Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 9
aausunuu. FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 9 Hvalarannsóknir vestur af Snæfellsnesi: Hægt að ganga að steypireyðinni vísri Nú er að ljúka síðasta áfanga hvalarannsókna á vegnm Haf- rannsóknarstofnunar í samstarfi við vísindamenn frá Kanada, Danmörku og Graenlandi. Hér er um fjölþættar rannsóknir á steypireyði að ræða en fylgst hef- ur verið með skepnunum vestur af Snæfellsnesi í svokölluðum Kolluál. Vísindamennimir hafa gert út frá Rifi á gúmmíbát björgunarsveitarinnar á Hellis- sandi. Steypireyður er stærsta skepna jarðarinnar og getur orðið á annað hundrað tonn og um 26 m löng. Steypireyðurin er fardýr og kemur að Islandsströndum á vorin til að éta en heldur á suðlægari slóðir á haustin þar sem hún makast og ber kálfum sínum. Um 1000 dýr koma að Islandsströndum á hverju vori en talið er að steypireyðum hér við land hafi fjölgað um 5% á ári síð- ustu áratugi. Samstarfsverkefini Rannsóknir þær er hér um ræðir hófust 1997 og er megintilgangur- inn að kanna stofngerð steypireyð- ar í Norður Adantshafi. Þannig er ædunin að reyna að komast að því hvar mörk stofna liggja og hversu margir stofnarnir eru. Einnig er ædunin með rannsókninni að safha upplýsingum um hegðun og félags- kerfi steypireyða. Hafrannsóknar- stofnun stendur að rannsóknunum í samvinnu við kanadíska hvalasér- ffæðinginn Richard Sears. Einnig var síðasti hluti rannsóknarinnar unninn í samvinnu við Náttúru- rannsóknarstofnun Grænlands. Rannsóknaraðstæður Fylgst var með dýrunum í Kolla- ál vestur af Snæfellsnesi um 15-20 mílur frá landi. Að sögn Gísla Vík- ingssonar leiðangursstjóra er þetta besti staðurinn til að skoða steypireyðina við íslandsstrendur og eini staðurinn sem hægt er að ganga að henni vísri. Vísindamenn- irnir hafa gert út frá Rifi á gúmmí- bát björgunarsveitarinnar á Hell- issandi en ekki er hægt að fara út nema í mjög góðu verði. I síðasta hluta rannsóknanna var nauðsyn- legt að komast í mikla nálægð við skepnurnar og var þá siglt alveg upp að þeim svo ekki voru nema um 4 metrar milli vísindamannanna og dýrs. Söfhun ljósmynda Rannsóknarverkefnið gekk-'í fyrstu út á það að reyna að ná ljós- mynduin af sem flestum steypireyð- um en að sögn Gísla má með nær- myndum af litamynstri á baki skepnunnar þekkja einstaklinga líkt og menn af fingraförum. Þessu til stuðnings má síðan skoða lögun bakhorns (bakugga). Síðan 1997 hafa verið greindir um 60 einstak- lingar eftir þessum leiðum. Ljós- myndirnar hafa síðan verið bomar saman við mýndir af hvölum sem lifa við strendur Kanada en Richard Sears hvalasérfræðingur hefur safn- að ljósmyndum af um 300 steypireyðum þaðan. Ekki ..hefur neinn þeirra einstaklinga sem ljés- myndaður hefur verið við Snæfelb- nes fundist í kanadíska myndasafn- inu og bendir þetta til þess að ekki sé um sama stofn að ræða. Sýnatökur Sumarið 1998 var síðan byrjað að taka húðsýni úr steypireyðum á sömu slóðum. Notaður var lásbogi sem skýtur sýnatökuör í hvalinn. Með þessu móti næst 1-2 g húð- sýni. Orin endurvarpast af hvalnum en flýtur síðan á sjónum þannig að vísindamennimir geta nálgast hana. Með þessum hætti hafa náðst sýni úr um 40 einstaklingum. Sýnin hafa verið greind erfðafræðilega og arf- gerð íslensku dýranna borin saman við arfgerð kanadískra