Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 FjönMsið á Flellnum Fleiri ferðamenn í Snæfellsbæ í framhaldi af frétt í síðasta Skessuhomi um færri ferðamenn á Snæfellsnesi vilja ferðaþjónustuaðil- ar í Snæfellsbæ koma með athuga- semdir þar sem þeir hafa ekki sömu sögu að segja um fjölda ferðamanna á sínu svæði eins og ferðaþjónustu- aðilar austar á Snæfellsnesi. Vestast á Snæfellsnesi blómstrar ferðaþjónustan og Svava í Görðum í Staðarsveit segist aldrei hafa haft fleiri ferðamenn hjá sér en nú. Eins og kom fram í Skessuhomi í síðustu viku hefur sumarið farið vel af stað hjá Tryggva í Snjófelli og segir hann það ekki síst að þakka góðu veðri sem við höfum fengið að njóta vest- ast á Nesinu nokkrar helgar í röð. Skoðunarferðimar á skemmtibám- um Nökkva frá Arnarstapa hafa einnig notið vinsælda í góða veðr- inu. Fleiri hafa góða sögu að segja og góð nýting hefur verið á Gisti- heimilinu Brekkubæ á Hellnum og í Gistiheimilinu Gimli á Hellissandi. A Brimilsvöllum í gamla Fróðár- hreppi hafa sldpulagðar hestaferðir gengið mjög vel og skipulögð upp- bygging þeirra hjóna á ferðaþjón- ustunni skilar góðum árangri. Fjöruhúsið á Hellnum, sem er skemmtileg og sérstæð kaffistofa, hefur haldið vinsældum sínum og frekar aukið við þær en hitt og mik- il umferð verið þangað bæði um helgar og á virkum dögum og ára- bátaleigan hjá Fjömhúsinu hefúr verið mjög vinsæl. Eygló Egilsdóttir í Hótel Höfða sagðist eiga erfitt með að segja til um hvort um raunverulega aukn- ingu væri að ræða hjá sér eða hvort ný aðstaða og stærra hótelrými gerði það að verkum að meira væri að gera hjá henni. Hún segist verða vör við að varla sjáist nokkur þjón- ustubeiðni ffá Eddu hótelunum sem hún hefði sinnt vel undanfarin ár og taldi að það mætti rekja til þess að nú hafa Flugleiðir sem eiga jafh- framt Eddu hótelakeðjuna opnað hótel í Sælingsdal og ljóst væri að þeir beindu umferðinni til sín. Allir ferðaþjónustuaðilar vom sammála um að greina mætti mun á því að minna væri um rennandi um- ferð, en meira um fyrirframbókanir þetta árið. Einnig em alhr sammála um að minna sé um rútur á ferð í Snæfellsbæ og kemur verkfall Sleipnis þar inn í og ljóst er að það hefur haft veruleg margfeldisáhrif á ferðaþjónustuna og hugsanlega valdið meiri skaða en menn gera sér grein fyrir. Guðrún Bergmann, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Snœfellsbæjar. Guðjóni Ingva þakkað Þann 1. mars s.l. lét Guðjón Ingvi Stefánsson af starfi sem fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, eða SSV, eftir 30 ára starf. Á þeim 30 ámm sem Guðjón hefur verið ffamkvæmdastjóri SSV hefúr verksvið hans breyst mjög mikið. Hér áður fyrr var starf hans allt frá því að færa bókhald og setja upp hreppsreikninga fyrir smæstu sveitarfélögin uppí að stjórna SSV. Nú síðustu árin hefur Guðjón stuðlað að stofnun margra fyrirtækja fyrir SSV eins og Sorpurðun Vest- urlands ehf., Upp- lýsinga-og kynnig- armiðstöð Vestur- lands ehf., Sí- menntunarmið- stöð Vesturlands og fl. Eg er viss um að margir gera sér ekki grein fyrir hvað starf Guð- jóns Ingva fyrir Vesturland hefur verið mikilvægt og farsælt í þessi 30 ár sem hann hefúr starfað fyrir SSV En það var gaman að vera viðstadd- ur í Hellisfirði í síðustu viku þegar formenn og framkvæmdastjórar hjá Samtökum sveitarfélaga á íslandi þökkuðu og heiðruðu Guðjón Ingva fyrir gott og mikið starf að sveitarstjórnarmálum. Ég vil leyfa mér að taka undir þær þakkir sem Guðjóni Ingva voru færðar. Gunnar Sigurðson, formaður SSV Smári Geirsson formaður SSA og Guðjón Ingvi Stefánsson. Söngnámskeið í Borgamesi Dagana 27. júlí - 10. ágúst verður haldið söngnámskeið í Borgamesi, þar sem María Teresa Uribe, alþjóðlegur listamaður, kemur til að leið- beina borgfirskum söngvurum og söngnemendum. Maria Teresa er fædd og uppalin í Chile, en smndaði söngnám í Franz Liszt Tónlistarakademí- unni í Budapest. Það er mikill fengur fyrir borgfirskt menningarlíf að fa til sín listamann á borð við Mariu Teresu, hingað til hafa Borgfirðingar þurft að sækja allt slíkt til höfuðborgarinnar og jafnvel lengra. Fyrsti dagur námskeiðsins hefst kl 10:00 og er opinn öllum þar sem sérstök áhersla verður lögð á hreyfingu og tjáningu með söng í hóp og einn á sviði. Söngvarar, söng- nemar og kórsöngvarar eru hvattir til að mæta. Söngtímamir em ætlaðir söngvuram og lengra komnum nemendum (V stig og ofar) en almenningi er boðið að hlusta, dagurinn í hlustun kostar 500 krónur. