Skessuhorn - 13.07.2000, Blaðsíða 3
SKE3SUHÖBH
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000
3
Sparisjóðurinn kaupir
Kaupfélagshúsið
- Yíirtekur jafnframt innlánsdeild KB
Fyrir skömmu var gengið frá
kaupum Sparisjóðs Mýrasýslu á
verslunarhúsi Kaupfélags Borg-
firðinga við Egilsgötu 11 í Borg-
amesi. Jafhffamt hefur Spari-
sjóðurinn yfirtekið innistæður
og rekstur innlánsdeildar Kaup-
félagsins.
Húsið hefur verið á söluskrá um
nokkurt skeið en ásett verð þess var
um 70 milljónir króna. Endanlegt
söluverð fæst ekki gefið upp. Gert
er ráð fýrir að Kaupfélagið flytji
verslunarrekstur sinn í nýtt hús-
næði við Hyrnuna fyrir lok þessa
árs.
Að sögn Kjartans Brodda Braga-
sonar sérfræðings er ekki ákveðið
hvað Sparisjóðurinn hyggst gera
við Egilsgötuhúsið en verið er að
vinna að ráðstöfun þess. Húsnæðið
sem um ræðir er á 3-4 hæðum, alls
um 2500 fermetrar að gólffleti.
Jafnffamt sölu verslunarhússins
hefur það orðið að samkomulagi
þessara fyrirtækja að Sparisjóður-
inn yfirtaki innistæður og rekstur
innlánsdeildar Kaupfélagsins frá og
með síðustu mánaðamótum. Við-
skiptavinum Innlánsdeildar hefur
nú verið sent bréf þar sem greint er
ffá þessum breytingum.
Þessar aðgerðir eru liður í fjár-
hagslegri og rekstrarlegri endur-
skipulagningu Kaupfélags Borg-
firðinga en rekstur félagsins hefur
undanfarin ár verið erfiður, eins og
fram hefur komið í fréttum.
MM
Víkingur AK100 kemur til hajhar á Akranesi með fullfermi á mánudag.
Mokveiði Víkings
Víkingur AK 100 landaði á
mánudag fullfermi af loðnu, 1400
tonnum. Þar með er skipið búið að
fá tæplega 6000 tonn af loðnu frá
því sumarvertíðin hófst um 20.
júní. Þetta var þriðji fullfermistúr
skipsins en að auki hefur það tví-
vegis komið með 850 tonn til hafin-
ar.
Það er mat manna að sumar-
loðnuvertíðin byrji betur í ár en
undanfamar vertíðar. Þetta er góð
“Vestfjarðaloðna” eins og hún er
oft nefnd, þ.e. þriggja ára loðna
sem skálur sig ffá smærri loðnu og
gengur vestur og norður með land-
inu í ætisleit á þessum árstíma.
-SSv
Fannallfj ölskyldan
í Borgamesi
í lok júní lögðu hjón úr Vogun-
um, ásamt átta ára syni sínum, land
tmdir hjól og óku á sínum eðal-
Farmall Cub, árgerð 1955, með
sérsmíðaða og yfirbyggða kúreka-
kerra norður Kjöl, niður hjá
Blönduvirkjun, með viðkomu í
Kántrýbæ, suður Húnavamssýslur,
Borgaríjörð og áleiðis heim í Vog-
ana.
Hjónin heita Helgi Guðmunds-
son ogjúlía Gunnarsdóttir en son-
urinn Sindri Snær. I Borgarnes
komu þau á þriðjudegi í liðinni
viku og héldu þaðan suður um
Hvalfjörð áleiðis til Reykjavíkur.
Að sögn Helga gekk ferðin vel.
„Leiðin norður Kjöl gekk vel þrátt
fyrir að hún væri dálítið tafsöm
sökum þess að hver einasta rúta á
leiðinni stoppaði og hleypti ferða-
fólkinu út til að mynda okkur. Þetta
er ekki hefðbundinn ferðamáti
þannig að óneitanlega höfum við
vakið mikla athygli á ferðum okk-
ar.“
Aðspurður segir Helgi að há-
markshraðinn væri um 10 km. á
klukkustund og eyðsla fararskjót-
ans væri þetta 2 lítrar af bensíni á
tímann.
MM
Hamborgari
(úr kjötborð'O+brauð
Gevalia 500 gr.
Chantibic þeytirjomi
Leppin orkudrykkur kr.A 69
Skólasvali 3 pk. kr. 119
Verið velkomin! Laugardaga 10-19
VÖRUHÚS KB. SÍMI430 5533