Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 7
ontlssunu^
FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000
Ekki eru allir á eitt sáttir um ástand Langasandsins, en allir geta verið sammála u?n að verulegar breytingar hafa orðið á honmn tmdanfama áratugi.
Helgi Hannesson sundkennari um afleiðingar botnlausrar sandtöku:
Búíð að eyðileggja Langasandinn
BotxJaus sandtaka á Langasandi,
útivistarparadís Skagamanna,
hefur leitt til þess að sandurinn
er ónýtur sem útivistarsvæði að
mati Helga Hannessonar sund-
kennara sem þekkir sandinn bet-
ur en flestir Akumesingar. „Eg
er búinn að sætta mig við þá
staðreynd að það er búið að eyði-
leggja sandinn og ég efast um að
hann nái nokkru sinni fyrra út-
Iiti. Það tekur a.m.k. áratugi að
bæta það tjón sem orðið er,” seg-
ir Helgi í samtali við Skessuhom.
Eins og fram heíúr komið í blað-
inu samþykktu bæjaryfirvöld á
Akranesi fyrir skemmstu bann við
frekari sandtöku á Langasandi.
Jafnframt var ákveðið að láta kanna
ástand sandsins og gera tillögur til
bæjarstjórnar um hvort almennt
Gamla löggu-
stöðin flutt í
Grundarfjörð
Senn líður að því að Sýslu-
mannsembættið í Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu flytji í nýtt
húsnæði í Stykkishólmi. Bygg-
ing hússins hófst í ársbvrjun
1999 og að sögn Ólafs K. Ólafs-
sonar sýslumanns hafa fram-
kvæmdir gengið vel.
Auk sýsluskrifstofunnar mun
nýja byggingin hýsa lögreglu-
varðstofú, dómssal fyrir Hér-
aðsdóm Vesturlands og aðstöðu
fyrir svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra. Ólafur segir að stefnt
sé að flutningum í byrjun ágúst
en ekki sé búið að ákveða end-
anlega dagsetningu.
Gamla sýsluskrifstofan að Að-
algötu 7 hefur verið sett á sölu
og verður henni væntanlega
fundið nýtt hlutverk í framtíð-
inni. Lögregluvarðstofan mun
hinsvegar halda áfram að gegna
sínu hlutverki en á nýjurn stað.
Húsið verður flutt í Grundar-
fjörð en þar hefur lögreglan
búið við óviðunandi húsakost.
Þessa dagana er unnið að því að
finna hentuga lóð fyrir húsið í
Grundarfirði og verður það
væntanlega flutt með haustinu.
GE
ætti að leyfa sandtöku og þá með
hvaða skilyrðum. Verktakar höfðu
þá gengið óbeislað í sandinn án þess
að þurfa að greiða fyrir hann og selt
hann bænum í tengslum við ýmsar
verklegar framkvæmdir.
Þekki sandinn vel
„Ég hef auðvitað ekki neinar á-
reiðanlegar tölur um það magn sem
mokað hefur verið upp en það
hleypur á þúsundum tonna,“ segir
Helgi, sem hefur getað fylgst með
breytingum á sandinum út um
stofugluggann hjá sér á Jaðars-
brautinni. „Ég blæs á rök þeirra
sem segja að það sé enn nógur
sandur. Ég hef notað Langasandinn
dl hlaupa, að jafúaði þrisvar í viku
allt ffá því um 1960, og einnig synt
mikið í sjónum. Ég tel mig því
þekkja þetta svæði mjög vel. Sú var
tíðin að hvar sem maður botnaði á
sundinu var komið niður á þéttan
sand. Það er alveg liðin tíð. Sandur-
inn er ekki sá sem hann var og úti-
lokað er að nota hann til knatt-
spyrnuiðkunar eins og hér áður
fyrr.“
Umræðan um breytíngar á
Langasandi er ekki ný af nálinni.
Málið var tíl umfjöllunar fyrir rúm-
um áratug er umhverfisvinir óttuð-
ust að lenging varnargarðsins við
Akraneshöfú myndi breyta straum-
um og valda þar með breytingum á
þessari einstöku strönd. Einnig ótt-
uðust þeir hinir sömu að úthlaup
fínkornaðs ryks í sjó fram ffá Sem-
entsverksmiðjunni myndi hægt og
bítandi leiða tíl þess að í stað sands
yrði Langisandurinn þakinn ljósum
leir.
Skeytingarleysi
Helgi vill ekkert fullyrða um á-
hrif úthlaupsins en segir sandinn
vera orðinn mun leirkenndari en
fyrr, auk þess sem nú standi víða
upp úr honum möl og grjót. Hann
segir að breytingarnar megi best
merkja á stórstraumsfjöru. „Með
því að ganga alveg niður að flæðar-
máli við Merkjaklöppina og horfa í
vestur má glöggt sjá hversu lágt
sandborðið er orðið. Svarti, þungi
sandurinn er horfinn og hefur að
mestu safnast í kverkina við Sem-
entsverksmiðjuna. Með sandtöku
þar hverfur sú fyrirstaða sem ég tel
hafa verið nauðsynlega tíl þess að
veita sandinum aftur í austurátt.”
Helgi, sem er mikill útívistar-
maður og náttúruunnandi, er ekki
síst undrandi á skeytingarleysi bæj-
aryfirvalda gagnvart sandinum.
„Það er oft talað um það að náttúr-
an eigi að njóta alls hugsanlegs vafa,
en þau sjónarmið virðast því miður
ekki hafa átt upp á pallborðið hjá
bæjaryfirvöldum,” segir Helgi
Hannesson. -SSv.
t
ANDLAT
JÓHANN RAFNSSON,
heiðursborgari Stykkishólms,
sem andaðist fimmtudaginn 6. júlí sl. verður jarðsunginn frá
Sykkishólmskirkju laugardaginn 15. júlí nk. kl. 14:00
Bœjarstjórn Stykkishólms
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
hluttekningu við andlát og útför
ÖNNU ÓLAFAR KRISTJÁNSDÓTTUR
Kveldúlfsgötu 22,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til sjúkrahúsanna sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Jón Bjarni Ólafsson
Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir,
Eyþór Eðvarðsson,
Guðni Eðvarðsson,
Anna Lára Eðvarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Gylfi Jónsson,
Kristín F. Jónsdóttir,
Rannveig Harðardóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
ívar Guðmundsson,
_______________________ V V' '____'
IJapmonlhhutónlcíhar í
Grundarfjarðarhirhju
Mánudagskvöldið 17. júlí kl 20.30
spilar Harmonikkuhliómsveit bama frá
Bornholm í Gmndarfiarðarkirkiu.
j j
Komið og eigið frábæra stund í kirkjunni
með unga tónlistarfólkinu sem spilar bæði
klassíska tónlist og nýja.
Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna.
Grundarfjarðarkirkja
Ritari óskast!
SSV og Atvinnuráðgjöf Vesturlands
óska eftir að ráða ritara til starfa sem
fyrst á skrifstofu í Borgarnesi.
Verkefni felast í
símsvörun,
ritvinnslu og
almennum skrifstofustörfum.
Umsóknir sendist til:
Samtaka sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi,
pósthólf 32, 310 Borgames
fyrir 30. júlí.
SSV og Atvinnuráðgjöf
Sími 4371318