Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 ^kusuiiuí. Radio á Skaganum Útvarpsstöðin Radio FM 103,7 heimsótti Skagamenn síðastliðna helgi og var með beina útsendingu þaðan á föstudeginum. Um kvöldið skemmtu liðsmenn stöðvarinnar gestum á Breiðinni, en eins og kunnugt er eru það með- al annarra þeir Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson. Það var svo hljómsveitin 200.000 naglbítar sem léku fyrir dansi fram á nótt við góð- ar undirtektir. SÓK Handverkssýning í Brúarási í Hvítársíðu Kvenfélag Hvítársíðu stóð í síðustu viku fyrir handverkssýningu í félags- heimilinu Brúarási. Til sýnis var handverk í eigu Hvítsíðinga, bæði nýtt og gamalt. Sýningin var hin fjölbreyttasta og þar gaf að líta hverskonar nytja- hluti í bland við glæsilega skrautmuni. Fegurðardrottning íslands lét sig ekki vanta á Breiðina og er hér ásamt vonkonu sinni í góðum gír. Eðalfiskur leitar að lóð undir framtíðarstarfsemi Eðalfiskur í Borgarnesi hefur óskað eftir tillögu frá sveitar- stjórn um framtíðarlóð fyrir starf- semi fyrirtækisins. Eigendur Eðalfisks hafa í hyggju að auka umsvif fyrirtækis- ins og byggja stærra og hentugra húsnæði undir starfsemi sína. Á síðasta fundi sínum heimilaði bæjarráð Borgarbyggðar að láta heíja vinnu við gerð rammaskipu- lags neðan Kárastaðaflugvallar að þjóðvegi 1 og á því svæði má bú- ast við að Eðalfiski vaxi fiskur um hrygg í framtíðinni. GE Mér hefur verið bent á að líklega hafi ég farið rangt með fyrstu hendinguna í vísu sem ég birti í síðasta þætti og byrjar þar „Súlurýju rak í vog”, en mun eiga að vera: “Flettingsrýju rak í Vog”. Þessa vísu hef ég heyrt eignaða bæði Guðmundi Ketilssyni á 111- ugastöðum og Sigurði Helgasyni sem ýmist var kenndur við Jörfa eða Fitjar í Skorradal og hefur sjálfsagt verið eignuð fleirum. Meðal annars finnst mér að ég hafi séð hana ættfærða sunnan úr Sel- vogi, en Sigurður Helgason var uppalinn í Vogi á Mýrum og mætti telja það nokkur rök en enga sönn- un fyrir því að harm væri höfúndur vísunnar. Sigurður var eitt sinn við smíðar í baðstofu en vegna þrengsla varð hann að skáskjóta fjöl sem hann var að hefla milli fóta vinnukonu sem sat andspænis hon- um og kvað þá: Verkfærin sem voru þekk vantaði hreint með öllu. Hefi ég fyrir hefilbekk hnén á menjaþöllu. Það hefúr lengi verið íþrótt okk- ar Islendinga að binda í stuðla alls konar einkennileg orð og ekki síð- ur nöfú erlendra ffamámanna og hinum ýmsustu aðferðum beitt við þær aðgerðir. Hallffeður Om Ei- ríksson mun hafa ort á æskulýðs- móti í Rússíá um þær hremmingar þegar rússneski herinn vanbúinn að vopnum og klæðum var á von- lausu undanhaldi í Príbet fenjunum undir stjóm Budienins hershöfð- ingja: Ríkir slen í Rússa her, rauði Lenin fallinn. Príbet fenin bröltir ber Budienin kallinn. Guðmundur Sigurðsson orti á uppgangstímum félaga Maós. I anda Taós enn með sann ætla ég Maó vinni. Mun í Laos mælti hann mál að kaos linni. Á tímum Víemam stríðsins og ó- eirða á Kýpur var kveðið: Suður Víet- sjást í -nam seggir flýja um nætur, Malasía í myrkum ham. Makaríos grætur. Sveinn Ásgeirsson var um tíma með mjög vinsæla útvarpsþætti og hafði þar um sig hirð snilldarhag- yrðinga. Eitt sinn fengu þeir effir- farandi fyrripart til meðhöndlunar: Sólin hlý um borg og bý brosir skýin gegnum. Guðmundur Sigurðsson botnaði bæði fljótt og vel: Við sína píu Sing man Ree söng á kvíaveggnum. Sing man Ree minnir mig að væri forseti Suður Kóreu og myndi nú flestum gleymdur (allavega mér) ef ekki væri vegna þessarar vísu. Þeir félagar, Guðmundur Sig- urðsson og Steinn Steinarr, sátu eitt sinn á Hressingarskálanum og var Steinn lítilsháttar við skál og hafði fengið óhreinindi í föt sín en afgreiðslustúlka reyndi að verka af honum mesta hroðann með tusku og varð það tilefúi eftirfarandi: Úti er muska, í rúmi rusk, rjálar og þruskar voði. Oskubuska ein með tusk af mér kuskið þvoði. Eftir sömu höfunda mun og þetta vera: Sumir kafa sorgar haf sinn ei klafa missa. Júgóslafar éta draf ég er alveg hissa. Á tímum Flóabardaga var ort og hef ég Örnólf Árnason helst grun- aðan um faðemið: -Ssein er grimmur Saddam Hu- siðum -hameðs fylgir Mú- -wait hann tók með valdi Kú- van- ég hef á þessu -trú. Hinir miklu meistarar klassískrar tónlistar hafa ekki farið varhluta af þeim heiðri að vera bundnir í stuðla íslenskrar