Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000
Stoke á
Skaganum
Islendingaliðið Stoke City er
nú í heimsókn á Akranesi, en
hópurinn var sóttur til Keflavík-
ur í gærkvöldi. I dag er ætlunin
að fara með mannskapinn í
sjóstangaveiði auk þess sem
þeim verður boðið í kvöldmat á
Hótel Barbró. A morgun, 14.
júlí, mætast svo Stoke City og
IA á Akranesvelli klukkan 18:30
og eflaust eiga Skagamenn og
aðrir eftir að fjölmenna á þá
viðureign.
Friðarstund í
Stykkishólmi
Franciskussystur héldu frið-
arstund í kapellunni í Stykkis-
hólmi þann 11. júlí síðastliðinn.
Klausturregla þeirra ákvað á
síðasta ári að árið 2000 yrði nýtt
til að hugleiða hina liðnu tíð og
sá sönnu frækomi friðar. Regla
þeirra systra ákvað að bæna-
stundirnar í þeirra héraði, sem
nær yfir Belgíu, Holland, Fær-
eyjar og Island, yrðu haldnar í
vikunni 9.-15. júlí. Friðarstund-
in hófst klukkan átta og auk þess
að biðja bænir, hlýddu viðstadd-
ir á guðspjall, hugleiddu og
hlustuðu á tónlist.
SÓK
Garðastál sameinað Vímeti
- Stefán Logi framkvæmdastjóri beggja fyrirtækjanna
Miklar sviptingar hafa verið
hjá Vímeti í Borgamesi að
undanfömu. Þann 19. maí
s.l. var gengið frá kaupum
Límtrés á Flúðum á tæpum
60% hlutafjár í fyrirtækinu
og þann 23. júní keypti
Límtré fyrirtækið Garðastál
í Hafhafirði. Fyrirhugað er
að flytja framleiðslu Garða-
stáls í Borgames og sam-
eina rekstri Vímets frá og
með næstu áramótum.
Þessi tvö fyrirtæki hafa ver-
ið áberandi stærst í fram-
leiðslu stálklæðninga hér á
landi og efrir sameininguna
telja eigendur og stjóm-
endur Vímets að fyrirtækið
sé betur í stakk búið að
keppa við innflutning.
„Alenn sáu að þama gætu
orðið gríðarleg samlegðará-
hrif,” segir Stefán Logi Har-
aldsson framkvæmdastjóri
Vímets. “Þetta gengur út á að
nýta tdl fullnustu það húsnæði
sem við höfum í Borgamesi
sem er 4300 fermetrar að flat-
armáli og hugsanlega þurfum
við að stækka það lítillega.
Samlegðaráhrifin felast ekki síst í
því að verkefni hjá stoðdeildunum
aukast. Rekstur járnsmiðjunnar
hefur verið erfiður en þetta gefur
okkur betri möguleika á að halda
henni gangandi. Þá getum við boð-
ið breiðari framleiðslulínu og betri
þjónustu. Markmiðið er síðan að
við fáum svigrúm til að lækka verð-
ið og verðum þar með samkeppnis-
hæfari,” segir Stefán.
Sameinað um
áramót
Stefán segir að Garða-
stál verði rekið í Garða-
bæ með óbreyttu sniði til
áramóta að öðm leyti en
því að hann er orðinn
framkvæmdastjóri
beggja fyrirtækjanna.
Um áramót verða vélar
og tæki væntanlega flutt
í Borgarnes en fyrirhug-
uð sameining á eftir að
fara fyrir hluthafafund
Vímets hf. Starfsmönn-
um Garðastáls sem em
sjö að tölu hafa verið
boðin störf hjá Vírneti í
Borgarnesi og í Reykja-
vík en þar er fyrirhugað
að reka söluskrifstofu.
Stefán segir eftir að
koma í ljós hver fjölgun-
in verður á störfum í
Vímeti með sameining-
unni. “Það er hluti af
hagkvæmninni að nýta
betur vélar og mannskap
en það má reikna með að
a.m.k. fimm störf bætist
við. Við vonum síðan að sjálfsögðu
að áhrif þessara breytinga leiði af
sér enn meiri fjölgun,” segir Stefán.
Þegar Límtré keypti hlut KB í
Vírneri komust fljótt á kreik sögur
þess efnis að fyrirtækið yrði flutt úr
héraðinu en Stefán segir það aldrei
hafa staðið tril.
„Alenn höfðu ákveðnar áhyggjur
af því að meirihlutaeign í fyrirtæk-
inu færðist úr héraðinu en Kaupfé-
lagið vandaði sig við að finna kaup-
anda að sínum hlut og það hefur
komið í ljós að ótti manna var á-
stæðulaus. Eigendur Límtrés hafa
reynslu af fyrirtækjarekstri á lands-
byggðinni og era ekki haldnir þeim
komplexum að allt þurfi að gerast í
Reykjavík. Ég held líka að það sem
gerst hefur eftir eignabreytinguna
sýni að það er ekki vilji til að flytja
fyrirtækið úr héraðinu heldur þvert
á móti að bæta við það,” segir Stef-
án.
