Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 3 Frá máttökunni þegar Siggi nuetti ai Laxá í Leirársveit. F.v.: Guðmundur Páll Jónsson forseti bcejarstjómar Akraness, Gísli Gíslason bcejarstjóri, lngibjórg Pálmadóttir heil- brigðisráóherra, Siggi hjólreiðagarpur, Frtða Sigurðardóttir móðir Sigga, Björgvin Guð- mundsson fóðurbróðir og Guðmundur Guðmundsson langafi. Mynd: EA Hjólreiðagarpur ættaður af Skaganum I síðustu viku hjólaði Sigurður Tryggvi Tryggvason milli Akureyr- ar og Reykjavíkur í þeim tilgangi að safha áheitum fyrir MS-félag Is- lands. Leið Sigurðar, eða Sigga eins og hann er kallaður, lá að sjálfsögðu um Vesturland og var þar tekið vel á móti honum. Sigurður, sem er 13, ára lagði upp frá Akureyri á mánudegi og kom til Reykjavíkur um hádegi á föstudegi. A fyrsta degi var hjólað í Húnaver, á öðrum í Staðarskála, þann þriðja til Borgamess og á fjórða degi var hjólað til Mosfells- bæjar. Föstudagurinn var síðan lokadagur ferðarinnar en þá var hjólað úr Mosfellsbænum að enda- stöðinni sem var við Perluna í Reykjavík. Það var því á miðviku- degi og fimmtudegi sem leið Sig- urðar lá um Vesturland. Við Laxá í Leirársveit tóku Skagamenn vel á móti Sigga en þar mættu meðal annrra Ingibjörg Pálmadóttdr heil- brigðisráðherra og Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi. Þessir aðilar afhentu Sigga framlag í söfhunina auk þess sem Gísli bæjarstjóri færði Sigga IA peysu og Stoke-fána. Hugmyndin „Mér datt þetta nú bara í hug þegar ég var á ferð í bíl milli Akur- eyrar og Reykjavíkur,” sagði Siggi í samtali við blaðamann. „Mér fannst sniðugt að hjóla milli þess- ara staða og styrkja MS-félagið.„ Móðir Sigurðar, Fríða Sigurðar- dóttir, greindist með MS sjúkdóm- inn 1992 svo málið stendur Sigga nærri. Að sögn Sigga var erfiðasti kafli ferðarinnar í Hrútafirðinum en þar var talsverður mótvindur. Einnig var fyrsti dagurinn nokkuð erfiður því þá þurffi að fara yfir tvo fjallvegi með tilheyrandi brekkum. Fjórir ætdiðir Á leið sinni um Borgarfjörðinn fylgdu Sigga þeir Björgvin Guð- mundsson, afabróðir hans, og Guðmundur Guðmundsson, langafi, á hjólum. Guðmundur langafi Sigga, sem er 78 ára Skaga- maður, blés ekki úr nös eftir að hafa hjólað ffá Hafharskógi að Láxá í Leirársveit. Auk þess fylgdu hjól- reiðagörpunum á bíl móðir Sigga, fósturfaðir og litla systir. Fjölskyld- an stóð því saman að uppátækinu og naut aðstoðar ýmissa styrktarað- ila auk aðstoðar frá félögum og stjórnendum MS félagsins. MS sjúklingum á landsbyggðinni til góða Áheitafénu er ætlað að renna til uppbyggingar á aðstöðu í Reykja- vík fyrir MS sjúklinga af lands- byggðinni. Að sögn Vilborgar Traustadóttur formanns MS-fé- lagsins gekk söfhtmin vel en alls söfhuðust um 4 milljónir króna. Hún vill einnig taka það ffam að söfnunarsíminn verði opinn eitt- hvað ffam í næstu viku og allur stuðningur er vel þeginn. Síma- númerið er 533 4443. EA Skátar í Viðey Félagar úr Skátafélaginu Hólmverjum í Stykkishólmi gerðu góða ferð þann 25.júní síðastliðinn á 50 ára afmælismót Skátafélagsins Landnema í Reykjavík. Myndin er tekin fyrir utan kirkjuna í Viðey við vígslu nýliða. Mynd: KBen. ■ •: mm mm Súpukjöt kr/kg. 435. kr. Pepperoni hieifur kr/kg. 6-39. Bökunarkartöflur 4 stk. kr. I 79 ■tilbo kr. Vatnsmelónur kr/kg. I 98. 49. Lax I /1 -nýr og ferskur krlkg. 548,- Lax - flakaður kr/kg. 798,- tilboðsverð kr. 599,- Camenbert kr. 748,- -»-9 0 tilbo&sverð kr. 2.Z9,- Rækjusmurostur kr. 209,- tHboðsverð kr. 189,- Borgfirskt ----- . r r tHboösverð kr. 150, Tjöld fyrir verslunarmannahelgina, verð frá 3.990, Risaútsölumarkaður á geisladiskum fimmtudag og fram yfir helgi, verð frá 99,- itabrouð kr. I 95,- PIO 919 Laugardaga 10-19 Verið velkomin! Sími 430 5033

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.