ferskeytlu eins og sjá má af vísu Ludvigs Kaaber: Bach Se-Johan -bastian barok tónlist semja vann Beet- þó hafði -hoveen þann heldur vinning yfir hann. Meðan undirritaður sat á skóla- bekk var málffæði og sérstaklega orðflokka- og orðkvíslagreining eitt af því sem vakti hvað minnsta hrifningu mína og svo mun hafa verið um fleiri ef marka má Ragnar Inga Aðalsteinsson: Illt er í kvíslgreiningarbusli, ekki er á hríslum von einn er að sýsla í því rusli Indriði Gíslason. Það vitum við sem eldumst að gigtin hefur tilhneygingu til að angra okkur og jafúvel þó um sé að ræða rithöfunda og andans menn en ekki er mér kunnugt um höfund eftirfarandi vísu: Vond er gigt í vinstri öxl verri þó í hægri mjöðm eins og skáldið Aldous Höxl- ey er verri en Kristmann Gvöðm. ísleifur Gíslason heyrði í útvarpi matvöruverslun auglýsa Hamborg- arlæri og þótti illt ef engin stórborg gæti eignast neitt af skepnunni nema þessi eina: Hamborgarlæri hef ég etið, holl var sú fæða og nærandi. Leningradshryggi lítdls metið, Lundúna bógum unnandi. Oslóar síður met þó mest og magál kenndan við Búdapest. Það er löngu þekkt að bestu ljóð skálda verða gjaman til í sálar- kreppum og öðrum andlegum og veraldlegum þrengingum líkt og sá hefúr orðið að þola sem ort er um: Sálarmyrkur gegnum gekk glataði styrk og hætti að rata fór að yrkja en aldrei fékk aftur virkilegan bata. Að endingu heiti ég á lesendur mína að duga mér nú drengilega og veita mér upplýsingar um þær vísur sem ég birti höfúndarlausar og þó sérstaklega ef gmnur leikur á að mér verði á að rangfeðra því hér er illt að koma við DNA rannsóknum en allar villur þarf að leiðrétta sem fyrst ef mögulegt er. MeS þökkfyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S 435 1361. Heygarb&horníb Ivítahring? Það er alkunna að áhugafólk um bóktnenntir tekur þátt í leshringum og þeir sem era mjög trúaðir taka sumir þátt í svokölluðum bæna- hringum. Gárungamir á Skaganum mælast nú eindregið til þess að þeir leik- menn Akranesliðsins, sem ekki hafa skorað úr vítaspyrnum í sumar, taki sig til og stofhi vítahring! Ef fram fer sem horfir verður hringurinn fjölmennur í sumar því fjórir leikmenn IA-liðsins hafa þeg- ar látið standa sig að því að skora ekki úr víti það sem af er sumri og er Islandsmótið þó ekki nema hálfnað! -SSv. Ur lastabæli Séra Guðmundur var á gangi þegar hann sá ungan mann koma út úr vændishúsi. Hann sá hvar ungi maðurinn stoppaði á gangstéttinni fyrir framan húsið og signdi sig. Séra Guðmundur fór umsvifa- laust yfir götuna og sagði við manninn: „Það nístir hjarta mitt að sjá sannkristinn mann eins og þig koma út úr svona lastabæli." „Það þykir mér leitt séra Guð- mundur" sagði maðurinn „en ég er alls ekki sannkristinn. Eg sæki: næstum aldrei kirkju og trúi tæp- lega á tilvist Guðs.“ „En ég sá þig signa þig þegar þú komst út úr þessu Jhúsi syndanna." „Nei, sjáðu til. I hvert skipti sem ég kem út úr húsi sem þessu þarf ég að athuga fernt; gleraugun mín, eistun, úrið og veskið.“ Þegar Jónas tók efúr því einn góðan veðurdag að limurinn á hon- um var að lengjast, varð hann veru- lega glaður, svo ekki sé minnst á Möggu konuna hans. En þegar Iimurinn var orðinn hátt í 50 em tók gamanið að káma og Jónas á- kvað að leita til þvágfæralæknis. Læknirinn tjáði þeim að um væri að ræða mjög sjaldgæfan sjúkdóm, en hægt væri að laga hann með skurðaðgerð. „Og hversu lengi verður hann Jónas minn á hækjum?“ spurði Magga áhyggjufull. ,Á hækjum?" sagði læknirinn hissa. ,Já, þú ædar að lengja á honum lappimar er það ekki?“ Launráð! Tíminn:1944 Staður:Þýskaland nasismans Brvnjar og Sigurður háttsettir leyniþjónustumenn eru sendír til Berlínar í þeim tilgangi að myrða Hitler. Undirbúningurinn tekur marga tnánuði. Þeir setja saman skothelda áædun sem byggð er á þeitn áreiðanlegu upplýsingum að; Hider fari alltaf á sama barinn klukkan 11:30 á þriðjudögum. Brynjar og Sigurður smygla sér inn í landið, fára huldu höfði í margar vikur og laumast að lokum til Berlínar. Á þriðjudegi eru þeir staddir á götuhomi, béint á móti bamum, tilbúnir að myrða Hider hvað sem það kostar. Klukkan slær 11:30, enginn Hider Klukkan verður 11:35, eim sést ekkert til foringjans Klukkan 11:45 snýr Brynjar sér að Sigurði og segir: „Ég vona að ekkert haft kotnið fyrir hann.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.