Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 13.JULI2QOO
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200
Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (BorgnmK)_______430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:
fromkv.stjóri:
Ritstjóri og óbm:
I nternetþ jónusto:
Bloðomenn:
Auglýsingor:
Fjórmól:
Próforkolestur:
Umbrot:
Prentun:
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr.
430 2200
Islensk upplýsingatækni 430 2200
Mognús Magnússon 894 8998 skessuhorn@skessuhorn.is
Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Bjarki Mór Korlsson 899 2298 vefsmidja@skessuhorn.is
Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is
Hjörtur Hjortorson 864 3228 augl@skessuhorn.is
Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 bokhald@skessuhorn.is
Ásthildur Magnúsdóttir og Magnús Magnússon
Skessuhorn / TölVerl
ísafoldarprentsmiðja hf
Mem
pening
Císli Einarsson,
ritstjóri.
Ég er öryggið uppmálað.
Ég er við öllu búinn og því hvergi banginn hvað sem kann
að dynja yfir. Ég hef vaðið fyrir neðan mig og er tryggður í bak
og fyrir. Ég er tryggður fyrir eldi og brennisteini, veðri og
vindum, innbrotum, afbrotum og útbrotum. Ég er tryggður
fyrir harðæri, engisprettufaraldri, gengishruni, verðsveiflum,
geðsveiflum, heilsubresti, aflabresti, innantökum og uppsöl-
um.
Ég er í raun tryggður fyrir öllu sem nöfnum tjáir að nefiia að
einu undanskildu...
Mér ljáðist alveg að tryggja mig fyrir hækkunum trygginga-
iðgjalda.
En hvað er að fást um það.
Ég er skilningsríkur maður með afbrigðum og tók það því
ekki óstinnt upp þótt þrjú af stærstu tryggingafélögum lands-
ins segðu mér að þau þyrftu meiri peninga. Mér þykir ekkert
sjálfsagðara og hafi ég haft vott af efasemdum um nauðsyn
þessara hækkana var þeim umsvifalaust sópað burt þegar tals-
maður eins tryggingafélagsins sagði mér og öðrum Islending-
um af hverju hann vildi fá meiri peninga. Þegar hann hallaði
sér upp að húsi úr höggnu grjóti og speglagleri lá það í augum
uppi. Svona hús kostar marga peninga og það eitt og sér nægði
mér til að réttlæta þriðjungs hækkun á iðgjöldum. Ég hafði
einnig fullan skilning á þeim rökum að það eru svo margir
búnir að kaupa sér nýja og dýra bíla sem þeir skemma síðan og
eyðileggja. Að sjálfsögðu gat forsvarsmenn tryggingafélaganna
ekki órað fyrir því að fólk færi að kaupa sér bíla fyrir bílalán ffá
tryggingafélögunum. Ég hef því fullan skilning á að það þurfi
að hækka iðgjöldin til að tryggingafélögin geti lánað fólki til að
kaupa nýja og dýra bíla. Þá þarf að vísu aftur að hækka trygg-
ingagjöldin. Tryggingar snúast nefnilega ekki um fólk, þær
snúast um peninga.
Ég tek það ffam að ég hef ekki minnstu ástæðu til að van-
treysta tryggingafélögunum. Ég veit sem er að þau bera hag
neytendanna fyrir brjósti.
Iðgjöldin hækkuðu að vísu jafh mikið hjá okkur hinum sem
höfum ekki efni á bflalánum og höktum um vegi landsins á
ævafomum bflflökum. Ennþá meira hækkuðu iðgjöldin hjá
þeim sem búa á Skaganum. Það er víst vegna þess að það er
afar stutt fyrir Skagamenn að skreppa til Reykjavíkur og þar
em flest slysin. Iðgjöldin hækkuðu hinsvegar ekkert extra hjá
Reykvíkingum og af því má væntanlega draga þá ályktun að
það séu Skagamenn á ferð um höfuðborgina sem beri ábyrgð
á umferðaróhöppum þar.
Það má reyndar rökstyðja það að hækkun tryggingaiðgjalda
auki bilið milh hinna fjáðu og blönku. Það plagar mig hinsveg-
ar ekld. Ég ætla mér að verða ógeðslega ríkur þegar ég verð
stór og kaupa mér dýran bfl sem verðskuldar almennilegt ið-
gjald.
Gísli Einarsson, þrjátíu prósent hærri.
Fyrsta tréð í
Vesturlandsskóg
Síðastliðinn fimmtudag var
verkefhinu Vesturlandsskógnm
formlega hleypt af stokkunum á-
samt sambærilegum verkefnum í
öðrum landshlutum.
Athöfnin fór fram við opnun
landbúnaðarsýningarinnar Bú 2000
í Laugardagshöllinni. A myndinni
hér að neðan sést Guðni Agústsson
landbúnaðarráðherra afhenda Sig-
valda Asgeirssyni framkvæmda-
stjóra Vesturlandsskóga fyrstu
plöntuna sem tákn um stofnun
Vesturlandsskóga. Væntanlega
mun Guðni sjálfur gróðursetja
plöntuna á Hvanneyri síðar í sum-
ar.
Mynd: GE
Misjafnt hljóð í
ferðaþjónustuaðilum
á Snæfellsnesi
Talið er að síðastliðið sumar hafi
verið eitt það albesta í sögu
ferðaþjónustu á Vesturlandi. Nú
í sumar hefur umferð um þjóð-
veg nr. 1 gegnum Vesturland
verið enn meiri en á sama tíma í
fyrra en þó virðist umferðin ekki
hafa skilað sér í öll byggðalög
landshlutans.
