Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 13
SBgSSIÍH©BK FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 13 ATVINNA I BOÐI Rafvirkar & Verkamenn óskast Alhliða verktafyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu vantar 2-3 rafvirkja og 1 dug- legan alhliða verkamann. Góð laun í boði fyrir góða menn. Getum boðið starfsmönnum húsnæði í Reykjavík. Uppl. í síma 89S 6519. BÍLAR / VAGNAR / KERRUR Eðalvagn til sölu (18.7.2000) Til sölu er ósvikinn 1992 árgerð af 5 dyra Lada Samara ffeðmýrarstáh. Ný- skoðaður. Vetrardekk á íelgum fylgja. Lítillega tilkeyrður, eldnn 113.000 km. Um er að ræða sérlega gangvissan grip. Selst ódýrt. Upplýsingar í s. 437 0103 eftir kl.l8:00, Ingvar. Nizzan Sunny (18.7.2000) Til sölu Nizzan Sunny SLX árgerð 1992. Verðdlboð óskast. Upplýsingar í síma 431 1443. Fjórhjól til sölu. (18.7.2000) Til sölu Kawasaki 250 Mojave fjórhjól árg. 87 í góðu ástandi. Er með grind að aftan. Verð 100 þús. stgr. Uppl í síma 437 1807. Jeep Grand Cheeroke (17.7.2000) Til sölu Grand Cheeroke árgerð 1996, ekinn 111 þúsund. Einn með öllu; topplúga, rafm. í öllu, leðursætí og innr., cruise, loftkæling og fl. og fl. Gullsans að lit. Ásett verð 2850 þús. Tilboðsverð: 2350 þúsund. Uppl. í síma 868 6255 og 437 2208. Einn með öllu (15.7.2000) Til sölu Subaru Impreza statíon, turbo, árg. '99. Skiptí á ódýrari. Asett verð er 2,4 millj. ásamt bílaláni. Uppl. í síma 438 6861 eða 899 1196. Boddý óskast (14.7.2000) Oska eftír boddý á Nizzan Sunny 1600 SLX árg. 1989. Helst ódýrt eða gefrns. Uppl. í síma 867 4794, Reynir. TILBOÐ ÓSKAST (12.7.2000) Hef til sölu 2 stk. Subaru 1800 station árg. 87 sem hægt væri fyrir laghentan mann að gera úr einn góðan. Annar er með þokkalega gott body, en hinn með supergóða vél. Upplýsingar í síma 862 1357. Toyota Hilux (11.7.2000) Til sölu Toyota Hilux extra cab árgerð '89, upphækkaður með HiCi dieselvél. Ekinn ca 120 þús. Verð 580 þús. Óskað eftír tilboðum. Engin uppítaka. Uppl. í s. 861 9370 eða 437 2219 e. kl 22. Toyota corolla (11.7.2000) Til sölu Toyota Corolla sedan 1600 ár- gerð ’93, ekin 123 þús. Smurbók frá upphafi og 100 þús. km viðhald hjá um- boði. Verð 680 þús. Engin uppítaka. Uppl í síma 861 9370 eða 437 2219 e. kl 22. Ryðfirí kerra til sölu (5.7.2000) Til sölu nýsmíðuð ryðfrí kerra á fjöðr- um og dempurum. Stærð l,2m x 2,0m. Ónotuð. Verð ca. 110.000 kr. Upplýs- ingar hjá Matta í síma 431 4535 eða 899 7352. DYRAHALD Hestur til sölu (18.7.2000) Fallegur brúnn hestur er ril sölu. 8 vetra, spakur og þægur. Upplýsingar í síma 436 1173 eftírkl. 22.00. Hestur tapaðist (18.7.2000) 7 vetra dökkjarpur hestur hvarf úr girð- ingu við Ferjukot föstudaginn 14. júlí sl. Ef einhver hefur orðið var við hest- inn vinsamlegast látið vita í síma 437 0082 eða 862 8932. Gefins (18.7.2000) íslenskir skrauthanar fást gefins. Upp- lýsingar í síma 437 0082. Vill einhver eiga mig?? (14.7.2000) Eg er að flytja og get ekki haft kisuna mína hjá mér. Vilt þú hjálpa? Hann er svartur og angóru blandaður, kelinn og fjörugur og löngu orðinn kassavanur. Ef að þig langar að hugsa vel um kisuna mína, þá er þér velkomið að hringja í s. 694 4614. Labrador hvolpur (11.7.2000) Til sölu 3ja mánaða Labrador hvolpur. Ættbókarfærður. Upplýsingar eftir 15:30 ísíma 438 6768. Labradorhvolpar (11.7.2000) Hreinræktaðir Labradorhvolpar (hvít- ir) tíl sölu. Eru 5 vikna núna. Upplýs- ingar í síma 437 1849, 