Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 7
*»*3»uHÖ2E! FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 7 íslenskur æðardúnn er hágæðavara -Segir Jón Sveinsson dúnverkandi í Miðhúsum Nýverið mátti heyra auglýsingu í útvarpi þar sem óskað var efrir æð- ardún til kaups. Jafriframt kom fram að hreinsun dúnsins væri innifalin og að seljendur fengju 40 þúsund krónur fyrir innlagt kíló. I ljós kom að auglýsingin var frá Jóni Sveins- syni í Miðhúsum á Króksfjarðar- nesi. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Jóns til að for- vitnast um dúntekjuna í ár og vinnslu og markaðssetningu þessarar efrirsóttu og dýru vöru. Tíföldun verðmæta erlendis Jón Sveinsson í Miðhúsum hefur stundað dúnverkun í nokk- ur ár og er þriðji ættliðurinn í Miðhúsum sem sinnir dúntekju og verkun. Harm segir að efrir- spum eftir góðum æðardún sé mikil. A bænum em afkastamikl- ar vélar til dúnhreinsunar sem þýðir aukinn vinnsluhraða og betri þjónustu við erlenda kaup- endur. “Japanir kaupa mest af ís- lenskum, hreinsuðum dún, era bestu kaupendurnir og greiða hæsta verðið,” segir Jón og bætir við að þeir séu einnig fljótastir að borga. “Þjóðverjar kaupa einnig nokkuð magn en Þýskaland er erfiðari markaður sem gerir auk þess minni gæðakröfur. Islend- ingar flytja árlega út dún fyrir 100 milljónir en sú upphæð tífaldast í vinnslunni áður en endanlegur kaupandi fær fullunna vöra í hend- urnar. Því þurfum við Islendingar að auka áhersluna á vöruþróun og vinnslu og bæta þannig um leið framlegð okkar af vinnslunni heima fyrir.” Jón segir að horfur séu góðar á sölu æðardúns í ár. “Eg er nú búinn að selja fyrsta holl og er að kaupa dún til að safria í næstu sendingu. Dúnninn er hreinsaður hér í Mið- húsum í fullkomnasta tækjabúnaði í heimi. Við verkunina vinna auk þess 5 starfsmenn.” Góður dúnn Islenski æðardúnninn er eini “villti” dúnninn á markaðinum í dag og á alþjóðamarkaði er hann flokk- aður sem hágæðadúnn enda era vörur unnar úr honum keyptar af munaðarástæðum. Þannig seljast æðardúnssængur með um 1200 grömmum af dún fyrir 400 til 1300 þúsund krónur en meðalverðið er um 800 þúsund krónur. “Dúnninn í ár er góður þar sem vorið var þurrt og kalt en slík veður- skilyrði eru kjörin fyrir æðarfuglinn. Vætutíð er að sama skapi verstu veðuraðstæðurnar. Dúnmagnið í ár er þó 10% minna en í meðalári. ís- lendingar eru í ár að framleiða um 2,8 tonn af hreinsuðum dún og þar af segist Jón verka um hálft tonn. Hlýjasti brúðarkjóll í hámi? A myndinni er rúss- neska fyrirsœtan Katya umvafin í íslenska æðar- dúnssæng. Ljósmyndarinn sem tók þessa mynd, Vladimir Dudin, er samstarfsmaðtir Jóns í Mið- húsum í vöruþróun og markaðssetningu æðar- dúnsvara. Aðrir dúnverkendur hér á landi eru t.d. Exco, Kjötumboðið, Þórunn á Skarði á Skarðsströnd og Sæmund- ur á Læk í Dýrafirði.” Deyjandi iðnaður Þrátt fyrir að nú sé nægur mark- aður fyrir íslenskan æðardún segir Jón að þessi atvinnugrein sé á und- anhaldi á Islandi. “Magnið sem við Islendingar seljum er sífellt að minnka. Fólk sinnir ekki æðarvarpi eins og fyrrum þar sem jarðir fara í eyði og þéttbýlisbúar sem eignast þær sinna ekki æðarfuglinum. Auk þess hafa þeir veiðimenn sem sinna t.d. minkaveiðum ekki undan og því gerir minkur og annar vargur sífellt meiri usla í varpinu. Einnig má segja að undanfarin ár hafa sveiflur á markaði fyrir æðardún valdið því að færri stunda dúntekju en áður. Selt magn í ár af hreinsuðum dún verður því nokkuð minna en undan- farin ár.” Vermir yfirklerkinn Jón Sveinsson hefur undanfarin ár lagt mikið fjármagn í vöruþróun og markaðssetningu á