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Dagrúnu Hjartardótt- ur í síma 568 2677. (Fréttatilkynning) 'jóðfegt (jom Öskutunnnur ein og átta á hverju heimili Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita! Fátt hefur verið ritað og enn minna rætt um hinn merka æviferil sorpsins. Eins og gefur að skilja er rusl mjög svo í lágvegum haft þeg- ar það byijar að vera rusl, því annars hefði því ekki verið hent í ruslið. Raunar á hvert sorpsnitti sér forsögu sem virðulegur neysluvarning- ur eða nytsamur gripur en fellur svo hraustlega niður gengistöflu verðmæta- og gildismats eiganda síns þar tíl það verður óbreytt rusl, sem enginn hefur ánægju af. Eftir því sem ruslið eldist verður það heldur ógeðslegra og fleirum til ama. Það verður sífellt ljótara og lyktar verr. Sækir í þetta vargfugl og rottur og allskonar bévítans pakk. Löngum þótti það því siður góðra manna að losa allt sorp í sjóinn. Lengi tekur sjórinn við, segir máltækið, og eru það orð að sönnu. Láfríki sjávar naut næringar úr gerlagróðri sorpsins og fiskar gerðu sér klakstæði í járnarusli og þessháttar. Þegar fram liðu stundir hættu sumir menn að trúa því að lengi tæki sjórinn við. Nú, eða þá þeir trúðu því alveg en ákváðu fyrir sitt leyti að nú væri þetta “lengi” búið. Var þá aftur tekið til við að safna rusli í risavaxna öskuhauga á landi og enn síðar að grafa gumsið í jörðu með ærnum tilkostnaði. Það átti enn eftir að síga á ógæfuhliðina. Upp reis ný kynslóð, um- hverfis-fasista- kynslóðin. Andstætt við næstu kynslóð á undan, sem lá afvelta í hassi og sýru árum saman og hélt hún hefði breytt heim- inum, þá tók þessi nýja til við að gera eitthvað í málunum. Allt sem þessi umhverfiskynslóð tekur sér fyrir hendur er umhverfis -þetta og umhverfis -hitt. Og allt er það hið versta mál. Það fyrsta sem flokkur þessi fékk í gegn var að banna hvalveiðar og hamast gegn selveiðum þannig að hvölum fjölgar nú geigvænlega og éta upp allan fisk, sem hvergi finnur klakstæði því það má ekki leng- ur henda rusli í sjóinn. Þess vegna fækkar fiskinum sem þjóðin lifir á að veiða. Umhverfisfasistum er þó alveg sama hvort fólk lifir eða ekki. Aðalatriðið er að hvalir, selir, rottur, minkar og tófur fái að lifa óáreitt. Einni skepnu vilja umhverfisfasitar þó gjarnan útrýma, en það er sauðkindin, enda étur hún hríslurnar sem við þurfum vænt- anlega að fara að brenna eftir nokkur ár sökum orkuskorts því hvergi má virkja fallvötn í friði fyrir þessum sama þjóðflokki. Sýnu verst og sorglegast af afrekum umhverfiskynslóðarinnar er þó sú árátta að flokka og endurvinna sorp. Þar er á ferðinni alvarleg- asta menningarslys íslandssögunnar. Menn skyldu aldrei gleyma því að þótt sorp sé í upphafi ógeð og verði smám saman ennþá meira og meira ógeð þá rennur upp sá dagur að það er ekki lengur sorp, heldur mannvistarleifar. Allt það sem fomleifaffæðingar dagsins í dag em að grafa upp úr moldinni er sorp sem náð hefur þeim háa aldri að teljast mannvist- arleifar og er þar með komið í hóp helstu þjóðargersema. Hvers eiga fornleifaffæðingar framtíðar að gjalda? Hvað þegar blöð okkar og bækur hafa öll máðst og bmnnið? Þegar tölvudiskamir okkar em all- ir úr sér gengnir, hver á þá að rita sögu okkar ef allar mannvistarleif- ar hafa verið endumnnar? Þá verður engin saga, og þá deyr minning okkar. Hverslags virðing er þetta fyrir þjóðlegum gildum og sagnfræði? Ekki flokkuðu forfeður okkar ruslið sitt. Þeir vom