Máttu vera bjartsýnni
Aðspurður um hvort sveitarfélag-
ið sé í stakk búið að taka við frekari
þenslu í atvinnulífinu segist Stefán
vona að svo sé. “Menn hefðu mátt
vera bjartsýnni þegar Hvalfjarðar-
göngin vom í bígerð. Ahrifin em að
gera vart við sig og möguleikar
Borgarness era mjög miklir. Hér er
gott að reka fyrirtæki og gott að búa
og ég er sannfærður um að héraðið
á bjarta ffamtíð ef menn bera gæfu
til að bregðast við nýjum aðstæð-
um,” segir Stefán að lokum.
GE
Vegabætur á Snæfellsnesi
Traffiká
Eiríksstöðum
Fjölmargir ferðamenn hafa
lagt leið sína að Eiríksstöðum í
Haukadal eftir að starfsemi
hófst þar þann 24. júní sl. Bær-
inn verður hinsvegar ekki opn-
aður formlega fyrr en helgina
10.-12. ágúst á hátíð Leife Ei-
ríkssonar.
GE
köfuðtorgarsvæðiá.
i Mikil vinna.
1 Upplýsingar í símum
8Q8 1078
og 8Ó4 0Ó53
Vesturland
í sókn!
Óskað eftir á söluskrá:
Eignarlöndum,
fyrirtækjum, kvóta- og
krókaleyfisbátum sem og
öðrum íbúðum og
húseignum.
i Aukin eftrspurn - aukin
j sala!
5
f Nánari upplýsingar gefur
s Knútur í síma 899 1813
x
■
'U'Húsvangur
IFasteignasala
Starfsmenn Klæðningar ehf.
vinna nú af fullum krafri við vega-
bætur á Olafsvíkurvegi og Utnes-
vegi á Snæfellsnesi. Vegurinn frá
Öxl að Stóra Kambi verður klárað-
ur nú í haust en áætluð verklok á
Enn eykst þátttaka í netkosningu
Skessuhorns og nýtt met féll í lið-
inni viku þegar 321 lesandi kaus á
vefhum. Spurt var hvort auka ætti
hámarkshraða í 110 kílómetra á
klukkustund þar sem aðstæður
leyfa. E.t.v. hefur gott tíðarfar áhrif
á niðurstöðuna en réttir tveir
þriðju hlutar þátttakenda, eða 214
manns studdu aukinn hraða.
Helmingi færri, eða 107, vora á
rnóti.
Ölafsvíkurvegi eru ekki fyrr en í
september 2001. Vegurinn upp á
Fróðárheiði úr Staðarsveit verður
færður lítillega og stefht er að því
að strax á komandi hausti verði um-
ferð beint um nýja vegastæðið. Að
1 þessari viku snýst kosningin aft-
ur um umferðarmál. Nú er spurt
hvora lesendur telji fremur bera
sök á hækkun iðgjalda biffeiða-
trygginga; tryggingafélögin eða
tjónvalda í umferðinni. Könnun
hófs á þriðjudag og stendur yfir í
viku. Skessuhorn hvetur alla sem
skoðun hafa á málinu til að taka
þátt í kosningunni, hún er öllum
opin.
BMK
sögn starfsmanna Klæðningar ehf.
gengur verkið ágætlega og sam-
kvæmt áætlun. í samtali blaða-
manns við Birgi Guðmundsson
umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á
Vesturlandi era óvenju miklar vega-
bætur í gangi á Snæfellsnesi en auk
þeirra verkefha sem Klæðning ehf.
hefur með höndum standa yfir
framkvæmdir við nýjan veg yfir
Vatnaheiði, við veginn frá Amar-
stapa að Hellnum auk framkvæmda
við Búlandshöfða. Kostnaðaráætl-
anir fyrir þau verkefni sem í gangi
era í vegagerð og vegabótum á
Snæfellsnesi hljóða samanlagt upp á
um það bil 970 miljónir.
EA
Nýfæddir
Vestlendmgar eru
boðnir velkomnir í
heiminn um leið og
nýbökuðum for-
eldrum eru færðar
hamingjuósldr.
04.júlí kl 1):)6-Meybarv-
Þyngd:3940-Lengd:52 cm-Foreldrar:
Hjördís Bjömsdóttir og Ingtmundur
Sigmundsson, Akranesi.
Ljósmóðir:Bima Þóra Gunnarsdóttir.
04.júlí kl 15:40-Meybam-Þyngd:
4425-Lengd:55 cm-Foreldrar: Stein-
unn Ólafsdóttir og SigurSur Sveinn
Sverrisson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga
Höskuldsdóttir.
2.júlí kl 18:28-Meybam-Þyngd:4410-
Lengd: 55 cm-Foreldrar: Berglind
Vésteinsdóttir og Finnbogi Harðarson,
Búðardal. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.
Glaðbeittir í vegavinnu á Olafsvtkurvegi. Frá vinstri: Ingólfur Gíslason vörubílsstjóri og
Kristján Pétursson búkollustjóri.
Hraðinn of lítill!