853 3749 eða 893 3749. Bamahestur (7.7.2000) Óska eftír viljugum og ungum hestí í skiptum fyrir ca 12 vetra barnahest. Einhver milligreiðsla. Upplýsingar er í síma 435-1486. FYRIR BORN Stóll og hoppróla óskast (18.7.2000) Áttu ömmustól og hopprólu sem þú ert hætt(ur) að nota og vilt selja? Vinsam- legast hafðu samband í síma 435 1461, Hulda. Bamabílstóll til sölu (12.7.2000) Til sölu vel með farinn Jeenay bamabíl- stóll fyrir 9-18 kg. Verð kr. 5.000,- Katrín, sími 437 1873. HUSBUNAÐUR / HEIMILI Sófer fyrir lítið (13.7.2000) Til sölu gamhr sófar sem era orðnir dá- lítið lúnir en þó nothæfir. Verð: Sam- komulag. Uppl. í s. 867 3164. Til sölu (9.7.2000) Til sölu 3 hvítar Niklas hillueiningar með glerskáp og kommóðu. Verð tíl- boð. Upplýsingar í síma 437 1531. Til sölu (6.7.2000) Sófasett, sófi og tveir stólar og tvö sófa- borð, borðstofúborð og fjórir stólar og þrekhestur. Upplýsingar í síma 692 1597. Vantar gamlan sófe! (6.7.2000) Vantar gamlan sófa á sem MINNSTU mögulegu verði. Má vera forljótur og svolítið illa farinn. Uppl. í síma 865 4060 allan daginn og 437 1212 á kvöld- in. Ef þið ætlið að henda sófanum ykk- ar, hringið þá fyrst í mig! LEIGUMARKAÐUR Ibúð eða hús (18.7.2000) Vantar íbúð eða einbýlishús tíl leigu á Akranesi sem fyrst. Lágmarksstærð 3-4 svefhherb. Upplýsingar í síma 481 2979 og 866 7887. 102 fm iðnaðarskúr (18.7.2000) Til leigu 102fm iðnaðarskúr. Heitt og kalt vam, wc, þriggja fasa rafmagn, stór hurð. Var áður trésmíðaverkstæði og blikksmiðja. Laus nú þegar. Leiga kr.35.000.- Upplýsingar í síma 864- 3228 Ólafsvík (15.7.2000) Óska eftir húsnæði á leigu í Ólafsvík ffá 1. sept. Stærð 2-3 herbergja, öraggar greiðslur. Sími 436 6648, Þyri. Til leigu (14.7.2000) Rúmgott forstofuherbergi til leigu í Borgarnesi frá 1. ágúst. Nánari uppl. í síma 437 1522. Vantar íbúð á Akranesi (11.7.2000) Ung stúlka með eitt bam óskar eftir íbúð ril leigu strax. Uppl. í s. 866 4665. OSKAST KEYPT Sláttuþyrla (18.7.2000) Óska efiár notaðri sláttuþyrlu. Þarf að vera í lagi. Upplýsingar í síma 435 1347. Kerruvagn (17.7.2000) Óska eftir að kaupa vel með farinn kerravagn með burðarrúmi. Systkina- brettí sem fest er við vagn. Uppl. í síma 431 4224/867 8494. TAPAÐ / FUNDIÐ Týndir hestar (12.7.2000) Tveir hestar töpuðust úr rekstri milli Grímsstaða og Snorrastaða. Annar jarpsokkóttur og hinn brúrm. Finnandi vinsamlegast snúi sér til Hauks á Snorrastöðum í síma 435 6627. Hestur tapaðist (18.7.2000) 7 vetra dökkjarpur hestur hvarf úr girð- ingu við Ferjukot föstudaginn 14. júlí sl. Ef einhver hefur orðið var við hest- inn vinsamlegast látið vita í síma 437 0082 eða 862 8932. TIL SOLU Þrekhjól (18.7.2000) Til sölu 10 stk. Kaiser þrekhjól. Uppl. í síma 431 2887 eftirkl. 17:00. Veiðimenn (16.7.2000) Til sölu laxa- og silungamaðkar. Upp- lýsingar í síma 431 2509, 699 2509 eða 899 1508. Maðkar (13.7.2000) Til sölu silunga- og laxamaðkar. Upp- lýsingar í síma 431 2974. Gasofn (13.7.2000) Til sölu gasofn fyrir sumarbústaðitm, eixrnig tíl sölu Alladín ofn. Uppl. í síma 431 1422. Ferðavinningur (12.7.2000) Til sölu ferðavinningur með Urval - Útsýn að verðmætí 60.000 kr. S. 437 1740. Smáhýsi (11.7.2000) Til sölu lítið hús (gestahús) 10-12 fer- metrar, vel einangrað, verðtilboð. Upp- lýsingar í síma 431 1029. TOLVUR / HLJOMTÆKI Samsung myndbandsupptökuvél (18.7.2000) Til sölu mjög lítið notuð Samsung myndbandsupptökuvél, tveggja og