Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 SS1SSUH©BM Vinnuaflsnotkun atvinnulífsins Nýlega komu nýjustu tölur yfir ársverk íslensks efiiahagslífs í hús hjá Atvinnuráðgjöf Vestur- lands. Þá var búið að vinna þær tál ársins 1997. Gagnasöfiiunin átti sér stað hjá Þjóðhagsstofnun og eru gögnin síðan sérstaklega unnin fýrir Byggðastoínun. Að þessu sinni var litið til ársverka í einstaka atvinnuvegum í Vesturlandskjördæmi. Til hliðsjó- nar var litið til landsins alls. Um var að ræða tölur á tímabilinu 1988 til 1997. Eins og kemur fram í ritum Þjóðhagsstofnunar þá eru ársverk skilgreind sem eitt mannár. Það “jafngildir vinnuframlagi eins manns í fullu starfi í eitt ár, en getur einnig átt við hlutastörf fleiri manna, sem samanla^t inna af hendi eitt ársverk.” Arsverk lýsir því hvað atvinnuvegirnir nota af vinnuafli í starfsemi sirmi. Fyrst má nefna að á árinu 1988 eru atvinnuvegirnir þjónusta, land- búnaður og iðnaður að nota hlut- fallslega mest af vinnuafli á Vestur- landi. Þegar litið er til landsins alls eru það hins vegar þjónusta, iðnaður og verslun sem nota hlut- fallslega mest af vinnuaflinu. Breyting á ársverkum einstakra atvinnuvega á Vesturlandi í samanburði við landið allt frá árinu 1988 til 1997. 20,00^|^p~|:-' Þó dró meira úr notkun vinnuafls í Vesturlandskjördæmi heldur en á landinu öllu. Þróunin sneri við árið 1995 og var fjöldi ársverka árið 1996 í fyrsta skipti orðinn jafn því sem átti sér stað 1988 á landinu öllu. Þó átti kjördæmið töluvert í land ennþá árið 1997 því fjöldi ársverka var þá aðeins tæp 89% af því sem það var árið 1988. Ef rýnt er betur í breytingar á notkun vinnuafls í einstaka atvinnu- vegum á árunum 1988 og 1997, þá landinu öllu árið 1988 eða 16,48% á móti 6,03%. Annars má segja almennt um þróunina í kjördæminu í samanburði við landið allt að breyting á notkun vinnuafls sé allsstaðar minni heldur en á landinu öllu, nema í iðnaði. A tímabilinu eykst notkun vinnuafls í iðnaði um 3,5% í kjördæminu á meðan notkun dregst saman um tæp 5,3% á landinu öllu. Þess má geta að notkun vinnuafls í iðnaði vó örlítið þyngra í Vesturlandskjördæmi hel- Þróun ársverka árin 1988-1997 þar sem 1900 er grunnár. 1 Uj \ —♦—Vesturlanc —s*—Landid allt X . . ♦ . 80- 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Eins og kunnugt er, hægði all verulega á hjólum atvinnulífsins á árunum sem komu í kjölfarið. Verulega dró úr vinnuaflsþörf atvinnulífsins líkt og gerist gjaman í slíku árferði. Eins og kemur fram í tölum Byggðastofunar, sem sýndar era í mynd 1, dró jafnt og þétt úr notkun vinnuafls á þessum árum. sker landbúnaður sig úr. Þar dregst notkun vinnuafls saman um tæp 32% á landinu öllu en tæp 48% í kjördæminu, eins og sjá má í mynd 2. Þetta eru merkilegar tölur þegar haft er í huga að notkun vinnuafls í landbúnaði vegur mun þyngra í Vesturlandskjördæmi heldur en á hefur komið fram að breytingar sem átt hafa sér stað í rekstrar- umhverfi landbúnaðar og sjá- varútvegs hafa þar nokkuð að segja. Leggja verður áherslu á að færri ársverk eru ekki endilega neikvæð vísbending. Þau kunna að benda til þess að tæknivæðing hafi átt sér stað í atvinnuvegunum sem gjarnan leiðir til meiri framleiðni og svig- rúms til launahækkana. Það vinnu- afl sem losnar við tæknivæðingu leitar í aðrar greinar, gjarnan þjónustugreinar, til þess að sinna aukinni neyslu þeirra betur launuðu sem héldu vinnunni eftir tækni- landið allt. Vitað er að búferla- flutningar hafa verið kjördæminu í óhag á tímabilinu, og í stað þess að vinnuafl sem losnar á svæðinu leiti í þjónustugreinar þar, virðist það leita út fyrir kjördæmið. Þó er ekki