geisli AK lína 1 0,7 Geysir lína 2 1,6 Guðrún lína 1 0,5 Gæjir lína 3 5,3 Hanna lína 2 1,5 Hólmar lína 2 0,9 Jóhanna SH lína 2 1,9 Kóni ltna 1 2,2 Kristinn lína 4 9,6 Krístin lína 3 9,1 Linni lína 1 1,9 Magnúj Ingimars lína 3 3,2 María Ama lma 1 0,3 Monica lína 2 7,7 Siggi Bjama lína 1 5,6 Snorri Afi lína 4 6,8 Sverrir lina 3 3,8 Yr lína 1 1,2 Asþór Ofi Færeyingur net 3 1,3 net 5 1,6 Pétur Afi net 6 3,4 Sigurbjörg SH net 2 0,4 Viglundur Jóns. samtals net 3 0,9 327,9 Stefnt á þriggja milljarða múrinn segir Tryggvi Ottarsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Breiðafjarðar Tryggvi L. Óttarsson og Gunnar Bergmann Traustason uppboðshaldarifyrir framan húsmeói Fiskmarkaðs Breiðafjarðar í Ólafsvík. í lok síðasta árs hófust óformlegar þreifingar á milli aðaleigenda Fisk- markaðs Snæfellsness og stjórnar Fiskmarkaðs Breiðafjarðar um sam- einingu félaganna. I mars á þessu ári var síðan skrifað umdir samrunaá- ætlanir sem lagðar voru fyrir aðal- fundi félaganna beggja og nú er sameining orðin að veruleika. Það kom fram hjá Tryggva Ottarssyni að legið hefði fyrir að fara út í hagræðingu á þessum tveimur fyrirtækjum þar sem ríkj- andi hefði verið tvöfalt fiskmarkaðs- kerfi sem hefði verið óhagstætt markaðnum. “Með sameiningunni næst ffam betri nýting á mannskap og tækjum. Fiskmarkaður Breiða- fjarðar er sá stærsti á landinu og hef- ur 28% markaðshlutdeild miðað við rauntölur í fyrra. Eg tel það ekki ó- líklegt að fiskmörkuðum eigi efdr að fækka en þeir eru nú um það bil 20. Reynslan sýnir að einingamar þurfa að stækka. Rekin hafa verið tvö upp- boðskerfi sem hafa leitt til fjölgunar fiskmarkaða. Fyrirkomulagið hefur stuðlað að því fiskmörkuðunum hef- ur fjölgað meira en aðstæður leyfa og lykilatriðið í þeirri fjölgun er samkeppni ákveðinna blokka um markaði en ekki arðsemi. Við stefh- um að því í ár að komast yfir þriggja milljarða múrinn og höfum allar forsendur til að ná því þar sem salan í tonnum og verðmætum er meiri í ár. Með þessarri sameiningu við Fiskmarkað Snæfellsness og auk- inni sölu ætti okkur að takast það”, segir Tryggvi. Að sögn Tryggva var afkoma Fisk- markaðs Breiðafjarðar góð á síðasta ári. Selt magn var um 19.100 tonn eða um 600 tonnum meira en árið á undan. Verðmæti aflans jókst hins vegar um 19,5 % á milli ára og var á s.l. ári rúmir 2,3 milljarðar kr. Hlutabréf í fyrirtækinu voru skráð á vaxtalista Verðbréfaþings Islands fyrst hlutabréfa allra fiskmarkaða. Þrátt fyrir að hlutabréf í félaginu hafi ekki verið í miklum mæli til sölu á verðbréfaþingi voru þónokkur við- skipti með bréf félagsins fyrri hluta ársins EE Glerlist í Norska húsinu Fimmtudaginn 1. júní, uppstign- ingardag, opnaði Ebba Júlíana Lár- usdóttir sýningu á glerlistaverkum í Norska húsinu. Þennan dag hófst jafnframt sumardagskrá Norska hússins. Ebba Júlíana er fædd og uppalin í Stykkishólmi en hefur verið bú- sett í Hafnarfirði síðan 1955. Ebba hefur lagt stund á glerlist síðan 1988, en hún lærði glerbræðslu hjá Chris Ellis og glerblástur í Portland Press Studio í Texas. Verk hennar eru unnin úr flotgleri og notar hún eingöngu vistvæna litd. Sýningin sem samanstendur af veggmyndum og skálum stendur út sumarið. Húsið verður opið alla daga í sumar, frá klukkan 11 - 17. Fréttatilkynning Hátíðarmessa í Helgafeflskirkj u Hátíðarmessa verður í Helga- fellskirkju á Hvítasunnudag kl. 14:00 í tilefhi kristnitökunnar og 1000 ára afmælis kirkjustaðarins, en talið er að kirkja hafi staðið að Helgafelli frá upphafi kristni hér á landi. Fyrrverandi prestar kirkjunnar munu taka þátt í messunni, ásamt St. Franciskussystrum og söngfólki úr Hólminum. Sóknarprestur er séra Gunnar Eiríkur Hauksson. Kaffi verður efdr messu í Félags- heimilinu að Skyldi í boði Kvenfé- lagsins Barkar í Helgafellssveit og sóknarnefhdar Helgafellskirkju. Rennibekkurinn í vélsmiðjunni. Eykur framleiðslu- getuna