hálfe árs. Upplýsingar í síma 437 1214. Brjáluð leikjastöð til sölu (12.7.2000) Play Station leikjatölva til sölu, tilboð óskast. Fimm leikir til sölu líka: Res- ident Evil 3, GTA2, FIFA 2000, Tony Hawk's Skateboarding og Sled Storm. Nánari uppl. í síma 865 4060 á daginn og 437 1212 á kvöldin. Selst ódýrt. YMISLEGT Dúkastrekkingar (16.7.2000) Eg strekki dúkana fyrir ykkur. Hann- yrðaverslunin Mánagull í Glæsibæ tek- ur á móti þeim fyrir mig. Síminn er 581 2966. Trúnaður (16.7.2000) Lýsingarlistar frá Trúnaði er svarið ef þú ert einn/ein. Þú þarft ekki að vera ein/einn í heiminum frekar en þú villt. Konur /menn skrá sig, alltaf nýtt fólk að bætast í hópinn. Sími 587 0206. Rotkassi (14.7.2000) Rotkassi, sem breytir garðaúrgangi í mold, til sölu. Uppl. í s. 437 1462. Rabarbari (10.7.2000) Rabarbari fæst gefins, bara að taka hann upp. Auður í Bæ. Sími 435 1232. Niðjamót á Hellissandi Benedikt S. Benediktsson Geirþrúður Kristjánsdóttir Síðastliðna helgi var haldið á Hellissandi niðjamót hjónanna Benedikts S. Bene- diktssonar (f. 1890 - d. 1973) og Geirþrúðar Kristjánsdóttur (f. 1889 - d. 1958). Alls mættu um 80 manns á mótið sem var vel heppnað í alla staði. Benedikt S. Bene- diktsson var mikill at- hafnamaður í sinni tíð og frumkvöðull í ýms- um málefnum í sínu byggðarlagi. Hann var fæddur á Geirseyri við Patreks- fjörð en flutti fyrst á Snæfellsnes 1915 þegar hann réðst sem verslun- arstjóri við verslun Péturs Olafs- sonar á Grafamesi við Gmndar- fjörð. Þar kynntust þau Geirþrúður og gengu í hjónaband 1918 en Geirþrúður var fædd í Olafsvík. Árið 1920 fluttist fjölskyldan til Patreksfjarðar en fluttist síðan 1926 til Hellissands þar sem Benedikt gerðist verslunarstjóri (factor) hjá Tang og Riis. Benedikt hóf síðan eigin verslun- arrekstur 1932. Hann var einnig útgerðarmað- ur og rak fiskverkun á tímabili ásamt því að hafa umboð fyrir skipa- afgreiðslu. Benedikt var einnig í ýmsum auka- störfum og mikill félags- málamaður. Hann átti stóran þátt í stofnun Sparisjóðs Hellissands og r, igrennis og var sparisjoðsstjóri til 1971. Einnig var hann hvata- maður að stofhun Slysa- varnardeilarinnar Bjargar á Hell- issandi auk þess að sitja í hrepps- nefnd. Benedikt og Geirþrúður eignuðust þrjú börn; Sveinbjörn, Halldór og Unni. EA Borgarfjörður. Fimmtudag 20. júh: Kvöldganga UMSB - fjöruganga á Mýrum kl 20:00. Lagt verður af stað frá Girðisholti við Miðhús, kl. 20:00 (Ath. taka Álftanes alleggjarann frá aðalvegi). Leiðsögumaður verður Svandís Bára Steingrímsdóttir. Fróðleg og skemmtileg ganga um fallega strönd. Gangan er fyrir alla og tekur um tvo tíma. Snæfellsnes. Fimmtudag 20. júlí: Kvöldguðsþjónusta kl 21 í Ólafevíkurkirkju. Liðsmenn knattspymudeildar HSH lesa ritningarlestra og Kirkjukór Ólafevíkur syngur. Molasopi og djús að guðsþjónustu lok- inni. Ath.: Ef veður leyfir verður guðsþjónustan í Sjómannagarðinum. Alhr velkomn- ir. Sóknarprestur. Borg-aríjörður. Föstudag 21. júlí: Utangarðsmenn í flugskýlinu Borgamesi. Hin endurvakta stórhljómsveit Utangarðs- menn rokkar fram á nótt. Akranes. Laugardag 22. júlí: Golfrnót á Garðavelli. Opna Þ&E öldtmgamótið í golfi. Akranes. Laugardag 22. júlí: Opið hús Iþróttamiðstöðvarinnar og FM 95,7 að Jaðarsbökkum. Frítt í sund, loftkast- ali og fleira. Nánari upplýsingar í síma 431 3560. Snæfellsnes. Laugardag 22. júh': Göngusumar í Grandarfirði 2000 kl 13. Eyrarfjall. Leiðsögumaður