íslenskum æðardún. “Eg hef meðal annars þróað jakka og kápur úr dún sem saumaðar hafa verið erlendis. Aukin fullvinnsla eykur framlegðina úr hverju kílói æðardúns um leið og sölutíminn er lengdur. Þannig vil ég smám saman þróa fullvinnslu og sölu dúnsins og færa heim að Miðhúsum.” Þetta hefur Jón meðal annars gert með því að nýta sér nútíma upplýsingatækni og á vefslóðinni www.eider- down.com má sjá samstarfsverk- efni hans og rússneskra aðila þar sem varan er kynnt og henni komið á ffamfæri. “Eg hef selt eina sæng til Bandaríkjanna um Netið og fékk fyrir hana 380 þús- und krónur. I henni voru 1300 grömm af dún og klætt utanum með silki. Slíka vöru og aðrar framleiðsluvörur úr íslenskum dún þarf að kynna sem hágæða vöru þar sem verðið á að sjálf- sögðu að fara eftir gæðum. Kynningarstarfið þarf að sama skapi að vera vandað en slíkt sölustarf krefst sérhæfni. Fram að þessu hafa rússneskir aðilar verið mér mest innan handar um sölu- mál,” segir Jón og bætir við til gamans að fyrstu dúnsængina sem hann seldi í Rússlandi hafi þarlendur yfirklerkur keypt. Styrkja ferðaþjónustu Á Miðhúsum var áður fyrr hefð- bundinn búskapur og um sauðfjár- ræktina segir Jón: “Eg sá aldrei lit- inn á peningum, hvað þá meir, þeg- ar ég var með sauðfjárbúskap og á- kvað því að einbeita mér að æðar- fuglinum og vinnslu dúns. Við vor- um með kindur og kýr en höfum komið okkur upp hreinsunarstöð í fjárhúsunum og fjósinu. Einnig stendur til hjá okkur að innrétta verslun með dúnafurðir þannig að ferðamenn geti skoðað og keypt af- urðimar um leið og þeir sjá vinnsl- una eins og hún raunverulega er. Slíkt mun um leið styrkja ferða- þjónustu á svæðinu." Jón segir að tæknileg vandamál við hreinsunina séu nú yfirstigin. “Næst á döfinni hjá okkur er að þróa aukna vélvæðingu og finna ný þvottaeftii. Það er nauðsynlegt að þvo dúninn og fjarlægja þannig um leið oftiæmisvaldandi ryk sem alltaf er í honum. Næsta skref hjá mér til aukinnar þróunar og fullvinnslu verður því að ftnna rétta hreinsiefti- ið,” segir Jón Sveinsson í Miðhús- um að lokum. MM Teldð jákvætt í viðbyggingu Bæjarráð Akraness hefur tekið jákvætt í hugmyndir þeirra Hilmars Bjömssonar og Hönnu Rúnu Jóhannsdóttur, sem reka Hótel Barbró á Akranesi, um verulega stækkun hótelsins með sex hæða viðbyggingu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni töldu eigendurnir að ef ekki yrði veitt heimild til stækk- unar væri grundvöllurinn fyrir framtíðarrekstri brostinn. Bæjarráð hefur falið skipulagsneftid að gera tillögu til bæjarstjómar að breyttu skipulagi sem heimilar umræddar ffamkvæmdir. Bygginga- og skipulagsyfirvöld höfðu áður lýst efasemdum um bygginguna, m.a. vegna reglna um nýtingarhlutfall lóða, bifreiðastæði o. fl. Þegar málið kom til kasta bygginga- og skipulagsnefnda Akraneskaupstaðar á ný vora bók- arnir þeirra misvísandi. I kjölfarið lagði Gunnar Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, til að nefndirnar yrðu sameinaðar í eina. -SSv. Hótel Barbró Feðgar huga að komvexti. F.v. Haraldur Magnússtm bóndi í Belgsholti og Hevmir Haraldsson. Ný yrki lofa góðu Horfur á góðri kornsprettu Hér á Vesturlandi hefur kom- rækt farið vaxandi undanfarin ár og hefur rækmnin yfirleitt gengið vel hjá þeim sem hafa prófað. Kombændum hefur verið að fjölga og flestir hafa bætt við sig ár frá ári. Svo virð- ist því sem bændur hér um slóð- ir sjái sér hag í því að rækta sjálfir kom til kúafóðurs en einnig em þess dæmi að kom sé ræktað til svínafóðurs. