Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 13
JkUSUHUkÍ FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 13 Nýr 18 holur golfvöllur Leynismanna á Akranesi vígður með viðhöfh: Lengsta brautin og stærsta sandglompa landsins! Fjölmenni var viðstatt formlega vígslu nýs 18 holu golfvallar Golfklúbbsins Leynis sl. föstu- dag. Baeði völlur og veðurguðir skörtuðu sínu fegursta og reynd- ar var brakandi blíða um helgina er Ijölmennasta mótið í sögu klúbbsins, Opna Akranesmótið sem Síminn styrkti rausnarlega, fór fram. Þar voru keppendur um 160 talsins og hafa aldrei ver- ið fleiri. Að sögn Hannesar Þorsteinsson- ar, formanns Golfklúbbsins Leynis, barst klúbbnum fjöldi góðra gjafa og heillaóska á þessum tímamótum en Garðavöllur er eini 18 holu golf- völlurinn á landinu allt frá Korp- úlfsstöðum og norður til Akureyrar. A meðal gesta á föstudag voru Ell- ert B. Schram, forseti ISI, Frímann Gunnlaugsson, íyrrverandi fram- kvæmdastjóri Golfsambands Is- lands og Gísli S. Einarsson alþing- ismaður sem bar klúbbnum jaín- framt kveðju annarra þingmanna Vesturlands. Fjölbreyttur völlur Hannes sagði Leynismenn ekki hafa getað verð heppnari með allar aðstæður um síðusm helgi og að á- nægja hafi skinið úr hverju andliti. ,Allir þeir sem ég hef heyrt tjá sig um völlinn hafa lokið á hann lofs- orði og telja að vel hafi tekist til með að samræma nýjar og eldri brautir vallarins í eina heild,” segir formaðurinn. Garðavöllur státar af mikilli fjölbreytni í lengd brauta; nokkrum örstuttum par 3 og par 4 brautum, en þar er líka lengsta braut landsins, 590 metra par 5 af aftasta teig. Fjöldi glompa er ein- kenni vallarins. Þær eru alls 63 tals- ins, fleiri en á nokkrum öðrum golfvelli á Islandi! Þar á meðal er flatarglompa sem er álíka stór og flötin. Golfklúbbur Akraness, síðar Golfklúbburinn Leynir, var stofn- aður í mars 1965. Völlurinn var þá langt utan byggðar á Akranesi. Þeir sem áttu bíl óku þangað eftir vinnu, aðrir fengu far með þeim eða hjóluðu. Iþróttin var að slíta barns- skónum og „völlurinn” ekki nema tvær brautir á rennisléttu slægju- landi. Brautirnar urðu síðar sex og stórum áfanga var náð 1969 er þær urðu níu talsins. Loks í ár, 31 ári síðar, er draumurinn orðinn að veruleika. Eftír áralanga baráttu fýrir við- bótarlandi eru brautirnar orðnar 18. Hektararnir, sem völlurinn þek- ur, eru ekki lengur þrír, heldur fimmtíu. Mikil vinna við landmótun Hugmyndir að stækkun vallarins úr 9 í 18 holur komust ekki á flug fyrr en árið 1988. Hannes Þor- steinsson, nú formaður klúbbsins, gerði þá skipulagsteikningu að vell- inum sem notuð var lítið breytt árið 1994 þegar gengið var til samninga við Akraneskaupstað um landnýt- ingu og kostnaðarþátttöku bæjarfé- lagsins. Arið 1995 bættust nokkrar nýjar brautír við samhliða því sem eldri brautír tóku breytingum. Frá þeim tíma hafa þær verið 11. Um- skiptin eru því mikil. Þrátt fyrir að lega Garðavallar sé að mestu leyti á sléttu landi hefur mikil vinna verið lögð í að móta landslag og gera völlinn þannig bæði meira aðlaðandi yfirferðar og um leið fjölbreyttari að leika. Hannes hefur verið viðloðandi framkvæmdir við völlinn allt frá stofnun hans eða í 35 ár og þekkir því manna best þá hugmyndafræði sem liggur að baki hönnun hans. Þorsteinn Þorvaldsson tók sig glæsilega út er hann sló upphafshöggið, klæddur aó hætti kylfinga á sjóunda áratugnum og ai fiálfsögðu með viðeigandi „græjur. “ Hannes Þorsteinsson, formaður Golfklúbbsins Leynis og Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjómar Akraness, klippa ísameiningu á borða og opna þar með