Marteinn Njálsson frá Suður-Bár. Dalir. Sunnudag 23. júlí: Hátíð á skfrnarstað Laxdælinga kl 14 við Kristnapoll í Laxá. Minnst verður 1000 ára aftnæhs kristnitökunnar við Kristnapoll í Laxá, en samkvæmt munnlegum heimildum skírðust Laxdælingar þar. En þar segir einnig að skfrnin sé ástæða þess að pollurinn sé besti veiðistaður árinnar. Akranes. Sunnudag 23. júlí: Golftnót á Garðavelh. Opna SV mótið í golfi og opna LANCOME mótið. Snæfellsnes. Sunnudag 23. júh': Latibær í heimsókn í Stykldshólmi. Latibær kemur í heimsókn með leiki og ball fyrir bömin. Snæfellsnes. Þriðjudag 25. júlí: Skjem-gárden skrúðganga og sýning í Stykkishólmi. Danska lúðrasveitin ffá Skjem á Jótlandi mun leika og sýna hstir sínar á íþróttavellinum í Stykkishólmi. Borgarfjörður. Þriðjudag 25. júlí: Armót í ffjálsum íþróttum verður haldið á Varmalandsvelh þriðjudaginn 25. júlí. Mót- ið hefet Id. 19 en upphitun hefet 18:30. Umf Stafholtstungna annast skipulagningu mótsins sem er á vegum UMSB. Allir velkomnir. Snæfellsnes. Fimmtudag 27. júlí: Tónleikar Agústs Ólafesonar kl 20:30 í Stykkishólmskirkju. Agúst Olafeson bariton- söngvari er Hólmari að uppruna og er einn af okkar efhilegustu söngvurum. Hann er nú við ffamhaldsnám í söng við Sibehusar-akademíuna í Finnlandi. Sigurður Marteins- son leikur með á píanó. Borgarfjörður. Föstudag 28. júlí: Tónleikar á Reykholtshátíð kl 21:00 í Reykholti. Norskur strengjakvartett, Vertavo- kvartettinn flytur verk m.a. eftir Wolf, Bartok og ShuberL Snæfellsnes: Fös. - sun. 28. júlí - 30. júlí Á góðri stund í Grundarfirði. Fjölskylduhátíð í Grundarfirði sldpulögð af FAG. Nán- ari upplýsingar á www.gnmdarfjordur.is og í auglýsingu hér í blaðinu. Borgarfjörður. Fös. - sun. 28. júlí- 30. júlí: Reykholtshátíð. Hin árlega tónhstarhátíð í Reykholti. Sígild tónhst í sögulegu um- hverfi. Sjá nánar dagskrá á heimasíðu Reykholts, www.reykholt.is Bæjarstjóm í frí Bæjarstjóm Akraness er komin í árlegt sumarleyfi. Ekki verður fundað aftur á þeim vettvangi fyrr en 22. ágúst en að vanda annast bæj- arráð afgreiðslu helstu mála á meðan. -SSv. Jarðgöng við Grundaskóla? Bygginganefnd Akraneskaupstaðar kemst að þeirri niðurstöðu að eina fúllnaðarlausnin varðandi umferðaröryggi barna í nágrenni Grundaskóla sé að gera undirgöng á milli skólalóðarinnar og íþrótta- svæðisins handan götunnar. Neíhdin er jafhffamt þeirrar skoðunar að girða beri íþróttasvæðið af en það er nú algjörlega opið. Eins og fratn hefur komið í Skessuhorni hefur foreldrafélag skólans lýst áhyggjum sfnum vegna ástandsins og farið fram á úrbætur. -SSv. VÍS í Stjómsýsluhúsið Samkvæmt heimildum Skessuhorns verður þess ekki langt að bíða að Vátryggingafélag Islands, VIS, flytji skrifstofur sínar í stjómsýslu- húsið við Stillholt á Akranesi. Skrifstofur VIS verða fluttar í það rými, sem Skóhomið var áður með til umráða en verslunin hætti rekstri í vor. -SSv. Leiðrétting I síðasta tölublaðí Skessuhoms var birt grein eftir Vífil Karlsson undir fyrirsögninni vinnuaflsnotkun atvinnulífsins. I myndatexta ann- arrar myndarinnar sem fylgdi greininni slæddist inn ein villa. I mynda- textanum stóð eftirfarandí: Þróun ársverka árin 1988-1997 þar sem 1900 er grunnár, en átti að standa: Þróun ársverka árin 1988-1997 þar sem 1990 er grunnár. Einnig kom ekki fram í greininni að Vxfill Karls- son starfar hjá Atvinnuráðgjöf Vesmrlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.