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar ráðunautar hjá Búnaðarsamtök- um Vesturlands em menn bjartsýnir á komsprettuna í ár. „Spretta lítur vel út hér á Vest- urlandi í sumar. Þó að mikil væta snemma í vor og síðan mikil þurrkatíð snemmsumars gæfti ekki tileftii til bjartsýni hefur veðurfar- ið nú síðustu vikurnar verið hag- stætt fyrir kornsprettu,” Sagði Guðmundur. Að sögn hans virðist þetta ár almennt ekki mikill mun- ur á því hvort menn sáðu í endað- an apríl eða ekki fyrr en um miðj- an maí, nær alls staðar um Vestur- land er korn skriðið eða við það að skríða. “Mér virðist sem spretta sé heldur fyrr á ferðinni en í fyrra,” bætti Guðmundur við. Víða góð skilyrði til komræktar Kornrækt er stunduð víða um Vesturland. Að sögn Guðmundar eru svæðin í kringum Akrafjall og í Leirár- og Melasveit líklega heppilegustu svæðin en víða ann- ars staðar eru skilyrði góð svo sem í uppsveitum Borgarfjarðar og í Breiðuvík á Snæfellsnesi. I fyrra var ræktað korn í um 300 hektur- um á Vesturlandi en í ár er um töluverða aukningu að ræða. „Góður árangur í kornrækt byggir mikið á reynslu og því að þekkja landið sitt. Bóndinn þarf að hafa tilfinningu fyrir ræktuninni,” sagði Guðmundur. Tveir bændur í Borgarfirði hafa nú komið sér upp sérstökum búnaði til komþurrk- unar en einnig er Búhöldur ehf. sem er félag bænda í suður Borg- arfirði að koma sér upp færanlegri þurrk aðstöðu. Sáð óvenju snemma í Belgsholti Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Leirár- og Melasveit er einn þeirra bænda á Vesturlandi sem hefúr hvað mesta reynslu af kornrækt. “Eg byrjaði á þessu fyr- ir alvöru 1996 en þá sáði ég byggi í um 5 hektara. Núna er ég með mismunandi yTki í 30-35 hektur- um,” segir Haraldur. “Kornið hef- ur öll sumrin náð nokkuð góðum þroska hjá mér. í vor sáði ég ó- venju snemma í hluta landsins eða í kringum 15. apríl. Það korn var skriðið tun mánaðamótin júnf - júlí.” Að sögn Haraldar reiknar hann með að uppskera um eða upp úr mánaðamótum ágúst - septem- ber en það er nokkuð hefðbundinn uppskerutími. Ræktar eigið sáðkom Haraldur ræktar sjálfur hluta þess sáðkorns sem hann notar. “Spírunarhlutfallið er ekki eins gott í heimaræktaða sáðkominu og því aðkeypta. Eg þarf upp í 50% meira af því heimaræktaða. Engu að síður tel ég að það borgi sig fyrir mig að rækta sem mest af þessu sjálfur,” Hann segir þó meðferð sáðkornsins nokkuð vandasama og passa þarf að kom- ið lendi ekki í næturfrosti áður en það er uppskorið því við það eyði- leggjast eiginleikar þess til spírun- ar þó svo að hægt sé að nota það til fóðurs. Haraldur verkar sitt kom sjálfur en hann er annar þeirra bænda í Borgarfirði sem komið hefur sér upp sérstökum búnaði til að þurrka korn en einnig súrsar hann hluta uppsker- unnar. Kynbótastarf skilar árangri „Eg er með nýtt íslenskt yrki, xl23-l, í rúmlega fjórum hektur- um en þetta yrki á að vera harð- gerðara og fljótsprottnara og þannig hentar það betur íslenskum aðstæðum. Eg get ekki sagt annað en það lofi góðu. Það skreið um fjórum dögum á undan sex raða Arve sem ég sáði á sama tíma,” sagði Haraldur. Að sögn Guð- mundar ráðunautar hefur þetta nýja yrki verið að skríða allt að viku á undan öðrum yrkjum. Einnig kom það vel út í prófunum hvað varðar uppskerumagn. „Það er því ljóst að kynbótastarf í korn- ræktinni er að skila árangri og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut,” bætir Guðmundur við að lokum. Þó að horfur séu góðar í kom- ræktinni á Vesturlandi f sumar er ljóst að veðurfar það sem eftir lifir sumars hefur mikið að segja. Það er að sjálfsögðu eins í kornrækt- inni og í öðrum búskap, tíðarfarið skiptir sköpum. EA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.