Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 SSESSllHftBIM Var kominn tími tíl að átta sig á ínikilvægi Snorra -Segir Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu “Það eru ekki margar kirkjur sem taka sig til og byggja upp menningarstofnanir samhliða annarri uppbyggingu,” segir Bergur Þorgeirsson forstöðu- maður Snorrastofu í Reykholti. Þann 29. júlí næstkomandi verð- ur Snorrastofa í Reykholti form- lega vígð við hátíðlega athöfh að viðstöddum Noregskonungi og forseta Islands. Þar með Iýkur stórum áfanga í uppbyggingu á sviði menningar í héraðinu. Því verkefni er þó engan veginn lok- ið hvað Reykholti viðkemur því heimamenn binda vonir við að hið foma höfðingjasetur eigi enn eftir að eflast og styrkjast í nafhi þekktasta rithöfundar þjóðarinn- ar, Snorra Sturlusonar. Bygging Snorrastofu og Reyk- holtskirkju hefur staðið í tólf ár. Kirkjan var vígð á Reykholtshátíð sumarið 1996 og fljótlega efdr það var hafist handa við að innrétta Snorrastofu. “Upphaflega mun ætlunin hafa verið sú að Snorrastofa yrði fræði- mannsíbúð og bókhlaða sem m.a. hefði getað orðið stuðningur við skólastarf. Aðalmarkmiðið var að sjálfsögðu að koma á fót stofhun til að minnast Snorra Sturlusonar, heiðra minningu hans og verk og halda þeim á lofti,” segir Bergur. Segja má að rekstur Snorrastofu hafi byrjað 1995 þegar sjálfseignar- stofnuninni Snorrastofu var komið á fót. Arið eftir var skrifað undir samning um rekstrarframlag til stofnunarinnar frá ríki, sveitarfé- lögum og Reykholtskirkju. “Vorið 1998 var síðan tekin sú ákvörðun að Snorrastofa yrði rannsóknarstofnun en ekki aðeins bók- hlaða og aðstaða fyrir fræðimenn. Auk þess að styðja við rann- sóknir er stofnuninni ætlað að miðla fróð- leik og þekkingu um Snorra og miðaldirn- ar og sögu Borgar- fjarðar en það eru hennar megin við- fangsefni,” segir Bergur. Rannsóknir og miðlun Bergur er eini fasti starfsmaður Snorra- stofu en aðrir sem að starfseminni koma eru ráðnir í einstök verkefni. Hann var ráðinn forstöðumað- ur stofnunarinnar haustið 1998 og síðan hefur hann unnið að því að byggja starf- semina upp í þeirri mynd sem henni er ætlað að vera í fram- tíðinni. “Rannsóknarþátt- urinn felst í þátttöku í rannsóknarverkefn- um í samvinnu við ýmsa aðila hér heima og erlendis. Stærsta verkefn- ið sem stofnunin hefur komið að til þessa nefhist “Staðurinn Reykholt” og er unnið í samvinnu við þjóð- svæðinu. Þetta er meðal annars skoðað með tilliti til búsetu- landafræði, fomleifa- fræði og bókmennta- fræði. Miðlun þeirrar þekkingar sem þegar er til staðar er ekki síður mikilvægur þáttur í okkar starf- semi. Það gemm við með fyrirlestrum, málþingum, sýning- arhaldi og útgáfu- starfsemi. Þar má nefna að í tálefxii af víglsu Snorrastofu gefa Reykholtskirkja og Snorrastofa út Reykjaholtsmáldaga sem er elsta skjal sem til er í framriti á nor- rænu máli. Máldag- inn er talinn vera frá um 1150 og er skrá yfir eignir og réttindi kirkjunnar. Guð- varður Már Gunn- laugsson handrita- fræðingur á Arna- stofnun skrifar um máldagann og Marg- aret Cormak þýddi hann yfir á ensku en hann er gefinn út á tveimur tungumál- um í 500 tölusettum Vel tekið Bergur segir að starfsemi Snorra- Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu sem formlega verður vígð viS hátíðlega athöfn í Reykholti 29. júlí nk. Þá munu þjóiihöfðingjar Noregs og Is- lands sækja staiinn heim ásamtfjölda annarra gesta. Mynd MM