ljóst hvort um orsök eða afleiðingu sé að ræða þar. Vnnuaflið laðast að atvinnutækifærunum. Eins má segja að ný fyrirtæki með ný at- vinnutækifæri skjóti ekki upp koll- inum ef vinnuafl er ekki til staðar. Enn sem komið er liggja ekki fýrir tölur um ársverk á Vesturlandi ffá 1998 og erfitt er að spá fýrir um það. Ymislegt bendir þó til að þeim hafi fjölgað, samanber stór- iðjuframkvæmdir á Grundartanga, nýlegar og fýrirhugaðar vega- framkvæmdir, fjöldi nýbygginga á Akranesi, lóðaskortur í Borgarnesi, fyrirhugaðir flutningar fýrirtækja í mannaflsfrekri starfsemi á borð við Reykjagarð og Garðastál til Borgar- ness. Menntun meðal vinnandi stétta hefur oft verið talin vísbending um hærri meðallaun, fjölbreyttari atvinnutækifæri og þar með sveiflu- dempandi þátt í þróun á notkun vinnuafls. Mjög erfitt er að verða sér úti um gögn sem varpa ljósi á hversu mikið af vinnuaflinu hefur framhaldsskóla- eða háskólamennt- un og hversu mikla. Eitt sem kann Svæði Hlutfall íbúa sem skulda námslán Höfuðborgarsvæðið 13% Suðurnes 4% Vesturland 7% Vestfirðir 5% Norðurland vestra 6% Norðurland eystra 8% Austurland 6% Suðurland 6% dur en á landinu öllu árið 1988, eða 14,72% ámóti 13,92%. Ekki er gott að gera sér grein fýrir ástæðum fýrir minni þróun á notkun vinnuafls í Vesturland- skjördæmi heldur en á landinu öllu. Til þess þyrfti nánari rannsóknir. Þó má ljóst vera af því sem áður væðingu. Almennt má segja lítið beri á slíkri þróun, einkum vegna þess hve langan tíma hún tekur. Ein skýrasta vísbending um tæknivæðingu atvinnuveganna er sú tölvuþróun og aukna almenna tölvuþekking sem átt hefur sér stað einkum á síðustu 10 til 20 árum hérlendis. Það sem kann að vera áhyggju- efiii er sá munur sem er á Vestur- landskjördæmi í samanburði við að gefa okkur vísbendingu um þetta er hversu hátt hlutfall íbúa skulda námslán. Upplýsingar sem fengust um þetta hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna 21. janúar 2000 má sjá í töflu 1. Þær sýna m.a. að aðeins höfuðborgarsvæðið og Norður- landskjördæmi eystra hafa hlutfalls- lega fleiri íbúa sem skulda námslán en Vesturland. Vífill Karlsson Mynd: Ema Rós Aðalsteinsdóttir Hvaða íugl er þetta? -Upplýsingaskilti afhjúpuð við Rifsós Þótt krían sé opinber fugl Snæ- fellsbæjar er hún ekki eini fugl- inn í sveitafélaginu. Snæfellsbær státar af fjölskrúðugu fuglalífi sem laðar að sér fjölda áhuga- manna um fuglaskoðun. Síðastliðinn mánudag voru af- hjúpuð við Rifsós þrjú upplýsinga- skilti sem eiga að auðvelda þeim sem þangað leggja leið sína að þekkja þá fugla sem þar er að fmna. A skiltunum eru myndir af 24 fugl- um sem helst eru áberandi á svæð- inu ásamt helstu upplýsingum um þá íslensku og ensku. Upplýsingaskiltin eru sett upp að frumkvæði Sigurveigar Maríu Kjartansdóttur og fleiri fuglaá- hugamanna í Snæfellsbæ. Verkefh- ið er styrkt af Menningarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur og íýrirtækj- um á Rifi og Hellissandi. „Þegar ég fluttist hingað í sveit- arfélagið fýrir fjórum árum ók ég í Rifsós á hverjum degi yfir sumarið til að fýlgjast með fuglalífinu. Mér fannst hinsvegar vanta upplýsingar um það sem fyrir augu bar og þannig fæddist þessi hugmynd,” segir Sigurveig. Sigurveig kveðst vona að upplýs- ingaskiltin verði stuðningur við ferðaþjónustu í Snæfellsbæ og um leið ffamlag til líffræðikennslu í grunnskólunum í sveitarfélaginu. „Því meira sem maður veit um fugla því skemmtilegri finnst manni þeir og ég vona að sem flest- ir eigi eftir að uppgötva þetta heil- brigða og skemmtilega tóm- stundagaman,” segir Sigurveig. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.