til muna Vélsmiðja Árna Jóns á Rifi fjár- festi nýlega í nýjum og tölvustýrð- um rennibekk, Alpha 550. Renni- bekkurinn, sem er keyptur nýr frá Englandi, kostaði 6 milljónir króna. Töluverð þægindi og vinnu- hagræðing næst með tilkomu rennibekkjarins, þar sem starfs- menn hafa tök á að teikna vinnu- stykkið og vista það í tölvunni. Ná- kvæmnin er mikil og töluverður vinnslutími sparast. Helstu verk- efhi vélsmiðjunnar hafa verið smíð- ar á línuskífum fyrir stærri sem smærri báta og framleiðsla á skrúfuöxlum. Að sögn Arna Jóns Þorgeirssonar framkvæmdastjóra eykst afkastagetan þegar vinnu- teikningarnar liggja fyrir í tölvunni og með tíð og tíma verður til tölu- verður gagnabanki fyrir verkefni. EE Sumartónleikar í Stykláshólms- kirkju 2000 Búið er að skipuleggja tónleika- hald í Stykkishólmskirkju fyrir sumarið 2000. Kennir þar margra grasa og hefur sjaldan verið jafnmikil fjöl- breytni og margt spennandi í boði. Listamenn koma vfða að, bæði innanlands og erlendis frá. 17. júní kl. 17:00 verða tónleik- ar með Sigurði Flosasyni saxó- fónleikara og Gunnari Gunnars- syni orgel- og píanóleikara. Þeir leika jazzútsetningar á sálmalög- um eða kirkjulegri tónlist. 18. júní kl. 11:00 verður jazz- messa þar sem Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunn- arsson orgel- og píanóleikari leika jassútsetningar á kirkjutón- list. 29. júní kl. 20:30 verða Sigur- björn Bernharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari með tónleika. Sigur- björn hefur verið við nám og störf í Bandaríkjunum. Anna Guðný er vel þekkt af störfum sínum sem píanóleikari. Leikur þeirra hefur hvarvetna fengið góða dóma. 13. júlí kl. 20:30 leika Ydun Duo. Þar eru á ferð danskir lista- menn, þau Lise Lotte Riisager mezzosópransöngkona og Mort- en Spanggaard gítarleikari. Þau leika m.a. lög eftír P.F. Lange Möller, Carl Nielsen, Garcia Lorca og Manuel de Falla. 27. júlí kl. 20:30 verða tónleik- ar með Agústi Olafssyni baritón- söngvara og Sigurði Marteinssyni píanóleikara. Agúst er einn af okkar efnilegustu söngvurum, en hann er við nám í Sibelius Academy í Finnlandi. Agúst er ættaður úr Hólminum. Þeir A- gúst og Sigurður hafa áður starf- að saman. 10. ágúst kl. 20:30 syngur 40 manna kór frá Bandaríkjunum, Long Island Symphonic Coral Association. 17. ágúst kl. 17:00 ætlarjósep O. Blöndal að hóa saman sonum sínum og nokkrum vinum og halda með þeim tónleika. Jósep er sjúkrahúslæknir í Stykkishólmi og spilar á píanó. Þetta er í upphafi Danskra daga, sem er hæjarhátíð Hólmara. 20. ágúst kl. 16:00 verða Guitar Islancio með tónleika. Það eru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðarson gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari. Þeir leika aðallega jassútsetningar á íslenskum þjóðlögum. Þessir tónleikar verða lokaatriði á hátíð- inni Danskir dagar í Stykkis- hólmi. 24. ágúst kl. 20:30 verða tón- leikar með Erlu Þórólfsdóttur sópransöngkonu og William Hancox píanóleikara. A efnis- skránni eru sönglög eftir innlenda og erlenda höfunda og einnig arí- ur úr ýmsum óperum. Erla er ætt- uð úr Hólminum. Hún hefur í nokkur ár verið við nám og störf í London. Erla og William Hancox hafa lengi starfað saman. 28. ágúst verða ekta Vínartón- leikar. Þar koma fram 7 hljóð- færaleikarar úr stærri hljómsveit sem eingöngu er skipuð konum. Hljómsveitin nýtur mikillar hylli og hefur leikið víða um lönd, m.a. á hinu fræga óperuballi í Ríkisóp- erunni í Vín. Með hljómsveitinni syngur Unnur Wilhelmsen sópransöngkona sem er íslensk í móðurætt. Með henni koma ffam 4 kvendansarar. Allar konurnar koma fram í glæsilegum kjólum í stíl frá gullaldartímabili óperett- unnar. Efnisskráin er mjög fjöl- breytt. Umsjón með tónleikaröðinni í ár hefur Kór Stykkishólmskirkju í samstarfi við Eflingu Stykkis- hólms. Fréttatilkynning

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.