Heldur dræmt hljóð er í þeim
ferðaþjónustuaðilum á Snæfellsnesi
sem blaðamaður hafði samband við
Metumferð
ísumar?
Umferð um Vesturland hefur
verið með almesta móti það
sem af er sumri. Að sögn ferða-
þjónustuaðila í Borgarnesi
stefnir í mesta umferðarsumar í
héraðinu til þessa.
Til samanburðar má geta
þess að um síðustu helgi var
umferðin fyrir Hafharfjall
18.872 bflar frá föstudegi til
sunnudags en sömu helgi í
fyrra fóru 16.197 bílar þessa
leið.
Þrátt fyrir aukna umferð um
Vesturland virðist hún skila sér
misjafhlega á einstaka staði og
meðal annars er misjafnt hljóð-
ið í ferðaþjónustuaðilum á
Snæfellsnesi eins og lesa má um
hér að ofan.
GE
nú nýverið. „Hjá okkur hefur
trafflkin ekki verið eins og vonir
stóðu til,” sagði Ingibjörg Torfhild-
ur Pálsdóttir á Hótel Framnesi í
Grundarfirði í samtali við blaða-
mann. Að sögn Ingibjargar hafa
pantanir skilað sér ágætlega en
lausatraffík í hádeginu verið léleg.
Svipað hljóð var í Helga Reyni
Guðmundssyni starfsmanni Upp-
lýsingamiðstöðvar ferðamála
Stykkishólms. Þar er nú í bígerð að
grípa til sérstaks auglýsingaátaks til
að laða að ferðamenn. Það eru
stjórnendur ýmissa fyrirtækja á
staðnum og verkefnið Efling
Stykkishólms sem í sameiningu
hyggjast grípa til þessara örþrifa-
ráða.
Sunnanmegin á Snæfellsnesi var
svipað hljóð í strokknum. „Hér er
mun minna að gera en við bjugg-
umst við,” sagði Eyjólfur Gísli
Garðarsson á Vegamótum. Að mati
Eyjólfs er rútuumferð um Snæfells-
nes alltaf að minnka og er þar ekki
eingöngu verkfalli Sleypnis um að
kenna heldur einnig því að
skipulagðar ferðir virðast í sífellt
meira mæli vera bundnar við þjóð-
veg nr. 1. Skást var hljóðið í
Tryggva Konráðssyni hjá ferða-
þjónustunni Snjófelli á Arnarstapa.
Að hans sögn hefur verið talsverð
umferð ferðamanna allt frá því um
Hvítasunnuhelgi. „Veðrið hefúr
leildð við okkur hér á Amarstapa
og það á án vafa stóran þátt í hversu
vel sumarið hefur farið af stað,”
sagði Tryggvi.
EA
Hvalfjarðar-
göngin 2ja ára
Síðastliðinn þriðjudag voru
liðin tvö ár frá því Hvalfjarðar-
göngin voru formlega opnuð
fyrir almenning. Rekstur gang-
anna hefur farið fram úr björt-
ustu vonum á þessum tveimur
árum og sjá forsvarsmenn Spal-
ar, eiganda ganganna, fram á að
ná að greiða ríkisstjórninni til
baka fyrr en áædað var.
SÓK
Hitaveita í
Dölum tengd í
september
Framkvæmdir við hitaveituna
í Dalabyggð ganga vel að sögn
Einars Mathiesen sveitarstjóra.
Vmna við stofnlögnina frá bor-
holunni í Reykjadal er komin
vel áleiðis en framkvæmdir við
dreifikerfið í Búðardal hafa leg-
ið niðri í sumar og hefjast aftur
á næstu dögum. I næstu viku
verður auglýst efdr tílboðum í
dæluhús og borholuhús ásamt
tilheyrandi búnaði og tækjum. I
framhaldi af því verða hitaveitu-
grindur boðnar út en það er síð-
asta útboðið vegna framkvæmd-
anna. Einar segir að stefnt sé að
því að fyrstu húsin verði tengd í
lok september og tengingum
verði lokið fr’rir áramót.
GE
Mantiekla
tefiir vegagerð
„Við höfum nokkrar áhyggjur
af því að verktakar nái ekki að
ljúka sínum verkum í tíma
vegna manneklu,” segir Birgir
Guðmundsson umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar í Borgarnesi.
Hann segir að verulegur skort-
ur sé á vélamönnum og að
einnig sé erfitt að fá sérhæfð
tæki í einstök verk vegna anna.
“Eg óttast að Fróðárheiðin og
Borgarfjarðarbraut kunni að
tefjast en ég vona að sjálfsögðu
að verktökunum taldst að ljúka
verkinu á tílsettum tíma,” segir
Birgir. Þá nefnir hann að nú
þegar hafi orðið umtalsverðar
tafir á minni verkum. Meðal
annars stóð til að ljúka lagningu
malbiks yfir Borgarbraut í
Borgarnesi fyrir 17. júní síðast-
liðinn og einnig átti fram-
kvæmdum við aðreinar á Þjóð-
vegi 1 við Akranesvegamót að
vera lokið á sama tíma.
„Það verða öll verk keyrð
áfram eins og hægt er en það er
mikið að gera hjá öllum verk-
tökum og verður að koma í ljós
hvort næst að ljúka öllu sem er
á áætlun þessa árs.”
GE
Allir hækka
VÍS og TM hafa ákveðið að
feta í fótspor Sjóvár-Almennra
og hækka lögboðin trygginga-
iðgjöld um 30%.
Líkt og hjá Sjóvá færist Akra-
nes við breytinguna yfir á 1. á-
hættusvæði og hækka því ið-
gjöldin meira þar en annars
staðar.
SÓK