dýra. Fyrstu niðurstöður þessa benda einnig til þess að ekki sé um sama stofn að ræða við Island og við strendur Kanada. Endanlegar niðurstöður þessa fást þó ekki fyrr en í vetur þegar unnið verður úr gögnum sem safnað hefur verið. Eitt þeirra dýra sem greind hafa verið erfðafræði- lega reyndist vera kynblendingur steypireyðar og langreyðar og er það fjórði slíki blendingurinn sem greinst hefur hér við land. Fyrst var sýnt fram á slíka kynblöndun stór- hvela í náttúmnni í rannsóknar- veiðum Islendinga á langreyði 1986-1989. Eftijrlit um gervihnött Síðasta hluta rannsóknarinnar sem fór fram í sumar er nú nýlokið. F.v.: Mikkel Villum Jensen iðnhmnuður hjá Náttúrurannsóknarstojnun Grænlands, Gi'sli Víkingsson leiðangurstjóri og hvalasérfrœðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og Birgir Stefánsson rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknarstofnun. Hér er um samvinnu við Náttúm- rannnsóknarstofnun Grænlands að ræða sem felst í því að merkja steypireyðar með gervitunglamerki. Danski iðnhönnuðurinn Mikkel Villum Jensen hefur í samvinnu við líffræðinginn Mads Peter Heide- Jörgensen hannað gervitungla- merki, sem er um 100 g að þyngd, og búnað til að koma merkjunum fyrir. í skepnunum. Slíkum merkj- uni hefur nú verið komið fyrir i þremur éinstaklingum. Tilgangur- inn er að reyna að fylgjast með ferðum steypireyðanna í sumar og einnig er vonast til að tilraunirnar gefi vísbendingar ura hvar þær halda sig á vetuma en vetrarstöðvar tegundarinnar eru óþekktar. Einnig má með þessum hætti fylgjast með Um miðjan júní tóku skóla- börn úr Dölum á móti tösku einni góðri sem flakkað hefur um slóðir víkinga síðastliðið ár. Hug- myndin að þessari tösku er kom- in frá Noregi og hefur taskan verið send á milli skóla í þeim löndum sem víkingar sigldu til. I töskunni er eftirlíking af bæ Eiríks rauða á Grænlandi og líka af víkingaskipi. Eins er í töskunni mappa með bréfum og myndum frá þeim skólum sem hún hefur haft viðkomu í. Taskan var ætluð til að skapa tengsl og áhuga á ferðum víking- anna á 1000 ára afmæli landa- funda Eiríks rauða og Leifs heppna. Skólabörn úr Dölum fóru með köfunarmynstri hjá skepnunum. Gengur á ýmsu Sú rannsókn sem hér um ræðir er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á steypireyði hér við land. Það gefur auga leið að á ýmsu hefur gengið þegar unnið er í slíku návígi við stærstu skepnu jarðarinnar. Að sögn Gísla Víkingssonar hefur stundum ekki mátt mildu muna og lenti Mikkel Villum Jensen til dæmis í smávægilegum skakkaföll- um þegar verið var að koma gervi- tunglamerkjunum fyrir í hvölunum. Menn láta þó ekki smápústra við ægi og skepnur hans aftra sér og eru ánægðir með hvernig til hefur tek- ist. EA anna töskuna fram að Eiríksstöðum í Haukadal þar sem taskan var opnuð og innihaldið skoðað. Síð- an var útbúin blaðsíða í gestabók- ina eða möppuna og taskan send til Noregs. Hægt er að fylgjast með ferð- um töskunnar á netinu, slóðin er: www.viking.no. ÞK Sunnudaginn 16. júlí kl. 14. Opið golfmót með og án forgjafar Verðlaun: Listaverk eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli Vegleg verðlaun verða veitt fyrir flest stig úr öllum mótum sumarsins Skráning í síma 435 1550 og 435 1552 Ferðaþjónustan Húsafelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.