minjasafnið, Sagnfræðistofnun Há- skóla Islands og nokkra erlenda há- skóla. Það felst í að skoða tengsl Snorra við Reykholt og hvernig all- ir þættir í lífi hans og starfi tengjast eintökum.” stofu hafi verið almennt vel tekið. “Aðsókn á fyrirlestra hefur farið langt fram úr því sem ég reiknaði með jafnvel þótt margir þeirra hafi verið strangfræðilegir. Þá hafa ein- stakar uppákomur slegið í gegn eins og t.d. sagnakvöld Skota, Ira og Vestlendinga. Ahugi fólks hér í hér- aði er mjög mikill á starfsemi Snorrastofu og þeirri uppbyggingu sem hér á sér stað. Snorrastofa er opin öllum sem á- huga hafa á sögunni og við reynum að fara leið sem ekki er oft farin en er mjög skemmtileg. Það er að segja að rækta það sem er næst okkur hér ásamt þvf að vera mjög alþjóðleg. Það geram við með því að vera með starfsemi sem höfðar til fólks hér í kring og hafa bókakost og aðstöðu fyrir þá sem vilja sökkva sér í ffæði sem tengjast svæðinu. Á sama tíma tengjumst við stofnunum erlendis, bæði háskólum og söfnum,” segir Bergur. Aðspurður um hvaða þýðingu Snorrastofa hefði fyrir héraðið og sagnfræðina sagði Bergur: “Það sem skiptir mestu er að loks er ver- ið að gera eitthvað til að menn geti einbeitt sér að þessum ffemsta rit- höfundi Evrópu á miðöldum, hér á hans heimaslóð. Stofnunin hefur ekki síst þá þýðingu að efla ímynd svæðisins og styrkja alla menning- arstarfsemi og fræðastörf um hér- aðið sem slíkt. Það er kominn tími til að menn átti sig á mikilvægi Snorra og þjóðin hefði átt að gera eitthvað fyrir löngu til að efla minningu hans,” segir Bergur að lokum. GE Krakkamir með hleikjuna sem þau gripu upp lír lœkjarsprænu við þjóðveginn. Fiskur úr sprænu Það er ekki á hverjum degi sem maður veiðir fjögurra punda bleikju, og hvað þá með berum höndum. Þau Arna Snjólaug Birkisdóttir, Sonja Bjarnadóttir, Breki Berg og Bjarki Berg Guð- mundssynir og Margrét Helga Guðmundsdóttir lentu þó í því í síðustu viku þar sem þau voru á ferð nálægt Hvalfjarðargöngun- um. Þar komu þau auga á fiskinn góða í örlítilli lækjarsprænu við þjóðveginn. Þau brugðust skjótt við, náðu fiskinum og rotuðu hann. Þegar blaðamaður heim- sótti krakkana síðar sama dag var búið að frysta gripinn og næst á dagskrá var að halda mikla grill- veislu með bleikju í aðalrétt. SÓK Þeir hafa átt áfáar vinnustundir við byggingu Reykholtskirkju og Snorrastaju. Prá vinstri: Brynjólfur Einarsson, Stefán Olafsson yfirsmiður og synir hans; Hjörleifur og jóhannes. Mynd GE -Segir kirkjusmiðurinn Stefán Olafssson Reykholtskirkja og Snorrastofa þykja glæsilegar byggingar og það hefur vakið athygli hvað hönnunin er gegnumgangandi og stílhrein. Arkitektar eru þeir Garðar Hall- dórsson og Andrés Narfi Andrésson en Stefán Olafsson hefur verið yfir- smiður verksins ffá upphafi. “Maður fær ekki mörg tækifæri til að fást við jafn skemmtilegt handverk og í þessari byggingu. Það er virkilega ffábær hönnun á þessu húsí og ég vona að hún hafi skilað sér alla leið,” segir Stefán kirkju- smiður. Stefán kveðst hafa verið viðloð- andi byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu síðastliðin tólf ár en segist síst vera búinn að fá leið á verlánu. “Aldeilis ekki. Þetta hefur orðið skemmtilegra eftir því sem lengra líður. Þá hefur ekki síst veríð skemmtilegt að eiga hér samfélag með mönnum eins og Bjama í Nesi og Séra Geir sem hafa unnið hér kraftaverk,” segir Stefán. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.