Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 1
Samvinna sveitarfélaga á Snæfellsnesi:
Sameiginleg félags-
og skólaþjónusta
í mars á þessu ári var undirritað
samkomulag fjögurra sveitarfé-
laga á Snæfellsnesi um rekstur
sameiginlegrar félags- og skóla-
þjónustu. Að samkomulaginu
standa Stykkishólmsbær, Eyrar-
sveit, Snæfellsbær og Helgafells-
sveit. Hin nýja stofinun hefiir nú
tekið tdl starfa og er skrifstofa
hennar staðsett í húsnæði
Landsbanka Islands á Hell-
issandi.
Skrifstofan var opnuð með
formlegum hætti síðastliðinn
fimmtudag að viðstöddu fjölmenni.
Margt góðra gesta bar að garði og
voru meðal annarra Páll Pétursson
félagsmálaráðherra og Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra mættir á
Hellissand af þessu tilefiú. Við Fé-
lags- og skólaþjónustu Snæfellinga,
eins og stofhunin er nefnd, eru til
að byrja með þrjú og hálft stöðu-
gildi og hafa þau öll verið mönnuð.
Sigþrúður Guðmundsdóttir mun
veita stofhuninni forstöðu. I ávarpi
sínu á samkomunni greindi hún frá
því að ffamundan væri mikið starf
sem varðar uppbyggingu og þróun
starfseminnar. Sigþrúður kveðst á-
nægð með starfsfólkið og bjartsýn á
samstarfíð. Að sögn Sigþrúðar
verður í starfi skrifstofunnar lögð á-
hersla á samnýtingu þekkingar,
reynslu og úrræða og góð tengsl við
íbúa svæðisins.
Páll Pémrsson ávarpaði sam-
komuna og hvaðst fagna átaki í fé-
lags- og skólaþjónustu á Snæfells-
nesi. Hann kom í máli sínu inn á
mikilvægi þess að verkefnum sem
þeim er skrifstofan mun hafa með
höndum sé sinnt í héraði. Einnig
kom fram í ávarpi Páls að fyrir Al-
þingi liggi nú ffumvarp til laga þar
sem skerpt sé á skyldum sveitarfé-
laga en tilgangur frumvarpsins sé
að styrkja sveitarstjórnarstigið og
þar með byggðirnar. Einnig sé ljóst
að auknum skyldum sveitarfélag-
anna fylgi aukin fjárþörf og því sé
nú nefnd að störfum sem vinni að
endurskoðun tekjustofha sveitarfé-
laga.
Snorri Þorsteinsson færði Snæ-
fellingum kveðjur fyrir hönd Skóla-
skrifstofu Vesturlands. I ávarpi sínu
lagði hann áherslu á það að í starfi
sem því sem stofhunin mun hafa
með höndum sé mikilvægt að huga
vel að hvers konar forvamarstarfi
en ekki beina einungis sjónum að
fyrirliggjandi úrlausnarefnum.
Einnig benti hann á að vert væri að
íhuga hvort slík stofnun væri ekki
enn sterkari ef sveitarfélög þau sem
að henni standa væru sameinuð.
Margir fleiri ávörpuðu samkom-
una og komu á framfæri velfarnað-
aróskum og virðast menn bjarsýnir
á það starf sem framundan er í
skóla- og félagsmálum á Snæfells-
nesi. EA
Starfsvienn stofnunarinnar; SigþníSur Guðmundsdóttir fontöðumaður, Klara Braga-
dáttir sálfrœðmgur, Una Jóhannesdóttir skólaráðgjafi og Stefán Jóhann Sigurðsson skrif-
stofustjóri.
Lyfja opnar á Skaganum í haust
Nú hefur verið gengið firá samningum um að Lyfja
opni nýtt apótek í Skagaveri á Akranesi. Fram-
kvæmdir hafa ekki verið hafhar ennþá, en ætlunin
er að opna apótekið á haustmánuðum.
Að sögn forstöðumanna Lyfju kemur hið nýja apótek
tdl með að verða 150 fermetrar að flatarmáli. Þeir segja
markmið sitt fyrst og fremst vera það að bjóða upp á
sömu þjónustu og lyfjaverð og er í verslunum Lyfju í
Reykjavík og leggja áherslu á að lágt verð hafi verið að-
aleinkenni þeirra frá því fyrsta verslun þeirra hafi verið
opnuð í Lágmúlanum. Auk þess er ætlunin að bjóða
upp á mjög breitt vöruúrval. Fyrsta skrefið segja þeir
þó vera að ráða lyfsala til að veita apótekinu forstöðu,
auk þess sem finna þurfi lyfjafræðinga og annað starfs-
Karen sigraði á
Landsmóti
hestamanna
Karen Líndal Marteinsdóttdr
úr hestamannafélaginu Dreyra
sigraði í ungmennaflokki á
hestinum Manna frá Vestri-
Leirárgörðum á Landsmóti
hestamanna í Reykjavík sem
fram fór um síðustu helgi.
Karen hlaut 8,72 í einkunn úr
forkeppninni og 8,69 í úrslitun-
um. Hún var að vonum ánægð
með sigurinn, en þau leiðu mis-
tök voru gerð að sá sem varð í
öðru sæti, Matthías Barðason, var
tilkynntur sigurvegari í stað
hennar. Hún segir það þó hafa
verið leiðrétt daginn eftir og þau
fengin upp á svið þar sem skipst
var á bikurum.
Ekki létu aðstandendur móts-
ins það nægja, heldur fengu þau
Matthías og Karen utanlandsferð
í sárabætur. Karen sagðist þó ekki
enn vita hvert ferðinni væri heit-
ið, en sagði að það hefði verið
orðað sem svo að miðinn gilti
hvert á land sem er innan Evr-
ópu. Ekki amalegt það.