heygðir i fullum herklæðum, með hjálm og sverð. Ef þessir hlutir hefðu verið heygðir í sér brotamálmshaug, en mennimir sjálfir lagðir í safnþró þá hefðu merkustu fomleifafundir Norðurlanda að engu orðið. Þá hefði Ingólf- ur ekki kastað öndvegissúlunum fyrir borð. Hann hefði sett þær í timburgám og kastað Hallveigu fyrir borð! Þrátt fyrir yfirgang umhverfisfasista er þó ljós í myrkrinu, nánar tiltekið ljósið við endann á göngunum. Þjóðlega homið lýsir hér með yfir ótakmarkaðri aðdáun og hrifningu á hæjarstjóm Akraness. Mánuðum saman hefúr hún leyft umhverfisfasistum bæjarins að dunda sér við að flokka sorp á heimilum. Ein tunna fyrir úldinn mat, ein tunna fyrir mjókurfernur, ein fyrir aðrar umbúðir, ein fynr raf- hlöður, ein fyrir málningu, þynni og táfylusokka o.s.frv. Þetta flokk- ar umhverfiskynslóðin samvikusamlega í allar sínar óteljandi öskutunnur þangað til bæjarstarfsmenn koma og hella öllu gumsinu í einn stóran haug, hræra vel í og urða í einu lagi vestur í Fíflholtum. Hafi einhver ekki vitað hvaðan holtin þau fengu nafn sitt, þá er sú gáta hér með leyst. Verið kært kvödd á fyrsta Þórsdegi í Heyönnum. Hetjgar&shornili Kökuuppskrift I tilefni sumarfría og þess hve margir eru í sumarbústöðum um þessar mundir, og hafa því nægan tíma, sendum við hér eina góða kökuuppskrift fyrir heimilisfeðuma að spreita sig á: Ávaxtakaka: Efni: 1 bolli vatn 1 bolli sykur 4 stór egg 2 bollar þurrkaðir ávextir 1 teskeið bökunarsódi 1 teskeið salt 1 bolli púðursykur 1 bolh sítrónusafi 1 bolli hnetur 1 FULL flaska af efúrlæds visldinu ykkar Meðhöndlun: Smakkaðu viskíið til að vera viss um að það sé ekki skemmt. Takið stóra skál. Athugið viskíið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt. Hellið í einn bolla og drekk- ið. Endurtakið. Kveikið á hrærivél- inni, hraerið 1 bolla af smjöri í stóra mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur. Athugið hvort viskíið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær fætur og bætið í skáhna og hendið útí bollanum af þurrkuðu ávöxmnum. Hrærið á kveikivéhnni. Ef þurrkuðu ávextimir festast við hrærararana losið þá þá af með rúf- skjámi. Bragðið á viskíinu til að at- huga brestgratið. Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama. Athugið viskíið. Sigtið sítrónusaflmn og teygið hnetumar. Bætið einu borði, skeið, af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt. Smyrjið ofninn. Stiliið kökuformið á 250 gráður. Gieymið ekki að hræra í stillaranum. Hendið skálinni út um gluggann og rokið lúðunni. Athugið visltíið aftur og aftur. Farið að sofa. Finnst nokkrum hvort sem er á- vaxtakökur góðar? Káravísur Það cr kanski að bera í bakkafúllan lækinn að birta þorravísur á þessum tíma árs, en heygarðshomið brýtur flestar reglur. Eftírfarandi vísur era eftir Pál Ásmundsson og skulu sungnar við lagið Nú er frost á Fróni. Vísumar em efdr Pál Ásmundsson og í tílefríi fjölmiðlafárs sem var í há- mæli á þorra 1999. Nú er fjör á Fróni, fagnar íslensk þjóð, kreistír kát sitt bióð í Kára genasjóð. Allt frá erkiflóni upp í Hemma Gunn myndar gagnagrunn, genabmnn. Innsta eðli vort allt fær sett á kort, greind og gáfnaskort, Ua af verstu sort. Menn vona að Kári klóni knáa Islands hjörð er ríki hress og hörð hér á jörð. Sumir kunna að segja: Slíkt er bara plat, De-code djöfrils frat, Á dulkóðun er gat!“ Þingmenn ekld þegja þegar færi næst, um lögin loksins glæst lending næst. Læknar leggjast þvert: „Læknafrelsið skert Við ekkert getum gert sem grcinaskrifa er vert loks þá lausn að eygja á lífsgátunni er sjans í genamengi manns: Möriandans!“ Kankvís Kári heyrir kvartanir og vein, gefur grið ei nein glíkur Jóni Wayne. Engum manni eirir, alla í Gmnninn slær, kátur kikk þá fær, í kampinn hlær. Ymsir undrast hve allt þetta má ske: að arfleifð okkar sé upplagt sölufé. I Kára hátt þá heyrir halur bæði og fljóð: ,Ág*t íslensk þjóð ég á þitt blóð!“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.