formlega nýja 18 holu golfuöllinn. Landslag án hliðstæðu Það orð hefur farið af Garðavelli að hann sé flatur og lítið landslag í honum. „Eg þekki þennan söng vel og hann átti rétt á sér á meðan völl- urinn var aðeins 9 holur. En með viðbótarbrautunum 1995 varð strax mikil breyting. Og nú þegar völlur- inn er orðinn fullmótaður 18 holu völlur býður hann upp á landslag og umhverfi sem ekki á sér hliðstæðu hérlendis,” segir Hannes. Fyrstu þrjár brautirnar njóta ná- lægðar við þykkt og mikið skógar- svæði (já, það eru tré á Akranesi!) og 3. brautin hlýtur að gera sterkt tilkall til titilsins „fallegasta par 3 hola á landinu”. A brautum 5, 6, og 7, sem allar eru nýjar, hefur gríðar- leg vinna verið lögð í landmótun auk þess sem landslag frá náttúr- unnar hendi er þar skemmtilegt. T.d. liggur sjötta brautin, sem er studd “„budda”, á milli stórrar manngerðar tjarnar og hás hamra- beltis. Sjöunda brautin, sem er 590 metrar ffá aftasta teig, nýtur aukin- heldur þeirrar sérstöðu að vera lengsta braut landsins og þótt víðar væri leitað. Til þess að vega upp skort á landslagi á gömlu brautunum var sú stefna fljótt tekin að hanna fjölda glompa. Þeirri stefnu var haldið á- fram á viðbótarbrautunum og nú státar Garðavöllur ekki aðeins af stærstu glompu á golfvelli á Islandi, heldur eru þær fleiri en á nokkrum öðrum velli á landinu, 63 alls! „Við nýframkvæmdirnar höfum við lagt áherslu á hólamyndun og vatnshalla á brautum og í brautar- jöðrum,” segir Hannes og heldur á- fram: „Við höfum lækkað karga- svæðin svo allnokkur hæðarmunur er á vellinum, sem skyggir á yfirsýn ef menn eru ekki á réttum stöðum á brautunum. Verulegt gróðursetn- ingarátak er í gangi og glompurnar, landslagið og gróðurinn leggst á eitt við að gera völlinn afar fjöl- breyttan og fallegan en ekki síst skemmtilegan viðfangs fyrir kylf- inga.” Unglingar sækja í golfið Nú á 35 ára afmælisári Golf- klúbbsins Leynis er Garðavöllur ekki lengur langt utan byggðar. Vesturjaðar vallarins liggur þétt með einbýlishúsabyggð og hefur nálægðin ekki valdið neinum vand- ræðum, þvert á móti. Það er einmitt þessi nálægð byggðar sem er lykill- inn að vaxandi ásókn unglinga í golfíþróttina á Akranesi. Asókn sem þegar hefur getið af sér tvo Islands- meistara karla, Islandsmeistara í sveitakeppni pilta í fyrra og fjölda yngri efnilegri kylfinga sem bíða þess eins að röðin komi að þeim. Akranes hefur fest sig rækilega í sessi á landakorti íslenskra kylfinga og státar nú af 18 holu velli sem gefur bestu völlum landsins ekkert eftir. -SSv. Smellhitti boltann í upphafshöoginu Það var við hæfi að Þorsteinn Þorvaldsson ætti fyrsta formlega teighöggið á hinum nýja og glæsi- lega 18 holu velli Leynismanna er hann var vígður sl. föstudag að viðstöddu fjölmenni. I tilefni dags- ins klæddi Þorsteinn, sem hefur verið eins og rauður þráður í gegn- um alla sögu klúbbsins, sig upp eins og menn gerðu árið 1965. Klæddist tweed-jakka og hatti og var með gúmmí “skóhlífar“ með gödduni undir skónum. Til upphafshöggsins notaði hann að sjálfsögðu kylfu frá árinu 1965, sem hann fékk að láni frá Eiríki bróður sínum. Kylfan var úr John Letters Parbuster-setti, sem allir kylfingar áttu á þeim tíma. Fyrir tilviljun fannst golfbolti frá 1965 í einum skurðanna á vellinum, af gerðinni Penfold Ace. Hann var að sjálfsögðu notaður. Ekki þarf að fjölyrða um árang- urinn með allan þennan búnað að vopni. Þorsteinn smellhitti boltann og sýndi að þrátt fýrir að vera 35 árum eldri er hann enn með allt á hreinu þegar golfleikur er annars vegar! SSv.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.